Tíminn - 29.06.1988, Blaðsíða 6

Tíminn - 29.06.1988, Blaðsíða 6
6 Tíminn Miðvikudagur 29. júní 1988 Kosningasvindlið er síendurtekið Frá afhendingu styrks Norræna krabbameinssambandsins, talið frá vinstri: Gunnlaugur Snædal, prófessor, fyrrverandi formaður Krabbameinsfélags Islands, Helga M. Ögmundsdóttir, læknir, sem hlaut styrkinn, og Almar Grímsson, apótekari, nýkjörinn formaöur Krabbameinsfélagsins Norræna krabbameinssambandiö: íslenskur vísinda- maður f ékk styrk Ársþing Norræna krabbameins- sambandsins var haldið hér á landi í byrjun þessa mánaðar. Á þinginu var úthlutað ferðastyrk, sem árlega er veittur efnilegum vísindamanni frá því landi þar sem þingið er haldið. Styrkurinn er að andvirði 20 þúsund sænskar krónur (um 145 þúsund ísl.kr.) og er ætlaður til að viðkomandi vísindamaður geti kynnt sér nýjungar á sínu sviði í öðrum löndum. Helga M. Ögmunds- dóttir, læknir, fékk styrkinn að þessu sinni. Helga er forstöðumaður Rannsóknastofu í sameinda- og frumulíffræði, sem Krabbameinsfé- lagið rekur. Um þessar mundir er unnið að tveimur verkefnum á rannsóknastof- unni. Annað er rannsókn á virkni svokallaðra drápsfruma í illkynja sjúkdómum, hitt eru rannsóknir á eðli brjóstakrabbameins. Almar Grímsson formaður Krabbameinsfélagsins Á aðalfundi Krabbameinsfélags íslands, sem haldinn var nýlega, var Almar Grímsson, apótckari kosinn formaður félagsins í stað Gunnlaugs Snædal prófessors. Gunnlaugur hefur verið formaður félagsins síðan 1979. -SH að skylda kjörstjórnir til að beita þessu. Pað stendur að kjörstjórn geti metið það livort krefjast eigi nafnskírteina. Við höfum skilið það þannig að það væru undirkjörstjórn- irnar sem ákvæðu þetta.“ Skúli taldi að í stærri sveitarfélögum eins og í Reykj avík ætti að gera það að skyldu að fólk sýndi skilríki við atkvæða- greiðslu. „Við höfum sagt sem svo að þær (undirkjörstjórnir) réðu hvað þær gerðu, en óskuðum frekar eftir því að þessari reglu væri beitt,“ sagði Skúli. „Það hefur verið rætt um það að orðið væri tímabært að taka strangar á þessu, en ég veit ekki hvað verður næst. menn eru fljótir að gleyma. Ég á frekar von á því að eitthvað verði gert í framhaldi af þessu, a.m.k. hér í Reykjavík", sagði Skúli. Ólafur Walter Stefánsson skrif- stofustjóri í dómsmálaráðuneytinu sagði í samtali við Tímann að ekkert hefði verið á það reynt hvort menn kærðu sig um stífari reglur í þessu sambandi, reglurnar eru fyrir hendi, en það er ekki farið eftir þeim. í lögunum segir að áður en kjósandi fær afhentan kjörseðil skal hann, ef kjörstjórn óskar þess sanna hver hann er með því að framvísa nafn- skírteini eða á annan fullnægjandi hátt. - ABÓ í forsetakosningunum sem fram fóru á laugardag var eldri konu meinað að kjósa þegar hún mætti á kjörstað, þar sem þegar hafði verið merkt við hana í gögnum kjörstjórnar og þar með einhver annar notfært sér atkvæðisrétt hennar. Svipuð mál hafa komið upp í síðustu kosningum, m.a. í kosningu til Alþingis á síðasta ári. Mál sem þetta geta aðeins komið upp þar sem ekki er óskað eftir að kjósandi sýni fram á með skilríkjum hver hann er. Skúli J. Pálmason sem sæti á í yfirkjörstjórn Reykjavíkur sagði í samtali við Tímann að það virtist sem svo að slík tilfelli kæmu upp í hverjum kosningum. „Ég kann nú engar skýringar á því hvernig þetta getur átt sér stað. En við höfum verið að tala um það að setja skilyrði um það að menn sýni einhverskonar persónuskilríki til að koma í veg fyrir þetta,“ sagði Skúli. Samkvæmt lögum þá má krefjast þess af kjósanda að hann sýni per- sónuskilríki. Aðspurður um þetta atriði sagði Skúli: „Það hefur verið í valdi hverrar kjördeildar að setja sér reglur í þessu sambandi. Við höfum ekki talið okkur hafa heimild til þess Erfiðleikar í loðdýrarækt: Vandinn mismikill hjá fóðurstöðvunum Eins og fram liefur komið í Tíman- um er vandi fóöurstöðvanna mikill um þessar mundir. Af þeim sökum tók ríkisstjórn ákvörðun um að heimila Byggðastofnun að taka 80 milljóna króna erlent lán til að endurlána fóðurstöðvunum. Bjarni Einarsson, aðstoðarforstjóri Byggðastofnunar, lét þess getið í samtali við Tímann fyrírskömmu að Byggðastofnun teldi of áhættusamt að taka erlent lán í þessu skyni þar sem fóðurstöðvarnar ættu í erfiðleik- um með að endurgreiöa þau. Samkvæmt upplýsingum sem Tíminn aflaði sér hjá ýmsum aðilum sem vel þekkja til reksturs fóður- stöðvanna er staða þeirra nokkuð misntunandi unt þessar mundir. Rekstrarskilyrði stöðvanna eru ein- faldlega sögð mjög breytileg. Þær fóðurstöðvar sem hafa verið í rekstri að undanförnu eru á eftirtöld- um stöðum á landinu: Borgarnesi, Hólmavík, ísafirði, Sauðárkróki, Dalvík, Húsavík, Raufarhöfn, Vopnafirði, Egilsstöðum, Horna- firði og Selfossi. Stærð stöðvanna er mismunandi, þær stærstu ntunu vera á Dalvík, Sauðárkróki og Selfossi. Minnstu stöðvarnar eru hinsvegar á Hólmavík og Raufarhöfn. Rekstur þeirra mun ekki hafa gengið sem skyldi og er þvf fyrst og fremst kennt um að þjónustusvæði þeirra sé of lítið, bændurnir sem kaupi fóður frá stöðvunum séu of fáir. Að sögn forsvarsmanna loðdýraræktarinnar er óhjákvæmilegt að báðar þessar fóðurstöðvar leggist af fyrr en síðar. Þeir segja að það sé fyrsti áfanginn í beinni svæðastjórnun í loðdýrarækt hér á landi. Viðmælendum Tímans bar saman um að að daglegum rekstri stöðv- anna væri misvel staðið. „Rekstur sumra stöðvanna er til fyrirmyndar. Sem dæmi má nefna fóðurstöðvarn- ar á Selfossi og Vopnafirði," voru orð eins viðmælenda Tímans. Hann sagði og að það væri staðreynd að í sumum tilfellum hafi verið lagt í of miklar fjárfestingar til að stöðvarnar gætu staðið undir afborgunum lána og vaxtabyrði. Þá hefði gersamlega brugðist í upphafi hagfræðileg ráð- legging til stjórnenda fóðurstöðv- anna svo og leiðbeiningaþjónusta í loðdýraræktinni. í raun væri það ekki fyrr en nú, þegar allt væri komið í óefni með þessa grein, sem leiðbeiningaþjónusta væri komin á nokkuð réttan kjöl. Þá nefndi þessi sami viðmælandi Tímans að leyf- isveiting ráðuneytis til bygginga loð- dýrabúa hafi verið á tíðum mjög illa ígrunduð, þannig hafi verið gefið út leyfi fyrir byggingu búa á afskekkt- um stöðvum, sem aftur hafi haft í för með sér mun meiri flutningskostnað fóðursins en æskilegt væri. Margir hafa orðið til að setja stórt spurningamerki við eignarform fóð- urstöðvanna, en flestar eru þær í eigu loðdýrabændanna sjálfra. „Ekki síst af þessum sökum hefur hlutfall útistandandi skulda fóður- stöðvanna verið alltof hátt. Menn eru hreinlega ekki nógu harðir að ganga eftir skuldum manna og því verður greiðslustaða fóðurstöðv- anna þrengri en ella,“ voru orð eins viðmælanda Tímans. óþh Listahátíð: Fjármálin og aðsókn enn óljós Listahátíð lauk, eins og kunn- ugt er, á föstudaginn með tónleik- um Leonard Cohen í Laugardals-' höll. Að sögn starfsmanns á skrif- stofu Listahátíðar er rétt verið að byrja að gera hátíðina upp, þetta sé mikið verk og niðurstöður um fjármál og aðsókn muni ekki liggja fyrir í bráð. Tveir starfs- menn skrifstofunnar sjá um upp- gjörið. SH Skilríkja var ekki krafist í fjölmörgum kjördeildum í forsetakosningunum:

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.