Tíminn - 19.03.1987, Blaðsíða 11

Tíminn - 19.03.1987, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 19. mars 1987 Tíminn 11 skipum efstu sæti B-listans. Ein fullyrðingin er sú afð ég hafí sagt að betri væri Íítill flokkur samstæður en stór sundraður. Þetta er rangt eins og fleira sem sagt er. Auðvitað ei mikilvægt að flokksmenn standi vel saman og því fleiri sem þeir eru þeim mun sterkari er fylkingin og þar með áhrifameiri. Og fullyrðingarnar stangast á . Ein röksemdin fyrir klofningslistanum var sú að halda flokknum saman. Nú ganga sömu menn milli ágætra framsóknar- manna og hvetja þá til að segja sig úr flokknum, jafnvel með fyrirfram Starfsdegi þingmanns á Alþingi er ekki lokið þó heim sé komið. Verulegur tfmi fer f samtöl við fólk ekki sist f gegnum sfmann. það veður sem gert hefur verið út af synjuninni um BB merkinguna finnst mér einkennilegt því allt bend- ir til þess að framboðið hefði alveg jafnt orðið til þótt frá upphafi hefði legið fyrir að ekki væri hægt að „Ég verð að segja að mér finnst það sorglegur endir á þingmannsferli manns sem hefur setið á þingi fyrir Framsóknarflokkinn í 20 ár ef hann endar sinn feril með því að sundra og kljúfa flokkinn, svo sem virðist vera að gerast, þannig að hann missi sitt forystuhlutverk og íhaldið verði í staðinn leitt til öndvegis. Framsóknarflokkurinn hefur ver- ið frumkvöðull í uppbyggingu at- vinnulífs og opinberrar þjónustu. Hann hefur dyggilega stutt við fé- lagsleg öfl og þá fyrst og fremst samvinnuhreyfinguna sem hefur ver- grundvelli. Auðvitað er það svo að einstaklingar tíafa mismunandi bar- áttuaðferðir við að koma málum fram og mismunandi áherslur. Við Stefán erum báðir þingmenn fyrir Framsóknarflokkinn og höfum bar- ist fyrir stefnumálum hans. Ég hef lagt á það áherslu að vinna fyrir okkar kjördæmi eftir því sem ég hef getað, fyrir fólkið þar, fyrir atvinnu- lífið þar og fyrir framtíð þess. Ég lít líka svo á að ég sé fulltrúi landsins alls á löggjafarsamkomu þjóðarinn- ar og sem slíkur verður þingmaður að hafa í huga hagsmuni heildarinn- ar og þjóðarinnar allrar. Það hef ég reynt að gera í mínu starfi og haft stefnumið Framsóknarflokksins að leiðarljósi." Nú hefur Stefán Valgeirsson og hans stuöningsmenn hvatt fram- sóknarfólk til að segja sig úr Fram- sóknarfélögunum, hvaö viitu segja um það? „Mér finnst það meðólíkindum ef það fólk sem unnið hefur með og fyrir Framsóknarflokkinn og hans hugsjónir, byggt upp starfsemi hans og skipað trúnaðarstöður getur hugsað sér að brjóta niður allt flokksstarfið. Reyna að skemma sem mest það sem búið er að byggja upp. Það kemur engum nema and- stæðingum okkar til góða. Ég get í rauninni ekki séð að þarna liggi nokkuð annað að baki en hefnigirni. Það hefur enginn verið rekinn úr flokknum og engum vísað þaðan burt. Ákvarðanir um það hvort menn vilja vera flokksbundnir taka þeir sjálfir. Rétturinn til að bjóða fram sérstakan lista, óháðan eða utan flokka, er hluti af lýðræðinu. Það er vissulega sárt til þess að vita að til þess ráðs hafi einhverjir fram- sóknarmenn gripið að þessu sinni. Sú umræða að fólk segi sig úr Framsóknarflokknum á rætur sínar að rekja til áróðurs einstakra áhrifamanna úr liði Stefáns. Þeir hafa hvatt til þessa og alið á sund- rungu og óeiningu. Og ýmsar sögur eru á kreiki sem erfitt er að henda reiður á eða bera af sér. Er mér tjáð að það eigi við um okkur öll sem tilbúna undirskriftarlista, enda í góðri æfingu við þá iðju. Og sumir þeir sem þar fara fyrir hafa lítinn þátt tekið í flokksstarfinu að undan- förnu, jafnvel ekki verið í flokknum fyrr en nú á haustdögum." En hvað með að neita Stefáni um listabókstafi Framsóknarflokksins? „Við stóðum að okkar framboðs- málum eins og ákveðið hafði verið og fórum þar eftir leikreglum sem hann og aðrir höfðu samþykkt. Þess vegna hlutum við að standa fast á því að okkar listi væri listi Framsóknar- flokksins og sá eini sem gæti verið merktur með hans listabókstaf. Þetta sagði ég strax og raddir fóru að heyrast um sérframboð undir merkj- um Framsóknarflokksins og þeirri skoðun minni hefur ekkert breytt. Þetta sagði ég ýmsum stuðning- smönnum Stefáns Valgeirssonar skömmu eftir kjördæmisþingið, þannig að afstaða mín á ekki að hafa komið neinum á óvart. Ég tel að þegar eðlilega er staðið að framboðs- málum geti ekkert réttlætt tvo lista fyrir sama fiokk í kjördæminu. Og bjóða fram undir listabókstöfum flokksins." Hefur verið leitað samkomulags í þessari deilu? „Það var mörgum sinnum rætt við formann Framsóknarflokksins um þessa stöðu og sömuleiðis við eins- taka stuðningsmenn Stefáns Val- geirssonar og hann sjálfan um ein- hverjar leiðir sem afstýrt gætu þessu framboði hans. Þær viðræður báru ekki árangur. Það var reynt svo sem kostur var að ná samkomulagi og jafnvel beðið um „vopnahlé" til samkomulagsviðræðna fram yfir ára- mót sem var hafnað af hvatamönn- um klofningsframboðsins. Enda kom það í ljós í janúar að sá tími hafði verið notaður vel. Þetta vita ýmsir ágætir stuðningsmenn Stefáns Valgeirssonar og fullyrðingar um að það hafi aldrei verið reynt að ræða málin og leita samkomulags eru tilbúningur einn og markleysa." Framsóknarflokkurinn hefur ætíð verið forystuafl í kjördæminu. Nú getur svo farið ef atkvæði dreifast að hann missi það forystuhlutverk. ið burðarafl atvinnulífs og framfara í kjördæminu. Því bið ég menn að hugsa það vandlega sem virkilega vilja vinna að framgangi þessa landshluta hvort þeir vilji fórna því forystuhlutverki sem Framsóknar- flokkurinn hefur haft. Með þessari klofningsstarfsemi Stefáns Valgeirssonar og Haraldar M. Sigurðssonar er auðvitað verið að vega að Framsóknarflokknum og sú hætta er fyrir hendi að forystu- hlutverkið verði veitt íhaldinu. Þetta sjá allir og það hljóta þessir menn að gera sér grein fyrir. Eða er það ef til vill svo að það sé einmitt vilji sumra þeirra sem þarna eru í fylkingar- brjósti að útkoma Framsóknar- flokksins verði sem allra verst í þessum kosningum? Er hefnigirnin jafnvel á svo háu stigi?" Þá gefurðu í skyn að hætta geti verið á að Valgerður nái ekki kjöri? „Vissulega er sú hætta fyrir hendi. Stefán nær ekki kosningu nema víkja einhverjum öðrum til hliðar. Samkvæmt kosningaúrslitum 1983 hefði flokkurinn nú tvo þingmenn Guðmundur Bjarnason ásamt eiginkonu sinni Vigdísi Gunnars- dóttur að heimili þeirra í Reykja- vík. miðað við ný kosningalög. Þess vegna er það lang líklegast að ef Stefán nær kjöri verði það til þess að Valgerður komist ekki að. Er þá úr sögunni eini möguleikinn fyrirfram- sóknarfólk að koma konu inn á þing ■ í þessum kosningum og dregið úr áhrifum ungs fólks á stefnumótun flokksins. Framboðslisti okkar er skipaður ungu og vel hæfu fólki, sem hefur tekið að sér margvísleg trúnað- arstörf og haslað sér völl í ýmsum greinum atvinnulífsins og er vel undir það búið til að takast á við þau verkefni sem því eru ætluð. Með þeirri breytingu sem gerð var á framboðslistanum var ekki verið að kasta rýrð á þá menn sem áður unnu fyrir flokkinn. Auðvitað er sjálfsagt og eðlilegt að byggja á þekkingu og reynslu hinna eldri en endurnýjunar- krafan hlýtur einnig að vera eðlileg. Með breytingunni var verið að gefa ungu fólki tækifæri til að hafa áhrif. Vilji til þessara breytinga var marg oft búinn að koma fram meðal manna í kjördæminu þar á meðal hjá mörgum núverandi stuðnings- '. mönnum Stefáns Valgeirssonar eins og þeir vita best sjálfir. Þessi vilji fólksins kom greinilega fram í skoð- anakönnuninni og var staðfestur í prófkjörinu.“ Þú kemur á þing 1979 og ert þá strax valinn sem fulltrúi flokksins í Fjárveitinganefnd sem er vinnufrek- asta nefnd þingsins. Skömmu seinna ert þú kjörinn ritari flokksins sem krefst mikils tíma. Telur þú að þetta hafi skemmt fyrir þér heimafyrir og þessi störf þín hafi komið niður á sambandi þínu við kjósendur? „Ég er ekki í nokkrum vafa um að það hefur tekið mjög mikið af þeim tíma sem ég hefði gjarnan viljað verja í mínu kjördæmi og með mínum kjósendum. Á móti ætla ég að vona að vegna þessara embætta hafi mér tekist að koma einhverjum . málum fram sem ég ætla mér þó ekki! að tíunda hér enda það mér ekki að skapi. Sumir þingmenn eru ósínkir á að hæla sér af verkum sínum og telja að þeir hafi öðrum fremur átt þátt í að leysa úr ýmsum vanda og annast fyrirgreiðslur sem í flestum tilfellum eiga þó að ganga fram eftir réttum reglum og eru ekki eins manns verk. Hvað varðar setu í Fjárveitinga- nefnd þá var mér þar falinn mikill trúnaður af hálfu þingflokksins og ég áleit að þar hefði ég líka tækifæri til að beita mér og láta gott af mér leiða bæði fyrir kjördæmið og auð- vitað eins fyrir aðra aðila. Eins og ég sagði áðan hef ég reynt að vinna með það að leiðarljósi að við alþingismcnn erum kosnir á löggjafarþing til þess að gæta hags- muna þjóðarinnar allrar. E.t.v. finnst einhverjum kjósendum í mínu kjördæmi að ég ætti að leggja mig meira fram um að hygla einstökum stöðum eða málefnum sem varða kjördæmið sérstaklega og láta á því bera. En þannig finnst mér bæði erfitt og óskemmtilegt að vinna. Ég vil þó leyfa mér að halda því fram að ýmislegt það sem ég hef fengist við í Fjárveitinganefndinni og eins í öðr- um nefndum s.s. í „Samstarfsnefnd um opinberar framkvæmdir" hafi komist áleiðis fyrir minn tilverknað og e.t.v. hefðu þau verkefni ekki ; fengið þann sama framgang hefði kjördæmið ekki átt fulltrúa í þeim nefndum. Hvað varðar ritarastarfið þá krefst íþað mikillar vinnu og get ég nefnt að í fyrra vetur hélt ég 40 til 50 fundi með stuðningsmönnum flokksins um allt land, ásamt fulltrúum SUF og LFK. Þetta var mjög erfitt en skemmtilegt verkefni og tók mikinn tíma og kannski bitnar það á stuðn- ingi við mig nú í mínu kjördæmi. Þó vil ég vona að menn skilji nauðsyn þess að flokksstarfið sé öflugt og það gerist ekki nema því sé sinnt.“ Hvað viltu segja um þann mál- flutning að stilla upp sem andstæð- um dreifbýli ug þéttbýli? „Ég er mjög á móti þeim málílutn- ingi. Ég held að ef menn skerpa svo línurnar að einangra landsbyggð eða dreifbýli þá séu menn á rangri braut. Styrkur dreifbýlisins felst ekki síst í því að fá sem flesta til samstöðu og fá sem flesta til að skilja þýðingu þess fyrir þéttbýlið að staða lands- . byggðarinnar sé öflug. Flokkur sem stillir landsbyggðinni upp sem and- stæðingi þéttbýlisins verður fljótt lítill og einangraður, er ekki líklegur til að hafa áhrif og kemur ekki sínum málum fram. Slíkt hefur aldrei verið stefna Framsóknarflokksins. Ég tala nú ekki urn ef aðeins er um að ræða einn mann sem nær kjöri, Hann hlýtur að verða afskiptur og áhrifa- laus á þingi nema hann komist í þá sérstöku stöðu að geta ráðið úrslitum við myndun ríkisstjórnar. í skoðanakönnun sem unnin var af Háskóla íslands fyrir Samband ungra framsóknarmanna kom skýrt í ljós að fólk í þéttbýli er tilbúið að kosta miklu til að haldið verði uppi öflugri byggðastefnu. Ég fullyrði að það sé vænlegra til árangurs ef tekst að stilla þessa strengi saman. Úrtölútal er beinlínis hættulegt. Það getur valdið því að fólk missi trúna á sitt byggðarlag og sína at- vinnu og það má aldrei ske. Þetta segir hins vegar ekki að aðstöðumun þann sem nú er á mörg- um sviðum, einkum hvað varðar atvinnumöguleika og ýmis konar opinbera þjónustu, þurfi ekki jafna enn frekar. Það þarf vissulega að gera því á mörgum sviðum ríkir mikill aðstöðumunur og óréttlæti. Það er einmitt það sem við fram- sóknarmenn erum að fást við alla daga en mætum oft litlum skilningi annarra stjórnmálaafla. Um það vil ég ræða við kjósendur í þeirri kosningabaráttu sem fra-, mundan er og gera þeim nánari grein fyrir því í ræðu og riti hver stefna Framsóknarflokksins til hinna ýmsu þjóðfélagsmála er og hvemig við framsóknarmenn hyggjumst ná fram þeim markmiðum. Ég mun því ekki taka frekari þátt í þeirri umræðu sem fram hefur farið í fjölmiðlum fyrir tilstuðlan og að frumkvæði Haraldar M. Sigurðsson- ar og annarra forvígismanna sér- framboðs Stefáns Valgeirssonar en j snúa mér þess í stað að málefnalegri ’ og þýðingarmeiri viðfangscfnum.” Níels Ámi Lund. " : n i

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.