Tíminn - 19.05.1987, Blaðsíða 14

Tíminn - 19.05.1987, Blaðsíða 14
14 Tíminn Þriðjudagur 19. maí 1987 MINNING Ingimar Karlsson deildarstjori Fæddur 1. júní 1932 Dáinn 8. maí 1987 Allt eins og blómstrið eina upp vex á sléttri grund fagurt með frjóvgun hreina fyrst um dags morgunstund, á snöggu augabragði af skorið verður fljótt, lit og blöð niður lagði, líf mannlegt endar skjótt. Hallgrímur Pétursson. Látinn er vinur okkar Ingimar Karlsson, Langagerði 15, Reykja- vík. Hann fæddist í Efstadal, Árnes- sýslu 1. júní 1932 og hefði því orðið 55 ára 1. júní n.k. Hann var giftur vinkonu okkar Guðrúnu Guðna- dóttur frá Jaðri, Hrunamanna- hreppi. Okkur hjónum er ljúft að minnast góðs drengs, sem fallið hefur frá alltof snemma. Við kynntumst Ingimari fyrir tæp- um 30 árum er undirrituð og Guðrún vorum starfsmenn í Feldinum. Ingi- mar og Guðrún og við giftum okkur um svipað leyti og höfum haldið sambandi alla tíð og erum því búin að eiga margar indælar og ógleyman- legar samverustundir á báðum heim- ilum og eins utan þeirra. Pessi vin- átta var byggð á gagnkvæmu trausti og virðingu, en það var einmitt í anda Ingimars. Þeim hjónum var mikill auður gefinn, með því að þau eignuðust fimm yndisleg börn; Snorra raf- magnsverkfræðing, kvæntur Sunnu Guðlaugsdóttur, þau eiga tvö börn; Guðna vélaverkfræðing, unnusta hans er Guðný Benediktsdóttir; Kristínu Sigþrúði, en hún er að Ijúka prófum í rafmagnsverkfræði, gift Kristjáni Guðlaugssyni; Aldísi sem er í Menntaskólanum við Sund; Atla Karl sem er yngstur, 12 ára í Breiða- gerðisskóla. Ingimar og Guðrún hafa búið á nokkrum stöðum og nú síðast að Langagerði 15 og heimili þeirra hefur ávallt verið myndarlegt og vel úr garði gert, aðlaðandi og notalegt. Inni á heimili þeirra hjóna voru tengdaforeldrar Ingimars í 17 ár, en tengdafaðir hans Guðni Jónsson lést árið 1982, mikill sómamaður, en tengdamóðir hans Kristín Jónsdóttir lifir enn í hárri elli og dvelur nú á Droplaugarstöðum. Þau hjónin Kristín og Guðni minntust ávallt á Ingimar með mikilli virðingu og lotningu. Fyrir 11 árum dvaldi undirrituð í þrjá mánuði daglangt við aðstoð á heimili þeirra Ingimars og Guðrúnar og hefur oft hugsað til þess tíma þar. Á því heimili varekkert kynslóðabil, þar var fagurt íslenskt mannlíf, allir tóku tillit til hver annars og unnu sín verk í góðmennsku og trú. Ingimar var mikill og sannur heim- ilisfaðir og félagi barnanna sinna. Ingimar reyndist undirritaðri ávallt mjög vel, ekki síst við ráðningu til starfa hjá Rafmagnsveitu Reykja- víkur. Ingimar hóf störf þar árið-' 1960 og vann þar þangað til hann veiktist í nóvember s.l. Hann var ósérhlífinn og vann sín verk af einstakri samviskusemi og hvatti ávallt aðra til starfs og dáða og var þá sama hvort hann var heima eða heiman. Ingimar Karlsson lagði gjörva hönd á margt um ævina. Hann var m.a. starfsmaður Alþingis um 5 ára skeið, hestasveinn hjá Jóhannesi á Hótel Borg, kirkjuvörður á Hólum í Hjaltadal að ógleymdu því að Ingi- mar var í raun og veru fyrsti veðurat- hugunarmaðurinn á Hveravöllum. Hann sendi fyrstu verðurathuganir frá miðhálendinu til Veðurstofunnar í Reykjavík. Ingimar gegndi mörgum trúnaðar- störfum og var í mörg ár og til síðustu stundar í stjórn Starfs- mannafélags Reykjavíkurborgar. Ingimar var mikill fjallamaður enda tiltölulega stutt inn til heiðríkju og tignar hálendis íslands frá Gígjar- hólskoti, en þar voru uppvaxtarár hans. Sumarið 1951 fór undirritaður svokallaða öræfaferð til Veiðivatna og verður sú ferð ógleymanleg fyrir þá reynslu er veitist þeim sem fer slíka ferð. Einmitt þetta sama sumar hefjast fyrir alvöru fjallaferðir Ingimars, en þá fer hann til fjalla sem fyrirliði ráðinn í varðmannsstarf á innri hluta Biskupstungna- og Hrunamannaaf- rétta í sambandi við sauðfjárveiki- varnir - í fjallafaðm, frjáls sem fuglinn. Þennan tíma gafst honum dýrðlegt tækifæri til þess að kynnast enn betur undursamleik óbyggð- anna, fagurrar ósnortinnar náttúru, kyrrðar og tignar þess lands sem við eigum og fáir hafa snert. Mörg voru þau sumur sem Ingimar fór relgu- bundið í grasaferðir og varð ávallt gott til fanga því hann vissi hvar fjallagrösin var að finna þótt fáir aðrir viti það. Ingimar var vel máli farinn og átti gott með að rita fagurt og lifandi íslenskt mál, enda las hann ungur íslendingasögurnar. Hann var góður sögumaður og skrifaði nokkrar ferðasögur sem voru slungnar viti og þeirrar frjóu glettni sem fáum er gefin, en helst þó þeim sem fæddir eru í efstu dölum - í nánd við himininn. Lífsþægindi fólks hafa breyst mik- ið á síðustu árum og nú þykir það sjálfsagður hlutur að eyða sumar- leyfum sínum á erlendri grund. En áhugamál hvers og eins eru þó mismunandi og Ingimar tók aðra stefnu í þeim málum nú síðustu árin - það sést best er maður kemur að Hanskasæti, en það heitir sumar- bústaðurinn og landið er þau eignuð- ust austur við Laugarvatn. Fyrir 17 árum reistu þau fyrsta bústaðinn á þessu landi, en hann var lítill, ljósgrænn að lit, með lágreista burst og einfaldur í sniðum. Þá voru nokkrar birkihríslur á stangli á land- inu, en Ingimar var mikill áhuga- maður um gróðurrækt og í dag er búið að girða, byggja myndarlegt sumarhús, græða landið og rækta upp með trjágróðri og er ekki ofsagt að segja að þar sé nú sannkölluð paradís á jörðu. Ingimar hverfur frá jarðnesku lífi í þeim mánuði ársins þegar mestur er gróandi lífs og jafnframt á feg- ursta vorkvöldi sem komið hefur á þessu ári og er það vissulega í samræmi við anda hans - en þar sem störfum hans lýkur munu niðjar hans halda ótrauðir áfram. Eitt er víst að aldrei verður tekið frá eftirlifandi konu og börnum Ingimars minningin um ástkæran vin og góðan dreng. Við hjónin vottum Guðrúnu og börnunum og fjölskyldum þeirra og öðrum aðstandendum einlæga sam- úð og biðjum góðan Guð að varð- veita hann og blessa minningu hans og hugga þá sem eftir lifa. Guð blessi ykkur öll. Katrín Sigurjónsdóttir, Einar I. Sigurðsson. HaraldurSigurðsson, bréfberi Fæddur 24. ágúst 1894 Dáinn 6. maí 1987 Haraldur frændi er dáinn. Þessi fregn barst mér að morgni 8 þ.m. Langá ævi átti hann að baki, síöustu árin dvaldi hann á Sólvangi í Hafnarfirði við góða aðhlynningu og heimsóknir nánustu ættingja og vina. Haraldur var fæddur í Reykjavík 24. ágúst 1894, sonur Sigurðar Jóns- sonar bókbindara og fyrri konu hans, Helgu Einarsdóttur. Móður sína missti Haraldur þegar hann var barn að aldri og upp frá því var hann flest sumur í sveit meðan hann var að alast upp og lengst í Hverakoti hjá Guðjóni og Margréti, en Guðjón og Sigurður faðir Harald- ar voru hálfbræður, samfeðra. Hann endaði dvölina í sveitinni með því að vera vinnumaður í heilt ár hjá Guð- jóni. Næstu tvö árin var hann til sjós, en 1. mars 1920 hóf hann störf sem bréfberi við pósthúsið í Reykjavík og það varð ævistarf hans. Rannveig föðuramma mín var í Hverakoti hjá Guðjóni syni sínum, en faðir minn, Jóhannes á Hömrum og Guðjón voru albræður. A upp- vaxtarárum mínum fór ég stundum að heimsækja ömmu. Hún sagði mér frá Halla frænda og gaf mér mynd af honum og þessa mynd á ég enn. Aldrei sá ég Harald á þessum árum. Svo var það eitt sinn, nokkrum árum eftir að ég giftist og flutti til Reykja- víkur, að við hjónin erum í heim- sókn hjá foreldrum mínum á Hömr- um og erum í þann veginn að leggja af stað fótgangandi í veg fyrir áætl- unarbílinn að í hlað á Hömrum rennir rauður 7 manna fólksbíll. Hér var þá kominn Haraldur og börnin hans, Helgi og Hólmfríður, til að heilsa upp á frændfólkið. Við feng- um far með þeim í bæinn um kvöldið og þar með hófst kunnings- skapur okkar. Á leiðinni suður bar margt á góma. Haraldur sagði okkur frá blóma- og trjágarðinum á Hrísateig 4 og hænunum, sem hann hafði í öðrum endanum í bílskúrnum. Þetta var allt svo forvitnilegt að ekki liðu margir dagar þar til Einar, eiginmað- ur minn, spurði hvort við ættum ekki að labba niður á Hrísateig eitthvert kvöldið. Auðvitað varð ég himinlif- andi glöð. Það var óvenjulegt að Einar vildi fara í heimsókn, en þetta sýnir hvað honum féll strax vel við Harald. Á björtu sumarkvöldi komum við fyrst á Hrísateiginm Haraldur var úti í garði. Garðurinn var einn frumskógur af tegundum og sumar þeirra í mörgum litum og afbrigðum. Hann kunni skil á þessu öllu og umhirðan var einstök, hvergi var illgresi að sjá. En þetta var aðeins byrjunin. Þegar Haraldur heyrði að við værum að safna gróðri í nýja garðinn okkar á Sogamýrarbletti 46, stóð ekki á honum að leggja hönd á plóginn og bæta við. Það sem mér er ef til vill minnis- stæðast, er þegar Haraldur færði okkur plöntur í garðinn okkar. Hann kom þá á hjólinu sínu og oft með vænan böggul af plöntum, sem hann gróðursetti jafnan áður en hann barði dyra. Þetta var venjulega urn 10 leytið á sunnudagsmorgnum, ein- mitt þegar Einar var að ljúka nauð- synlegum morgungegningum og hafði tíma til að koma í morgunkaffi. Margar ánægjustundir áttum við saman yfir kaffibolla fyrir framan arininn í nýja húsinu. Tíminn var fljótur að líða því Haraldi var mjög lagið að segja vel og skemmtilega frá. Ég á dýrmætar minningar frá þessum stundum. Blómin, sem hann gróðursetti í garðinum okkar, hafa fylgt.mér fram á þennan dag. Get ég hér nefnt stöngulber, humal og margt fleira, sem var sjaldgæft í görðum hér á þeim tíma. Frændrækinn og vinfastur var Haraldur. Kom það skýrt fram, þegar bróðir minn varð fyrir slysi 13 ára gamall og lá lengi á sjúkrahúsi. Þá var það Haraldur, sem aldrei slakaði á heimsóknum alla sjö mán- uðina, sem Gunnar dvaldi á sjúkra- húsinu. Fyrir þetta er honum þakkað af heilum hug. Haraldur kvæntist 17. mars 1923, Signýju Eiríksdóttur frá Eyvindar- stöðum á Álftanesi. Börn þeirra eru Deyr fé, deyja frændr, deyr sjálfr et sama. En orðstírr deyr aldrigi, hveim es sér góðan getr. Starfsfélagi okkar, Ingimar Karlsson, lést föstudaginn 8. maí síðastliðinn eftir skamma legu á sjúkrahúsi og verður hann jarðsung- inn í dag 19. maí. Með honum er horfinn dyggur og traustur starfsmaður Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Ingimar hóf störf hjá Rafmagns- veitunni árið 1960 og starfaði fyrstu árin við áætlanagerð, en síðustu 15 árin sem deildarstjóri yfir tíma- áæltunum og kaupaukakerfi. Ingi- mar sinnti störfum sínum af kost- gæfni og festu en þó af sanngirni, en starf hans krafðist þess iðulega, að hann skæri úr ágreiningsmálum, sem upp komu. Hann var úrræðagóður og ósérhlífinn og kom það sér oft vel, þegar leysa þurfti vandamál fljótt og vel. Honum var annt um íslenska tungu og lagði metnað sinn í að skýrslur og önnur gögn, sem hann lét frá sér fara væru á vönduðu máli. Ingimar var áhugamaður um skóg- rækt og ausíúr í Laugardal hafði hann ásamt fjölskyldu sinni byggt sumarbústað, þar sem hann eyddi miklum hluta af frítíma sínum og gat sinnt þessu áhugamáli sínu. Ingimar gegndi ýmsum trúnaðar- störfum og sat meðal annars í stjórn Starfsmannafélags Reykjavíkur- tvö, Helgi Sigurður kvæntur Guð- laugu Halldóru Guðmundsdóttur og Hólmfríður Gíslína.gift Helga Ara- syni. Konu sína missti Haraldur 26. júní 1960. Eftir það var hann til heimilis hjá Hólmfríði og Helga manni hennar. Fyrst á Hrísateign- um, síðan við Búrfellsvirkjun og fylgdi hann þeim svo lengi sem heilsan frekast leyfði. Nú er Haraldur kominn inn í lönd eilífðarinnar. Hann er þrotinn að kröftum og því hvíldin kærkomin. Ég sendi afkomendum hans og öðrum ástvinum samúðarkveðjur. Um leið þakka ég af öllu hjarta fyrir samverustundirnar og þá gleði, sem hann veitti fjölskyldu minni. Hér er góður drengur genginn. Guð blessi minningu hans. Ingibjörg Tönsberg borgar í 22 ár, lengst af sem gjald- keri. Með þessum fáu orðum viljum við þakka samstarf liðinna ára og vott- um eiginkonu og öðrum aðstandend- um innilega samúð. Samstarfsmenn hjá Rafmagnsveitu Reykjavík- ur. „Sumir kveðja og síðan ekki söguna meir. - Aðrir með söng, er aldrei deyr“ Þessi orð hins austfirska málsnill- ings hafa oft komið mér í hug þá daga er liðnir eru frá andláti Ingi- mars Karlssonar. Sumir kveðja og eru gleymdir þá kveðjum er lokið. Aðrir skilja svo mikið eftir sig að það er sem þeir hafi aldrei kvatt. Mér er enn í fersku minni er ég hitti Ingimar fyrst. f maíbyrjun 1960 kom ég til Reykjavíkur frá Sam- vinnuskólanum að Bifröst ásamt skólasystur minni Lilju en við höfð- um þá ákveðið að rugla saman reytunum. Lilja hafði oft talað um Guðrúnu frænku sína sem þá var nýgift Ingimar og man ég hve ég hlakkaði til að hitta þetta fólk sem vinkona mín lét svo rnikið af. Ekki er þó því að neita að að mér setti nokkurn kvíða því þau voru þau fyrstu úr fjölskyldu Lilju er ég hitti og mátti ég því búast við því að vera mældur og veginn. í þá daga þvældist sjálfstraustið ekki fyrir mér. Ekki er að orðlengja það að frá þeirri stundu er ég hitti þau fyrst fannst mér ég hafa þekkt þau alla daga. Þvílíkt var hið látlausa vináttu viðmót er ég mætti hjá þeim hjónum og enst hefur æ síðan. Þetta fyrsta kvöld er ég dvaldi á heimili þeirra spurði Ingimar mig hvort mig lang- aði ekki til að fylgja Lilju heim til sín austur í Hreppa en þangað ætlaði hún næsta dag. Hann ætti nýlegan Volkswagenbíl og vildi hann endi- lega að ég fengi hann lánaðan. Ég stundi því upp að ég hefði aldrei átt bíl og væri ekki sérlega vanur öku- maður. Væri því ekki fýsilegt fyrir hann að lána mér bílinn sinn. Auð- vitað sá Ingimar löngunina skína út úr mér þótt kjarkinn brysti til að segja samstundis já. Hafði hann engin fleiri orð þar um en rétti mér lyklana að bílnum. Þetta litla atvik er þó var svo stórt lýsir Ingimar vel. Fáa menn hef ég þekkt sem hafa verið jafn reiðubúnir til þess að gera vinum sínum greiða og hann og enga á jafn látlausan og eðlislægan hátt. Þar var ekki verið að hafa mörg orð um heldur athafnir látnar tala. Ingimar var gæddur hinni Ijúf- mannlegu eitilhörku þess manns er lætur aldrei hlut sinn fyrir neinum en starfar af þvílíku æðruleysi og rétt- lætiskennd og án allrar óbilgirni að samferðamenn taka ef íil vill ekki alltaf eftir þvf hvers vilji það er sem ræður. Hlíta því ráðum en ekki valdi. Það var skaði að Ingimar skyldi ekki gefa sig að stjórnmálum svo ótvíræða hæfileika sem hann hafði til þeirra starfa. Að sjálfsögðu hafði hann sínar skoðanir á þeim málum en ég hygg að þær hafi byggst á afstöðu til einstakra mála eða manna fremur en flokka. Má vera að honum hafi hrosið hugur við flokksaga. Það kom mér hins vegar ekki á óvart hve einarða afstöðu Ingimar tók í for- setakosningunum 1980. í ágætri grein er hann reit í stuðningsblað Vigdísar, Þjóðin Kýs, kemur glögg- lega fram að þótt hann teldi Vigdísi bera af mótframbjóðendum sínum og best til þess kjörna að stýra þessu mesta virðingar embætti þjóðar okkar, sá hann kosningu Vigdísar í víðara samhengi. Stórt skref í barátt- unni fyrir raunverulegu jafnrétti kynjanna en þau mál voru Ingimar mjög hugleikin enda ekki að undra. Öllum sem til þekkja ber saman um að móðir Ingimars, Sigþrúður, hafi verið óvenju mikilhæf og vitur kona og í skrifum Ingimars sem síðar verður að vikið kemur fram að með þeim var kært. í annan stað var hann

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.