Tíminn - 19.05.1987, Blaðsíða 12

Tíminn - 19.05.1987, Blaðsíða 12
12 Tíminn Þriðjudagur 19. maí 1987 ÍÞRÓTTIR lllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll Handknatt- leiksmenn þjálfa hjá HSÞ-b Frá Ásgeiri PáLwyni á Akureyri: Hermundur Sigmundsson handknattleiksmaður úr Stjörn- unni hcfur verið ráðinn þjálfarí knattspyrnuliðs HSÞ-b sem leik- ur I 3. deild. Hermundur er kunnur handknattleiksmaður, hefur leikið með unglingalands- liðinu en ekki fer mörgum sögum af knattspyrnuiðkun hjá honum. Með honum kemur annar kunnur handknattleiksmaður úr Stjöm- unni, Gylfi Birgisson. Evrópuboltinn V-Þýskaland: Leverkusen-Ðayern Miinchen .... 0-0 Shalke-Kaiserslautern Mannheim-Frankfurt 2-1 FC Homburg-Bochum 3-1 DusBeldorf-Nurnberg 1-1 Blau-Weiss-Köln Uerdingen-Werder Bremen 1-1 Stuttgart-Gladbach .. Dortmund-Hamborg . 4-3 Bayern Miinchon 29 17 11 1 56-26 45 Hamburg SV .. 29 16 7 6 55-31 39 Dortmund .... 29 12 10 7 6o-39 34 WerderBremen 29 14 6 9 56-50 34 Gladbach 29 13 7 9 57-40 33 Leverkusen ... 29 14 5 10 44-30 33 Kaiserlautern . 29 13 7 9 53-40 33 Köln 29 13 7 9 44-40 33 Stuttgart 29 13 6 10 50-34 32 Uerdingen .... 29 10 9 10 43-42 29 Niirnberg 29 10 9 10 52-52 29 Belgía R.W.D.M.-Machelen . . Seraing-Antwerpen . . 0-2 Beveren-Anderlecht . Beerschot-Standard Liege FC Brugge-Lokeren . . Charleroi-Rj Briisseis Kortrijk-Waregem . . .. Berchem-FC Liego .... 3-4 Ghent-Cercle Brugge . 0-1 Anderlecht .... 32 23 7 2 76-25 53 Mechelen 32 23 7 2 52-13 63 FC Brugge 32 17 7 8 03-33 41 Lokeren 32 1G 8 8 66-40 40 Beveren 32 13 14 5 41-24 40 Sviss Locarno-Bellinzoma . . Luzern-Lausanne Xamax-La Chaux-De-Fonds St. Gallen-Young Boys Sion-Aarau Vevey-Servotto 1-4 Wettingen-Grasshoppers . FC Ziirich-Basel Xamax 26 18 5 3 66-23 41 Grasshpppers . 26 17 5 4 53-29 39 Sion 26 16 7 4 68-32 37 Servette 26 15 3 8 60-38 33 FC Zurich .... 26 11 10 5 44-35 32 Luzern 26 9 11 6 44-34 29 Lausanne ..... 26 13 3 10 57-52 29 Bellinzona .... 26 9 9 8 38-36 27 Spánn Toppriðill: Real Zaragoza-Barcelona . Sporting-Real Mallorca 1-1 Espanoi-Real Madrid . 2-3 MiðríðiU: Atlotico Madríd-Real Botis Real Valladolid-Roal Murcia 2-0 SevUla-Real Sociedad 1-1 Ðotnriðili: Athlotic Bilbao-Las Palmas 4-1 Sabadell-Cadiz 2-0 Racing-Osasuna 1-1 Real Madrid . . 39 24 11 4 70-32 69 Barcelona .... 39 20 15 4 55-24 55 Espano) 39 18 10 11 56-37 46 Real Zaragoza . 39 15 12 12 39-36 42 Real Mallorca . 39 15 10 14 46-53 40 Sporting 39 14 11 14 60-43 39 Frakkland Nice-Marseille Bordeaux-Auxorre .. . . Le Havre-Toulouse .. . . Nancy-Monaco i-i Lille-Metz Paris Saint-Gormain-Lens 3-1 Rennes-Brost 0-2 Sochaux-Leval 4-0 Nantes-Saint-Etienne . 1-1 Toulon-Racing Club Paris . 1-0 Bordeaux 35 19 12 4 54-24 50 Marseille 35 18 13 4 51-26 49 Toulouse 35 16 12 7 49-28 44 Auxerre 35 15 12 8 37-29 42 Monaco 35 14 13 8 37-31 41 Paris Saint-Germain 35 13 12 10 29-28 38 Metz 36 11 16 9 48-30 37 Brest 36 13 11 11 40-37 37 Fyrsti titill Coventry „Leikmenn Coventry eru í topp- þjálfun, það hafði mikið að segja í þessum leik,“ sagði John Sillett þjálfari Coventry eftir að lið hans vann enska bikarinn á laugardaginn. Bikarinn var sá fyrsti sem Coventry hefur unnið til að 2. deildarbikarn- um undanskildum einu sinni. Þá hefur lið Coventry aldrei áður leikið á Wembley. „Við vorum ekkert of öruggir með okkur fyrir leikinn," sagði Sillett „ég fékk leikmönnum mínum ákveðin hlutverk í hendur og þeir leystu þau vel af hendi. McGrath kom sérstaklega sterkur út á móti Hoddle." Sillett sagði fram- lenginguna hafa verið liði sínu kærk- omna „við komumst stöðugt betur inn í leikinn eftir því sem á leið og vorum vissir um að okkur tækist að sigra í framlengingunni." David Pleat framkvæmdastjóri Tottenham var að vonum ekki eins kátur eftir úrslitaleikinn og fór ekk- ert í grafgötur með að hann væri ekki ánægður með leikmenn sína; „ég er viss um að ef þeir hefðu bara spilað af eðlilegri getu þá hefðum við unnið" sagði Pleat eftir leikinn. Úrslitaleikurinn var bráð- skemmtilegur eins og sjónvarps- áhorfendur sáu í beinni útsendingu. Mörkin gerðu: Clive Allen (1-0) 2. mín., Dave Bennett (1-1), 9. mín., Gary Mabbutt (2-1) 40. mín., Keith Houchen (2-2) 63. mín. og Gary Mabbutt sjálfsmark (2-3) 96. mín. Bæjakeppnin í handknattleik: Hafnfirðingar unnu Hafnfirðingar stóðu uppi sem sig- urvegarar í fyrstu bæjakeppninni í handknattleik sem lauk á sunnudag- inn. Hafnfirðingar sem léku úrslita- leikinn á heimavelli lögðu Garðbæ- inga með 30 mörkum gegn 28. Staðan í hálfleik var 15-12 heima- mönnum í hag. Leikurinn var í svipuðum stíl og fyrri leikir í bæja- keppninni, daufur. Ágætum köflum brá þó tyrir. Guðjón Árnason skoraði flest mörk Hafnfirðinga, 6. Önnur mörk þeirra gerðu: Oskar Ármannsson 6(1), Sigurjón Sigurðsson 6(2), Gunnar Beinteinsson 5, Héðinn Gilsson 5, Ingimar Haraldsson 1 og Pétur Pedersen 1. Mörk Garðbæ- inga: Hannes Leifsson 9(7), Gylfi Birgisson 7, Einar Einarsson 4, Sig- urjón Guðmundsson 4(1), Skúli Gunnsteinsson 3, Hafsteinn Braga- son 1. Markverðir liðanna stóðu sig vel, Magnús Árnason varði fjögur víti í Hafnarfjarðarmarkinu og Jónas Þorgeirsson tvö hinumegin auk þess sem þeir vörðu ágætlega að öðru leyti. Úrslitakeppni milli deilda Úrslit í úrslitakeppni milli deilda í pnsku knattspyrnunni: Um sæti í 1. deild: Leeds-Oldham ...................... 1-2 (Leeds áíram) Charlton-Ipswich................... 2-1 (Charlton áíram) Um sæti í 2. deild: Sunderland-Gillingham ............. 4-3 (Gillingham áíram) Swindon-Wigan...................... 0-0 (Swindon áíram) Um sæti í 3. doild: Bolton-Aldershot................... 2-2 (Aldershot áfram) Wolves-Colchester.................. 0-0 (Wolves áfram) Sigurlið Hafnarfjarðar í bæjakeppninni í handknattleik. Tímunynd Brcín. Skoska bikarkeppnin: St. Mirren varð skoskur meistari St. Mirren sigraði Dundee Unit- ed með einu marki gegn engu í framlengdum úrslitaleik á Hamp- den Park í Glasgow á laugardag- inn. Sigurmarkið skoraði Iain Ferguson á 111. mín., glæsilegt einkaframtak. Framlengingin lífg- aði upp á annars daufan leik og setti mark Fergusons sem fyrr í vetur hafnaði boði frá Liverpool punktinn yfir i-ið. St. Mirrcn vann bikarinn síðast fyrir 28 árum og var Dundee Utd. fyrírfram spáð sigri af flestum enda hefur liðinu gengið vel í vetur og er í úrslitum UEFA bikarkeppninnar. Góður árangur í Mónakó - íslenska íþróttafólkið á Ólympíuleikum smáþjóða sigraði í 27 greinum og setti 15 íslandsmet íslensku keppendurnir á Ólymp- íuleikum smáþjóða sem lauk í Món- akó á sunnudaginn báru hróður þjóðar sinnar hátt. Tuttugu og sjö sinnum var íslenski þjóðsöngurinn leikinn á leikunum og íslendingar höfnuðu 14 sinnum í 2. sæti og 7 sinnum í því þriðja. Þá voru sett 15 íslandsmet í sundi. ■ Körfuknattleikslandsliðið lék til úrslita gegn Mónakó en varð að lúta í lægra haldi í jöfnum leik. Lokatölur urðu 80-75. Stigahæstur Islending- anna var Pálmar Sigurðsson með 21 stig, Magnús Matthíasson gerði 18 og Valur Ingimundarson 16. ■ Þórdís Gísladóttir náði mjög góðum árangri í hástökki, sigraði með yfirburðum með 1,86 m stökki. Það er aðeins tveimur cm. frá ís- landsmeti hennar. Aðalsteinn Bern- harðsson vann einnig sigur í sinni aðalgrein, 400 m hlaupi og hljóp á 49,24 sek. Þórdís varð í 2. sæti í 100 m grind á 14,64 sek. Pétur Guð- mundsson fékk gull í kúluvarpi, 18,53 m. ■ Júdómennirnir Ótnar Sigurðs- son og Karl Erlingsson unnu sigur í sínum flokkum, Sigurður Hauksson fékk silfur og Halldór Hafsteinsson brons. Metaregn í sundinu Sundfólkið er við sama heygarðs- homið og það sem af er ári, sund- metin fengu engan frið. Alls hefur sundfólkið sett 74 íslandsmet á árinu sem hlýtur að vera met! Þegar hefur verið sagt frá árangri sundfólksins á fyrstu tveimur keppnisgreinunum á íþróttasíðu Tímans en um helgina féllu eftirtalin fslandsmet: ■ 4x200 m skriðsund kvenna: Landssveit 9:08,75 mín. ■ 50 m skriðsund kvenna: Bryndís Ólafsdóttir 27,67 sek. jöfnun á eigin meti. ■ 50 m skriðsund karla: Magnús Már Ólafsson 24,84 sek. ■ 200 m flugsund karla: Magnús Már Ólafsson 2:14,05 mín. ■ 4x100 m skriðsund kvenna: Landssveit 4:06,29 mín. bæting úr 2:09,52 mín. ■ 100 m skriðsund kvenna: Brynd- ís Ólafsdóttir 59,03 sek, á fyrsta spretti í boðsundinu. ■ 4x100 m skriðsund karla: Lands- sveit 33:46,19 mín. ■ 100 m baksund kvenna Ragn- heiður Runólfsdóttir 1:08,48 mín. Metið var 1:13,60 áður en þessi ferð hófst. ■ 4x100 m fjórsund kvenna: Landssveit 4:37,45 mín. bæting úr 4:47,93! sem var ársgamalt mct. ■ 4x100 m fjórsund karla: Lands- sveit 4:04,29 mín. bæting úr 4:08,55 mín. Sundfólkið hvíldi ekki fyrir þetta mót og gerir það árangurinn enn áhugaverðari. Tuttugu og tvisvar stóð íslenskt sundfólk á efsta palli, 10 sinnum í 2. sæti og 7 sinnum í því þriðja. Úrslitakeppnin á sunnudag- inn var sérlega áhrifamikil. Þá var synt til úrslita í sjö sundum og jafn oft stóðu áhorfendur upp meðan íslenski þjóðsöngurinn var leikinn, íslenskt sundfólk vann nefnilega all- ar greinarnar. Glæsilegur árangur það. NBA-körfuboltinn: Celtics og Sonics í deildaúrslitin - Þar sem þau mæta Pistons og Lakers Tvær framlengingar þurfti áður en leikmönnum Scattle Superson- ics tókst að knýja fram sigur í leik sínum gegn Houston Rockets í undanúrslitum dcildanna í NBA- körfuboltanum um helgina. Endanlegar tölur urðu 128-125 og Sonics sigruðu 4-2. Ekki var spenn- an minni í viðureign Boston Celtics og Milwaukee Bucks. Sjötta leik liðanna lauk mcð sigrí Milwaukee 121-111 en í sjöunda og síðasta leik tókst Celtics loks að tryggja sér sigur 119-113 og sigra þar með 4-3. Celtics og Sonics eru komin í úrslitin, sitt í hvorri deildinni. Á austurströndinni leika Boston Celtics og Detroit Pistons til úrslita en Los Angeles Lakers og Seattle Supcrsonics í vestri. Þar er þegar lokið einum leik, Lakers sigruðu 92-87 og leiða þvi 1-0.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.