Tíminn - 03.11.1987, Blaðsíða 15

Tíminn - 03.11.1987, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 3. nóvember 1987 Tíminn 15 MINNING llllilllll lllllllllllllllliilllll lækka þau ef að kreppti. Hann var gætinn í fjármálum en djarfur í ákvörðunum, öruggur rekstrarmað- ur og samviskusamur stjórnandi. Jafnframt kom fljótt í ljós við kynni að hann var góður fjölskyldufaðir og lét sér annt um alla sem nærri honum stóðu. Síðustu mánuðina höfum við Hrólfur aukheldur átt náið samstarf vegna dálítils verks. Ég hitti hann síðast á Bókaþingi vestur á Sögu á fimmtudegi, við áttum þar samleið út og spjölluðum saman eins og gengur. Á laugardegi frétti ég að hann væri allur. Sú fregn snart mig illa. Það er alltaf sárt þegar góðir menn falla frá í blóma lífsins. En hjá mér skilur hann einungis eftir góðar minningar. Og svo hygg ég að sé hjá býsna mörgum fleirum. Megi það vera nokkur huggun harmi gegn. Eysteinn Sigurðsson. Fréttin kom eins og reiðarslag. Hann Hrólfur er dáinn. Hrólfur var aðeins 52 ára þegar hann féll frá, langt um aldur fram. Við höfðum vonast til að eiga hann að félaga og vini um fjölmörg ókomin ár. Hrólfur var menntaður frá Sam- vinnuskólanum og stundaði síðar verslunarnám í London. Um tíma starfaði hann hjá Sambandi ís- lenskra samvinnufélaga, en hóf fljót- lega störf við bókaútgáfu, sem átti stóran sess í huga hans. Hann vann hjá Almenna bókafélaginu í meira en áratug og síðan hjá Erni og Örlygi í nokkur ár. Árið 1977 var hann ráðinn fram- kvæmdastjóri Menningarsjóðs, menntamálaráðs og Bókaútgáfu Menningarsjóðs og Þjóðvinafélags- ins og gegndi því starfi til dauðadags. { því starfi undi hann sér vel og helgaði því krafta sína. Það var oft ánægjulegt að heimsækja Hrólf í húsakynni Menningarsjóðs og ræða við hann um bókaútgáfu og starfið. Hjá Hrólfi fylgdi hugur máli. Hrólfur Halldórsson var í fjöl- mörg ár einn af forystumönnum framsóknarmanna í Reykjavík. Hann sat í ýmsum nefndum, stjórn- um og ráðum á vegum flokksins. Hann var í miðstjórn Framsóknar- flokksins frá 1979, átti um tíma sæti í stjórnum Framsóknarfélags Reykjavíkur og fulltrúaráðs fram- sóknarfélaganna í Reykjavík. Síðar varð hann formaður Framsóknarfé- lags Reykjavíkur og eftir það for- maður fulltrúaráðsins. Þau eru því mörg störfin sem Hrólfur vann fyrir Framsóknarflokkinn og mörg sporin gengin. Efst i huga allra framsóknar- manna er þökk, þökk fyrir vel unnin störf, þökk fyrir vináttu og góðan félagsskap og þökk fyrir margar glaðar stundir. Og auðvitað þökk fyrir að hafa átt slíkan mann sem Hrólfur var í okkar röðum og notið samvista við hann. Hrólfur var mikill félagsmálamað- ur. Hann var ráðagóður, úrræðagóð- ur og glöggur á kjarna mála. í forystusveit framsóknarmanna í Reykjavík er skarð fyrir skildi eftir snöggt fráfall Hrólfs. Hrólfur Halldórsson var kvæntur Halldóru Sveinbjörnsdóttur og eign- uðust þau þrjár dætur. Halldóru og dætrunum og fjölskyldunni allri sendum við innilegustu samúðar- kveðjur. Hrólfur var náfrændi Einars heit- ins Ágústssonar alþingismanns og utanríkisráðherra. Hrólfi svipaði um margt til þessa frænda síns og mat hann mikils. Ekki er ólíklegt að nú hafi fundum þeirra Hrólfs og Einars borið saman handan móðunnar miklu. Hefur þá Einar tekið vel á móti frænda sínum, Hrólfi, og hand- takið verið þétt, hlýtt og vingjarn- legt. og seinna, þar sem enginn telur ár og aldrei falia nokkur harma tár, mun herra tímans, hjartans faðir vor, úr hausti tímans gera eilíft vor. (H.A.) Kveðja frá framsóknarmönnum í Reykjavík. Guðm. G. Þórarinsson. Kveðja frá Menntamálaráði íslands Við fráfall Hrólfs Halldórssonar, framkvæmdastjóra Menningarsjóðs, er skarð fyrir skildi. Hann tók við framkvæmdastjórninni fyrir áratug og hefur starfað af árvekni og trúmennsku sem hverju fyrirtæki er nauðsyn, ef vel á að vera. Fram- kvæmdastjórn Menningarsjóðs er umfangsmikið ábyrgðarstarf enda mikið í húfi að vel takist til. Hrólfur var allur í starfi sínu og lagði sig fram um að vegur fyrirtækisins og Menntamálaráðs væri sem mestur. Þar naut hann ómetanlegrar reynslu sinnar, og þá ekki síst í bókaútgáfu. Samviskusemi hans var til fyrir- myndar og tengsl hans við Mennta- málaráð, starfsfólk Menningarsjóðs og viðskiptavini, hvort sem það voru höfundareða aðrir, voru með slíkum ágætum að ekki varð á betra kosið. Stofnunin blómgaðist undir stjórn ’ hans og aldrei var hann ánægðari en þegar honum þótti útgáfubækur ráðsins mikilvægt framlag til ís- lenskra mennta eða þegar góðir listamenn hlutu stuðning á vegum ráðsins. Auk daglegra starfa annað- ist Hrólfur allan undirbúning undir fundi Menntamálaráðs og voru þau störf hans sem önnur vönduð og vel af hendi leyst. Honum var áfram um að fjárhagur fyrirtækisins væri traustur og reksturinn sem næst því sem til er ætlast á fjárlögum. En hann var jafnframt stórhuga og áhugasamur og naut þess að hafa yfirumsjón með miklum verkefnum sem hann taldi eiga erindi við al- menning í landinu. Margt hefur áunnist, en annað í deiglunni. Minn- ing Hrólfs Halldórssonar er Mennta- málaráði hvatning til eflingar ís- lenskri þjóðmenningu enda er það helsta hlutverk ráðsins eins og það er skilgreint í lögum Alþingis. Við andlát Hrólfs Halldórssonar hafa Menningarsjóður og Mennta- málaráð misst farsælan fram- kvæmdastjóra og margir sakna vinar í stað. Um leið og Menntamálaráð ís- lands og Menningarsjóður, vinir og samstarfsmenn senda ekkju, börn- um og ættingjum Hrólfs Halldórs- sonar innilegar samúðarkveðjur, er honum þakkað ómetanlegt og heilla- drjúgt starf í þágu þeirrar stofnunar sem honum var trúað fyrir og naut svo góðs af trausti hans og trúnaði að ekki varð á betra kosið. Blessuð sé minning hans. Menntamálaráð fslands Vopnum og vodum skulu vinir gledjast, það er á sjálfum sýnst. Viðurgefendur og endurgefendur erust lengst vinir ef það bíður að verða vel. Vin sínum skal máður vinur vera og gjalda gjöf við gjöf, hlátur við hlátri skyli höldar taka en lausung við lygi. Veistu ef þú vin átt þann er þú vel trúir og vilt þú af honum gott geta. Geði skaltu við þann blanda og gjöfum skipta fara að finna oft. (Hávamál) Hrólfur Halldórsson var yfirmað- ur okkar, félagi og vinur, deildi með okkur gleði og sorg, var alltaf fús að rétta hjálparhönd. Hann virti skoðanir okkar, veitti frelsi í starfi, treysti okkur. Hrólfi var annt um Næpuna, naut staðarins innan dyra sem utan, hlúði að honum eins og mest hann mátti, vildi hagt og sóma Menningarsjóðs í hvívetna. Það bjó næmur mannkærleikur í Hrólfi Halldórssyni. Hann var hlýr og heill maður. Eiginkonu Hrólfs, Halldóru Sveinbjörnsdóttur, og dætrum þeirra, Þóru, Sigríði og Halldóru, sendum við innilegar samúðarkveðj- ur. Sal sér hún standa sólu fegra, gulli þaktan á Gimlé. Par skulu dyggvar dróttir byggja og um aldurdaga yndis njóta. (Völuspá) Við þökkum Hrólfi samfylgdina og munum sakna hans sárt, en minningin um góðan dreng lifir. Hvíli hann í friði Starfsfólk Menningarsjóðs Síminn vakti mig liðlega níu á laugardagsmorgni og í símanum var Helgi Sæmundsson. Hann tilkynnti mér að Hrólfur Halldórsson hefði látist þá um nóttina. Það var erfitt að átta sig á þessari köldu staðreynd, en deginum áður hafði Hrólfur slegið á þráðinn til að fá það staðfest að ég gæti mætt á næsta fund menntamálaráðs. Hann var hress og lék á als oddi að vanda og kvaddi mig síðan með orðunum: „sé þig á miðvikudaginn." f depurð minni yfir þessari sorgar- frétt og þeim óraunverulega veru- leika, þar sem hinn mannlegi þáttur fær engu ráðið, komu fram í hugann ljóðlínur úr kvæði Tómasar, „tilvera okkar er undarlegt ferðalag". Mér finnst erfitt að sætta mig við að einmitt hann, sem ætíð var svo gott að leita ráða hjá, væri farinn. Að honum hafi legið þau „reiðinnar ósköp á“. Hugurinn hvarflar. Fyrir tíu árum kynntist ég Hrólfi fyrst, er hann gerðist framkvæmdastjóri Mennta- málaráðs íslands og Bókaútgáfu Menningarsjóðs. Á þessum árum hef ég átt margvísleg samskipti við Hrólf, bæði í tengslum við starf hans og á vettvangi stjórnmálanna. Öll einkenndust þessi samskipti af Ijúf- mennsku hans og lipurð. Hann hafði gaman af að umgangast og þekkja fólk og var minnugur á menn og málefni. Hann var laginn við að laða fram það sem öðrum lá á hjarta og ætíð tilbúinn að hlusta og skoða mál frá mörgum hliðum. Viðhorf hans til flestra mála voru jákvæð og hann dró fram kosti samferðarmanna sinna. en var fáorður um það sem miður fór. Hann var skilningsríkur og ráðagóður eins og þeir einir geta verið sem ekki eru drambsamir um eigið ágæti. Jafnframt bjó hann yfir þeim hæfileika, sem fáir nýta, að leyfa mönnum að heyra um það sem honum fannst þeir hafa vel gert. Þar sem Hrólfur var fór samviskusamur, heilsteyptur og góðhjartaður maður sem var reiðubúinn til að taka á sig ómakið, bæði stórt og smátt. Hann gat sett sig svo vel í spor annarra að við lá að manni fyndist að hann sjálfur yfirtæki angur og áhyggjur annarra, ef því var að skipta. Á hinn bóginn var auðvelt á góðum stundum að gleðjast með Hrólfi. Ég minnist þess frá liðnu sumri er Menntamálaráð hélt fyrsta fund sinn utan Reykjavíkur, á Akureyri, hve Hrólfur naut þess að keyra norður í góðu veðri og rabba um heima og geima við okkur Einar Laxness á leiðinni. Og er norður kom að hitta Halldór Blöndal, fara út að Skipa- lóni og síðan að fagna saman eftir að Menntamálaráð hafði ákveðið að gefa hinum nýstofnaða Háskóla á Akureyri allar útgáfur Menningar- sjóðs. Hrólfur hafði gaman af að ferðast um landið og fór jafnan á sumri hverju meðfjölskyldunni í sumarhús þeirra hjóna norður í Strandasýslu, en Halldóra konan hans er ættuð frá Ófeigsfirði. Hrólfur var mikið fyrir fjölskyldu sína og fór ekki dult með hve hún stóð honum nærri. Þau hjónin áttu að búa við mikið barnal- án. Eldri dæturnar tvær, Þóra og Sigríður, stunda nú nám í viðskipta- fræðum við Háskóla íslands, en sú yngsta, er enn íbarnaskólaaðeins 10 ára gömul. Þær hafa mikið misst og mikils að sakna. Framlag Hrólfs til mennta og lista er ómetanlegt, ekki síst vegna starfa hans fyrir menntamálaráð og Menn- ingarsjóð, en að þeim vann hann heill og af kostgæfni. Að leiðarlokum þakka ég og fjöl- skylda mín góðum dreng ánægjulega samfylgd og við sendum Halldóru og dætrunum innilegar samúðarkveðj- ur. Áslaug Brynjólfsdóttir Hrólfur var fæddur í Reykjavík, sonur hjónanna Halldórs Einarsson- ar rafmagnseftirlitsmanns frá Miðey f Landeyjum og Þóru Jónasdóttur frá Reynifelli á Rangárvöllum, af Keldnaætt. Hrólfur gekk í Sam- vinnuskólann, brautskráðist þaðan 1955 og stundaði síðar nám við versl- unarskóla í Lundúnum 1957-’58. Hann vann hjá Sambandi íslenskra samvinnufélaga til 1964, en hóf auk þess störf hjá Almenna bókafélaginu 1962 og var umsjónarmaður bóka- framleiðslu þess nokkur ár, vann síðan hjá Erni og Örlygi 1974-77. Þá gerðist hann framkvæmdastjóri Menntamálaráðs íslands, Menning- arsjóðs og Bókaútgáfu Menningar- sjóðs og Þjóðvinafélagsins, eins og fyrirtækið hét þá. Hrólfur var mjög vel heima í almennum málum og hann var ófeiminn við að taka ákveðna af- stöðu í deilumálum ef því var að skipta. Hann var í stjórn Félags ungra framsóknarmanna nokkur ár, formaður Framsóknarfélags Reykjavíkur 1977-81 og átti sæti í miðstjórn Framsóknarflokksins. Eftirlifandi kona Hrólfs er Hall- dóra Sveinbjörnsdóttir frá Ófeigs- firði á Ströndum. Þau eignuðust þrjár dætur. Elst er Þóra, nemandi í viðskiptafræðum í Háskóla íslands; unnusti hennar er Tómas Kristjáns- son viðskiptafræðinemi. Sigríður er einnig við nám í viðskiptafræðum. Yngst þeirra systra er Halldóra, tíu ára. Þetta er hinn ytri rammi ævisög- unnar. En hér er við hæfi að minnast á fleira. Mér er það minnisstætt þegar ég var barn á Minnahofi á Rangárvöllum með móður minni, að á heimilið kom lítill drengur sem var nýbúinn að missa móður sína, en Guðrún systir hennar bjó þar þá með manni sínum og tengdaforeldr- um. Þessi drengur var Einar Ágústs- son, síðast sendiherra. Hann fór síðan til Reykjavfkur og ólst að verulegu leyti upp hjá foreldrum Hrólfs, enda voru þau móðursystir hans og föðurbróðir. Þau höfðu áður eignast son, Jónas, sem dó fjögurra ára þegar Hrólfur var á fyrsta ári. Þeir Einar og Hrólfur voru því bæði systrasynir og bræðrasynir og alla ævi mjög kært með þeim. Þakk- læti Einars til þessarar fjölskyldu kom glögglega fram í minningar- grein hans um Þóru móður Hrólfs 1978. Ég kynntist Hrólfi ekki fyrr en hann tók við störfum framkvæmda- stjóra Menningarsjóðs 1977, en þá var ég með verk í undirbúningi fyrir bókaútgáfuna. Hér verða ekki rakin samskipti okkar í því sambandi; þau voru öll góð og alltaf vorum við fljótir að komast að niðurstöðu þeg- ar eitthvað þurfti að ákveða þótt stundum sýndist sitt hvorum í upp- hafi samtals. Hann þekkti vel til bókaútgáfu og verka í prentsmiðju og það var gott að ráðgast við hann um frágang bóka. Ég sannfærðist líka betur og betur um það að þarna var réttur maður á réttum stað, starfsmaður sem vildi veg fyrirtækis- ins sem mestan og blíndi þá ekki á fjármálin ein saman, þótt engum væri ljósari sá stakkur sem þau skera bókaútgáfu og annarri menningar- starfsemi. í þessum samskiptum kynntist ég vel mannkostum Hrólfs, viðmóts- hlýju hans og tryggð. Hann var fastur fyrir og hreinskiptinn, vildi hverjum manni vel og leit bresti annarra mildum augum. Ég held að sviksemi eða annar óheiðarleiki hafi verið þeir gallar manna sem hann þoldi síst. Nokkrar ferðir fórum við saman austur í Rangárþing enda hafði hann sterkar taugar til átthaga foreldra sinna. Við höfðum ráðgert að fara eina ferð enn einhvern góðviðrisdag- inn næstu vikur. En hún verður ekki farin héðan af. Það er gott að hafa kynnst mönn- um eins og Hrólfi Flalldórssyni. Ástvinum hans flyt ég samúðar- kveðjur okkar hjóna. Ámi Böðvarsson Hrólfur er dáinn! Með þessum orðum var ég vakinn að morgni vetrardagsins fyrsta. { flýti lokaði ég aftur augunum og reyndi að telja mér trú um að mig væri að dreyma. Andartak leið, en þá varð mér ljóst að helfregnin var veruleiki. í huga mér reyndi ég samt að andæfa fregninni: - Þetta er allt of ósanngjarnt til að geta verið satt. - Hanneraðeinsliðlegafimmtugur. - Hann á litla dóttur. - Hann gegnir mikilvægu embætti. - Hann er einn nánasti og besti frændinn okkar. - Við verðum alltaf að geta hringt í hann hvenær sem er þegar við þurf- um að fá að vita eitthvað. Hann Hrólfur veit allt og man allt. - Hann verður að halda áfram að líta inn óvænt og fyrirvaralaust eins og hann hefur alltaf gert og við verðum líka að geta sótt hann heim á Hringbrautina. Þó ekki sé nema til að komast í gott skap. Hann er svo jákvæður og skemmtilegur. - Það verða engin almennileg jóla- boð haldin án hans. - Hann verður að mæta í LAXINN annaðkvöld (þann eina sem ég hefi veitt hjálparlaust um ævina). Hann var búinn að lofa því. - Hann Hrólfur er ómissandi. Hann getur ekki leyft sér að deyja núna. - Hann verður að halda áfram að skrifa upp á víxlana fyrir okkur. Bankastjórinn: „Nei, því miður - þú þarft tvo ábyrgðannenn“.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.