Tíminn - 01.12.1987, Blaðsíða 6

Tíminn - 01.12.1987, Blaðsíða 6
6 Tíminn Þriðjudagur 1. desember 1987 Geislaspilari og 10 diskar geta borgað Lundúnaferð segja storkaupmenn: Hverjir hafa smyglað bílum og hjólbörðum? „Að almenningur fer að kaupa vörurnar hérlcndis en ekki á ferða- lögum erlendis“ telur Félag íslenskra stórkaupmanna mikilvægustu ástæðu þess að tekjur ríkissjóðs af aðflutningsgjöldum, bifreiða- gjöldum og söluskatti af innfluttum bifreiðum, hjólbörðum og ýms- um tegundum heimilistækja voru litlu lægri að raungildi árið 1986 heldur en árið 1985. Hvernig almenningur hefur farið að því að kaupa bíla og hjólbarða á ferðum sínum erlendis og koma þeim toll- og söluskattsfrítt inn í landið er hins vegar ekki skýrt. Önnur ástæða er svo talin aukin eftirspurn í bili. Þetta kemur fram í einu þeirra „skeyta“ sem FÍS hefur sent m.a. til fjölmiðla að undanförnu. En þar er bent á þennan innflutning sem sönn- un þess að tollalækkanir rýri ekki tekjur ríkissjóðs. innflutningur framangrcindra liða meira en tvöfaldaðist milli ára, úr rúmlega 2 í tæplega 4,4 milljarða króna, eða um 115%, samkvæmt Hagtíðindum. Samkvæmt útreikn- ingum FÍS lækkaði þó upphæð inn- flutningsgjaldanna um 34%, eða úr 1.110 millj. niður í 728 millj. kr. Bifreiðagjald hækkaði hins vegar úr 140 í 291 millj., eða 108% og söluskattur úr 851 í 1.480 millj., eða um 74%. Samtals hækkuðu tekjur ríkissjóðs vegna þessa innflutnings því úr um 2.100 millj. í 2.500 millj., eða um 19% (um 5% minna en aukning verðbólgunnar) af 115% meiri innflutningi sem fyrr segir. „Ætlar þú í innkaupaferð?" var yfirskriftin á öðru FÍS „skeyti", þar sem einnig er fjallað um áhrif hárra tolla og sem a.m.k. í aðra röndina má líta á sem nokkurskonar leið- beiningapésa til væntanlegra utan- fara. „Með útsjónarsemi má greiða ferðakostnaðinn niður með kaupum á fáum, vel völdum hlutum“, segja stórkaupmenn. Af hlutum sem hvað best gæti borgað sig að kaupa telja þeir t.d. upp: Síma, útvörp ogsegul- bönd, hljómplötur, reiknivélar, filmur, vídeóspólur, smá rafmagns- tæki, varaliti, rakblöð, skæri og skóáburð. Nefnt er dæmi um að geislaspilara og 10 geisladiska geti fólk keypt erlendis fyrir um 17-19 þús kr. en dæmigert íslenskt verð sé hins vegar um 33.500 kr. Verðmunurinn fari hátt í að greiða flugfar til London. Samkvæmt útreikningum stór- kaupmannanna myndast hérlent verð þessara hluta í grófum dráttum þannig: Innkaupsverð um 8.600 kr., tollur, vörugjald og söluskattur til ríkisins um 13.500 kr. og verslun- arálagning um 10.100 kr. Álagning kaupmanna hér er því mun hærri en kaupverðið erlendis frá og virðist álíka há og samanlögð álagning verslunar og skattar til ríkisins er- lendis. Stórkaupmenn giska á að a.m.k. 5.000 íslendingar fari í innkaupa- leiðangra erlendis og ef þeir versli fyrir um 40.000 kr. hver flytji þeir inn vörur fyrir samtals 200 milljónir króna, sem hvorki ríkissjóður né þeir sjálfir hafi tekjur af. Ef þeir versluðu hér heima fyrir þessar 200 millj., auk t.d. 100 millj. sem ferðirnar gætu kostað, skilaði það hins vegar ríkissjóði um 60 millj. kr. tekjum aðeins í söluskatti og jafnvel öðrum 60 milljónum í aðflutningsgjöldum. Og tæpast fengju svo íslenskir kaupmenn minna en 90 milljónir í sinn hlut, samanber geislaspilaradæmið hér að framan. Fyrir þessar 300 millj. hér heima sæti fólkið hins vegar uppi með mun minna af varningi en fyrir 200milljónirnarerlendis, samkvæmt dæmum kaupmannanna. Cock Robin í Reiðhöllinni Um þúsund manns mættu á stórgóða tónleika hjúanna í Cock Robin sem haldnir voru í Reiðhöllinni í Víðidal á sunnudaginn. Ekki leynist minnsti vafi um að mun fleiri hefðu mætt, hefði tíminn verið ögn „hljómleikalegri“, en vonandi stendur það til bóta. Hijómsveit skipuleggjandans Bobby Harrisonar, Solid Silver og hin stórgóða Grafík hituðu upp fyrir Cock Robin, sem síðan spiluðu fram yfir Stundina okkar í sjónvarpinu. Pjetur Ijósmyndari var að sjálfsögðu á svæðinu og tók þessa mynd við það tækifæri. Utgerðarfélagið Eldey formlega stofnað: Félagið komið með 70-80 milljónir Tveir fólksbilar lentu fyrir storum flutningabíl: Banaslys í Svínahrauni Hjón létust og maður slasaðist alvarlega í harkalegum árekstri tveggja fólksbíla og stórrar flutningabifreiðar á Suðurlandsvegi í Svínahrauni laust fyrir klukkan 13.00 á laugardag. Ökumann flutningabifreiðarinnar sakaði ekki. Stór malarflutningabíll á leið aust- ur mætti tveimur fólksbílum skammt vestan við Þrengslavegamót á leið til Reykjavíkur. Sá fyrri var af jap- anskri gerð en sá seinni amerískri. Snjóföl var á vegi og nokkur hálka en sæmilegt skyggni þegar slysið varð. Fyrri fólksbíllinn skrikaði í hálk- unni og lenti á öfugum vegarhelm- ingi og framan á flutningabílnum. Fólksbíllinn sentist um hundrað metra áður en hann staðnæmdist utan vegar, en ökumaður kastaðist út og slasaðist alvarlega. Að sögn lögreglunnar á Selfossi, sem sér um rannsókn á slysinu. telst hann ekki lífshættulega slasaður. Hann var einn í bílnum. Við áreksturinn missti ökumaður flutningabílsins vald á honum og lenti harkalega utan í ameríska fólksbílnum, sem næstur kom. Hjónin í bílnum létust samstundis. Bílarnir lentu norðan vegar. Auk lögreglu komu tvær sjúkra- bifreiðir og tækjabifreið slökkviliðs í Reykjavík á vettvang, en klippa þurfti í sundur bílana til að ná fólkinu út. Þyrla Landhelgisgæsl- unnar var í. viðbragðsstööu til að sækja þá sem slösuðust en ekki reyndist þörf á hennar aðstoð. Hin látnu heita Hróðný Sigurðar- dóttir, fædd 1942, og Jóhann Pálsson, fæddur 1936. Þau bjuggu í Hrunamannahreppi og láta eftir sig fjögur börn. þj „Við erum komnir með staðfest- ingar upp á 46 milljónir, síðan vitum við um 18-20 milljónir sem eiga eftir að koma, auk þess sem fjögur sveit- arfélög eiga enn eftir að ákveða hver þeirra hlutdeild verður, þannig að við getum sagt að félagið sé komið með 70-80 milljónir króna í hlutafé," sagði Jón Norðfjörð, stjórnarfor- maður hins nýstofnaða útgerðarfé- lags Eldeyjar hf. Stjórn félagsins vinnur nú hörðum höndum að því að halda söfnuninni áfram og er stjórninni hcimilt að hækka hlutaféð í 150 milljónir, sýnist henni svo. „Annars er lítið að segja, við erum með ákveðnar hugmyndir varðandi skipakaup, en ég vil nú ekkert segja ineira um þær hugmyndir á þessu stigi. Framundan er mikið starf og fyrsta verulega hreyfingin hjá okkur verður varðandi skipakaupin," sagði Jón. Rúmlega 200 manns mættu á stofnfundinn í Keflavík á sunnudag og var mikill hugur í mönnum. í stjórn voru kosnir auk Jóns, þeir Eir- íkur Tómasson úr Grindavík, Sig- urður Garðarsson úr Vogum, Guð- mundur Ingvason úr Garði og Viðar Halldórsson úr Kópavogi. -SÓL w Guömundur Finnur Björnsson: ARANGURSLAUS LEIT Mikil leit hefur nú staðið að Guðmundi Finni Björnssyni í rúma viku og fjölmennt lið leitað á landi og í sjó. Hundar hafa verið notað- ar til að leita slóðar, en ekki hefur verið unnt að kafa í Fossvogi og Nauthólsvík, sökum óhreininda og ókyrrðar í sjónum. Fjörur hafa þó verið gengnar. Síðast sást til Guðmundar Finns aðfaranótt laugardags fyrir viku utan við skemmtistaðinn Holly- wood og við slökkvistööina í Reykjavík. í umhverfi við Öskju- hlíðarskóla fór fram umfangsmikil lcit um helgina en hún bar engan árangur og ekkert hefur komið fram frckar uni afdrif Guðmundar Finns. þj

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.