Tíminn - 01.12.1987, Blaðsíða 4

Tíminn - 01.12.1987, Blaðsíða 4
4 Tíminn Þriðjudagur 1. desember 1987 GERDU VB» SAMANBURD Valsa súkkulíkið er aldeilis tilvalið í baksturinn. Það fæst bæði Ijóst og dökkt í 400 gramma hagkvæmum sparnaðarpakkningum. Kynntu þérverðið! Vélritunardömu kennt um skekkju við hreinritun: Fundargerð hagrætt borgarstjóra auBLurgeli nuBBinB ur VltitíO '-AX ■ 71. sssrsÆisr- ~ Bteineleypu bilekur^ i.SBO.oo. Seffþykkt. fer«.1 A2 Gjald Kr. 172. Túngata 12 un leyíl tU •» !«in”Vr 11 *» Tí"n,’r;9BtKj *6!Tíérnn,'l. h.A 120.6 i*rn. . 2. rfíí^^r^U 97.0 íern., l-f® bU..t.Al. végna hygglngarinnBr ber a» gre íyigir erindinu. ~ 11Utnni- rreetai^ Orðið frestað var ekki í undirritaðri fundargerð en skaut upp kollinum hreinritun. Vélritunardömu var um kennt, en frestunin hefur síðar komið til tals á borgarstjórnarfundi. fyrir Svo virðist sem fundargerð byggingarnefndar Reykjavíkurborgar hafi verið fölsuð til hagræðingar fyrir meirihluta Sjálfstæðisflokks vegna flutnings húss, sem stendur á þeim stað, þar sem fyrirhugað ráðhús á að rísa. Sjálfstæðismenn ráðgerðu að flytja húsið á lóð í Grjótaþorpi. Því var hins vegar mótmælt af íbúum í nágrenni vegna stærðar hússins. Á fundi byggingarnefndar létu því minnihlutafulltrúarnir Gunnar H. Gunnarsson (G) og Gissur Símonarson (A) bóka að þeir teldu vinnubrögð meirihlutans óviðunandi og augljóst að nefndin hefði átt að setja málið í grenndarkynningu sbr. byggingarreglugerð og eins skv. skriflegri ósk íbúa Grjótaþorps. f bókun meirihlutans er vakin athygli á athugasemdum, sem komið hafa fram á staðsetningu hússins. Segir Gunnar H. Gunnarsson að þar sé öðru fremur átt við að fjarlægðar við önnur hús yrði gætt vegna skil- yrða um eldvarnir. „Þeir voru að samþykkja flutning á lóðina.“ Síðar vildu sjálfstæðismenn í byggingarnefndinni túlka bókun sína svo, að í raun hefðu þeir aldrei samþykkt að húsið yrði flutt á þessa lóð vegna athugasemdar sinnar. Þetta vildi meirihlutinn skýra betur með því að breyta orðalagi bókunar- innar en fengu ekki leyfi minnihluta. í stað þess að breyta orðalagi slædd- ist þá eitt orð inn í bókunina, sem að mati minnihlutans gjörbreytir sam- þykktinni. Aftan við hana var bætt orðinu frestað í hreinritun. Þegar minnihlutamenn kröfðust skýringa á þessum viðbæti við undirritaða fund- argerð munu sjálfstæðismenn í fyrstu hafa borið við vélritunar- skekkju hjá ritara byggingarfulltrú- ans. Ansi heppileg skekkja fyrir meirihlutann, því að óánægjuraddir um staðsetningu ráðhússins voru nú háværar og fremur slæmt að kvartan- ir Grjótaþorpsbúa bættust í kórinn. Nú hefur hins vegar verið sam- þykkt að nema þetta orð burt úr fundargerðinni og standi samþykkt- in sem fyrr. Hins vegar hefur for- maður bygginganefndarinnar, Hilm- ar Guðlaugsson (D), sem einn nefndarmanna á jafnframt sæti í borgarstjórn, svarað minnihlutafull- trúa í borgarstjórn um flutninginn að hann stæði hreint ekki til heldur hefði málinu verið frestað, svo sem sjá mátti í fundargerðinni. Þar að auki lagði hann nýlega til að því yrði vísað til borgarráðs að alveg yrði hætt við að flytja húsið í Grjótaþorp. Gunnar H. Gunnarsson lítur svo á að sjálfstæðismenn hafi tekið eitt skref og hopað tvisvar um hálft í þessu máli og standi nú á sama stað og frá var horfið. Af þessu tilefni beindu bygging- arnefndarmenn minnihlutans þeirri spurningu til byggingarfulltrúans í Reykjavík, Gunnars Sigurðssonar, hverja skýringu hann gæfi á því, að við vélritun á fundargerðinni bættist orðið frestað inn í hana. Óskað er eftir skriflegu svari til bókunar á nefndarfundi 10. desember nk. Sjálfstæðismenn í nefndinni rit- uðu ekki undir erindi þetta til full- trúans. Ekki er unnt að ná tali af byggingarfulltrúanum að svo stöddu þar sem hann er erlendis. W Tryggvi Ólafsson stendur hér með nýju bókina við eitt verka sinna sem nú er að fínna í Listasafni alþýðu. (Tímamynd Gunnar) David Bowie sendir Tímanum fréttatilkynningu: Þetta var allt annað en nauðgun Eins og poppáhugamönnum og öðrum þeim sem fylgjast með slúð- urdálkum í heimspressunni er kunnugt, var hljómlistarmaðurinn David Bowie nýlega kærður fyrir nauðgun af alls óþekktri konu. Vegna þessarar kæru, hefur Bowie sent Tímanum yfirlýsingu sem hljóðar svo: „Það er bæði fáránlegt og kald- hæðnislegt að þessi kona sem ég hitti í samkvæmi á föstudagskvöldi (9. október 1987) og eyddi kvöldst- und með, skuli bera fram þessar ósönnu og fáránlegu ásakanir. Ég get aðeins álitið að hún sé að sækjast eftir athygli fjölmiðla með því að búa til þessar ósönnu ásak- anir.“ Svo mörg voru þau orð, 71 þó að Bowie Æ láti hjá líðast . að geta hvernig kvöldstund. n { Engu að síður i þökkum við Itf þ stjörnunni fyrir |H|v j y> að hafa látið Tímann vita af gangi málsins. Dómstólar í Bandaríkjunum hafa nú vísað málinu frá sér og neita algerlega að trúa konunni. Bowie heldur hljómleikaferðinni, sem ber yfirskriftina Glass Spider áfram í Ástralíu og á Nýja Sjálandi eins og ekkert hafi í skorist. SÓL íslensk myndlist: Tryggvi ábók Tryggvi Ólafsson er nú komin á bók í bókaflokknum íslensk myndlist. Þar er hann kominn í hóp þeirra Ragnars í Smára, Eiríks Smith, Jóhanns Briem. Muggs, Jó- hanness Geirs og Ásgríms Jónsonar, en um þá hefur verið fjallað í þeim bókaflokki. Það eru þeir Thor Vilhjálmsson og Halldór B. Runólfsson sem skrifa um Tryggva í bókinni, en auk þess er fjölda mynda Tryggva að finna í þessu ágæta riti. í tilefni af útkomu bókarinnar heldur Tryggvi Ólafsson nú sýningu á verkum sínum í Listasafni alþýðu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.