Tíminn - 01.12.1987, Blaðsíða 2

Tíminn - 01.12.1987, Blaðsíða 2
2 Tíminn Þriðjudagur 1. desember 1987 Hagsmunaaðijar í sjávarútvegi samþykkja almennt frumvarpsdrög sjávarútvegsráðherra: FLESTIR VIUA ENDUR| SKODUN EFTIR TVÖ ÁR LÍÚ „Það hefur ekki verið neitt leyndarmál að við höfum verið talsmenn þess að núverandi kerfi verði framfylgt áfram. Við höfum einnig lagt áherslu á að gildistími laganna verið fjögur ár,“ sagði Kristján Ragnarsson, formaður Landsambands íslenskra útvegs- manna. Sjómannasamband íslands „Sjómannasambandið styður í meginatriðum frumvarpsdrög sjáv- arútvegsráðherra. Vissulega ger- um við okkar athugasemdir, eins og t.d. mótmælum við fyrirhugaðri hækkun á aflaskerðingu fyrir út- flutning og einnig erum við andvíg- ir kvótasölu. Við samþykkjum einnig gildistíma upp á fjögur ár,“ sagði Hólmgeir Jónsson hjá Sjó- mannasambandi íslands. Farmanna- og fiski- mannasamband íslands „Við föllumst á drögin í megin- atriðum. Sem heildarstefnu föllu- mst við á þau, þó að þar séu punktar sem við viljum breyta. Það eru ýmis atriði sem við erum alls ekki sammála, því er ekki að neita. Við samþykkjum fjögurra ára gildistíma, með endurskoðun eftir tvö ár,“ sagði Guðjón A. Kristjánsson, formaðurFarmanna- og fiskimannasambandsins. Félag rækju- og hörpudiskframleiðenda „Hvað þeim lið sem að okkur snýr viðvíkur, þá erum við ekki sáttir og við teljum að það þurfi að koma meira til. Við vonumst samt eftir að samhliða lögunum komi reglugerð sem komi til móts við okkur,“ sagði Guðmundur Marías- son, framkvæmdastjóri Félags rækju- og hörpudiskframleiðenda. „Hvað heildinni viðkemur, verður að viðurkenna að þar er fáu hægt að breyta. Tíminn er fyrir löngu hlaupinn frá okkur, enda eru það mistök að hefja endurskoðun lag- anna ekki fyrr. Við styðjum gildis- tíma til fjögurra ára, með endur- skoðun eftir tvö ár.“ Landssamband smábátaeigenda „Hvað okkar máli viðkemur þá hefur verið þokkalega góður friður um 9. greinina síðustu tvö ár. Ef hún kemur til með að standa óbreytt, þá sjáum við að okkar sjónarmið hafa fengið hljómgrunn. Okkur finnst reglugerð ráðuneytis- ins hafa of miklar takmarkanir," sagði Örn Pálsson, framkvæmda- stjóri Landssambands smábátaeig- enda. „Hvað heildinni viðkemur erum við sammála í megindráttum. Persónulega finnst mér tveggja ára gildistími nægur, en við gætum alveg samþykkt fjögurra ára gild- istíma, með endurskoðun eftir tvö ár.“ SÍF „Nú við erum inn á þessum frumvarpsdrögum í aðalatriðum, það er enginn launung. Við sjáum engin stór atriði sem við getum sett út á, að minnsta kosti ekki eins og málið er vaxið í dag,“ sagði Dag- bjartur Einarsson, hjá Sölusam- tökum íslenskra fiskframleiðenda. „Hvað gildistímann varðar, þá erum við alveg sáttir við fjögur ár, án þess að samtökin hafi ályktað neitt í þeim efnum.“ Sjúkur Sovétmaöur um 800 sjomílur fra landi: Sex tíma björgunarflug Landhelgisgæslunni var á föstu- dagskvöld tilkynnt um strandstöðvar á Bretlandi að sjómaður með þvag- rásarstíflu væri um borð í sovéska togaranum Kristjáni rauða. Togar- inn var þá staddurá áttunda hundrað sjómílur frá íslandi og ómögulegt að fljúga alla þá leið á þyrlu. Togarinn stefndi því þegar lil íslands. Ekki var unnt að fljúga til móts við Kristján rauða fyrr en á sunnu- dagsmorgni klukkan 7.00. Pá hóf sig á loft þyrla herliðsins frá flugvellin- um í Keflavík og ásamt henni elds- neytisflutningavél, því að þyrla þarf að taka eldsneyti á flugi í svo langri flugferð. Togarinn var þá um 350 sjómílur suðvestur af landi. Björgunarflugið tók sex klukku- stundir, en lengsta þyrluflug herliðs- ins héðan af landi í þessum tilgangi var átta klukkustunda langt. Lent var með sjómanninn klukkan 13.30 og var hann þá við viðunandi heilsu. þj Komið með sovéska sjómanninn til Korgarspítalans eftir afar langt björgunarflug með þyrlu. (Tíminn: l'jctur) Öryggismál til umræöu á þingi FFSÍ: Veðurspá öllum útvarps- stöðvunum Öryggismál voru mikið til umræðu á 33. þingi Farmanna- og fiski- mannasambandsins og afgreiddi þingið nokkrar ályktanir og áskoran- ir í því efni. Skorað var á félagsmenn FFSÍ að losa ekki í hafið úrgang, sorp eða aðra mengunarvalda og í beinu framhaldi af þessari áskorun var skorað á hafnaryfirvöld um land allt að hafa tiltæka ruslagáma og olíu- tanka til að taka við úrgangnum. Þá átaldi þingið harðlega þá þróun sem orðið hefur á rekstri Landhelgis- gæslunnar á undanförnum árum. Skorar þingið á stjórn sambandsins að beita sér fyrir að vekja gæsluna af þeim doða sem þar virðist ríkja til að úthald skipanna aukist og áhafn- irnar verði hæfari til að annast þau verkefni sem lög mæla fyrir um. Skorað var á Veðurstofu íslands að beita sér fyrir þvf að allar útvarps- stöðvarnar flyttu veðurspár á spá- tímum, og er það svipuð samþykkt og var gerð á Öryggismálaráðstefnu sjómanna fyrr á þessu ári, auk þess sem skorað var á stjórnvöld að ráðast nú þegar í kaup á stórri og fullkominni björgunarþyrlu sem beri að minnsta kosti 24 menn. -SÓL „Flassari“ í Vogaskóla Um fímmleytið í gær var lög- regla kölluð út vegna manns sem hafði í frammi ósiðlegt athæfi gagnvart krökkum við Voga- skóla. Þcgar lögrcgla kom á vettvang var inaðurinn á bak og burt. W ítalskir skreiðarkaupendur kvarta yfir skreiðinni héðan: Samantekin ráð til að fá verð lækkað? ítalskir skreiðarkaupendur hafa undanfarna mánuði kvartað sáran undan þcirri skreið sem þcir kcyptu liéðan í ár, sérslaklega þeirri sem framlcidd var sunnanlands. Vegna þcssara kvartana fór héðan þriggja manna ncfnd í september til að kanna hvað hæft væri í þessum ásökunum ítalanna. Niðurstaða þeirrar nelndar var sú að kvartanirnar væru ekki á rökum reistar. Italirnir voru ekki par ánægðir neytisins og kvörtuðu enn. Ríkis- með það og sendu í október sl. mat sjávarafurða sendi þá telcx samhijóða skeyti til sjávarútvegs- utan þann 9. nóvember þar sem ráðuneytisins og utanríkisráðu- beðið var um nánari skýringar á því hverju nákvæmlega þeir væru að kvarta yfir. Svar hefur enn ekki borist frá þeim. En hvað gerist haldi þeir enn fast við sitt? „Ég á þá ekki von á öðru en að það verði farin önnur ferð, og þá ineð algjörlega hlutlausum aðilum. Þeir myndu síðan skila skýrslu bæði til útflytjendanna og fram- leiðendanna. Það væri síðan þeirra að ákveða hvað væri gert“ sagði Ragnar Sigurjónsson hjá Skreiðar- deild Sambandsins f samtali við Tímann um þetta mál. „En ég held að þeir séu eingöngu á höttunum eftir verðlækkun. Þetta eru mjög samantekin ráð hjá þeim og gert til að pressa niður verðið. En við gerum ráð fyrir að svar berist frá þeim núna bráðlega" sagði Ragnar. -SOL

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.