Tíminn - 29.06.1988, Blaðsíða 2

Tíminn - 29.06.1988, Blaðsíða 2
2 Tíminn: Miðvikudagur 29. júní 1988 # [Lágmarkslaun á islandi orðin 30% hærrien í Bandaríkjunumfyrirgengisfellinguna í maí: ASI-tímakaup hækkaði um 106% í dollurum 1986-87 Greitt tímakaup íslensks verkalýðs hækkaði um 106% að meðaltali reiknað í bandaríkjadollurum á innan við 2 árum. Á fyrsta ársfjórðungi 1986 var meðaltímakaup ASÍ-stétta um 4,18 $ en hafði hækkað í 8,61 $ á síðasta fjórðungi ársins 1987, eða úr 724 í 1.492 dollara á mánuði fyrir 40 tíma vinnuviku. Á sama tíma hækkuðu lágmarks- laun á íslandi úr 2,38 $ í 4,65 $ eða um 95%. Lágmarkslaun í Bandaríkjunum eru 3,50 $. íslendingar á lágmarkstöxtun- um hafa því verið betur launaðir en bandarískir starfsbræð- ur/systur þeirra frá því i byrjun síðasta árs. Framangrcindar upplýsingar er að finna í tölum úr Fréttabréfi Kjararannsóknarnefndar og Hag- tölum Seðlabankans. Á því sama tímabili sem hér er vitnað til hækkaði meðaltímakaup ASÍ félaga um 48% reiknað í einum sterkasta gjaldmiðli heims, þýska markinu. Kauphækkunin var um 66% í stcrlingspundum (úr 117 í 195 pund á viku). f'að er örugglega töluvert meiri kaup- hækkun en sá vaxandi fjöldi brcsks verkalýðs sem vinnur við vinnslu á íslenskum fiski þar í landi hefur fengið á sama tíma. Svipuö kaup- hækkun hcfur verið hér reiknuð í sænskum krónum (67%) og litlu minni reiknað í frönskum frönkum (64%). Rciknað í SDR (meðal- gengi) hefur greitt tímakaup ís- lensks verkalýðs hækkað um 70% á þeim tæplega tveim árum sem hér um ræðir. f þeim löndum sem hér er miðað við mun verðbólga á ári vera í kringum 2 til 5% og launahækkanir litlu meiri. Virðist því skiljanlegt að crfitt sé að fá innflytjendur þar til að hækka innkaupsverð þess varnings sem þeir kaupa af okkur nóg til þess að vega upp á móti 70% meðalhækkun sem orðið hef- ur á launakostnaði og öðrum kostnaðarhækkunum hér á landi reiknað í þeirra gjatdmiðlum. f fiskvinnslu lætur t.d. nærri að af því sem fæst fyrir fiskinn fari um 25% í launakostnað og nær 55% í hráefniskaup af fiskiskipaflotan- um, samkvæmt tölum Þjóðhags- stofnunar. En fiskverðið vérður sem kunnugt er að hækka í sama hlutfalli og laun ef tekjur sjómanna eiga að hækka til jafns við laun í landi. í töflunni hér fyrir neðan má sjá hvernig greitt tímakaup þeirra ASÍ stétta, sem kannanir Kjararann- sóknarnefndar náðu til, hækkaði að meðaltali á árunum 1986 og 1987 og síðan hverjar hækkanirnar voru ef það tímakaup var reiknað í Bandaríkjadollurum annars veg- ar og þýska markinu hins vegar. 1 Greitt timakaup ASI folks í krónum, bandaríkjadollurum og þyskum mörkum Arsfj. kr. $ þ-mörk 1. '86 175 4,18 9,77 2. '86 192 4,68 10,45 3. '86 196 4,82 9,93 4. '86 224 5,49 11,13 1. '87 249 6,32 11,54 2. '87 266 6,89 12,30 3. '87 280 7,12 13,21 4. '87 320 8,61 14,47 Hækkun: 83% 106% 48% Til að halda óbreyttu launahlutfalli milli Islands og Þýskalands er líklegt að meðaltímakaupið hér á landi hefði þurft að vera f kringum 240 krónur undir lok síðasta árs í stað 320 kr. eins og það var orðið. Tímakaupið sem miðað er við í töflunni er meðaltal sjö hópa, en greitt tímakaup þeirra hækkaði sem hér segir á sama tímabili. I.ársf. 1986 4.ársf.1987 % Verkamenn 162 274 69% Verkakonur 158 269 70% Afgr.karlar 178 333 87% Afgr.konur 135 244 81% Skrifst.karl. 259 487 88% Skrifst.kon. 191 345 81% Iðnaðarmenn 207 408 97% Vegið meðalt. 175 320 83% Þess má geta að lágmarkskaup hækkaði á sama tíma úr tæplega 100 í 173 kr. á tímann, eða um 73%. Deilur flugmanna og Flugleiða: Engar aðgerðir fyrirsjáanlegar „Það eru í raun engar deilur í gangi, engar aðgerðir eða ncitt slíkt," sagði Steinn Logi Björnsson forstöðumaður upplýsingadeildar Flugleiða er Tíminn innti hann eftir deilum þeim sem staðið hafa yfir milli Flugleiða og flugmanna frá því bráðabirgðalög ríkistjórnarinnar voru sett. En fyrstu vikurnar í júní ollu aðgerðir flugmanna miklum seinkunum í innanlandsflugi Flug- leiða. Flugmenn vildu með þeim aðgerðum knýja Flugleiðamenn til viðræðna um málið. „Það er þessi óánægja flugmanna sem allir vita um með bráðabirgða- lögin og þau kjör sem þeim eru þar ákveðin,“ sagði Steinn Logi en taldi hins vegar að engar aðgerðir væru á prjónunum hjá Flugleiðum varðandi þetta. í gærmorgun var haldinn fundur samninganefndar félags íslenskra at- vinnuflugmanna og forsvarsmanna Flugleiöa, sem flugmenn óskuðu eftir. Steinn Logi vildi lítið tjá sig um þennan fund en sagði Flugleiðamenn ekki líta á þetta sem samningavið- ræður heldur sem samráðsfund. „Samningar hljóta allavega vanaleg- ast að snúast um kaup og kjör og það er eiginlega bundið, en það er sjálf- sagt að hlusta á mennina og það sem þeir hafa fram að færa,“ sagði Steinn Logi að lokum. IDS Hundrað þúsund tré í Haukadal Skógrækt ríkisins mun á næstu dögum byrja að gróðursetja tré í Haukadal í Biskupstungum. Stefnt er að því að gróðursetja hundrað þúsund pluntur þar í sumar og næsta vor. Búið er að velja tuttugu hektara svæði rétt fyrir ofan túnið við kirkjuna í Haukadal. Jarðvinna fer fram nú í sumar og hluti af plöntunum verður gróðursettur í ár. Verkinu verður haldið áfram að ári og svæðið þakið lerki og stafafuru. Það er rausnarleggjöf Bylgjunn- ar, Stöðvar tvö og Vífilfells hf. sem gerir Skógræktinni þetta kleift. Þessir aðilar beita sér fyrir átaki nú í júlí sem þeir kalla „Leggjum rækt við landið“. Þeir ætla að afhenda Skógrækt ríkisins 1.750.000 í lok átaksins, 24. júlí. „Þetta er mjög höfðingleg gjöf og skógræktarmönnum þykir mik- ill fengur að þessu,“ sagði Snorri Sigurðsson, yfirdeildarstjóri Skóg- ræktar ríkisins. Skógræktin gróðursetur í ár um sexhundruð þúsund plöntur víðs vegar um landið, aðallega lerki og stafafuru. Um tuttugu til þrjátíu manns vinna við gróðursetningu á vegum Skógræktar ríkisins. SH Hér eru, talið frá vinstri, þeir Jóhannes Óli Garðarsson, vallarstjóri, Júlíus Hafstein, formaður íþrótta- og tómstundaráðs og Erlingur Jóhannsson, íþróttafulltrúi með nýhannað veggspjald sem hengja á upp víða í borginni. Tímam.Gunnar íþróttadagur ’88 Laugardaginn 2. júlí n.k. mun helli og gervigrasvöllinn í Laugardal hlaup á vegum Ólympíunefndar og lþrótta og tómstundaráð gangast og blakvellir norðan við gervigras- FRÍ, og verða hlaupnir 5 og 10 km fyrir almennum íþrótta- og útiveru- völlinn verða teknir í notkun þennan frá gervigrasvellinum í Laugardal degi. Vill Reykjavíkurborg með dag fyrir almenning. fci n:00. .BS þessum degi vekja athygli á þeim Einnig verður haldið Ólympíu- S fjölbreyttu íþrótta- og útivistar- möguleikum sem eru fyrir hendi í borginni. Jafnframt er þetta þáttur í að leiðbeina fólki um hollt og heil- brigt líf. Mikið verður um að vera við sundstaði borgarinnar. Mætti þar nefna leiðbeiningar í skokki, sund- æfingum, teygjuæfingum og hóp- æfingum ásamt leikjum'fyrir ungl- inga á öllum aldri. Úthlutað verður bæklingi og korti með leiðbeiningum sem koma sér vel við áframhaldandi æfingar. Dagskráin verður fjölbreytt þenn- an dag, og verður brugðið upp minigolfi við Vesturbæjarlaug og Breiðholtslaug, æfingatæki verða tekin í notkun í Vesturbæjar- og Laugardalslaug, keppt verður í sundknattleik og sundkörfuknatt- leik, minítívolí verður á ferðinni. tennisvellir verða opnaðir við Fella- HÚSALEIGAN UPP UM 8% Verðbólgan líður ekki áhrifa- verið 30.000 kr. á mánuði í apríl, laust fram hjá húsaleigunni fremur maí og júní, hækkar í 32.400 kr. i en flestu öðru um þessar mundir. júlí og verður það áfram í ágúst og Leiga fyrir íbúðarhúsnæði og at- september. vinnuhúsnæði sem breytist sam- Hagstofan vekursérstakaathygli kvæmt lögum 62/1984 hækkar um á að þessi hækkun snertir aðeins þá 8% frá og með júlfbyrjun, þ.e. að húsaleigu sem samið hefur verið leiga júnímánaðar hækkar um 8% um aö breytist samkvæmt ákvæð- í júlí. Húsaleiga isém -t.d. hefur uní áðurnefndra laga

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.