Tíminn - 03.11.1987, Blaðsíða 19

Tíminn - 03.11.1987, Blaðsíða 19
Tíminn 19 páfagaukur Allir kannast við talandi páfa- gauka, til dæmis Kíkí úr Ævintýra- bókum Enid Blyton og sjóræn- ingjasögum. Flestir hafa þeir verið af stærri tegundum, en vissulega geta minni fuglar líka talað með góðri þjálfun. Hér er saga af einum slíkum, ósköp venjulegum bláum og gráum gára, eins og þeim sem algengastir eru hér á íslandi. Hann heitir Coko og eins og stundum kemur fyrir, flaug hann út um glugga og hvarf út í bláinn einn góðan veðurdag. Þetta var í Þýskalandi. Þá var það að Gabi og Gunther Hausmann. sem voru í sunnudags- bíltúrnum sínum vestan við borg- ina Hannover, námu staðar við minnismerki um Vilhjálm keisara, fóru út og hugðust njóta veðurblíð- unnar um stund. Fljótlega lögðu þau við hlustir, því að eyrum þeirra barst sérkenni- legt hljóð. Einhver talaði, skrýti- lega gjallandi röddu og endurtók í sífellu það sama: - Ég heiti Coko og á heima í Wittekindstræti 22 í Minden. Ungu hjónin gengu á hljóðið og viti menn: Á fótstalli minnismerk- isins sat lítill blár gári og lét dæluna ganga í sífellu. Gunther gekk var- lega að honum og rétti fram hönd- ina. Fuglinn stökk þegar á hana og virtist ánægður með sig. Hann hafði heldur ekkert á móti því að láta stinga sér niður í strátösku Gabi. - Við verðum að skila honum, fyrst við vitum hvar hann á heima, sagði Gunther. Fyrst fóru þau þó heim til sín, þar sem þau áttu gamalt fuglabúr, en óku síðan til Minden, í nokkurra kílómetrafjar- lægð og tóku að leita að götunni, sem fuglinn var aldeilis óþreytandi að tilkynna að hann byggi við. Gatan fannst og númer 22 var á sínum stað. Þau hringdu dyrabjöll- unni og um leið og dyrnar opnuð- ust, heyrðist í fagnaðartón frá búrinu: - Ég heiti Coko! Lítil stúlka kom þjótandi. - Það er Coko, hrópaði hún. Þau hafa fundið Coko! Nú urðu miklir fagnaðarfundir með Coko og Andreu litlu og móðir hennar táraðist af gleði. Andrea hefur verið óhuggandi, sagði hún, þegar allir voru sestir við kaffiborðið. Fuglinn hvarf fyrir 12 dögum og við vorum viss um að köttur hefði náð í hann. Holger og Andrea dóttir hans ætluðu ekki 'að trúa að Coko væri kominn aftur heim eftir 12 daga, bara af því hann kunni heimilisfangið. var lítil, ef ég skyldi villast að heiman. En það var ég, sem gleymdi að loka glugganum, bætti hún við. Coko hefur alltaf verið Andrea sagði stolt, að hún hefði kennt Coko að tala. Ég kenndi honum nafnið sitt og heimilisfang- ið, ef hann skyldi týnast, því mamma kenndi mér það þegar ég svo forvitinn. Holger faðir hennar brosti. Væri ekki best að þú kenndir honum líka að segja - Farðu, kattaróféti. Með þessari rödd gæti hann hrætt burt herskara af köttum. kvæntur Lydiu sinni í 42 ár, hann reykir ekki og er bindindismaður á áfengi, auk þess sem hann gerir sér ómak um að safn fé til bágstaddra af vmsu tagi. I ofanálag er hann náinn vinur og stuðningsmaður Reagans for- seta. Ef til vill eigum við eftir að sjá aðra Hollywoodstjörnu í háu embætti. Enginn yrði verulega hissa, því Heston hagar sér eins og stjórnmálamaður, talar eins og slíkur og lítur meira að segja út eins og embættismaður. Bandarískir repúblikanar reyna nú hver um annan þveran að fá Charlton Heston til að bjóða sig fram til þings. Hingað til hefur hann neitað, en þeir sem til þekkja, telja að hann muni slá til við tækifæri. Sjálfur forðast Heston að ræða málið, segir aðeins: Ég hef leikið þrjá forseta, þrjá dýrlinga og tvo snillinga og slíkt ætti að nægja hverjum manni, þó hann fari ekki að leika stjórnmálamann líka. Þrátt fyrir þetta lætur hinn 63 ára gamli Heston ekkert tækifæri ónot- að til að viðra áhyggjur sínar af fólksfjölguninni, fíkniefnunum og eyðni. Hann hefur áhyggjur af framtíðinni og vildi gjarnan bæta útlitið. Fyrir tveimur árum var hann alvarlega að hugsa um að bjóða sig fram til ríkisstjóra í Kaliforn- íu, en hætti við. Ekki ætti einkalíf hans að spilla fyrir honum, þar er ekki hægt að finna nein hneyksli úr fortíðinni. Hann hefur verið W I styttu- leik Við munum mörg eftir leik þar sem einn krakkinn sneri leikfélög- um sínum einum af öðrum í kring- um sig og svo áttu börnin að standa eins og styttur og valin var falleg- asta styttan í hópnum - og sá heppni fékk að snúa öllum í kring um sig næst. Hér sjáum við fallega „styttu“, en það er hið fræga par, Grace Jones og Dolph Lundgren. Þessi mynd af þeim prýðir nýútkomna bók með úrvalsljósmyndum. Óneitanlega eru þetta fallegir kroppar, enda eru þau fyrst og Þau Grace Jones og Dolph Lundgren líkjast fallegu lista- verki eða styttu. fremst fræg fyrir líkamlegt atgervi frekar en leik sinn, þó þau hafi bæði leikið í mörgum kvikmynd- um, og Grace komið fram sem söngkona. Margar myndir af frægu fólki eru í þessari bók. T.d. leikkonan Jeanne Moreau, Paloma Picaasso, Werner Fassbinder og Charlotte Rampling. Myndirnar hafa það sameiginlegt, að fyrirmyndirnar eru ekki brosandi, en fallegar og þó líklega skapvondar, og virðast - þó módelið sé nakið - bjóða heiminum birginn. Charlton Heston í Ben Húr, í daglega lífinu og sem Móses. Columbo kokk- ur til sjos Man einhver eftir Columbo, klaufalega spæjaranum í krypplaða frakkanum, sem skemmdi okkur um árið í sjónvarpinu? Að baki nafninu stendur leikarinn Peter Falk og hann hefur sannarlega gert sitthvað fleira um daga sína en leika Columbo. Eftir stúdentspróf 1945 fór hann til sjós og var í hálft annað ár kokkur á skipi, sem flutti banda- ríska hermenn heim frá Evrópu. Þá fór hann í háskóla í New York og lauk BS-prófi í stjórnmálafræð- um. Þar var hann alltaf kosinn í æðstu embætti meðal nemenda og allir töldu víst að hann yrði stjórn- málamaður. En það freistaði hans ekki í bráðina, svo hann skrapp til Evrópu, flæktist þar um og starfaði meðal annars við að byggja júgó- slavnesku járnbrautina. Þegar hann varð endanlega blankur, kom hann heim og innrit- aðist aftur í háskólann í Sýrakúsu, þaðan sem hann kom með meist- aragráðu í stjómunarfræðum. Þá sótti hann um starf hjá leyniþjón- ustunni, en var hafnað. Astæðan var vinna hans í Júgóslavíu og aðild hans að sjómannafélaginu, en hvorttveggja þótti í þá daga lykta af kommúnisma. Næsta starf Falks var eins konar fjármálaráðgjöf fyrir ríkisstjóra Connecticut. Um það segir Falk: - Þetta er nánast hlægilegt. Ég sem hef ekki nokkra stjórn á mínum eigin fjármálum, hef starfað við skipulagningu fjármála tveggja ríkja. - Aldrei hvarflaði að mér á þessum árum að verða leikari, frekar en að fara til annarrar stjörnu. Þetta breyttist, þegar hann horfði á leikhóp vinar síns heima í Connecticut. Þá ákvað hann að fara á leiklistarnámskeið og fyrsta hlutverkið fékk hann seint á fimmta áratugnum, en fetaði sig svo upp á Broadway og loks í sjónvarpið. Árið 1960 var hann tilnefndur til Óskarsverðlauna sem besti leikari í aukahlutverki í Morð hf. og síðan lá leiðin beint upp á við. Sjómaðurinn Peter Falk. Columbo gerði Falk heims- frægan. Fer Ben Húr á þing ?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.