Tíminn - 03.12.1986, Blaðsíða 20

Tíminn - 03.12.1986, Blaðsíða 20
§ SAMBANDSFÓÐUR DAGUR TIL JÓLA 9 Timinn Miðvikudagur 3. desember 1986 Guðmundur Bjarnason alþingismaður: “Tveirlistarkoma ekki til greina“ - undir merkjum eða listabókstaf Framsóknarflokksins „Samkvæmt lögum Framsóknar- flokksins eru það kjördæmissam- böndin sem undirbúa framboð og bjóða fram lista í nafni flokksins. Við héldum auka kjördæmisþing með þreföldum fulltrúafjölda, þar sem ákveðin voru sjö efstu sæti lista Framsóknarflokksins í kjördæminu. Var það gert samkvæmt aðferð sem einnig var ákveðin af kjördæmis- þingi fyrir ári. Þar segir einnig að stjórn kjördæmissambandsins skuli ganga endanlega frá listanum, þ.e. að raða í þau sæti á listanum sem eftir er að ákveða. Að því loknu tel ég að endanlega sé búið að ákveða framboðslista Framsóknarflokksins í Norðurlandi eystra. Annar listi í nafni flokksins eða undir merkjum hans eða listabókstaf kemur því ekki til greina að mínu áliti," sagði Guð- mundur Bjarnason alþingismaður, sem skipar fyrsta sæti framboðslista Framsóknarflokksins í Norðurlands- kjördæmi eystra í samtali við Tím- ann í gær. Guðmundur var inntur eftir sérframboði Stefáns Valgeirs- sonar og hvernig þau mál hefðu þróast og svaraði hann því til, sem kom fram hér að ofan að sér fyndist það ekki koma til greina, að tveir listar færu fram undir merkjum flokksins. „Það getur ekki talist eðlilegt að bjóða fram tvo lista undir nafni flokksins í kjördæminu. Við höfum farið fullkomlega eðlilega að því að velja okkar lista og unnið samkvæmt þeim reglum sem við sjálf höfum sett. Það finnst mér allir verði að viðurkenna og sætta sig við. Væri nær af mönnum að taka höndum saman um að sætta sjónarmið í stað þess að efna til ágreinings, klofnings og átaka innan flokks eins og mér virðist þeir vera að gera sem urðu að lúta í lægra haldi á kjördæmisþinginu og nú eru að tala um sérframboð." sagði Guðmundur Að lokum sagði hann að sér þættu það undarleg vinnubrögð að þeir menn sem tækju þátt í semja reglur um framboðsmál og gæfu kost á sér til prófkjörs skuli síðan ekki una þeim niðurstöðum sem þar fást. -ES Gífurleg ólga á Borgarspítalanum - vegna hugsanlegrar sölu spítalans til ríkisins. Mikil ólga er meðal starfsfólks Borgarspítalans vegna viðræðna sem fram fóru um helgina milli Reykjavíkurborgar og ríkisvalds- ins um sölu spítalans til ríkisins. Gengur undirskriftalisti nú meðal starfsfólks Borgarspítalans, þar sem öllum ráðagerðum um sölu spítalans er harðlega mótmælt. Þar er borgarstjórn Reykjavíkur hvöít til eindreginnar andstöðu gegn söluáformum og að öllum ráðum verði beitt til að tryggja áframhald- andi eignarhald og rekstur Reykja- víkurborgar. Borgarstjórinn í Reykjavík átti frumkvæðið að við- ræðunum. Á fjárlögum fslenska ríkisins er gert ráð fyrir að setja rekstur Borgarspítalans á föst fjárlög í stað þess daggjaldakerfis sem tíðkast hefur. Telur borgarstjóri því blekkingu að láta sem Reykjavík- urborg reki spítalann þegar svo er komið. Halli Borgarspítalans á tékka- reikningi borgarsjóðs er nú um 250 milljónir króna og eru það 150 milljónir umfram greiðsluáætlun. Læknaráð Borgarspítalans telur að halli Borgarspítalans undanfar- in ár hafi beinlínis stafað af van- reiknuðum daggjöldum. Það telur að ekki hafi verið sýnt fram á að fjárlagakerfið sé hagkvæmara en daggjaldakerfið og dragi úr kostn- aði við rekstur spítala. Málefni Borgarspítalans voru kynnt á fundi borgarráðs í gær og kom þar fram hjá borgarstjóra að viðræðurnar væru nú á mjög við- kvæmu stigi, en hann telur þó að rammasamningur um kaupin geti legið fyrir í lok vikunnar. -HM Miklu meiri söltun en á „síldarárunum" Stefnir í metár í síldar- söltun Bifreið inní biðskýli Bílstjóri Daihatsu bifreiðar missti stjórn á bifreið sinni um miðjan dag í gær og endaði inn í farþegaskýli SVR sem stendur á mótum Norðurfells og Iðufells. Sem betur fór sakaði engan því enginn var staddur inn í skýlinu þegar þessi „innrás" bílsins átti sér stað. Ökumann sakaði ekki heldur, en bíllinn er töluvert skemmdur að framan og skýlið var tekið niður af starfsmönnum Strætisvagna Reykjavíkur þar sem það var talið ónýtt. -ABS Skýlið er ónýtt eins og myndin ber með sér. Mesta mildi var að enginn beið eftir strætó. - útflutningsverðmæti síldarinnar 1 milljarður Flest bendir til að síldarsöltun í ár verði meiri en nokkru sinni fyrr. í fyrrakvöld hafði verið saltað í 261 þúsund tunnur, og enn á eftir að salta í 12.000 tunnur til útflutnings upp í þá samninga sem gerðir hafa verið. Einar Benediktsson hjá Síldarút- vegsnefnd sagði að minni samningar upp á nokkur þúsund tunnur aðal- lega til Dammerkur og Þýskalands hefðu að undanförnu verið að reyt- ast inn, jafnframt því sem eitthvað hafi verið saltað á innanlands markað. Lang flestar söltunarstöðv- ar eru nú búnar með sína söltunar- kvóta og er Hornafjörður eina stöðin á Austurlandi sem enn er að salta og dreifast hinar sem eftir eru suður um landið. Að sögn Einars Benediktssonar má búast við að söltunin í ár verði á bilinu 273.000 -275.000 tunnur þegar upp verður staðið, en áður var mcst saltað árið 1980 eða rúmar 269 þúsund tunnur. í fyrra var saltað í 258 þúsund tunnur. Reikna má með að útflutningsverðmæti saltsíldar- innar á þessari vertíð verði um 1 milljarður króna. Til marks um umfang síldarsölt- unarinnar nú má bera saman söltun- ina í ár og meðalsöltunina á síldarár- unum á Norður- og Austurlandi á síldarárunum víðfrægu, en þá var hún 181 þúsund lestir! -BG Samningamálin: DAGSBRUN TILBÚIN UM NÆSTU HELGI? - lokasprettur hjá ASÍ og atvinnurekendum? „Ég held að það sé engin rosa- vinna eftir. Ég mundi halda að þetta geti legið fyrir alveg undir helgina, í stórum dráttum að minnsta kosti,“ sagði Halldór Björnsson, varafor- maður Dagsbrúnar þegar Tíminn innti hann eftir því í gær, hvernig undirbúningi að sérviðræðum Dags- brúnar miðaði. Halldór tók hins vegar fram að hingað til hefði aðeins fámennishóp- ur fjallað um leiðirnar sem helst ætti að fara í samningaviðræðunum, síð- an ætti þetta eftir að fara fyrir stjórn félagsins og hugsanlega yrði kallað til félagsfundar. Sagði Halldór að enn væru menn að velta fyrir sér hvort ætti að leggja aðaláhersluna á uppröðun á launa- flokkunum eingöngu, eða taka fyrir heildarefnisatriði hins almenna samnings sem ekki hefur verið tek- inn almennilega í gegn í mörg ár. Enn væri nefndin ekki komin að neinni niðurstöðu varðandi þau lág- markslaun serh ganga ætti út frá í komandi viðræðum. Sagði Halldór að nienn hefðu komið sér saman um vinnureglur í gær, en nefndin hóf síðan störf aftur kl. 9.00 í morgun. Af samningaviðræðum ASÍ.VMS og VSÍ var það helst að frétta í gærkvöldi, að samninganefnd ASÍ fundaði frá kl. 14.00 til 17.30 og var hljóðið nokkuð mismunandi í mönn- um eftir því við hvern var rætt. Þó mun ný tillaga hafa litið dagsins ljós í bónusnefndinni og vinnu almennt miðað nokkuð áfram. Er jafnvel talin von til að lokaspretturinn sé að hefjast. Fundur aðalsamninganefnd- ar hófst síðan kl. 20.30 og höfðu ekki borist þaðan fréttir þegar blaðið fór í prentun. -phh

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.