Tíminn - 16.07.1988, Blaðsíða 4

Tíminn - 16.07.1988, Blaðsíða 4
4 Laugardagur 16. júlí 1988 jj§„. HELGIN Fataþvottur í Níl, skammt frá Luxor. Sigríöur Thorlacius: Á hraðferð um fornöld Eitt af þröngum basarstrætum Kairóborgar, Khan el Khalili. EGYPTALAND Moldbrún borg teygir sig frá grænu belti við Níl, þegar flugvélin lækkar sig yfir gulbrúnni eyðimörk. Þetta er furðulegt land. Þessi eina lífæð, fljótið, hið lengsta á jörðinni sé talið frá upptökum til ósa yfir 6.500 km, skapar lífsmögulcika á bökkum sínum, auk nokkurra vinja, annars er það eyðimörk, sandöldur, sem skipta lit frá Ijósgulu í rauðgult, svo langt sem augað eygir. Samt var það hér, sem hámenning blómstraði fyrir 4-5 þúsund árum og allt fram til okkar tímatals og það eru leifar þessarar menningar sem sífellt draga menn að sér, fáfróða sem sérfróða um hina fjölmörgu, dularfullu þætti hennar. Auðvitað fara hyggnir ferðalangar ekki til Egyptalands á heitasta tíma ársins, en stundum verða menn að sæta þeim tækifærum sem gefast og séu menn komnir svo langt sem til eyjar Afródítu, Kýpur, þá er nánast sjálfgefið að freista þess að fara um leið á vit við leyndardóma pýramída og annarra fyrirbæra hins forna menningarríkis. Greinarhöfundur, Sigríður Thorlacius, ásamt Kain Sahalia, sem var leiðsögu- maður hópsins í Egyptalandi. Hitinn er yfir 40° í skugganum í Kairó og þegar við hjónin leggjum í gönguferð yfir eina Nílarbrúna legg- ur slíkan hita af gangstéttinni að nauðsynlegt reynist að ná sér í skó með þykkari sólum. En það er ekki að sjá á krakkahópunum, sem við mætum, að þau finni fyrir að ganga berum iljum á götunni. Þau eru kát og heilsa með glensi, reyna sum fyrir sér hvort ferðamenn séu nógu heimskir til að gefa aura, en aðallega skemmta þau sér við að viðra enskukunnáttuna. Þetta eru ekki mögur tötrabörn, heldur skóla- krakkar á heimleið. Undir kvöld setjumst við á veítinga- stað á 31. hæð gistihússins og horfum yfir Níl og sjáum þá allt í einu pýramídana miklu birtast úr móðu dagsins. Eiginlega trúi ég því ekki að ég sé á þessum stað, svo fjarlæg hefur hugmyndin um að heimsækja Egyptaland verið fram á síðustu stundu. Að rnorgni næsta dags er okkur skotið inn í ferðamannuhóp, sem komið hefur frá ísrael, en saman- stendur þó af fólki ýmissa þjóða. Leiðsögumaður er stórmyndarleg stúlka, sem sannarlega heldur at- hygli okkar vakandi þá tvo daga, sem hún annast okkur. Hún kann sögu lands síns og rekur hafa af áhuga og innlifun. Fyrst er farið í Egypska safnið, sem frægt er fyrir marga og merka muni, sem þar eru varðveittir, þó útlendingar hafi fyrr á öldum sópað með sér ótölulegum grúa hinna merkustu fornminja úr landi, svo sem sjá má í söfnum flestra stór- borga. Sahalia leiðsögukona okkar rekur fyrst megindrætti í sögu hins forna ríkis, en beinir okkur svo þangað sem geymdir eru þeir munir, sem 1922 fundust í gröf faraósins Tutankamons. Hann var í sjálfu sér lítt merkur, ríkti aðeins níu ár og dó 18 ára gamall. Breskur fornleifa- fræðingur, Carter að nafni, var sann- færður um að hann hefði þó verið i grafinn í Konungadalnum gegnt Luxor og þráaðist við og leitaði þar árum saman, þar til hann loksins fann gröfina og innsigli dyranna ósnert. Úr þessari gröf komu ókjör af verðmætum munum úr gulli og öðrum efnum, auk kistunnar, sem smurlingur faraósins hvíldi í. Skilst mér að yst hafi verið steinkista, þá gullroðin trékista og innst gullkista utan um líkamann, þar á margfræg helgríma úr gulli. Trékistan er enn á sínum stað í gröfinni og smurlingur- inn þar í, en allir aðrir munir, sem í gröfinni fundust eru í safninu í Kairó. Innan í vafningunum um smurlinginn voru 143 gripir, skart, hnífar, verndargripir o.s.frv. Eink- um þótti athyglisvert að þar voru þrír gripir úr járni og eru það elstu minjar um þann málm í landinu. Þessi gröf er sú eina af gröfum faraóanna, sem var nánast óhreyfð þegar Carter fann hana, grafarræn- ingjar höfðu aðeins komið inn í hellana framan við grafhvelfinguna sjálfa og að vísu rótað í munum þar, en virðast fátt hafa numið á brott. Er menn nú skoða þessar gersemar, hugsa þeir jafnan: Hvað hefur þá ekki verið lagt í grafir hinna miklu og frægu konunga? Grafir konunganna Tutankamon tók við völdum eftir að mikil trúarleg bylting hafði átt sér stað. Forveri hans Akhnaton braut niður veldi musterisprestanna og innleiddi einn guð, sólguðinn Aton, í stað mörg hundruð guða, sem tilbeðnir voru áður. Leitt hefur verið getum að því, að þessi eingyðistrú hans kunni að hafa verið upphaf - eða afleiðing trúar Gyðinga á Jahve, því á hans dögum hafi ísraelsmenn verið þrælkaðir í Egyptalandi. Það var Akhnaton, sem var kvæntur hinni frægu Nefertiti, en nafn hennar mun þýða: Hin fagra kemur. En hvers vegna lögðu þessir kon- ungar slíka áherslu á að búa sér svo vegleg grafhýsi, sem uxu stig af stigi, þar til pýramídarnir og grafirnar í Konungadalnum urðu til? Sahalia gefur okkur þá skýringu, að þeir hafi trúað því, að allir mundu þeir rísa upp eftir dauðann og nota þá hinn sama líkama, en meðan þeir dveldu í þeim heimi, sem þeir fyrst hurfu til, var þeim nauðsynlegt að hafa til afnota þau veraldlegu gæði, sem þeir höfðu notið í jarðlífinu. Því varð að ganga svo frá, að hvert þeirra líffæri yrði tiltækt og því voru innyflin tekin úr líkamanum og gengið frá þeim í allskonar fögrum kerjum, því ekki hefði tekist að verja smurlingana rotnun hefðu þau verið á sínum stað. Þess vegna varð einnig að birgja þá af góðum gripum í gröfunum eða a.m.k. gera af þeim myndir á grafarveggina. Gagnslaust er að reyna að lýsa öllum þeim undurfögru gripum, sem þarna bar fyrir augu. Einkar elsku- legar voru myndirnar af faraó og drottningu hans, þessum barnungu systkinum, sem unnust hugástum, gáfu hvort öðru gjafir, færðu guðun- um fórnir, ekki síst þeirri merkilegu gyðju Hathor, sem ýmist er táknuð sem kona með kýrhom og eyru, sem kýr eða bara undur falleg kona með kýrhorn á höfðinu og tákn sólarinnar milli hornanna, sem alltaf er hennar einkenni. Hún var tákn lífsmagns og ástar. Það væri miklu meira en dagsverk að skoða þetta safn, en okkur er ætlað að sjá fleira þennan dag. Nú er ekið yfir Níl í æði hrörlegt hverfi og numið þar staðar, sem götur eru uppgrafnar, enda verið að leita fornra minja. Fyrst er komið að kirkju, sem helguð er heilagri Bar- böru og okkur sagt að sé kannski elsta kristna kirkjan, sem vitað sé um. Hún tilheyrir söfnuði Kopta. Fyrsta kristna trúboðið hér annaðist Markús guðspjallamaður og kristni náði mikilli útbreiðslu í landinu, en ekki virðast þeir trúbræður okkar hafa verið sérlega umburðarlyndir. Þar varð síðan til sérstök kirkju- deild, hin koptíska, en nú eru aðeins 10-15 hundraðshlutar Egypta kristnir, hinir eru múslímar. En þarna bak við hrörlega útveggi og sóðalegar, niðurgrafnar tröppur, leyndist þessi gamla kirkja og á sér fagurlega útskorna brík milli kórs og kirkju. Verið var að syngja messu, svo við fengum ekki að ganga í kirkjuna. Messusöngurinn líktist ekki þeim hljómum, sem við höfum heyrt annarsstaðar við slíkar athafn- ir, til þess var tónninn of „austur- lenskur". En Sahalia vill leiða okkur á fleiri staði í þessu moldarhverfi og hoppar léttfætt á undan okkur yfir moldar- byngi og tæpar spýtnabrýr, þar til komið er að enn öðrum óhrjálegum dyrum. Þar inni er allt í moldryki, því fyrirhugað er að hressa upp á innviði hússins, sem fyrrum var kirkja, en er nú og hefur lengi verið elsta synagoga Gyðinga í Egypta- landi. Sagan segir að kristni söfn- uðurinn hafi orðið að selja Gyðing- um kirkjuna til að fá upp í skatta. En fleiri sagnir fylgja staðnum. Fyrr- um stóð húsið á Nílarbakka og einmitt þarna átti körfuna, sem Mós- es var í, að hafa rekið að landi. Enn bröltum við yfir ófærur og komum nú að lítilli kirkju, sem einnig er býsna rusluleg. Þar er bent á þrep niður í lítinn helli og sagt að þar hafi María og Jósef falið sig með Jesú, þegar þau voru landflótta í Egypta- landi. Óneitanlega gerast menn nú þyrst- ir og heitir, enda hitinn yfír 40° í skugganum og í þessum þröngu húsasundum er hvergi andvari. Þá smeygir Sahalia sér inn um dyr í einu skotinu og blasir þá við stærðar t verslun með allskonar minjagripi. „Hér getið þið fengið drykki“, segir hún og bendir okkur á afhýsi. Þar stendur gamall og skítugur ískassi þeirrar tegundar, sem mulinn ís er

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.