Tíminn - 13.11.1987, Blaðsíða 5

Tíminn - 13.11.1987, Blaðsíða 5
Föstudagur 13. nóvember 1987 Tíminn 5 Svarfdælaþáttur hinn síðari? Bleikjuveiði og bugður víkja fyrir kúahagavörn Framkvæmdir bændanna á Bakka í Svarfaðardal og Búnaðarsambands Eyjafjarðar hafa vakið upp talsverða úlfúð og mætt andspyrnu í dalnum. Náttúruverndarráð, nágrannabændur og aðrir unnendur Svarfaðardalsár hafa risið upp og krafist þess að framkvæmdirnar verði stöðvaðar hið fyrsta. Hér er um að ræða jarðýtuvinnu við ána sjálfa og felst hún í fáum orðum í því að reisa henni beinan og skorðaðan farveg þannig að stöðugu landbroti hennar linni á kúahögum Bakkabænda. Nýi farvegurinn er n.k. stokkur sem ýtt er upp úr aurum hennar og er hann um 70 m breiður og varnarveggirnir eru um tveir metrar á hæð. Hönnun þessa mann- virkis er í höndum Ævars Hjartar- sonar ráðunauts hjá Búnaðarsamb- andi Eyjafjarðar. Það sem einkum veldur ugg meðal manna er að verið sé að eyðileggja veiðistaði og náttúrufegurð þannig að ekki verði fyrir það bætt. Hafa nágrannabændur við Bakka reynt að stöðva, fyrir sitt leyti, að stokkur þessi nái eins langt og áætlunin krefst. Þá hafa menn reynt að leita réttar síns í krafti þess að verið sé að eyðileggja veiðistaði. Taldi einn nág- rannabóndi sem Tíminn hafði tal af að þegar væri besti bleikjuveiðistað- urinn horfinn undir eyðileggingar- Hafa ský nú dregið fyrir sólu Svarfaðardalar, eða hvað? mátt jarðýtutannanna. Ekki kæmi til greina að láta þessa menn vaða frekar uppi. Vonuðust menn nú til að fjármagnsskortur stöðvaði frekari framkvæmdir en orðnar eru, þar sem þetta væri afar dýrt. Fyrir skemmstu voru tvær jarðýtur að verki í árfarveginum og önnur þeirra var um 40 tonn að stærð. En það munu hafa verið bændurn- ir á öðrum Bakkabænum sem upp- haflega komu fram með hugmynd- ina. Mun þeim hafa gramist að sjá kúahaga sína handan árinnar minnka með hverju ári og leituðu þeir því til ráðunautsins, sem reynd- ar er ættaður úr dalnum. í sumar var svo hafist handa við jarðvinnu og var að sjálfsögðu byrjað á ánni í landi Bakka og hljóðaði áætlunin uppá að ýta upp stokknum eitthvað út dalinn. Landið á Bakka liggur tæplega tvo kílómetra að ánni og hafa fram- kvæmdirnar ekki enn sem komið er náð út fyrir það land. En það er meira en bara veiðin sem menn sjá fram á að missa. Nái þessar framkvæmdir fram að ganga, er ljóst að bugður árinnar hverfa og eftir stæði stokkur einn, beinn og grár. Við eitt hafa menn þó bundið vonir sínar að því er virðist öðru fremur. Fram kemur í skondinni frásögn svarfdælska blaðsins Norðurslóð, að forvitnilegt verði að fylgjast með hvernig mannvirkinu reiði af í næsta stórflóði árinnar. Annað blað á norðurslóðum, Dagur, hefurtæptámálinu. f nýjasta tölublaðinu kemur fram að farið hefur verið út í framkvæmdir þessar án nokkurs samráðs við Náttúru- verndarráð. Verður það að teljast afar alvarlegur hlutur þó að Einar Eyþórsson, formaður Náttúru- verndarráðs, bendi jafnframt á að þetta sé ekki einsdæmi. Þá er rétt að geta þess að ætlun framkvæmdaaðilanna mun hafa ver- ið að fá styrk úr Landbrotssjóði, sem nú gengur undir heitinu Bakkasjóð- ur í fjálglegu tali. Landbrotssjóður hefur það að verkefni að kosta framkvæmdir til varnar tjóni af land- broti og er hann í vörslu og umsjá Landgræðslunnar. Sagði bóndinn á öðrum Bakkabænum að sótt hafi verið um styrk úr sjóðnum en því miður náði Tíminn ekki tali af landgræðslustjóra til að bera undir hann afgreiðslu þessa máls innan þeirrar stofnunar. KB Heimir Bergmann og Lúðvík Matthíasson hjá Bílanausti með frostlöginn umdeilda. Þeir eru fullvissir um að hann komi vel út úr efnarannsókn á vegum FÍB. (Tíminn: brein) FÍB hefur sent allan frostlög í efnarannsókn: Comma frostlögur ekki síðri en frá Volvo? „Við höfum aflað sýnishorna af öllum þeim frostlegi sem seldur er í Reykjavík og nágrenni og verður hann tekinn til rannsóknar í næstu viku hjá Jóhanni Jakobssyni, efna- verkfræðingi í rannsóknastöðinni Fjölveri hf.,“ sagði Jónas Bjarna- son, framkvæmdastjóri FÍB í gær, en að niðurstöðum úr þeirri rann- sókn fengnum er í fyrsta sinn hægt að miða frostlegi á markaðnum saman. „Það sem mér sýnist um Comma frostlög frá Bílanausti, sem menn hafa fundið allt til foráttu, er að hann sé sá besti á markaðnum. Comma virðist nota stöðlun sem aðrir nota ekki. En það verður að athuga að ég er ekki sérfræðingur á þessu sviði.“ Jónas sagði að rannsóknin yrði að skera úr um það en benti ennfremur á að hann hafi þurft að hafa meðferðis fulltrúa við öflun sýnishorna, þar sem frostlögur er yfirleitt í óinnsigluðum brúsum. Hins vegar séu vörur frá Comma seldar í innsigluðum neytenda- pakkningum og þess vegna ób- landaðar frá framleiðendum. Leið- beiningar á ensku hafa verið þýdd- ar á íslensku. En hví hefur fulltrúi Volvo full- yrt að Comma frostlögur sé beinl- ínis hættulegur bílvélum? „Verðstríð," svara Lúðvík Matt- híasson, fulltrúi framkvæmda- stjóra, og Heimir Bergmann, versl- unarstjóri. „Slík ummæli eru bein- línis ærumeiðandi. Við erum ein- faldlega með jafn góða ef ekki betri vöru á lægra verði. Ef bilun er hægt að rekja til Comma frost- lagar ábyrgist Bílanaust að skaðinn verði greiddur.“ Vegna Tímagreina hefur Bílana- ust fengið staðfestingu breska fyrir- tækisins á 2ja ára ábyrgð vörunnar. Á vörumerkingu Comma frostlag- ar segir að hann henti öllum teg- undum bifreiða, þ. á m. Volvo; bensín, disel og túrbóvélum. Auk þess segir að tæringarvörn hans dugi í tvö ár. Það sem vekur athygli við sölubækling Comma er að Volvo fólksbíll og vöruflutningab- íll prýða forsíðu hans. „Það er ómaklega að okkur vegið og ekki hafa borist kvartanir vegna þessarar vöru erlendis. Með- al þeirra bílaframleiðenda erlendis sem leggja nafn sitt við vörur frá Comma er einmitt Volvo,“ segir Lúðvík. „Frostlögurinn mætir breskum staðli sem heitir BS 6580, sem þýðir hámarksgæði vöru. Frostlögur frá Volvo hefur eigin staðal sem okkur er ekki kunnugt um að annar fylgi. Enginn íslensk- ur staðall er til en við fögnum þeirri rannsókn sem FÍB stendur nú að svo loks fáist viðmiðun hér á landi. Við erum þess fullvissir að Comma frostlögurinn eigi eftir að koma vel út úr þeirri könnun. Það vakti aftur á móti furðu okkar að Volvo, sem alltaf hefur selt vöru sína gæðanna vegna, séu farnir að selja hana með því að hallmæla annarri vöru á markaðnum. Ég fullyrði að Comma frostlögur er ekki síðri fyrir Volvo bíla en sá frostlögur sem þeir selja.“ þj Freðfiskurinn og Bandaríkin: Gæði á ábyrgð útflytjandans Vegna tilkomu hinna nýju útflutningsieyfa á freðfiski til Bandaríkjanna hafa vaknað spurningar um það hvernig gæðaeftirliti og öðrum málum er háttað í þessari grein. Tíminn Ieitaði því til fulltrúa tveggja stærstu fyrirtækjanna á þessu sviði. „Ég er ekki í nokkrum vafa um að þessir aðilar muni njóta þess álits sem sölusamtökin eru búin að byggja upp á löngum tíma,“ sagði Sigurður Markússon, framkvæmdastjóri, sjá- varafurðadeildar SÍS, er Tíminn bar undir hann spurningu um gæða- stimpil íslenskra fiskafurða í Banda- ríkjunum. Eins og málin standa í dag er lítið opinbert gæðaeftirlit með frágangi fisksins á markaðinn og ekki taldi Sigurður að neitt sam- eiginlegt gæðaeftirlit ætti upp á pall- borðið hjá útflutningsaðilum. Upp- lýsti hann að hvert fyrirtæki um sig væri með sitt eigið eftirlit og ynni það eftir því. Á undanförnum árum hefur sjávarafurðadeild Sambands- ins á eigin spýtur lagt tugi milljóna árlega í eftirlit af þessu tagi og það væri ekki síst fyrir það að fyrirtækið ætti góðu gengi að fagna. Það eina sem kalla mætti sameiginlegt í þessu sambandi væri ákveðinn gæðastaðall sem mótast hefði í höndum þessara stóru aðila. „Það verður hver að bera ábyrgð á sínum gæðum og meðal annars af þeirri ástæðu myndi sameiginlegt gæðaeftirlit aldrei ganga," sagði hann. Gæðaeftirlit á afurðum til Banda- ríkjamanna er afar þýðingarmikill þáttur í þessari verslun þar sem gæðakröfur þeirra eru mjög miklar. En annað stórt mál í þessu sambandi er líka það að erfitt er að sjá hvaðan fiskurinn á að koma. Taldi Sigurður að miðað við undangengin misseri væri ekki of mikill fiskur til. Þeir aðilar sem ætli út í einhvern útflutn- ing á freðfiski til Bandaríkjanna yrðu væntanlega að taka hann af þeim hluta sem þeir annars seldu annað. Þannig gæti staðan orðið sú að ekki yrði mikið meiri fiskur seldur úr landi en nú er. 1 staðinn fyrir heildaraukningu á freðfisksölu, ykist salan til Ameríku á kostnað annarra markaða. Býður uppá heildar verðlækkun héðan „Það er ljóst að í fyrsta lagi kom þessi leyfisveiting okkur á óvart og í annan stað erum við andvígir henni. Við teljum auk þcss að þetta aukna frelsi geti verið keypt of dýru verði,“ sagði Jón Ingvarsson, stjórnarfor- maður Sölumiðstöðvar hraðfrysti- húsanna. Sagði hann að það væri einnig ljóst að þessi fyrirtæki hafa lagt gífurlegar fjárfestingar í upp- byggingu sölufyrirtækjanna í Banda- ríkjunum með uppbyggingu vöru- merkja sinna. „Við óttumst það að þegar þessir aðilar koma inn, margir tiltölulega smáir aðilar, þá geta þeir í fyrsta lagi ekki tryggt kaupendum þau stöðluðu gæði, sem stóru heild- arsamtökin gera. Þeir geta ekki með sama hætti og stóru heildarsamtök- in, tryggt það stöðuga framboð, sem markaðurinn gerir kröfu til. Þeir koma að sjálfsögðu til með að selja sinn fisk, sem íslenskan fisk og tengja hann þannig t.d. okkar vöru- merki, „Icelandic", og þetta getur auðvitað valdið heildinni tjóni. Þarna er að mínu viti jafnvel verið að hætta hagsmunum heildarinnar fyrir hagsmuni tiltölulega fárra að- ila,“ sagði Jón. Verðsamkeppni taldi hann geta komið til, ef harðna fer á dalnum. Verðsamkeppni á milli útflytjenda héðan til Bandaríkjanna myndi fyrr en síðar skila sér í lægra verði beina leið til framleiðenda. KB

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.