Tíminn - 19.05.1987, Blaðsíða 2

Tíminn - 19.05.1987, Blaðsíða 2
2 Tíminn Þriðjudagur 19. maí 1987 Egilsstaðahreppur 40 ára þann 24. maí Afmælisins minnst með margvíslegum hætti Svanfríður Hagwaaf; fréttaritari 1'íman.s á Aust- urlandi skrífar: Þann 24. maí mun Egilsstaða- hreppur minnast 40 ára afmælis síns. Þann dag munu Egilsstaðir hljóta bæjarrcttindi. Afmælisins mun verða minnst með margvíslegum hætti. Til dæmis hefur verið lögð á það áhersla að Egilsstaðir fái kynningu bæði í ræðu og riti í kringum afmælið. Afmælisdagurinn byrjar formlega með því að fánar vcrða dregnir að húni kl. 10.00 árdegis. Síðar um daginn verður opið hús í Valaskjálf fyrir alla Egilsstaðabúa. Þangað verður einnig boðið fulltrúum nær- liggjandi sveitarfélaga. Þar verður meðal annars fjölbreytt dagskrá í umsjón menningarsamtaka Héraðs- búa og söngur blandaðs kórs. Nokkrir gestir munu síðan flytja ávörp og söngsextett syngur. Síðan er á dagskrá verðlaunaafhending fyrir ritgerðasamkeppni skólabarna og skipulagssamkeppni svokallaðs Tjarnarsvæðis þar sem fyrirhugað safnahús mun rísa. Sú samkeppni var mcð því sniði að leitað var til arkitckta um að taka þátt í sam- keppninni og féllust þrír á að vera með. Tveir frá Egilsstöðum og einn frá Seyðisfirði. Dómnefndin er þeg- ar búin að taka ákvörðun og verða úrslitin birt 24. maí. Vinningshafa verður síðan falið að fylgja eftir tillögu sinni og gera vinnulýsingu fyrir vcrkiö. Þá verður á dagskrá opnun mál- verka- og sögusýningar. Á mál- verkasýningunni munu sýna Stein- þór Egilsson, Vilhjámur Einarsson, Helga Sigurðardóttir og Ólöf Blöndal. Sögusýningin er í umsjón sögunefndar Egilsstaðahrepps og Guðrúnar Kristjánsdóttur safnvarð- ar. Að síðustu verða svo kaffiveit- ingar. Ýmis félagasamtök vinna að verk- efnum tengdum afmælinu og má þar nefna að Rotary er að vinna örnefna- kort, Lionsmenn eru að gera útsýni- skífu upp á svokölluðum Höggum og JC hcfur gert nýtt kort af bænum, sem verður staðsett við innkeyrsluna í bæinn. Ýmsar uppákomur verða dagana eftir afmælið. Má þar nefna að sinfóníuhljómsveitin, Erling Blönd- al Bentssen og karlakórinn Jökull munu halda hljómleika 29. maí. Einnig verður haldiö íþróttamót sem tengjast mun afmælinu en hátíðar- höldunum lýkur síðan formlega með hátíðarfundi í bæjarstjórn þann 8. júlí. Stjórnarfundur Sambands ungra framsóknarmanna: Framsóknar- flokkurinn skorist ekki undan stjórnarþátttöku - en lýsir vanþóknun á ábyrgðarlausu lýðskrumi formanns Alþýðuflokksins Guðbjörn Karl Ólafsson, einn þriggja eigenda Arnarhóls, með Davidoff vindlakassann og allar hans dýrðir. Herlegheitin kosta vel yfir 100.000 krónur. Tímatnyndir: Pietur Nýjung á Arnarhóli: Konjaksfylltir vindlakassar - og vindlar á rúmlega 1.000 kr. Ætlirðu að kaupa vörurnar á þessu borði, þarftu að borga rúmlega 180.000 krónur fyrir. Þetta eru fjórar Torres Coronas flöskur, árgerðir 1971, ’76, ’77 og ’78. Vindlakassinn er á 60.000 krónur og vindlarnir og eldspýturnar kosta sitt. Þarna cru einnig Davidoff vindlaklippurnar. Samband ungra framsóknar- manna hélt stjórnarfund í Hafnar- firði laugardaginn 16. maí. Þar var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Niðurstöður nýafstaðinna Al- þingiskosninga sýna að þjóðin treystir Framsóknarflokknum og formanni hans Steingrími Her- mannssyni best til forystu í ríkis- stjórn. Stjórn SUF lýsir vanþóknun sinni á ábyrgðarlausu lýðskrumi formanns Alþýðuflokksins og minnir á reynsluleysi hans í landsstjórn. Stjórn SUF telur ekki rétt fyrir Framsóknarflokkinn að skorast und- an þátttöku í ábyrgri ríkisstjórn. Komi til stjórnarþátttöku Fram- sóknarflokksins krefst stjórn SUF að eftirfarandi atriði verði tryggð í stjórnarsáttmála: • Baráttan gegn verðbólgu hafi áfram forgang • Harðar verði tekið á fjárlagahall- anum en verið hefur m.a. með leiftursókn gegn skattsvikum. • Tryggt verði að stjórnarsáttmál- inn kveði á um markvissar aðgerðir til jöfnunar búsetuskilyrða og dreif- ingu valds. • Ekki verði hvikað frá fiskveiði- stefnunni nema þar sem eðlilegrar og réttlátrar aðlögunar er þörf. • Búvörusamningurinn verði fram- kvæmdur eins og til hans var stofnað. „Það fyrsta sem við erum að skoða er það hvernig hægt sé að tryggja það að kjöt sem keypt er í verslunum eða á veitingahúsum sé fyrsta flokks vara en ekki ólseig gömul belja," sagði Guðmundur Lárusson annar af fulltrúum Félags kúabænda á Suðurlandi sem hafið hafa viðræður við tvo fulltrúa frá Neytendasamtökunum um vöru- þróun og vöruvöndun, en hvoru- tveggja er hagsmunamál bænda og neytenda. Hinn fulltrúi bænda er Guðmundur Þorsteinsson en full- trúar frá Neytendasamtökunum eru Jóhannes Gunnarsson og Jónas • Lánveitingar Húsnæðisstofnunar fari til þcirra sem mest þurfa, en ekki til stórefnafólks eins og dæmi eru um. Þá vcrði Verkamannabú- staðakerfið stokkað upp. • Hvergi verði hvikað frá stefnu Framsóknarflokksins í málefnum Lánasjóðs íslenskra námsmanna. • Umhverfismál verði sett undir eitt ráðuneyti og upp tekin samræmd stefna í umhverfismálum sem byggir á landnýtingu og ströngustu meng- unarvörnum. • Markvissari og skjótvirkari að- gerðir í fíkniefnamálum. • Aukin áhersla á æskulýðs- og íþróttamál og eflingu íþróttasjóðs. • Staða fjölskyldunnar verði styrkt í neysluþjóðfélaginu. Þá vill stjórn SUF minna á að þrátt fyrir hagstæða útkomu Fram- sóknarflokksins í vissum kjördæm- um þá varð árangurinn annarsstaðar ckki í samræmi við góða málefna- stöðu flokksins. Því má hvergi gefa eftir í baráttunni. Stefna flokksins og þjóðfélagsleg ábyrgð verður alltaf að vcra forgangsatriði í störfum hans. Á það má ekkert skyggja. Ungt fólk hefur aldrei átt stærri þátt í árangri flokksins og því leggur stjórn SUF áherslu á að Framsókn- arflokkurinn taki framvegis mið af því í störfum sínum ogstefnumálum. Bjarnason. Fyrsti fundur þessara aðila var haldinn í gær en annar fundur er ráðgerður í byrjun júní. í ráði er að kalla til þess fundar fulltrúa verslun- arstjóra, sláturleyfishafa og annarra í kjötiðnaði til þess að hefja sam- vinnu um að tryggja gæði kjöts og að neytendur fái þá vöru sem þeir vilja. „Ég vonast til þess að þetta sé fyrsta skrefið í þá átt að unnið verði af kappi að vöruvöndun í kjöti, því ég tel að neytendur séu mun óánægð- ari með kjötvörur heldur en mjólk- urvörur,“ sagði Guðmundur. ABS „Þetta eru Davidoff Havana- vindlar frá Kúbu. Davidoff þessi er eini Evrópumaðurinn sem hefur leyfi frá Castro til að vera með tóbaksbúgarð á Kúbu. Castro rak alla hina í burtu," sagði Guðbjörn Karl Ólafsson, einn eigenda veit- ingastaðarins Arnarhóls í samtali við Tímann, en blaðið hafði fregnað af frekar sérstökum vindlum hjá staðnum. - En hv^rnig stendur á því að veitingastaðurinn Arnarhóll býður upp á þessa vindla? „Við vorum staddir úti í Dan- niörku eigendurnir og fórum inn í verslun sem sérhæfir sig í Havana- vindlun. Þar voru þessir vindlar óg við föluðumst eftir að fá að kaupa þá. En það var ekki svo auðvelt. Það tók okkur tvö ár og það var ekki fyrr en Scandinavian Guide, sem rekið er af SAS flugfélaginu, kaus okkur veitingastað Norðurlanda, sem við fengum loks leyfi til að selja Davi- doff vindlana. Við fáum þá frá Danmörku, en þar er Skandinavíu umboðið," sagði Guðbjörn. Davidoff vindlarnir eru sennilega frægustu vindlar í heintinum og eru handvafðir í Sviss. Hver stærð hefur sitt eigið nafn, t.d. Davidoff nr. L. Chateau Mouton Rothschild, Chat- eau Haut Brion og Ambassadrice. Vindlarnir verða að vera í sérstök- um kassa og kostar hann um 60.000 krónur. í honum eru sérstakir filter- ar, sem verður að fylla á með konjaki á tveggja mánaða fresti, til að viðhalda réttu rakastigi á vindlun- urn. í þann kassa inqga engir aðrir vindlar fara. Það cru lög frá Davi- doff. „Þetta stendur náttúrlega aldrei undir kostnaði, en þetta er meiri þjónusta heldur en eitthvað annað. Þeir ódýrustu eru á 500 krónur og þeir dýrustu á rúmlega 1.000 krónur." - En hverjir kaupa þá þessa vindla? „Það eru helst áhugamenn um vindla sem kaupa þá. En salan hefur ekki verið rnjög mikil, enda fengum við þá bara núna á föstudaginn. En við höfum þó selt nokkra" Með í vindlakassanum eru Davi- doff vindlaklippur og mahogny cld- spýtur sem kosta 20 kr. stykkið. Kassinn sem merktur er Davidoff í bak og fyrir vegur 5 V2 kg og er í bígerð að kaupa undir hann sérstak- an vagn, því það er ekki á hvers manns færi að vera að rogast um með hann kvöldlangt. En eins og það væri ekki nóg, þá býður Arnarhóll I íka upp á rauðvíns- flösku á tæpar 11.000 krónur. Það er Torres Coronas Black Label flaska, árgerð 1971 og er hver flaska númer- uð frá fyrirtækinu. Aðeins einn aðili hefur lykil að vindlakassanum fræga, Árni Þor- steinsson, en hann rekur konjaks- stúkuna á staðnum. Hann ætlar að fara til gullsmiðs og láta smíða gullkeðju við lykilinn. Úr hans umsjá fer lykillinn aldrei, hvorki daga né nætur. Eigirðu næga peninga og lausa kvöldstund, þá væri ekki úr vegi að skreppa á Arnarhól, fá sér einn Davidofl nr. 1 og súpa á Torres Coronas árgerð 1971. -SÓL Félag kúabænda og neytendur hefja samstarf

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.