Tíminn - 03.11.1987, Blaðsíða 4

Tíminn - 03.11.1987, Blaðsíða 4
4 Tíminn Þriðjudagur 3. nóvember 1987 ST. JÓSEFSSPI'TALI, LANDAKOTI Hjúkrunarfræðingar Landakotsspítali býður ykkur ákjósanlegan vinnu- stað í hjarta borgarinnar. Góðarstrætisvagnaferðir í allar áttir. Þar geta hæfileikar ykkar notið sín, því við erum opin fyrir öllum nýjungum og viljum að starfsfólk okkar fái tækifæri til þess að vinna að þeim með okkur. Við reynum að gera öllum kleift að sækja námskeið og ráðstefnur. Við bjóðum aðlögunarkennslu áður en starfsmenn fara á sjálfstæðar vaktir. Við höfum lausar stöður á öllum legudeildum, móttökudeild, svæfingadeild og gjörgæsludeild. Hafið samband við skrifstofu hjúkrunarstjórnar sem veitir nánari upplýsingar í síma 19600/220/ 300, alla virka daga frá kl. 08.00-16.00. Reykjavík 30/10 1987. ST. JÓSEFSSPÍTALI, LANDAKOTI Röntgendeild Okkur vantar aðstoð á Röntgendeild Landakots- spítala. Um fullt starf er að ræða. Umsækjandi þyrfti að geta hafið störf strax. Upplýsingar veitir deildarstjóri í síma 19600/330 Reykjavík 30.10. 1987 l'—7^ TÖLVUNOTENDUR Við í Prentsmíðjunni Eddu hönnum, setjum og prentum allar gerðir eyðublaða fVrir tölvuvinnslu. PRENTSMIDJAN Smiðjuvegí 3, 200 Kópavogur. Sími 45000 t Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför elskulegrar móður, tengdamóður og ömmu Rebekku Guðmundsdóttur, Eskiholti 21, Garðabæ Guð blessi ykkur öll Ragnheiður Brynjólfsdóttir Engilbert Engilbertsson Ólöf Brynjólfsdóttir Sigurður Þorsteinsson og barnabörn t Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi Egill Gestsson, tryggingamiðlari til heimilis að Klapparbergi 23, Reykjavik, lést á Borgarspítalanum sunnudaginn 1. þessa mánaðar. Útförin verður auglýst síðar. Örn Egilsson Lonni Egilsson Höskuldur Egilsson Soffía Rögnvaldsdóttir Ragnheiður Egilsdóttir Lárus Svansson Margrét Þ. Egilsdóttir Óskar Smári Haraldsson barnabörn og langafabörn 18 milljónir inn á bjarghringnum Slysavarnafélag íslands halaði inn 18 milljónir á bjarghringnum sem féiagsmenn buðu almenningi í land- inu til sölu á svokölluðum “Merkis- dögum“ um síðustu helgi. Al- menningur í landinu tók merkjasölu- mönnum með eindæmum vel og styrkti starf Slysavarnafélagsins og deilda þess að sjóslysavörnum mjög myndarlega. Slysavarnadeildir og björgunar- sveitir um allt land munu verja sínum hluta ágóðans af sölu merkj- anna til kaupa á búnaði og tækjum fyrir sjóbjörgunarflokka sína. Slys- avarnafélag íslands mun hins vegar nota peningana til fræðslu að örygg- ismálum sjómanna og einnig styrkja minni slysavarnadeildir til tækja- kaupa. í kjölfar merkisdaganna hefur Slysavarnafélag íslands viljað koma sérstökum þökkum sínum á framfæri við landsmenn enda eru hinar já- kvæðu viðtökur mikil hvatning fyrir félagið og deildir þess til áframhald- andi öflugs starfs á þessum vett- vangi. Sölufólk Merkisdaga í Reykjavík gat fengið sér hressingu af þessari myndarlegu tertu sem var eftirlíking af sjálfu barmmerkinu. Frægðarbrautin framundan: SYKURM0LUM B0DINN MILLJÓNASAMNINGUR Hljómsveitin Sykurmolar, eða Sugarcubes, eins og hún nefnir sig á ensku, virðist stefna í að slá í gegn í Bretlandi. Það er að minnsta kosti álit forráðamanna nokkurra stærstu hljómplötufyrirtækja Bretlands, því þessa dagana kepp- ast þeir við að yfirbjóða hver annan og bjóða gull og græna skóga, skrifi hljómsveitin undir plötusamning við sig. Sykurmolarnir hafa gert það gott á breskum vinsældalistum, bæði hinum opinbera og einnig á óháða listanum svokallaða. Lagið þeirra Ammæli hefur heldur betur gert það gott á báðum þessum listum og fyrir skömmu prýddi hljómsveitin, eða öllu heldur söngkonan, Björk Guðmundsdóttir, forsíður tveggja virtustu poppblaða Breta, New Musical Express og Melody Maker. í framhaldi af þessu var þeim boðinn hljómplötusamningur sem hljóðaði upp á 6,5 milljónir króna. Á föstudag hélt hljómsveit- in svo tónleika í Casablanca, þar sem viðstaddir voru umboðsmenn nokkurra hljómplötufyrirtækja. - SÓL Utivistarsvæði í Fossvogsdal Séð yfir Fossvogsdalinn sem Yngvi Þór Loftsson mun fjalla um frá sjónarhóli landslagasarkitektsins í Odda á fimmtudagskvöld. Fossvogsdalurinn hefur verið þrætuepli sveitarfélaganna tveggja, Reykjavíkurborgar og Kópavog- skaupstaðar um alllangt skeið, en meirihluti borgarstjórnar Reykj- avíkur hefur viljað leggja hraðbraut um dalinn á meðan Kópavogur hefur vísað slíkum tillögum á bug og samþykkt að gera sinn hluta dalsins að útivistarsvæði. Þar sem Reykja- víkurborg á ekki nægt landsvæði í sínum hluta dalsins verður brautin að liggja inn á fyrirhugað útivistar- svæði Kópavogsbúa. Því eru mun meiri líkur á að Fossvogsdalurinn verði skipulagt útivistarsvæði í fram- tíðinni. Landfræðifélagið mun gangast fyrir fræðslukvöldi um Fossvogsdal- inn næstkomandi fimmtudag. Þar mun Yngvi Þór Loftsson landslags- arkitekt fjalla um Fossvogsdalinn frá sjónarhóli landslagsarkitektsins, en Yngvi Þór lauk Mastergráðu sinni með lokaritgerð sem fjallaði einmitt um Fossvogsdalinn sem úti- vistarsvæði. Fyrirlesturinn verður í Odda stofu 101 í Háskóla íslands og hefst klukkan 20:30. - HM

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.