Tíminn - 16.07.1988, Blaðsíða 14

Tíminn - 16.07.1988, Blaðsíða 14
Um 44.000 þjónar, en slök þjónusta Kvöld eitt fyrir skömmu naut undirrituð „heimflutningsþjón- ustu“ leiðar 15 hjá SVR. Við Hótel Esju steig enskumælandi kona í vagninn. Miggrunaði að hún áttaði sig ekki á að ieið 15 hefur endastöð á Hlemmi, enda kom í Ijós að konan ætlaði í miðbæinn. I þakk- lætisskyni við þá fjölmörgu sem, óbeðið, hafa leiðbeint mér í er- lendum borgum vildi ég nú leið- beina konunni. Fórégþess vinsam- lega á leit við bílstjórann að gefa henni skiptimiða í annan vagn. „Hún bað ekki um neinn skipti- miða,“ var gcðvonskulegt svar strætóstjórans. Benti ég á að hún hafi, að vonum, ekki áttað sig á leiðakerfi SVR. „Hún geturfengið nógar upplýsingar um vagnana þar sem hún heldur til,“ hreytti öku- þjónninn illskulega út úr sér. í ljós kom að þetta var fyrsti dagur konunnar í heimsókn á ís- landi. Eftir leiðbeiningar um hvað- an vagnar færu í miðbæinn þakkaði • konan einlæglega fyrir aðstoðina. Þessi litla ferðasaga er ósköp hversdagsleg - og raunar allt of hversdagsleg í okkar augum. Hinn geðvondi strætóstjóri er, því miður, aðeins sýnishorn af þeim of stóra hóp Reykvíkinga, sem ekki virðist hafa áttað sig á því hvað í því felst að ráða sig til starfa hjá þjónustufyrirtæki. Oftar en ekki einkennist framkoma þcirra af hroka og yfirgangi við samborgara sína og aðra sem þeir hafa ráðið sig til og fá borgað fyrir að þjóna. Athyglivert þótti mér að það skyldi vera á ferð um Sovétríkin sem ég einna helst hef kynnst þjónustu sem verulega minnti á „þjónana" mína heima. Með einni undantekningu voru t.d. allar þær biðraðir sem ég sá í Sovét „heima- tilbúnar" á staðnum, þ.e. með því að Sovétum í þjónustustörfum er lítið um það gefið að þjóna hver öðrum. Þess í stað virðast þeir nota hvert tækifæri til þess að gera sig breiða og búa til fáránlegar og flóknar reglur um einfalda hluti. Hið sama kemur fram í afstöðu þeirra „ráðamanna" á flestum svið- um sem semja lög og reglur og um kaup þau og kjör, sem mynda rammann um „þjónustusamfélag- ið“ okkar. Samkvæmt opinberum tölum erunær80 afhverjum lOOstarfandi mönnum í Reykjavík (samtals um 44 þúsund manns) í einhverskonar þjónustustörfum. Vantar því sára Iftið á að allir Reykvíkingar séu orðnir í fullu starfi við það eitt að þjóna hver öðrum og þeim „utan- sveitarmönnum" sem þangað leggja stundum leið sína. Ætti ekki Reykjavík samkvæmt því að vera hreint „himnaríki" fyrir þá sem vantar þjónustu? En hver er svo reynslan? Hvern- ig gengur okkur að nálgast alla þessa þjónustu þegar við þurfum á að halda? Lítum á nokkur dæmi um þjónustu sem nær allir þurfa á að halda öðru hverju: Hvenær og hvernig á að ná í iðnaðarmann til að gera við lekan ofn, brotinn glugga, eða bilaða innstungu? Hvenær á fólk að fara til rakara eða á hárgreiðslustofu (permanent tekur a.m.k. 2 klukkutíma). Hvenær er tími til að finna (á sem hagkvæmustu verði) óska- sófasettið sem flestir ætla að nota og hafa fyrir augum, næstu 10 árin a.m.k., og vilja því gera saman- burð milli hinnar fjölmörgu hús- gagnaverslana borgarinnar? Það sama má segja um ótal marga hluti aðra sem erfitt er að velja með því að stelast úr vinnunni í hálftíma eða svo. Hvenær á að látagera við, kaupa varahluti eða skoða heimilisbílinn? Hvenær á að nálgast veðbókarvott- orð vegna bíls eða íbúðar frá borgarfógeta? Hvenær fær fólk viðtal við bankastjóra, tal af ráðgjafa banka eða verðbréfasjóða eða þó ekki sé nema bankagjaldkera til að skipta ávfsun? Hvað um þau hundruð foreldra sem leita þurfa til Lánasjóðs námsmanna í umboði barna sinna erlendis? Hvað um þau þúsund íbúðar- kaupenda sem eiga erindi við Húsnæðisstofnun og ráðgjafa hennar? Hvenær getur fólk póstlagt eða náð í pakka? Hvað um þá sem þurfa í eftirlit, skoðun eða sprautu á Heilsuvernd- arstöðinni, eða Krabbameins- leitarstöðinni? Og hvenær er við- talstími lögfræðinga, lækna og tannlækna? Og hvenær á fólk að kaupa sólarlandaferðina? Svona væri endalaust hægt að telja. Mín dapurlega reynsla er sú, að stór hluti allrar þjónustunnar standi aðeins til boða á þeim tímum sem mér, og stórum hluta annarra launþega, er útilokað að notfæra mér hana nema að stelast eða taka mér frí úr vinnu. Er hægt að kalla þetta þjónustu? Laugardagur 16. júlí 1988 I’ M ' I I I -!l' ~l l'.r' ■!’>•( I l’ GETTU NÚ í síðasta helgarblaði birt- ist mynd af kirkjunni í Brautarholti á Kjalarnesi. Frá kirkjum að listaverk- um. Athugulir listunnendur fá nú að leggja höfuð í bleyti og geta upp á hvar þessi höggmynd er staðsett. Þar sem getraunin er að okkar mati níðþung að þessu sinni leyfum við okk- ur að þrengja hringinn örlít- ið. Það upplýsist hér með að listaverkið er í Austur- landskjördæmi KROSSGÁTA W

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.