Tíminn - 19.03.1987, Blaðsíða 13

Tíminn - 19.03.1987, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 19. mars 1987 Tíminn 13 ljóst að fyrir fólk með lægri tekjur, þá er þetta mjög mikil kjarabót. En þetta er einn flatur skattur eins og útsvarsfyrirkomulagið er og mér finnst ekki nógu heppilegt að það virðist vera að þeir sem eru með miðlungs tekjurnar, þeir fái mesta skattahækkun, en síðan dragi úr henni eftir því sem ofar dregur. Petta þyrfti að vera alveg öfugt, þannig að eftir því sem þú þénaðir meira, því hlutfallslegra hærri skatt borgaðir þú. En það er sjálfsagt ekki leysanlegt nema með tvær skatta- prósentur. En það sem er í raun hagkvæmast við þetta nýja kerfi er að þú dregur ekki á eftir þér, þ.e. þú lendir ekki í vandræðum ef þú þénar vel eitt árið, en lítið það næsta, og þú veist hvað þú mátt eyða miklum peningum. Það hlýtur hreinlega að vera mikill munur.“ - Húsnæðismálin? „Það er stór flokkur sem kemur við alla launþega. En það eru margir sem ekki gera sér grein fyrir því að þegar nýtt kerfi er tekið upp, þá getur það tekið 7-10 ár að láta það ná jafnvægi og virka að fullu. Það er líka ljóst að fólk sem áður lét sér ekki einu sinni detta í hug að fjárfesta í íbúð, það hafði hreinlega ekki bolmagn til þess samkvæmt gamla kerfinu, það fer á stjá núna. Það er líka alveg ljóst að þegar það er verið að tala um þennan fjölda umsókna sem eru núna um lán að það eru geysilega margir sem eru bara að festa sér lán og eru alls ekki vissir hvort þeir ætli að byggja eða ekki. En hvað gera þeir svo þegar þeir fá lánið? Fara þeir strax og taka út lánið, eða eiga þeir lánsumsókn- ina inni? Þetta er náttúrlega spum- ing sem erfitt er að svara. Ef fólk er að minnka við sig þá hlýtur að vera mjög sjaldgæft að það taki þá fullt lán. En öll kerfi leka og það er hreinlega mjög mismunandi hvernig fólk er innrætt og hve heiðarlegt það er. En það er alveg ljóst að ekkert kerfi fullkomnast á einum degi. Þetta kerfi hefur byrjunarörðugleika eins og allt annað, en þetta er ein mesta kjarabót sem launþegar á íslandi hafa lengi fengið. - Aö lokum Þóra, atvinnumál? „Hvað uppbyggingu atvinnuveg- anna varðar, þá er það alveg ljóst, þegar maður skoðar þróun síðustu 2-3 áratugina, að gróska í atvinnulífi fylgir alltaf sjávaraflanum. En það sem manni finnst kannski slæmt í þessari atvinnumálaumræðu er að það er ekki mörkuð nein heildar- stefna. Það eru t.d. ekki svo gífur- lega mörg ár síðan að einhverjum datt í hug að opna saumastofu og þar með voru komnar saumastofur á alla þá staði sem mögulega var húsnæði fyrir það. Ég man að það var mjög mikil hneykslan á því f haust að menn voru að kanna starfrækslu skyrtuverksmiðju í Reykjavík. Þeir voru ekki nógu ánægðir með afköst- in, og kenndu starfsfólki um. En það var ekki athugað með hagræðinguna á fyrirtækinu. Það þyrfti að gera mun oftar. Ég er bjartsýn á framtíð- ina, ef við höldum verðbólgunni niðri og höfum dugnað og þor til að byggja upp atvinnulífið, þá er ekkert að óttast. En orð eru ekki nóg, það verður líka að framkvæma. Það má auka verðmætasköpunina með ýmsu móti og það verður að gera.“ „Umfjöllun um loð- dýrarækt neikvæð" Valgerður Sverrisdóttir, annar maður á lista Framsóknarflokksins. Valgerður Sverrisdóttir er í 2. sæti framboðslista Framsóknarflokksins í Norðurlandskjördæmi eystra. Hún stundaði nám við Kvennaskólann í Reykjavík og útskrifaðist þaðan með gagnfræðapróf 1967. Veturinn eftir starfaði hún sem ritari hjá Rannsóknarstofnun landbúnaðarins en hélt síðan til Hamborgar og dvaldi þar í eitt ár við þýskunám. Jafnframt því námi var hún í hluta- starfi hjá SÍS. 1972 heldur hún síðan aftur til æskustöðvanna að Lóma- tjörn og hefur búið þar síðan. Val- gerður hefur lagt gífurlega mikið af mörkum handa Framsóknarflokkn- um og var fyrst kvenna kosin í stjórn Sambands íslenskra samvinnufé- laga. Hún býr nú félagsbúi að Lóma- tjörn og stundar loðdýrarækt og fjárbúskap. - Hvað er að gerast í loðdýra- ræktinni núna Valgerður? „Það hefur verið fjallað nokkuð um loðdýrarækt í fjölmiðlum að undanförnu. Þar hefur mér þótt umfjöllunin óþarflega neikvæð og því langar mig að benda á nokkrar staðreyndir, sem gætu orðið til al- mennra upplýsinga í umræðunni um þessa tiltölulega nýju atvinnugrein. Með samþykkt búvörulaganna árið 1985 var ákveðið að á árunum 1986- 1990 verði 1,5 milljarði króna varið til endurskipulagningar í landbún- aði, sem að öðrum kosti hefði verið varið til útflutningsbóta. Ástæður þessa eru öllum kunnar og fjölyrði ég ekki um þær að þessu sinni, en legg áherslu á að þrátt fyrir þessa stefnubreytingu í landbúnaðarmál- um verður áfram lögð áhersla á gildi hefðbundins landbúnaðar fyrir ís- lenskt þjóðfélag og að tekjur bænda verði ekki lakari en hjá viðmiðunar- stéttunum. Á síðastliðnu ári nutu 95 loðdýra- bændur opinbers framlags vegna uppbyggingar loðdýrabúa. Framlag- ið var um 30% af stofnkostnaði framkvæmda, þó var aldrei veitt hærri upphæð en 500 þúsund krón- um á býli. Auk þessa var lagt fram fé til skipulegrar uppbyggingar fóð- urstöðva og skinnaverkunarstöðva. Áætlað er að um 600 millj. króna hafi verið varið til framkvæmda í loðdýrarækt hér á landi á sl. ári. Ef svo heldur fram sem horfir og áfram- haldandi uppbygging á sér stað, er ,ekki óeðlilegt að gera ráð fyrir að árið 1990 muni atvinnugreinin skila 1 milljarði króna á ári í gjaldeyris- tekjum og skapa 700 ný störf.“ - En hver er reynslan í dag? „Ja, nú eru rúmlega 7 ár síðan loðdýrarækt hófst hér á landi að nýju á meðal almennra bænda og nú eru um 200 loðdýrabændur í land- inu. Reynsla þessara ára hefur sýnt okkur að íslenskir bændur standa sig með ágætum, þrátt fyrir það að fræðslu- og leiðbeiningarstarf hafi verið í lágmarki. Mesti styrkur ný- liða í þessari grein hefur verið það samstarf og sá samvinnuandi sem ríkt hefur á meðal bændanna og þeir sem lengra hafa verið komnir hafa aldrei talið það eftir sér að aðstoða byrjendur. í Noregi er nú til umræðu að taka upp leiðbeiningarstarf, sem yrði ekki ósvipað því sem verið hefur við lýði hér. Norðmenn hafa kallað það „pabba-kerfið“ og er það hugsað þannig að ákveðnir bændur sem hafa sýnt góða frammistöðu í loðdýrarækt fái greitt af opinberu fé fyrir það að vera nýliðum til leið- beiningar, vera þeim sem nokkurs konar pabbar." - Hvað með skinnagæði í ref? „íslensku blárefsskinnin hafa verið að sækja á með hverju ári þegar borið ersaman við nágranna- þjóðir. Því miður voru þau dýr sem flutt voru inn í upphafi ekki fyrsta flokks hvað skinnagæði varðar, en frjósemi var ágæt. Á febrúarupp- 'joði í Danmörku nú í vetur var meðalverð íslensku skinnanna ( hærra en þeirra sænsku, örlítið lægra en þeirra dönsku og um 300 íslenskum krónum lægra en norska meðalverðið, en Norðmenn eru með besta bláref í heimi. Eins og fram hefur komið í fréttum er hægt að framleiða með sæðingum svo kölluð blue-frost skinn. Þá eru blárefslæður sæddar ; með silfurrefasæði. Þessi skinn voru seld núna í febrúar á um 5000 íslenskar krónur, þegar blárefur- inn var á ca. 2.100 krónur. Sæðing- ar á ref voru framkvæmdar í fyrsta skipti hér á landi síðastliðinn vetur og tókust mjög vel. T.d. hér á Eyjafjarðarsvæðinu héldu um 70- 80% af þeim læðum sem sæddar voru. Þetta er einhver besti árang- ur sem náðst hefur í sæðingum refa. Til gamans má geta þess að í Noregi voru á sl. ári sæddar um 50.000 refalæður og við það störf- uðu um 100 sæðingamenn." - Enn skinnagæði í minkum? „Hvað þau varðar, þá var sá stofn, sem er lang útbreiddastur hér á landi fluttur til landsins fyrir örfáum árum frá Danmörku. Þau dýr sem þá voru í landinu voru öll drepin, þar sem þau voru sýkt af „plastmositosa", sem er skæður sjúkdómur í mink. Allur minkur á íslandi er því heilbrigður, og er ekki vitað um annað land í heimin- um sem stendur svo vel að vígi hvað það snertir. Um það verð sem fékkst fyrir íslensk minkaskinn á uppboðinu í Danmörku í febrúar er það að segja að þau seldust á að jafnaði 100 ísl. krónum lægra verð en þau dönsku, en Danir eru með besta mink í heimi." - En hvers vegna lægra verð? „Að sumu leyti er skýringin á því að við erum lægri í verði en nágrannaþjóðirnar sú, að hér er tiltölulega meira sett á af lífdýrum. Önnur skýring gæti verið sú, að hér á landi sé ekki lögð nægileg vinna í skinnaverkunina og að sögn fram- kvæmdastjóra uppboðshúsanna bæði í Danmörku og Noregi tapa bændur stórfé á því að vanda ekki betur til þess starfs. Einn starfs- maður uppboðshússins í Dan- mörku komst svo að orði þegar íslendingar voru staddir þar ný- lega, að það væri sorglegt að vera vitni að öllum þeint fjármunum sem töpuðust á lélegri skinnaverk- un. Bændur væru búnir að leggja sig fram í marga mánuði við að fóðra dýrin eins vel og mögulegt væri, en svo vanræktu þeir margir hverjir þetta atriði. Þetta gildir ekki bara um íslenska bændur.“ - Hvað um byggingar? „Þegar litið er á opinbera út- reikninga á því hvað kosti að byggja loðdýrahús kemur strax í ljós, að sæmilega laghentur og útsjónarsamur bóndi getur sparað sér verulegar fjárhæðir í uppbygg- ingunni með hagsýni, ellegar verið á góðu kaupi á meðan hann byggir, ef við viljum frekar orða það þannig. Það er tiltölulcga mjög dýrt að byggja loðdýrahús á ís- landi. Þegar borið er saman við nágrannaþjóðirnar kemur í Ijós, að í mörgum tilfellum eiga þau hús, sem notuð eru hér undir loðdýr og t.d. í Danmörku ekkert sameiginlegt nema nafnið. Hér eru í gildi mjög strangar reglur um styrkleika húsanna, sem að veru- legu leyti er eðlilegt vegna veður- fars hér á landi, en öllu má nú ofgera. En því verður ekki á móti mælt, að húsin eru góð og endast lengi, enda erum við að byggja yfir loðdýrarækt, sem á sér langa fram- tíð í landinu." - En fóðurstöðvar? „Eitt af því sem var hvað mest haldið á lofti þegar loðdýrarækt var endurvakin á íslandi var það, að hér fengist miklu ódýrara fóður en þekktist erlendis. Nú standa mál þannig að fóður er lítið ódýr- ara hér en gengur og gerist erlend- is. Þegar litið er á hvernig verðið er samansett kemur í ljós, að hér er um 50% af verðinu hráefnis- kostnaður, en t.d. í Noregi um 80%. Skýringin er að sjálfsögðu sú, að hér erum við með nýjar fóðurstöðvar, sem á hvíla miklar skuldir og þar af lciðandi mikill fjármagnskostnaður, en þar eru þær löngu komnar yfir erfiðustu rekstrarárin." - Markaðsmálin? „Já, framleiðsla okkar íslend- , inga er eins og dropi í hafið á hinum alþjóðlega markaði, jafnvel þó að hún aukist verulega á næstu árum. í Noregi hefur loðdýrabænd- um fjölgað um 1.600 síðan um 1980 og í Danmörku heldur meira. Einliverjir kunna þvi að draga þá ályktun að markaðurinn sé fullur og íslendingum væri best að leggja niðurskottið. í því sambandi vil ég segja það, að á síðasta ári voru framleidd um 33 millj. minka- skinna í hinum vestræna heimi og um 5 milljónir refaskinna. Á marg- nefndu febrúaruppboði í Dan- mörku seldust öll minkaskinn, sem boðin voru, og yfir 90% refa- skinna. Uppboðið sóttu um 500 kaupendur, sem er mjög gott. Ekkert bcndir því til þess að eftir- spuin sér minnkandi heldur fremur hið gagnstæða, enda vinnur sér- stakt fyrirtæki, „Saga furs of Scandinavia" eingöngu að því að afla markaða og auglýsa vörur framleiddar úr loðskinnum. Fyrir- tæki þetta er í eigu norrænu loð- dýraræktarsambandanna og starf- rækir 7 skrifstofur víðsvegar um heiminn. Það er óhætt að segja að það beri ábyrgð á markaðssetningu um helmings skinnafrámleiðslunn- ar í heiminum. Til að fjármagna starfsemina fær „Saga" 1% affram- leiðsluverðmæti þeirra skinna sem seld eru í gegnum norræna sölu- kerfið. Það er stórkostlegur ávinn- ingur fyrir íslenska loðdýrarækt að hafa getað átt samvinnu við loð- dýraræktarsamböndin á hinum Norðurlöndunum. Á næsta ári cr reiknað með að ísland verði full- gildur aðili að norræna loðdýra- ræktarsamstarfinu. Norðurlöndin hafa náð ákveðnu frumkvæði í loðdýrarækt, m.a. með gæða- stimplinum „Saga“, sem allir þeir sem meðhöndla skinnavöru vita að þýðir úrvalsvara. Eitt af markmið- um Saga-fyrirtækisins er að „koma pelsunum niður á jörðina“ eins og forstjórinn hefur orðað það. Með því meinar hann að hann vill gera pelsinn að eðlilegum þætti í lífi og tilveru karla sem kvenna. íslend- ingar gætu t.d. velt því fyrir sér hvort þeir gætu ekki komist af með ódýrari bíl, en þess í stað keypt pelsa fyrir bæði hjónin.“ - Að lokum, Valgerður! „Fram til þessa hafa íslensku skinnin verið seld á uppboðum á Norðurlöndunum sem eru í eigu bænda annars vegar og hins vegar í London hjá fyrirtæki sem heitir Hudson Bay and Anings Ltd. og hefur verið í einkacign. Það er 300 ára gamalt uppboðsfyrirtæki á skinnavöru, en þrátt fyrir það tóku eigendurnir þá ákvörðun nú í vetur að selja fyrirtækið finnska loðdýra- ræktarsambandinu. Eins og málin standa í dag er ekki vitað hvaða áhrif þetta kemur til með að hafa á sölu skinna í London, en sam- kvæmt samnorrænum samningi loðdýraræktarsambandanna má ekkert uppboðshús innan þeirra taka á móti skinnum frá öðru landi innan samtakanna án þess að þau fari í gegnum loðdýraræktarsam- böndin í viðkomandi landi. Það ríkir því nokkur óvissa um framtíð Hudson Bay uppboðshúss- ins, ekki síst vegna þess að Finnar keyptu einvörðungu „viðskipt- avildina“, en ekki uppboðshúsið sjálft. Margt bendir því til þess, að samvinnuformið á sölu loðskinna verði allsráðandi í framtíðinni. - SÓL

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.