Tíminn - 19.03.1987, Blaðsíða 3

Tíminn - 19.03.1987, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 19. mars 1987 Tíminn 3 Hver er stefna flokkanna í sjávarútvegsmálum: Halldór vill svör fyrir kosningar „Ekki hægt að kjósa í þessu landi nema flokkarnir skýri frá stefnu sinni í sjávarútvegi11 segir sjávarútvegsráðherra „Einn málaflokkur öðrum fremur er mikilvægur, þ.e.a.s. stjórn fisk- veiðanna og stjórn sjávarútvegsmál- anna. Ég fullyrði að það þýðir ekkert að kjósa hér í þessu landi, að mínu mati a.m.k., nema flokkarnir séu tilbúnir til að segja frá því hvaða stefnu þeir vilji reka í fiskveiðimál- um og stjórnun fiskveiða. Við framsóknarmenn höfum sagt það að við viljum halda áfram þeirri fiskveiðistefnu sem mótuð hefur ver- ið í öllum megin atriðum, og fram- lengja þau Iög sem þar gilda um. Ég vildi framlengja þessi lög strax á síðasta ári vegna þess að ég taldi óheppilegt að þetta yrði gert strax að loknum næstu kosningum. Ný ríkis- stjórn verður að fara í þetta mál strax að loknum kosningum." sagði Halldór Ásgrímsson á fundi í Verts- húsi á Hvammstanga á iaugardag. Hann hélt áfram og benti á að hann ætti ekki von á svörum frá flokkunum. „Alþýðuflokkurinn hef- ur lýst því yfir, þ.e.a.s. formaður hans a.m.k. og væntanlega hefur hann umboð til að tala fyrir hönd flokksins, að hann vilji brjóta niður þessa stefnu og að hún sé ómöguleg og að gera þurfi eitthvað nýtt. Ai- þýðubandalagið hefur haft svipaðar skoðanir, nema einn maður Garðar Sigurðsson sem segir nú að það sé ekki lengur pláss fyrir sig í þeim flokki. Því virkar það þannig að flokkurinn vilji losa verulega um þessi mál. Þeirra málsvarar, eins og Skúli Alexandersson, hafa tekið það skýrt fram. Landsfundur Sjálfstæðis- flokksins sagði fyrir stuttu síðan á Karnivalinu sem haldið var í Laugar- dalshöll að nauðsynlegt væri að auka frjálsræði í fiskveiðunum. Ég þýði það þannig að samkeppnin eigi að leysa þá erfiðleika sem þar eru.“ sagði Halldór. - ES I * Kaupstaður í Mjódd - nú í vor verður byrjað að byggja tvær hæðir ofan á húsið. (Tímamynd: Pjetur.) KRON með „aðeins" 30% eiginfjárhlutfall Halli á rekstrinum á síðasta ári í íslenska viðskiptaheiminum hef- ur KRON lengi verið það fyrirtæki sem einna þekktast hefur verið fyrir sterka eiginfjárstöðu. Á liðnum árum hefur hún lengst af legið um og yfir 60%, og er þar verið að tala um það hlutfall af eignum sem fjármagn- að er með eigin fé fyrirtækisins. Nú er þctta hins vegar breytt. Deildafundir KRON eru nýbyrjaðir, og á þeim eru lagðir fram reikningar félagsins fyrir síðasta ár. í þessum reikningum kemur fram að eigin- fjárhlutfallið um síðustu áramót var komið niður í 31%, og þykir að vísu býsna gott samt, miðað við það sem gerist og gengur hjá íslenskum fyrir- tækjum. Þetta stafar þó ekki af því að eigið fé KRON hafi minnkað, því að þvert á móti hækkaði það 1986 úr 186 miljónum í ársbyrjun upp í 211 miljónir í árslok. Ástæðan er sú fyrst og fremst að bókfærðar fasteignir félagsins við lok ársins höfðu vaxið úr 189 miljónum í 435 miljónir, og lántökur hækkað að sama skapi. Hér er vitaskuld um það að ræða að kaupin á versluninni, sem nú er rekin undir nafninu Kaupstaður í Mjódd í Breiðholti, setja mark sitt á efnahagsreikning félagsins. Annars er það af afkomu KRON á síðasta ári að frétta að á rekstrinum var halli að upphæð 31 miljón króna, og er það 5,1% af veltunni, sem var 609 miljónir. Veltuaukning milli ára hjá félaginu var 65%. Helstu ástæð- ur þessa halla voru afskriftir og vaxtagjöld sem hækkuðu skiljanlega mikið á milli ára. KRON greiddi samtals rúma 71 miljón í laun og launatengd gjöld á síðasta ári. Byggt ofan á Kaupstað Þá er KRON núna nýbúið að selja verslunarhús sitt að Laugavegi 91 þar sem verslunin DOMUS er til húsa, og verður henni lokað fyrir 1. júlí. Aftur er ætlunin að selja Stór- markaðinn í Kópavogi ekki að sinni. Er meðal annars rætt um að reka hann í framtíðinni sem ódýra verslun með minnstu mögulega þjónustu. Nú í vor er síðan fyrirhugað að hefja byggingu tveggja hæða ofan á versl- unina Kaupstað. Þarverða skrifstof- ur og aðalstöðvar KRON síðan til húsa í framtíðinni. Verslunin Mikligarður, sem KRON á 52% í, var með tæpan miljarð í sölu á síðasta ári, án söluskatts. Dálítill hagnaður varð af rekstrinum þetta þriðja starfsár verslunarinnar, eftir tvö ár með útkomu neðan við strikið. Ingólfur Ólafsson hætti sem kaup- félagsstjóri hjá KRON nú um ára- mótin, og hafði hann gegnt því starfi í 23 ár. Kaupfélagsstjóri KRON frá síðustu áramótum er Ólafur St. Sveinsson. Aðalfundur KRON er fyrirhugað- ur laugardaginn 4. apríl. - esig Eins og sjá má þurfti að leysa margvíslegar þrautir á mótinu. Mývatnssveit: Árlegt mót vélsleðamanna Helgina 6.-8. mars héldu Björg- unarsveitin Stefán og íþróttafélag- ið Eilífur mót vélsleðamanna í Mývatnssveit. Á mótið mættu rúm- lega 80 manns, þar af 20 manns sem lögðu leið sína yfir hálendið. Keppt var í 1/4 mílu spyrnu í fjórum stærðarflokkum sleða, einn ig var keppt í alhliða þrautarbraut þar sem þurfti að leysa hinar ýmsu þrautir. Alls tóku 48 manns þátt í keppninni. Að kveldi laugardags- ins fór svo frarn verðlaunaafhend- ing í Hótel Reynihlíð, að því loknu var stiginn dans fram eftir nóttu. I.V./starfskynning Alþingi: Frumvarp til jarðræktarlaga samþykkt Með þessum nýju jarðræktarlög- um er fyrst og fremst verið að aðlaga jarðræktarlög að þeirri stefnu sem tekin var með búvörulögunum 1985 og áframhald á þeim breytingum sem þá voru jafnframt gerðar til bráðabirgða á jarðræktarlögunum og giltu í tvö ár. Helstu breytingar á jarðræktar- lögunum er t.d. að felldir eru niður styrkir til grænfóðurræktar og annars þess sem er framleiðsluhvetjandi en lögð er áhersla á stuðning við ýmsar nýjungar, t.d. loðdýraræktina og garðyrkjurækt. ABS Ólafur Jónsson, formaður bygginganefndar, Einar Guðmundsson, Lára Pálsdóttir, Kristján Guðmundsson, bæjarstjóri, Rannveig Guðmunds- dóttir og Jón Þórmundsson og Þórmundur Hjálmarsson, verktakar. (Tímamynd: Sverrir) Smáhúsabyggö fyrir aldraða í Kópavogi: Fyrsti áfangi tekinn í notkun Fyrir fimm árum ákvað bæjar- stjórn Kópavogs að reisa skyldi sérhannaða byggð fyrir 60 ára og eldri íbúa bæjarins, en það er liður í viðleitni bæjarfélagsins að búa öldruðum hcimili, þar sem þeir geta haldið sjálfstæði sínu sem lengst. Nú verður tekinn f notkun fyrsti áfangi þessa verks, sem eru 9 íbúðir, en 59 íbúðir verða reistar alls í Vogatungunni, sem er 2,9 ha að stærð. Svæðið liggur vel við sólu, útsýni ágætt og er vel í sveit sett gagnvart allri þjónustu á miðbæjarsvæðinu, heilsugæslu, sjúkraþjálfun, matar- þjónustu aldraðra og félagsstarfi þeirra, verslunum og annarri þjón- ustu, svo sem heimilishjálp og heimahjúkrun. Framkvæmdir við jarðvinnu hóf- ust í september 1985 og bygginga- framkvæmdir fyrir rétt rúmu ári. Verktaki er Jón Þórmundsson, múrarameistari. í öllum íbúðunum er gert ráð fyrir beinni tengingu við vakt, sem verður komið á síðar. Ennfremur er gert ráð fyrir að í miðju byggðar- innar rísi síðar þjónustumiðstöð. Endanlegt kostnaðarverð íbúð- anna liggur ekki fyrir, en áætlanir benda til, að það verði um 3,4 milljónir á íbúð að meðtöldum fj ármagnskostnaði. Jafnframt þessari byggð í Voga- tungu hefur verið skipulögð 20 íbúða byggð fyrir aldraða í Sæ_- bólslandi niður við Fossvog. W

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.