Tíminn - 13.11.1987, Blaðsíða 19

Tíminn - 13.11.1987, Blaðsíða 19
Föstudagur 13. nóvember 1987 Tíminn 19 Stúlkan Jane Russell, sem var ein af þokkagyðjum fimmta áratugarins, er orðin 66 ára gömul og fullyrðir að hafa séð alla drauma sína rætast og það er hreint ekki svo lítið. Hún er sannfærð um að almættið undir- búi hvern og einn fyrir það hlutverk sem honum sé ætlað í lífinu. Draumur Jane á unga aldri var að verða fatahönnuður, en móðir hennar ætlaði henni hins vegar að verða mikil kvikmyndastjarna. Núna hannar Jane Russell föt. Hún gerði það fyrir móður sína, að fara í leiklistartíma, en leiddist það. Howard Hughes, kvikmynda- framleiðandi kom auga á hana og bauð henni hlutverk. Alltaf lék hún þokkafullar ungmeyjar og varð heimsfræg er hún lék með Marilyn Monroe í myndinni Karl- menn kjósa ljóskur. - Mér geðjað- ist vel að Marilyn, segir Jane. - Hún var andstæða þess sem flest- ir halda, bæði tilfinninganæm, feimin og stálgreind. Jane ólst upp í San Femando- dalnum við Los Angeles og gerðist sunnudagsskólakennari, sem hún var alveg þangað til hún lék í fyrstu mynd sinni. Hún hefur alltaf staðið með báða fætur á jörðinni og ekki átt sér mikilfenglegri drauma en raunveruleikinn gæti uppfyllt. Hún giftist æskuunnustanum, íþrótta- kappanum Robert Waterfield og þau ættleiddu þrjú börn. Á ferðum sínum í Evrópu fékk Jane áhuga á munaðarlausum börnum og kjörum þeirra. Hún stofnaði samtök um að útvega þeim góð heimili og hefur nú bjargað 35 þúsund börnum frá illum kjörum. Eftir 20 ára hjónaband skildu þau Robert og þar sem hún kunni einlífinu illa, giftist hún fljótlega leikaranum Roger Barrett, en hann lést þremur mánuðum síðar. Þá brast hin sterka Jane og hallaði sér ótæpilega að flöskunni. Það leiddi til vandræða með taugarnar og nokkurra erfiðra ára í lífi hennar. Aftur reis Jane Russell þó úr öskustónni og fyrir 13 árum giftist hún fasteignasalanum John Peop- les. Þau hafa í sameiningu teiknað og byggt mörg glæsihús, þar á meðal sín þrjú. Jane teiknaði á eigin spýtur 80 íbúða fjölbýlishús í mexikönskum stfl. Hjónin búa í Montecito í Kali- fomíu, þar sem hreinn frumskógur er umhverfis húsið og þar vaxa alls I kyns ávextir. Á vinnustofu sinni teiknar Jane föt, sem miðuð eru við að allir geti eignast og víxlað að vild, auk þess sem þvo má allt í þvottavél. Hún nýtur lífsins betur en nokkru sinni. - Hvers getur maður krafist frekar? spyr hún. Vegna þess að hún fór að ráðum Hughes á sínum tfma og fjárfesti skynsam- lega, hefur hún aldrei þurft að horfa í aurinn. Ævisaga hennar er komin út fyrir alllöngu. Eitt sinn sagði Jane Russell þau fleygu orð, að þó karlmenn kysu ljóskur, gift- ust þeir frekar dökkhærðum stúlkum. í heysátunni Jane Russell var kyn- tákn fyrir 30 árum. Nú teiknar hún hús og föt og nýtur lífsins með þriðja eiginmanni sínum. Frægasta myndin af Jane, Stúlkan í heysát- unni, úr fyrstu kvik- mynd hennar, sem þótti árum saman of djörf til að sýna í Bandaríkjunum. Nýr snillingur? Því fékk mamma ekki hjálp? Tvö atvik hafa brennst svo í huga Lizu Minnelli, að þau hafa haft áhrif á allt líf hennar. Hún var bara 6 ára, þegar móðir hennar, Judy Garland dró hana inn á sviðið í New York og lét hana dansa. - Það var stórkostleg upplifun, sagði Liza seinna. Hitt var ekki alveg eins notalegt, þegar Judy kom til London 1969, illa farin af áfengisneyslu og á ró- andi lyfjum eftir hneykslanlega framkomu í Svíþjóð. Liza hjálpaði henni eftir megni að venju, en allt kom fyrir ekki. Judy lést af of- neyslu svefnlyfja. - Fólk heldur að ég geti ekki rifjað upp fortíðina á heiðarlegan hátt, en sannleikurinn er sá, að mér leið vel í bernsku. Við mamma og pabbi skemmtum okkur einkar vel saman. Þó ég væri lítil, þybbin stelpa, kom pabbi fram við mig eins og dömu. Mér fannst lífið spenn- andi. Ég man þegar ég steig fyrst á svið. Þá dansaði ég mig lafmóða, meðan mamma söng. Lófatakið skall á okkur eins og flóðbylgja, heldur Liza áfram, en hún kom fyrst fram á Broadway 17 ára gömul, eilítið hjólbeinótt og með taugarar utan á húðinni. Þá var ljóst, að hér var á ferðinni hrein- ræktaður listamaður. Síðan hefur allt verið í lagi hjá Lizu, hvað listina varðar, en einka- lífið hefur ekki alltaf verið jafn ánægjulegt. Draumurinn uni börn lifir enn og Liza vonar að þeiin Mark Gero, sem er fimmti maður hennar, verði barns auðið. - Égþarfaðveraástfangintilað geta unnið almennilega, segir Liza, sem loksins virðist hafa borið sigur af hólmi í örvæntingarfullri baráttu sinni við áfengi og fíknilyf. Dvölin á hinu rómaða Betty Ford hæli réði úrslitum. Liza kom þaðan eins og ný manneskja, full af orku og lífs- krafti, vitandi, að hún þurfti ekki að hljóta sömu örlög og móðir hennar. Seinustu árin hefur Liza látið sér nægja að koma fram í kvikmynd- um, því hún var hrædd við sviðið, en nú er sá ótti yfirbugaður. Liza er nú 41 árs og hefur nýlokið þriggja vikna dagskrá í Carnegie Hall, en slíkt hefur enginn gert áður nema Frank Sinatra. - Ég er svo glöð, segir Liza, - en samt döpur. Hvers vegna gat mamma ekki fengið hjálp og stuðning eins og ég...? Ný söngstjarna hefur skotið upp kollinum og segja þeir sem vitið hafa, að hér sé ótvírætt snillingur á ferðinni. Náunginn heitir Terence Trent d’Arby og hann getur að heyra á nýrri plötu, sem heitir Wishing Well. Fyrir þá sem þegar kannast við nafnið, eru hér nokkrar staðreynd- ir um d’Arby: Hann er fæddur í New York 15. mars 1962, alinn upp í New Jersey, en býr nú í London. Meðal starfa, sem hann stundaði áður en hann komst í sviðsljósið, eru hnefaleikar og blaðamennska. Raunar hefur hann einnig verið trommuleikari og stjórnað leðjuslagsmálum ungra stúlkna. Skemmtilegasti sjónvarpsþáttur- inn finnst honum Klassapíurnar og hann borðar yfirleitt kínverskan mat, sem hann telur hollastan alls. Hins vegar skolar hann honum gjarnan niður með vodka og tonic. Af lestrarefni kýs hann helst að lesa um Frank Sinatra og yfirnátt- úruleg efni. Terence Trent d’Arby veltir tilverunni mikið fyrir sér og er fullviss um að hann hafi lifað þrisvar áður. Um 6 árum fyrir Krist bjó hann til leirker í Eþíópíu, síðan var hann málari á Ítalíu. f þriðja Iífinu var hann svo banda- rískur sveitasöngvari með mikla hæfileika, en varð því miður aldrei stjarna á þeim vettvangi. Aðaláhugamálið eru kvikmyndir og tómstundimar fara að mestu í bíóferðir, enda langar hann af- skaplega að verða kvikmyndaleik- stjóri í framtíðinni. Þess má geta að Terence lenti eitt sinn í bandarísku fangelsi fyrir að brjóta af sér í herþjónustu og hann er mjög andvígur öllu hem- aðarbrölti. Það andstyggilegasta sem hann veit annars, er hugsunar- háttur almennings í Bandaríkjun- um. Hann segist ekkert eiga sam- eiginlegt með því fólki og hafi á unga aldri gert sína eigin uppreisn með því að læra hnefaleika. Faðir hans var prédikari og Terence lifði allt of vernduðu lífi fram eftir öllu, að hann telur. Nú gerir hann sem sagt það sem honum sýnist í London, er ein- hleypur og hyggst verða það enn um sinn. Liza með móður sinni, sem hlaut svo meinleg örlög. Hamingjan brosir nú við Lizu á ný. Andy Warhol á heiðurinn af mál- verkinu á bak við.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.