Tíminn - 19.05.1987, Blaðsíða 15

Tíminn - 19.05.1987, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 19. maí 1987 Tíminn 15 giftur hinni ágætustu konu. Oft kom fram hjá Ingimar að metnaður hans fyrir hönd dætra sinna og tengda- dætra var síst minni en fyrir hönd sonanna og kemur það vel fram í fyrrnefndri grein þar sem hann segir; „En hvað um dætur okkar? Viljum við láta þær þurfa að heyja harðari lífsbaráttu heldur en syni okkar? Eða eru synir okkar ekki færir um að halda út í lífið, án þess að hljóta forréttindi að erfðum?" Sumir eru þeirrar gerðar að þeir miða allt sitt við það að eignast hlutdeild í því besta er öðrum gefst. Aðrir vilja að það besta er þeir óska sínum verði einnig öðrum gefið. Við Lilja munum aldrei gleyma því hve vel Ingimar studdi við bakið á Lilju þegar hún eftir nokkurt hlé var að hasla sér völ! á vinnumarkað- inum á ný. Þá var það Ingimar sem veitti henni ómetanlegan stuðning gegn miskunnarlausum fordómum umhverfisins gagnvart því að kona skyldi dirfast að ætla sér frama. í íslendingasögum er það oft tekið sem dærhi um hetjuskap mestan, hve vel menn brugðust við dauða sínum. Fræg er sagan af Þormóði Kolbrúnarskáldi er varð það að orði þá er hann dró örina úr hartastað að sæist nú hve vel konungur hefði alið hann. Þegar Ingimar í desember síðastliðnum varð að hætta störf- um sökum veikinda og ljóst varð að á einn veg myndi fara varð honum það fyrst fyrir að nýta biðina til þess að festa á blað nokkra kafla úr vegferð sinni. Þar er hvorki vol né víl að finna. „Pegar ég nú lít um öxl í fyrsta sinn af óvæntum ástæðum sé ég hversu fjölbreytt og skemmtileg þessi ferð hefur verið. Pað væri því vanþakklæti að vera ekki ánægður með ævi sem mína hvert sem fram- hald hennar verður. “ Það var mikil lífsreynsla að fylgj- ast með því hvernig Ingimar vann að gerð þessara minningabrota sem nú fylla á annað hundrað blaðsíðna. Gekk hann að því eins og hverju öðru verki. Mikið af starfsævi sinni hafði hann unnið við gerð verkáæll- ana og eftirlit með framkvæmd þeirra. Beitti hann nú sömu tækni. Byrjaði á því að ákveða hvað hann ætlaði að skrifa, kaflaskipti og útlín- ur og hófst síðan handa. Þetta var kapphlaup en með óbilandi vilja, æðruleysi og skapfestu vannst sigur. Verkinu var lokið eins og til stóð. Ingimar Karlsson og Guðrún Guðnadóttir gengu í hjónaband 5. mars 1960. Þau eiga fimm börn sem eru: Snorri er rafmagnsverkfræðing- ur og tölvunarfræðingur og rekur eigið fyrirtæki. Kona hans er Sunna Guðlaugsdóttir sem stundar nám í læknisfræði. Eiga þau tvö börn, Svanlaugu Dögg og Stefán Karl. Guðni, vélaverkfræðingur, vinnur hjá Iðntæknistofnun íslands. Unnusta hans er Guðný Benediktsdóttir sem stundar nám í vélaverkfræði. Kristín Sigþrúður er að ljúka námi í raf- magnsverkfræði og hyggur á fram- haldsnám í Þýskalandi í fjarskipta- tækni. Eiginmaður hennarer Kristj- án Guðlaugsson semn einnig hyggst stunda nám í Þýskalandi. Aldís stundar nám í Menntaskólanum við Sund. Atli Karl er í Breiðagerðis- skóla. Með þeim Ingimar og Guðrúnu var jafnræði við stjórn þessarar stóru fjölskyldu en auk þess er að framan getur dvöldu foreldrar Guðrúnar hjá þeim um árabil. Aldrei varð ég þess var að þær bæri nokkurn skugga á og á þessi óvenjulega samheldni stórfjölskyldunnar vafalaust sinn þátt í því hve vel börnum þeirra hefur farnast. Milli fjölskyldna okkar hefur verið nær daglegur samgangur í hartnær tuttugu og sjö ár og fyrir það viljum við þakka forsjóninni um leið og við vottum þeint okkar innilegustu samúð. í upphafi vitnaði ég í vísuorð Þorsteins Valdimarssonar um þá sem kveðja og skilja eftir sig þann söng sem aldrei deyr. Eitt er víst að Ingimar mun í hugum okkar ætíð vera okkur nærri; í góðum verkum sínum, fjölskyldu og minningu allri. Það er sá söngur sem aldrei deyr. Gunnar Sigurðsson Úm frjósemd og iíf Þjoðleikhusið: YERMA eftir Federlco Gar- cía Lorca. Þýðing: Karl Gu&mundsson. Tónlist: Hjálmar H. Ragnarsson. Leikmynd og búningar: Sigurjón Jóhannsson. Leik'- stjóri og danshöfundur: Þórhildur Þorleifs- dóttir. Þjóðleikhúsið endar leikárið, sem hefur verið óvenjufjölbreytt og blómlegt, á „harmljóði" García Lorca um Yermu. Það var vel ráðið að leyfa íslenskum áhorfend- um að kynnast hinni síðustu af þrem miklum tragedíum þessa spænska skálds. Raunar er svo langt síðan Blóðbrullaup og Hús Bernörðu Alba voru sýnd að þær sýningar sá ég ekki, - síðarnefnda leikritið var raunar flutt í útvarpi ekki alls fyrir löngu. Flutningurinn á Yermu er þann- ig viðburður og best að segja strax að sýningin var ánægjuleg fyrir ýmissa hluta sakir. í fyrsta Iagi var hún einkar fögur að sjónrænum eigindum, vönduð og þokkafull. í öðru lagi höfum við hér eignast vel stílaða þýðingu á klassísku verki. { þriðja lagi náði sýningin stundum ósviknum dramatískum krafti en var líka gædd þeirri jarðnánd sem nauðsynleg er. Og loks er það alltaf fróðlegt, en of sjaldgæft, að fá tækifæri til að skyggnast inn í spænskan menningarheim. f fjölmiðlum hefur verið gerð nokkur grein fyrir efni leiksins enda mun blaðamönnum hafa ver- ið boðið á æfingu, sbr. grein í þessu blaði á sunnudaginn. f leikskrá er birt eftirfarandi umsögn höfundar um leikinn: „Yerma erdæmigerður harmleikur sem ég hef klætt í nútímabúning, en er öðru fremur ímynd frjóseminnar sem verður fyrir því böli að breytast í and- hverfu sína. Hér er fjallað um mannveru sem Örlaganornin hefur hremmt og brcr.r.t tnarki ófrjósem- innar. Mig langaði satt að segja að reisa upp af grunni hins dauða og ófrjóva þróttmikið skáldverk um frjósemd og Iíf. Og það er út frá þessum andstæðum hins dauða og ófrjóva og hins frjóva og lífgandi að ég leiði hin dramatísku átök Þvottakonur þvo sitt hvíta lín. verksins og svipmót þess.“ Yerma er einfalt verk í sniðum. Ég sé verkið fyrir mér sem eins konar helgileik, frjósemishyllingu eða fórnfæringarathöfn. Augljós- lega á Yerma rætur í forngrískum harmleikjum, eins og Karl Guð- mundsson þýðandi ýjar að í leik- skrárgrein. Verkið er upphafið og alþýðlegt í senn, ljóðrænt og dramatískt, og sýning á því á líf sitt undir að þessar eigindir séu virtar. Hin háspennta ljóðræna ogóbrotni grunntónn tilfinninga verður að njóta sín. Þetta virðist mér að Þórhildur Þorleifsdóttir hafi gert, hún hefur unnið vel og skynsam- lega, - Yerma er sviðslist í fyllsta skilningi, gleður augað eins og slík list á að gera. Sviðsmyndin er byggð upp á and- stæðulitum: hvítt, rautt, svart, og þríhyrningsuppstilling sem undir- strikar andstæður leiksins og sam- stæður: lif: dauði. Að ógleymdum bláum straumi vatnsins þar sem konurnar þvo sitt hvíta lín, - það atriði er verulega fagurt. Sérstak- lega myndrænt, líkt og málverk eftir Rembrandt, var sviðið heima hjá Yermu og Jóann, þar sem svartklæddar systur hans standa sem varðmenn dauða og innilokun- ar við hvítdúkað borðið. Almennt vil ég segja um hinn sjónræna þátt verksins að í öllum atriðum fær augað fullnægju sem fátíð er á leiksýningu. Þótt verkið sé einfalt er það engan veginn auðleikið. Aðalatrið- ið er að halda upprunaleiknum án þess að sýningin detti niður í tilgerð og flatneskju. Textinn er í rauninni afar viðkvæmur. Sérstak- lega á það við texta Yermu sem er þaninn frá upphafi til enda, hin hamslausa þrá Yermu til barnsins, lífsþorsti hennar í viðjum dauða og eyðingar, setur mark á alla per- sónugerðina svo að segja má að hún sé leikin á einn streng. Tinna Gunnlaugsdóttir leysti hlutverkið af hendi með smekkvísi og hefur til að bera allan þann líkamlega þokka sem til þarf, hún hreyfir sig og ber sig á sviðinu af miklu öryggi. Hins vegar er raddbeitingin ein- hæf, Tinna spennir röddina of hátt strax í upphafi og fyrir bragðið næst ekki sá stígandi eða blæbrigði í túlkunina sem vera þyrfti. Hér hefði leikstjóri átt að leiðbeina betur. Sannast að segja held ég að sjálf sviðsetningin og sú rækt sem henni er sýnd hafi dregið um of frá hinum sálfræðilega þætti, hljóm- botni hinna einföldu persónu- gerða. Þess geldur hlutverk Tinnu, svo vel sem það er formað fyrir augum manns á sviðinu. Af öðrum persónum er miklu minna að segja, Yerma er sannar- lega burðarás verksins. Arnar Jónsson leikur Jóann af miklu öryggi. Arnar virðist nú vera á tindi listar sinnar: við höfum horft á hann í vetur skila hverju hlut- verki öðru betur. Jóann reynir að vísu ekki mikið á hann, en skapaði hið ákjósanlegasta mótvægi við Yermu, jarðyrkumaður sem í reynd er ófrjór og deyr að Iokum í eins konar fórnar- og ástarathöfn, - þá er hann orðinn barnið sem Yerma eignaðist aldrei. Guðný Ragnarsdóttir leikur Maríu grannkonu, Pálmi Gestsson Viktor, hvort tveggja stílhrein verk. En sá leikari sem gaf sýning- unni kannski mestan safa var Guð- rún Þ. Stephensen í hlutverki þeirrar gömlu guðlausu, - hún er sjálfur heiðindómur móður jarðar holdi klæddur. Þessi kerling ber með sér svalan gust inn á sviðið eins og raunar alltaf gerist þar sem Guðrún kemur við sögu. Aðrir leikendur í hópatriðum eru fleiri en taldir verði en allt var það fagmannlega af hendi leyst. Auk atriðsins við ána sem áður var talið nefni ég dýrlingshátíðina, það var sannarlegt teater, leikhúslist. Hjálmar Helgi Ragnarsson hefur samið tónlist í sýninguna. Ekki veit ég nákvæmlega hvernig hún er unnin, e.t.v. með hliðsjón af spænskum alþýðulögum. Tónlistin lét reyndar nokkuð einhæft í eyrum og greip engan veginn eyra mitt án tafar, - kann að þurfa að venjast henni. Karl Guðmundsson hefur þýtt Yermu af auðheyrilegri alúð. Hann ræður yfir auðugu og blæbrigða- ríku tungutaki, -en um þetta gildir eins og annað í sýningunni að sameina þarf upphafningu og al- þýðleik. Ekki var annað að heyra en þýðingunni tækist þetta og vildi ég gjarnan kynnast henni betur. Ég veit ekki hvort skáldskapur Lorca hefur verið í háu gengi upp á síðkastið, um skáld eins og hann á við að nokkur fallaskipti verða í viðhorfum til þeirra. En skáld- skapurinn streymir fram í verkum hans, tær og straumharður, og vissulega er gaman að kynnast honum í fögrum sjónleik. Gunnar Stefánsson FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ Á AKUREYRI. HJÚKRUNARFRÆÐINGAR Viljum ráða hjúkrunarfræðinga til sumarafleysinga og í fastar stöður. Nánari upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri í síma 96-22100. STARFSFÓLK Á GEÐDEILD Óskum að ráða eftirfarandi starfsfólk á Geðdeild sjúkrahússins frá 1. júní: Starfsmenn: Um er að ræða störf í 3 mánuði og til frambúðar. Krafist er góðrar almennrar menntunar, aðlögunarhæfni, og góðrar fram- komu. Æskileg reynsla: Störf sem tengjast fræðslu, umönnun eða handleiðslu. Sjúkraliða: Til sumarafleysinga. Starfsmenn í býtibúr: Um er að ræða 50% sumarafleysingastarf. Umsækjendur þurfa að vera orðnir 20 ára fyrir ofannefnd störf. Sjúkraliðar. Sjúkrahúsið óskar eftir sjúkraliða nú þegar á hjúkrunardeild í Seli. Vinnutími: 16.00- 20.00. Umsóknir sendist á skrifstofu hjúkrunarstjórnar. Nánari upplýsingar gefur Sonja Sveinsdóttir í síma 96-22100 kl. 13.00-14.00 alla virka daga. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Lokað verður frá kl. 2 e.h. þriðjudaginn 19. maí vegna jarðarfarar Víglundar Möller fyrrverandi skrifstofu- stjóra Sjúkrasamlags Reykjavíkur RJðLBRAUTASXÓUNIi BREIÐHOLTI Frá Fjölbrauta- skólanum í Breiðholti Skólaslit verða í Bústaðakirkju föstudaginn 22. maí og hefjast klukkan fjögur síðdegis. Allir nemendur dagskóla og öldungadeildar er lokið hafa prófum á þriggja og fjögurra ára brautum komi á skólaslitin. Þannig skulu allir nemendur er lokið hafa áföngum sjúkraliða, matartækna, matarfræðinga, sveins- prófs, sérhæfðu verslunarprófi og stúdentsprófi taka á móti prófskírteinum við skólaslitin. Foreldrar, aðrir ættingjar svo og velunnarar skól- ans eru velkomnir í Bústaðakirkju kl. 16.00 föstudaginn 22. maí. Skólameistari SVEIT 14-16 ára strákur óskast í sveit, helst vanur vélum og hafi áhuga á hestum. Upplýsingar í síma 99-6021. Drögum vel úr ferð við blindhæðir og brýr. GÓÐAFERÐ UUMFERÐAR RAD

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.