Tíminn - 29.06.1988, Blaðsíða 4

Tíminn - 29.06.1988, Blaðsíða 4
4 Tíminn Miðvikudagur29. júní 1988 Nýja Lyfjabókin á hálfvirði í skiptum fyrir þá gömlu: MARGIR TAKA LYF AÐ ÓÞÖRFU ÁRUM SAMAN „Við vonum að bókin gcri sem mcst gagn - meðal annars að hún fái fólk til að hætta að taka inn lyf sem það þarf kannski ekki lengur á að halda. En þeir eru margir sem taka inn lyf að óþörfu árum saman“, sagði Magnús Jóhannsson læknir, sem ásamt Helga Kristbjarnarsyni lækni og Bessa Gíslasyni lyfjafræðingi kynntu nýlega nýja og endurbætta útgáfu íslensku lyfjabókarinnar. Þeim 12.000 íslendingum sem keypt hafa íslensku lyfjabókina á undanförnum árum gefst nú kostur á að nota hana í apótekum landsins sem hálfa greiðslu (975 kr.) upp í nýja útgáfu íslensku lyfjabókarinn- ar. En í bókabúðum verður hún scld á fullu verði, 1.950 kr., sem varla telst hcldur dýrt fyrir 560 síðna bók. Náttúrumeðulin fá einnig umfjöllun Nýja ÍSLENSKA LYFJABÓKIN er nær tvöfalt stærri og mun ýtarlegri en sú gamla. í henni eru m.a. upplýsingar um yfir 200 ný lyf sem bæst hafa við á lyfjamarkaðnum á s.l. þrem árum. í nýju bókinni gefst fólki einnig kostur á að fræðast um náttúrumcðul á sama liátt og önnur lyf, t.d. um alvarlegar aukaverkanir, sem þeim geta fylgt eins og öðrunt lyfjum, sérstaklcga ef stórra skammta er neytt. Margt að varast fyrir alkóhólista Þá er fjallað um hvaða lyfjaflokka alkóhólistar ættu að varast að nota, sem ætti að vera sérstaklega gagnlegt fyrir óvirka alkóhólista. Nefna má sem dæmi að Norskir brjóstdropar innihalda 25% alkóhól. En almenna rcglan er sú, að lyf merkt með rauðum þríhyrningi á umbúðum eru varasöm fyrir óvirka alkóhólista. Ýmsar gagnlegar upplýsingar er einnig að finna í bókinni fyrir þá sem drekka áfengi. En það er sagt hafa áhrif á verkun margra lyfja. T.d. er bent á stóraukna hættu á magasári af völdum svo hversdaglegs lyfs sem Magníls, og flciri verkjalyfja, ef áfengi er drukkið samhliða. Margir látnir borga fyrir „ókeypis“ lyf í kafla um afgreiðslu lyfja segir að margir greiði árum saman fyrir lyf sem þcir eigi með réttu að fá ókeyp- is. Þar er um að ræða fjölda lyfja af mörgum flokkum sem fólk þarl' að taka að staðaldri og eru talin upp í bókinni. Nefna má mcltingarlyf, sykursýkilyf, kólesteróllækkandi lyf, sum hjartasjúkdómalyf, berklalyf, frumueyðandi lyf, hormónalyf, flogaveikilyf, astmalyf og glákulyf, svo nokkur séu nefnd. Höfundar benda sömuleiðis á að venjulega sé ódýrara að kaupa lausasölulyf án lyfseðils, nema um mikið magn sé að ræða og sömuleiðis að greiða þurfi Um flokkun lyfja eftir verkiin N - Tauga- og geöly t S - Augn- og eyrnaly* J - Sýkingalyf H - Hormónalyf önnur an kynhormónar B - Blóðlyf M - Gigtarlyf L - Krabbameinslyí og iyf lil ónæmishíndrunar C - Hjartasjúkdómalyt R - Öndunarfæralyí A - Meltingarfæralyf D - Húölyí P - Sníklalyf G - Þvagfæralyf, kvensjúk- dómalyf, kynhormonar V - Ýmis lyf í Ivfjahokinni eru lyfin flokkuð eftir verkun eins hér má sjá. f lyfjaskrá, þar sem lyfjuin er raðað í stafrófsröð eftir nafni, er síðan ýtarlega lýst innihaldsefni, lyfjaformi, eiginleikum, notkun, skömmtum og aukaverkunum hvers einasta lyfs og sömuleiðis hvort þau eru talin varasöm fyrir konur sem ganga með barn eða hafa barn á brjósti. Margir íslcndingar taka inn lyf að óþörfu árum saman, segja höfundar nýju íslensku lyfjabókarinnar. Frá vinstri: Bessi Gíslason lyfjafræðingur, Magnús Jóhannsson læknir og Helgi Kristbjarnarson læknir. aukagjald fyrir hvert lyf sem afgreitt er af símalyfseðli. Veikjast þúsundir í utanlandsferðum? Sérstakur kafli er í bókinni um ferðalög erlendis með tilliti til sjúk- dóma og lyfja. Rannsóknir meðal nágrannaþjóða benda til að 5-20% ferðalanga þjáist af ýmsum kvillum á ferðalögum. Séu íslendingar ekki öðrum þjóðum hraustari má því áætla að frá 7.000 og allt upp í 28.000 landsmenn hafi orðið fyrir slíkum óþægindum erlendis á síðasta ári. Einnig er fjallaö um bólusetningar, bæði fyrir ferðalanga sem og bólu- setningar barna á fslandi. Auk umfjöllunar um sérlyfin er í nýju bókinni fjallað um nokkur þekktustu óskráðu lyfin á sama hátt. Hvorki of stóra skammta eða litla f bókinni er fjallað sérstaklega um hvernig lyf eru flokkuð eftir verkun þeirra á líkamann og sömuleiðis um algengar aukaverkanir. Bent er á að margar aukaverkanir eru háðar skammtastæröum og þessvegna mikilvægt að ekki séu teknir stærri skammtar en ráðlagt er, enda auki slíkt einungis aukaverkanir lyfjanna en ekki lækningamátt. Að minnka skammta frá því sem ráðlagt er getur á hinn bógin gert lyfin gagnslítil eða gagnslaus. Á gjörgæslu vegna lyf jaofnæmis Ekki mun ótítt að fólk fái ofnæmi fyrir ákveðnum lyfjum, sem getur jafnvel orðið mjög heiftarlegt. Að sögn bókarhöfunda hefur borið við að fólk sem fengið hefur ofnæmi fyrir ákveðnu lyfi hafi orðið fyrir því að læknir hafi gefið því ávísun á lyf með öðru nafni, sem þó í raun hefur verið sama lyfið, þ.e. með sama efnainnihaldi. Dæmi eru um svo heiftarleg ofnæmisviðbrögð í slíkum tilvikum að fólk hefur verið flutt í hasti á gjörgæsludeild. Með því að gá að efnainnihaldi hvers lyfs í lyfjabókinni getur fólk sem fengið hefur lyfjaofnæmi varað sig á þessu. Sá sem t.d. hefurfengið ofnæmi fyrir súlfalyfi getur því fengið ofnæmi fyrir öllum súlfalyfjum þó þau heiti jafn ólíkum nöfnum og Bactrim, Eusaprim, Primazol, Septrin eða Sulfotrim. Hægt að spara margar milljónir? Þótt öll þessi lyf geri sama gagn er á þeim annar verulegur munur: Verðið er mjög mismunandi. Að sögn bókarhöfunda getur verið mjög mikill verðmunur á sambærilegum lyfjum og þar með mun hærri upp- hæðum varið til lyfjakaupa en þörf væri á. Áætla má að Islendingar verji í kringum 2.000 milljónum króna til lyfjakaupa á þessu ári, þannig að hvert 1% sem tækist að spara í lyfjakostnaði mundi þýða um 20 milljóna króna sparnað, ýmist úr buddum einstaklinga eða af skatt- peningum þeirra. En vegnaþess aðsjúklingargreiða ákveðna hámarksupphæð fyrir hvert lyf, óháð því hvað það kostar í raun, vita þeir alla jafna ekki, nema að spyrja lækni sinn um það sérstak- lega, hvort þeir eru að fá ódýrasta lyfið í ákveðnum lyfjaflokki eða kannski annað margfalt dýrara. Alla jafna munu lyf sem framleidd eru hér á landi vera ódýrari en innflutt. Að sögn bókarhöfunda er stefnan í mörgum löndum, m.a. hér á landi, sú, að selja fleiri og fleiri lyf án lyfseðla. En það krefjist þess vitan- lega að fólk afli sér aukins fróðleiks um lyfin og verkun þeirra og myndi sér sjálfstæðar skoðanir á eigin lyfja- meðferð. Fái þessi nýja útgáfa álíka viðtökur og sú fyrsta hafa höfundar hug á að gefa út endurnýjaðar útgáf- ur á 3ja til 4ra ára fresti. Enda lyfjaskrár fljótar að úreldast með þeim fjölda nýrra lyfja sem við bætast árlega. Ódýrari prentun á Akureyri en Spáni Á tímum versnandi samkeppnis- stöðu íslensks iðnaðar gagnvart er- lendri samkeppni, má telja frétt- næmt að höfundar bókarinnar reyndust fá hagkvæmasta tilboðið í prentun hennar frá Prentverki Odds Björnssonar á Akureyri. Höfðu þeir þó viða leitað tilboða, m.a. á Spáni og í Danmörku. -HEI Hússtjórnarkennarafélag íslands ályktar: Matreiðslu í menntaskólum Hússtjórnarkennarafélag íslands vill að komið verði á kennslu í matreiðslu og næringarfræði, um- hverfís- og neytendafræði í nllum framhaldsskólum landsins, þ.e. menntaskólum, fjölbrautaskólum og sérskólum. Vill hússtjórnarkennarafélagið að þessi kennsla verði bæði í námsefnis- kjarna sem allir þurfa að taka og eins að boðið verði upp á valáfanga í þessum greinum. Þetta er mcðal þess sem félagið ályktaði á aðalfundi sínum sem haldinn var nýlega. Jafn- framt var ályktað um heimilisfræði- kennslu í grunnskóla og segir í ályktuninni að brýnt sé að allir nemendur gunnskólans fái heimilis- fræðikennslu í 1.-9. bekk eins og viðmiðunarstundaskrá gerir ráð fyrir. „Fyrsta skilyrði til að svo geti orðið er að viðhlítandi húsnæði sé fyrir hendi í ötlum skólum og að nemendur fái námsefni við hæfi.“ Þá var samþykkt sérstök ályktun um hússtjórnarskóla þar sem lögð var áhersla á að mörkuð yrði heildar- stefna fyrir slíka skóla, þcim tryggð- ur fjárhagsgrundvöllur og þar sem slíkir skólar hafa verið lagðir niður verði fjármagni því, sem áður fór til þeirra, varið til hússtjórnar- menntunar á framhaldsskólastigi. Á aðalfundinum var auk venju- legra aðalfundarstarfa rætt um stöðu heimilis- og hússtjórnarfræðslu í landinu. Bjarni Sigtryggsson mark- aðsfræðingur flutti erindi er hann nefndi: Er hægt að markaðssetja hússtjórnargreinar? Einnig komu á fundinn fulltrúar frá menntamála- ráðuneytinu, þeir Hrólfur Kjartans- son, Karl Kristjánsson og Jónas Pálsson. Bíll valt við Sandskeið Bifreið á leið til Hveragerðis valt útaf vegi við Sandskeið um helgina. Engin alvarleg meiðsl urðu á fólki, en ökumaður fór á slysadeild og fór þaðan stuttu seinna, einum hálskraga ríkari. Ófrísk kona var farþegi í bílnum þegar slysið átti sér stað. Hún slapp með áverka á handlegg, en var flutt á sjúkrahús því hún gæti átt barnið á hverri stundu. -gs

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.