Tíminn - 03.12.1986, Blaðsíða 6

Tíminn - 03.12.1986, Blaðsíða 6
6 Tíminn FRÉTTAYFIRLIT NÝJA DELHi — Herinn var settur í viöbragðsstöðu í höfuðborg Indlands, Nýju Delhi, eftir að hópur hindúa hafði ráðist á heimili og búðir í eigu síkha. Árásirnar fylgdu í kjölfarverstu árásar aðskilnað- arsinna úr hópi síkha á hindúa. GENF — Samninganefndir Bandaríkjanna og Sovétríkj- anna komu á fréttabanni af sérstakri samningalotu þeirra sem nú stendur yfir. Þar er reynt að minnka ágreininginn um leiðir til að stemma stigu við vígbúnaðarkapphlaupinu. MOSKVA — Háttsettur so- véskur embættismaður sakaði Bandaríkjastjórn um að vilja ekki semja um stöðvun kjarn- orkuvopnatilrauna og gaf í skyn ao stjórn sín myndi hefja að nýju tilraunir þessar sem bannaðar hafa verið í Sovét- ríkjunum í nær átján mánuði. PARÍS — Háttsettur embættismaður í bandaríska varnarmálaráðuneytinu sagði Reagan Bandaríkjaforseta hafa orðið að brjóta Salt-2 samkomulagið til að skemma ekki frekar fyrir trúverðugleika sínum í kjölfar hneykslismáls- ins vegna vopnasölunnar til (rans. BRUSSEL — Sir Geoffrey Howe utanríkisráðherra Bret- lands sagði evrópska banda- menn Bandaríkjastjórnar óska þess mjög að Reagan forseti gæti leyst fljótt úr innanlands- vandamálum sínum, sem hafa margfaldast, vegna vopna- sölunnar til írans. LUNDÚNIR — Dollarinn varð hærri á gjaldeyrismörkuð- um í Evrópu í gær eftir að hafa fallið verulega á mánudaginn, hafði þá reyndar ekki verið lægri gagnvart vestur-þýska markinu í sex ár. Ástæðan fyrir falli dollarans er hneykslismál- ið mikla í Washington og erfið- leikar Bandaríkjastjórnar vegna þess. BEIRÚT — Hópur palestín- skra borgara var neyddur til að yfirgefa heimili sín í tveimur flóttamannabúðum í grennd við Beirút. Að sögn sjónarvotta voru það múslimar úr hópi shíta sem neyddu fólkið út. JÓHANNESARBORG — Fabian Ribieró, svartur bar- áttumaður gegn aðskilnaðar- stefnu stjórnvalda sem þús- undir manna (Dekkja undir nafn- inu „læknir fólksins", var skot- inn til bana ásamt konu sinni. Miðvikudagur 3.desember 1986 ■lllllllllllll ÚTIftND .lllllllllllllllllllllllllllllllllllillSllliii.. .. ...Ilillllllllllllllllllillllllllllllllilll.....Illlllllllllllllililil.. .Jlilllllllllllllllli;. ... Skýrsla um útgjöld til drápstækjaframleiðslu: Heimur versnandi fer Ekkert lát er á vígbúnaðarkapphlaupinu - Stórveldin tvö harðlega gagnrýnd Þetta er skrýtinn heimur. Hungrið bíður margra á meðan hönnuð eru drápstæki er staðsetja á úti í geimnum. Ágirnd og valdasýki ráða ferðinni og á meðan á skynsemin ávallt undir högg að sækja. Lundúnir-Reuter Árið í ár er alþjóðlegt friðarár Sameinuðu þjóðanna. Það kemur hinsvegar ekki í veg fyrir að útgjöld til hermála munu enn aukast á meðan margar þjóðir búa við fátækt og glíma við gífurlegar erlendar skuldir. „Útgjöld til hermála og velferðar- mála árið 1986“ er heiti skýrslunnar sem gefin er út af alþjóðlegum friðarhópum. Þar kemur fram að útgjöld til hernaðar meðal þjóða heims munu að líkindum verða um 900 milljarðar dollara á þessu ári en voru í fyrra 810 milljarðar dollara. Eyðslan í ár svarar til að 1,7 milljónum dollara sé hent í dráps- tæki eða þróun þeirra á hverri mín- útu. Venjulegur einstaklingur getur því búist við að eyða þremur til fjórum árum af starfsaldri sínum við að styrkja vopnabúr þjóðar sinnar. Á meðan eykst sá fjöldi fólks í heiminum sem þjáist af hungri og heilsuleysi og fer algjörlega á mis við menntun. f skýrslunni eru stórveldin gagn- rýnd harðlega fyrirfjáraustur í vopn- akapphlaupið en samtals eyða þau um 60% af áðurnefndri upphæð sem eytt er til hernaðar í heiminum. „Saman hafa þau náð meiri og meiri tæknilegri fullkomnun í smíði drápsvopna og aukið hættuna á að átök brjótist út í heiminum", segir í skýrslunni. Bandaríkin og Sovétríkin hafa yfir 97% allra kjarnorkuvoppa að ráða og til dæmis má nefna að sprengimáttur núverandi kjarnork- ubirgða er 160 milljón sinnum meiri en sprengingin í kjarnorkuverinu í Tsjernóbíl fyrr á þessu ári. f Sovétríkjunum er fjárhæðin sem fer til hernaðaruppbyggingar tvöfalt hærri en sú sem fer til menntunar- og heilbrigðismála. f Bandaríkjunum fara 170 sinnum meiri peningar í rannsóknir á flutn- ingum út í geimnum en í rannsóknir á almannaflutningum á jörðu niðri. Það voru friðarhópar og kirkju- samtök í Bandaríkjunum, Ástralíu, Kanada, Bretlandi og Svíþjóð sem fjármögnuðu gerð skýrslunar og þar fá ríki þriðja heimsins sinn skerf af gagnrýni. Útgjöld til hernaðarmála í ríkjum þriðja heimsins á tímabilinu 1975- Oliver Tambo forseti Afríska þjóöarráðsins: Kaunda og Mugabe eru báðir á “dauðalista S-Afríkustjórnar“ Lagos • Reutcr Oliver Tambo leiðtogi Afríska þjóðarráðsins, helstu samtakanna sem berjast gegn stjórn hvítra í Suður-Afríku, sagðist í gær hafa vitneskju um að þeir Kenneth Kaunda forseti Zambíu og Robert Mugabe forsætisráðherra Zimbabwe væru báðir á „dauðalista Suður-Afr- íkustjórnar". Tambo sagði þetta á blaðamanna- fundi í Lagos eftir að hafa átt viðræður við Ibrahim Babangida hershöfðingja og leiðtoga Nígeríu. Hann bætti við að dauði Samora Machels forseta Mósambiks, sem fórst í flugslysi yfir Suður-Afríku í októbermánuði, hefði ekki verið slys. „Hótanir gegn honum sanna það. Nú er uppi hótanir, ekki aðeins gegn Zambíu og Zimbabwe heldur einnig beint gegn Kaunda og Mugabe,“ sagði Tambo. „Það eru upplýsingar sem sanna að þeir eru á dauðalista Suður-Afr- íkustjórnar, sem sýnir í hvaða vanda þessi einræðisstjórn er komin“ Suður-Afríkustjórn hefur neitað ásökunum frá leiðtogum svertingja um að hafa verið viðriðin flugslysið í október þar sem Machel Mósamb- ikforseti fórst. Hún lætur nú rann- saka orsakir flugslyssins og starfa j aðilar stjórnvalda í Mósambik og 1 Sovétríkjunum, þar sem flugvélin var smíðuð, einnig að rannsókninni. Eru bæði Mugabe forsætisráðherra | Zimbabwe (t.v.) og Kaunda forseti Zambíu á „dauðalista Suður-Afríkustjórnar“? 1985 voru um 40% af aukningu í erlendum skuldum á þessu sama tímabili. Raunar hafa þróunarríkin aukið geysilega hernaðarútgjöld á síðustu áratugum, útgjöldin hafa t.d. sexfaldast að meðaltali frá árinu 1960. Eftir eru því skuldir sem komandi kynslóðir geta aldrei ráðið við og örbirgðin heldur áfram. Sélitið á jákvæðari hliðar er tekið fram í skýrslunni að þrýstingur frá almenningi sé byrjaður að hafa áhrif hér á Vesturlöndum og minnt í því sambandi á umræðuefni þeirra Reagans Bandaríkjaforseta og Gor- batsjovs Sovétleiðtoga á Reykjavík- urfundinum í október. Efnahagslegur þrýstingur í ríkjum þriðja heimsins hefur einnig orðið til þess að sum þeirra hafa orðið að draga úr hergagnaútgjöldum að undanförnu. Jólahátíöin í Bretlandi: Krármunuslá kirkjum við Lundúnir • Rcutcr Krár verða vinsælli en kirkjur í Bretlandi um jólin, jafnvel þótt sjö af hverjum átta Bretum vilji að trúarlegt gildi hátíðarinnar verði meira í hávegum haft en skemmtun- in á kránum. Þetta kom fram í könnun sem bandalag markaðskönnunarfyrir- tækja hefur verið að vinna að undan- farnar vikur. Samkvæmt niður- stöðunum ætluðu 41% aðspurðra í kirkju um jólin en 51% hugðust sækja krárnar heim. Spurningarnar voru lagðar fyrir þátttakendur í októbermánuði. Níu af hverju tíu sem þátt tóku í könnuninni ætluðu sér að eyða alla- vegana hluta af jóladeginum fyrir framan sjónvarpið þrátt fyrir að 55% aðspurðra lýstu sig samþykka setningunni: „Ég held að við horfum of mikið á sjónvarp um jólin“. 1 niðurstöðunum kom einnig fram að fólk í Englandi og Wales myndi eyða að meðaltali 250 sterlingspund- um eða sem samsvarar um fjórtán þúsund íslenskum krónum í jólagjaf- ir og annað sem jólunum fylgir. Singapúr: Reykingar bannaðar með lögum? Singapúr - Rcutcr Richard Hu, fjármála- og heil- brigðisráðherra Singapúr, skrif- aði í vikunni undir nýja reykinga- varnaráætlun sem hann vonast til að muni að lokum gera alla Singapúrbúa frábitna tóbaki. Hu sagði í ræðu við tækifæri þetta að ríkisstjórnin hefði í hyggju að setja lög gegn reyking- um kæmu menntun og fortölur að cngu gagni. Hu kvað það nauðsynlegt að vernda þá fjöl- mörgu sem ekki reykja. Ráðherrann sagði stjórn sína meðal annars vera að hugleiða sölubann á sígarettur til ung- menna yngri en átján ára og bann á sölu sterkra vindlinga. Nýja reykingavarnaráætiunin byggir á þátttöku fjölmargra sam- taka og nær baráttan hámarki sínu 11. janúar á næsta ári þegar svonefnd reykingarlaus vika hefst. Hu hvatti t ræðu sinni til að reykingarlaus svæði yrðu skipu- lögð á vinnustöðum og sagði þá sem ekki reyktu eiga að krefjast réttar síns til aö anda að sér lofti ómenguðu af sígarettureyk.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.