Tíminn - 13.11.1987, Page 11

Tíminn - 13.11.1987, Page 11
Föstudagur 13. nóvember 1987 ÍÞRÓTTIR Úrvalsdeildin í körfuknattleik Grindavík-Haukar: Fyrsti alvöru sigurinn Frá Frímanni Ólafssyni í Gríndavík: Gríndvíkingar unnu sinn fyrsta alvöru sigur í úrvalsdcildinni er þeir Iögöu Hauka í hröðum og spennandi leik ■ íþróttahúsi Grindavíkur með 68 stigum gegn 65. Fyrir leikinn fékk Eyjólfur Gulaugsson afhentan blóm- vönd og skjöld því þetta var hans 200. leikur í meistaraflokki fyrir UMFG. Haukar komust strax í 4-0 með stigum Tryggva Jónssonarog Reynis Kristjánssonar. Leikmenn beggja liða sýndu strax að þeir myndu selja sig dýrt í leiknum og mikill hraði var í honum. Leikmönnum UMFG gekk nokk- uð vel að klippa á aðalskorara Hauka og Henning var haldið vel niðri. Haukar voru yfir allt fram á 7. mín. en þá kont Steinþór Helgason Grindvíkingum yfir 16-15 með tveimur vítaskotum. Grindvíkingar uku forskot sitt og voru yfir í hálfleik 37-29. Þeir byrjuðu svo með látum í seinni hálfleik og náðu fljótlega 13 stiga forystu, 46-33. Héldu þá flestir að eftirleikurinn yrði auðveldur. Haukar voru ekki á því að gefast upp. Henning kom aftur inná eftir hvíld og skoraði 6 stig í röð. Grind- víkingar komust í 50-39 en þá hljóp allt í baklás hjá þeint meðan allt gekk upp hjá Haukum og staðan breyttist í 50-53. í millitíðinni misstu Grindvíkingar Guðmund Bragason útaf með 5 villur og sömuleiðis Haukar Henning. Við því mátu Haukar síst og Grindvíkingar sigu aftur framúr og stóðu uppi sem sigurvegarar. Grindavíkurliðið átti allt góðan leik og sýndi að það sækir ekkert lið áreynslulaus stig til Grindavíkur. Henning fann sig ekki alveg nógu vel hjá Haukum en var þó góður á köflum. ívar Webster var bestur og hirti öll fráköst sem nálægt honum komu. Honum voru þó mislagðar hendur í sókninni. Nokkrar tölur úr leiknum: 0-4, 2-9, 12-15, 16-15, 22-19, 28-23, 33-27, 37-29 - 39-31, 46-33, 50-39, 50-53, 54-53,61-59,68-61,68-65. Stigin, Grindavík: Guðmundur Bragason 12, Hjálmar Hallgrímsson 12, Rúnar Árnason 10, Steinþór Helgason 8, Eyjólfur Guðlaugs- son 6, Guðlaugur Jónsson 6, Ólafur Þór Jóhannsson 6, Dagbjartur Willardsson 4, Jón Páll Haraldsson 4. Haukar: Ivar Webster 24, Ólafur Rafnsson 10, Henning Henningsson 9, Tryggvi Jónsson 8, Sveinn Steinsson 6, Reyn- ir Kristjánsson 6, Ingimar Jónsson 2. UMFN . ÍBK ... UMFG . Valur . Haukar KR ... ÍR .... Þór ... UBK .. Staðan í úrvalsdeild ..............4 4 0 3 5 4 4 3 3 4 4 410-289 8 228-197 6 355-348 322-269 286-273 238-229 203-235 298-387 220-333 6 4 4 4 2 0 0 HOLLAND STIGIN Úrslitum í Evrópuleik lands- liða í knattspyrnu milli Hollend- inga og Kýpurbúa hefur verið snúið við og sigurinn telst Kýp- urmanna. Aganefnd Knatt- spyrnusambands Evrópu (UEFA) ákvað þetta á fundi sínum í gærkvöldi vegna hegðun- ar áhorfenda á leiknum sem fram fór í Rotterdam. Jafnframt fengu knattspyrnusambönd beggja þjóðanna sekt og að auki verður ekki leyfilegt að leika landsleiki á vegum UEFA á vellinum til árs- ins 1990. Leikur Hollendinga og Kýpur- búa í Rotterdam var í 5. riðli Evrópukeppninnar og lauk hon- um með 8-0 sigri heimamanna. Leikurinn var stöðvaður í eina klukkustund eftir að flugeldur sem kom úr áhorfendasvæðum lenti í höfði Andreas Charitou markvarðar Kýpur svo flytja varð hann á börum á sjúkrahús. Félag- ar hans í liðinu gengu af velli í mótmælaskyni en féllust á að halda áfram leik með varamark- vörðinn í markinu. Nú hefur úrslitum leiksins verið snúið við og teljast Kýpurbúar hafa sigrað 3-0. Hollenska knattspyrnusam- bandið fær einnig 285 þúsund króna sekt en knattspyrnusam- band Kýpur var sektað um 1,1 milljón króna. Ástæðan fyrir því er ekki ljós en verður gefin upp þegar fundi aganefndarinnar verður fram haldið í dag. Hollendingar höfðu með þess- um sigri tryggt sér sæti í úrslita- keppni Evrópukeppninnar en nú er sæti þeirra þar í hættu. Þeir eiga eftir að rnæta Grikkjum og ræður sá ieikur úrslitum um hvort liðanna fer í úrslitakeppnina. Staðan í 5. riðli er þessi eftir breytingu aganefndarinnar: Holland......... 7 4 2 1 8-4 10 Grikkiand....... 74 12 12-10 9 FóUand ......... 8 3 2 3 9-11 8 Ungverjaland.... 8 3 0 4 12-11 6 Kýpur........... 7 1 1 5 6-11 3 W NBA Úrslit leikja í bandaríska at- vinnumannakörfuboltanum á miðvikudagskvöld: Boston Celtics-Indiana Pacers 120-106 Milwaukee Bucks-Cleveland Cavaliers 109-101 Atlanta Hawks-New York Knicks 94-93 Utah Jazz-Dallas Mawericks 121-92 Golden State Warriors-Phoenix Suns 130-115 Chicago Bulls-New Jersey Nets 105-96 Islenska landsliðið í handknattleik hefur þegar tryggt sér þátttökurétt í Ólympíuleikunum ■ Seoul en aðrir keppendur verða valdir fyrir leikana. Á myndinni hér að ofan stekkur Sigurður Gunnarsson upp fyrir framan skelfda Spánverja. Það er vonandi að landsliðinu takist að skelfa fleiri en þá á Ólympíuleikunum. Ólympíuleikarnir í Seoul 1988: Sextíu og f imm þjóðir hafa tilkynnt þátttöku - Þar á meöal eru íslendingar - Engin Austur-Evrópuþjóð hefur enn gefið svar Sextíu og fimm þjóðir hafa til- kynnt þátttöku sína í sumarólympíu- leikunum í Seoul í Suður-Kóreu sem verða í september 1988. Þeirra á meðal eru fslendingar sem sendu svar sitt fyrír um þremur vikum en engin Austur-Evrópuþjóð hefur enn sent alþjóða ólympíunefndinni svar. Alþjóða ólympíunefndin sendi formleg boðsbréf til 167 þjóða 17. september síðastliðinn, réttu ári fyr- ir opnunarathöfn ólympíuleikanna. Aldrei fyrr hefur fleiri þjóðum verið boðin þátttaka í þessari stærstu íþróttahátíð heims. Svör hafa borist frá 65 löndum. Átján þeirra eru í Evrópu, 15 í Asíu, 12 í Afríku, 15 frá Suður- og Norður-Ameríku og fimm frá Eyjaálfu. Lokafrestur til að svara boði alþjóða ólympíunefndar- innar er 17. janúar. Suður Kóreumönnum var árið 1981 falið að sjá um leikana en enn hefur ekki tekist að semja við Norð- ur-Kóreumenn um hlut þeirra í leikunum. ÍN-Kóreu,semerkomm- únistaríki, vilja heimamenn fá að halda hluta leikanna, ella komi til þess að ríki Austur-Evrópu snið- gangi þá. Fjórum sinnum hafa verið settir á fundir með þátttöku Norður- og Suður-Kóreumanna auk alþjóða ólympíunefndarinnar en ekki hefur enn tekist að finna lausn sem báðir sætta sig við. S-Kóreumenn hafa boðist til að láta N-Kóreumönnum eftir 10 af 237 greinum leikanna en það hafa norðanmenn ekki sætt sig við. Ólympíunefnd íslands (Óí) hefur þegar svarað boðsbréfi frá Juan Antonio Samaranch forseta alþjóða ólympíunefndarinnar og var það gert á fundi nefndarinnar 21. okt. síðastliðinn. Áður hafði Óf sam- þykkt að taka þátt í leikunum. Mun ísland senda þátttakendur í frjálsum íþróttum, sundi og judo auk hand- knattleiks þar sem íslenska landslið- ið tryggði sér þátttökurétt með því að verða í 6. sæti á HM í Sviss í fyrra. Búist er við að kostnaður Óí vegna þátttöku í leikunum verði ekki undir 24 millj. króna og fari af því um 12 milljónir í þjálfunarstyrki. Nú þegar hefur Ólympíunefndin veitt fimm sérsamböndum 6,85 mill- jónir í þessu skyni. fslendingar tóku fyrr á árum þátt í Ólympíuleikunum í samræmi við orð barons Pierre de Coubertin, upphafsmanns leikanna; „Það er ekki aðalatriðið að sigra, heldur taka þátt“. Nú ætla íslendingar sér stærri hlut og afreksmenn í hinum ýmsu greinum hafa sýnt að þeir geta það. — HÁ Tíminn 11 Molar ■ ERLA RAFNSDÓTTIR hand- knattleikskona úr Stjömunni sleit krqssbönd i hné á æflngu um daginn og er úr leik, líkast til út veturinn. Er þetta niikið áfall fyrír Stjörnuliðið en Erla hefur verið langbest í liði þeirra i vetur. Hún cr reyndar af flestum talin vera besta handknattleikskona landsins. ■ MAGNÚS H. BERGS hefur verið ráðinn þjáHari meistara- flokks Þróttar í knattspymu. Magnús lék uin árabil með Val og var síðar atvinnuinað- ur. Hann þjálfaði 4. deildar- lið Ármanns i fyrra en heftir nú fært sig upp i 2. dcild. ■ SKÍDASAMBAND ÍSLANDS hefur ráðið tvo erienda þjálfara, bæði í alpagreinuin og göngu. Helmuth Maier frá Austur- ríki þjálfar alpagreinarnar en Mats Westerlund frá Svíþjóð gönguna. ■ DIEGO MARADONA hefur lík- lega unnið fyrir kaupinu sínu á miðvikudagskvöldið, að mati oliufursta a.m.k. Knatt- spyrnustjarnan var fengin til að spila með Al-Ahli frá Saudi-Arabíu sem vel að merkja er þarlent knatt- spyrnufélag. Al-Ahli vann Bröndby frá Danmörku 5-2 og gerði Maradona tvö mörk fyrir „sitt“ lið sem væntan- lega hefur verið það sem ætlkst var til af honum. Mar- adona kom frá Ítalíu með einkaþotu sJm honum var fcngin til afnota og fékk að auki 9,5 miíljónir ísl. kr. fyrir það citt 'að láta sjá sig. Það gcrír um 105 þúsund á núnútu eða vel á flmmtu milljón fyrir hvort mark. ■ HUG0 SANCHES sóknar- maður Real Madrid fékk kampa- vinsflósku í hófuðið í ieik Real og baskaliðsins Scstao í spænsku bikarkeppninni í knattspyrau á miðvikudags- kvöldið. Þclta gerðist á 75. mínútu lciksins og þurfti að sauma 11 spor í enni súknar- mannsins snjalla en einn að- dácnda Sestao kustaði flösk- unni í Sanchcs oftm af áhorf- endapöilunum. Það er út af fyrir sig athyglisvert því eftir- lit er mjög strangt á spænsk- um knattspyrnuvölium og er jafnvel lcitað á áhorfcndum um leið og þcir ganga inn á voUinn. Leiknum lauk með markalausu jafntcfli. ■ NÍU LEIKMENN PORTSMO- UTH sem Icikur í 1. dcild ensku knattspyrnunnar eru komnir á sölulista cftir tap liðsins gegn Stoke á þriðju- duginn. Mcðal þeirra er mið- vallarleikmaðurinn Mike Fill- ery sem fyrir aðcins fjóram mánuðum síðan gekk til Uðs við Portsmoúth frá QPR. ■ ENGLENDINGAR raðast efst- ir i 2. riðli úrslitakeppni Evrópu- keppninnar í knattspymu eftir stórsigurmn á Júgóslövum í fyrrakvöld. Þeir lenda þvi ekki í riðli með gestgjöfun- um, V-Þjóðverjum, sem eru toppliðið í 1. riðli. Fjögur lið eru í hvorurn riðli í upphafl úrslitakeppninnur og eins og staðan er í dag er líklegt að Spánn og Ítalía raði sér i riðlana sem næst bestu lið. Þetta skýrist þó aUt fljótlega þegar undankeppninni lýkur.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.