Tíminn - 16.07.1988, Blaðsíða 15

Tíminn - 16.07.1988, Blaðsíða 15
i s ■ \ i ; t ' l . - . i FRUMSÝNINGAR OG AÐRAR SÝNINGAR í BÍÓHÚSUNUM: alíu... KDII hefur halað inn tvisvar sinnum meiri pening í bandarísk- um kvikmyndahúsum heldur en Rambo III og var hagnaðurinn af henni 47,6 milljónir dollara fyrstu 12 dagana sem hún var sýnd í BNA. Það loforð er hér með gefið að strax í næstu viku kemur ítarleg- ur dómur um þessa mynd og því er aðeins að bíða spennt(ur) eftir honum. Síðari myndin sem við ætlum að minna á hér í betri sætum, er stórmyndin Leiðsögumaðurinn (Veiviseren), sem Regnboginn frumsýndi á fimmtudag. Myndin var dæmd í Tímanum sama dag og fékk hún þar fjórar stjörnur af fimm mögulegum. Geri aðrar myndir betur! Leiðsögumaðurinn segir frá Samanum Aigin og bar- áttu hans við hina grimmu Tjud- ena. Leiðsögumaðurinn er hinn besti taugastrekkjari og ætti enginn áhugamaður um góðar kvikmyndir að láta þessa mynd framhjá sér fara. -SÓL Guðað Stjörnugjöf=iHt Aðalhlutverk: Whoopi Goldberg Það er nokkuð síðan að mynd- band þetta kom á markaðinn, en af einhverjum óskiljanlegum ástæð- um hefur hún ekki verið tekin til umfjöllunar fyrr en nú. Skamm, skamm. Það má hins vegar lengi deila um hvortð það hafi verið af hinu góða eður ei. í stuttu máli greinir myndin frá bankatölvaranum Terri Doolittle, sem leiðist alveg hreint afskaplega í vinnunni og notar hvert tækifæri til að senda uppskriftir, skiptast á plötum og aðstoða franskan vin sinn í kynferðismálum í gegnum tölvunetið. Einn daginn kemur hins vegar nýr gestur í heimsókn á tölvuna og er þar á ferðinni breskur njósnari sem fastur er austan við tjald. Skyndilega eru MI5, KGB Það er best að nota þetta annars ónotaða pláss á f betri sætum til að fjalla um tvær myndir sem er nýbúið að frumsýna. Báðar voru myndirnar frumsýndar á fimmtu- dag og því ekki hægt að segja annað en að við séum tímanlega á ferðinni. Krókódíla-Dundee II (hér eftir kölluð KDII), var frumsýnd í Háskólabíói á fimmtudag. Hún er beint, en sjálfstætt framhald KDI sem sýnd var hér fyrir nokkrum mánuðum. Myndin segir frá því þegar KD (Paul Hogan) er enn staddur í NY eftir síðustu mynd sína. Samband hans við blaðakon- una Sue Charlton (Linda Kozlow- ski) hefur styrkst, en þá er henni rænt. KD eltir ræningjana til Ástr- JUMPIN’ JACK FLASH: á tölvuglugga MAX HEADROOM, SPÓLA NR. 3: Max Headroom og Ikarusinn Stjörnugjöf=1/2 og CIA á eftir Terri. Það má segja margt um Whoopi Goldberg. Sumt er gott, annað ekki alveg jafn gott. Gott má t.d. segja um frammistöðu hennar í The Colour Purple. Ekki alveg jafn gott má segja um val hennar á kvikmyndahlutverkum eftir þá mynd. Gott má segja um frábæran leik hennar í The Colour Purple, en eftir það hefur hún aðeins leikið eina persónu, og það er ekki alveg jafn gott. Svona væri hægt að halda áfram í marga daga, en sökum plássleysis verður það ekki gert. Jumpin’ Jack Flash á góða spretti. Það fer hins vegar í taug- arnar á mér að allir bestu sprettirn- ir hafa verið notaðir til að kynna myndina á undan öðrum myndum. Að vandlega íhuguðu máli: tvær stjörnur. -SÓL Aðalhlutverk: Matt Frewer, Amanda Pays, Max Headroom. Ég hef séð þrjár Max Headroom myndir á myndbandaleigum. Ég hafði hins vegar aðeins tekið eina þeirra með mér heim áður og það var mynd númer tvö. Mig grunaði nefnilega að mynd númer eitt væri aðeins prólóg fyrir tvö og þrjú. Nóg um það, ég horfði nefnilega á þrjú um daginn. Eins og venjulega eru það tvær myndir sem sýndar eru og gerast þær báðar eftir 20 mínútur. Fyrri myndin greinir frá Break- thru TV sem er alltaf fyrsta sjón- varpsstöðin með fréttir af hryðju- verkum Hvítu herdeildanna. Network 23 er boðinn einkaréttur á hryðjuverkunum, en Edison Carter, fréttamaðurinn stórsnjalli, fer að kanna málið ásamt Max Headroom. Getur verið að þetta sé allt planað fyrirfram? Síðari myndin greinir frá þegar hinir „auðu“, þ.e. þeir sem hafa komið sér út úr tölvuskráningu yfirvaldsins, koma fyrir sprengju í öllu tölvuneti borgarinnar og Edi- son Carter og Max Headroom verða að bjarga málunum fyrir sólsetur. Dadadada... Heimur versnandi fer. Það er ljóst. Mér finnst það líka ljóst að Max Headroom spólurnar versn- andi fara. Mér fannst spóla númer tvö nefnilega ágæt, en þessi fannst mér eiginlega vera farin að nálgast leiðinleika. Ekki þannig Ieiðinleika að mér leiddist að horfa á myndina sem slíka, heldur þannig að mér fannst leiðinlegt að sjá hvernig hugmyndaflug og brandaragleði Max Headrooms er farið að síga á ógæfuhliðina. Því verður hins veg- ar ekki neitað, að hann er enn mjög fyndinn karakter og ég held mikið upp á hann. M.H. er hægt að líkja við Ikarus, byrjar vel, hækkar flugið en hrapar síðan af miklu afli til jarðar. Sorgleg niðurstaða mín eftir að hafa horft á spólu þrjú með Max Headroom er: Ein og hálf stjarna. -SÓL Laugardagur iS.jýlí. 1988,.................*..................................... -................................HELQIN • • i • • n I BETRI SÆTUM GETRAUNALEIKUR I BETRI SÆTUM: The Bourne Identity Eins og komið hefur fram I betri sætum er búið að draga í Full Metal Jacket getrauninni og hlutu þrír heppnir lesendur eintak af spólunni í verðlaun. Það voru Steinar hf. sem af örlæti sínu gáfu verðlaunin. Lausnirnar hreinlega streymdu inn og vorum við í vandræðum með hvar við áttum að geyma öll umslögin. En nú er það að baki og er því kominn tími til að láta lesendur vita af næstu getraun. The Bourne Identity er tveggja spólu mynd, byggð á sögu Roberts Ludlum, með þeim Richard Cham- berlain og Jaclyn Smith í aðalhlut- verkum. Myndin greinir frá Jason Bourne, sem vaknar minnislaus og á fjórar milljónir dollara í erlendum banka. Þegar hann heimsækir bankann, kemst hann að því að einhver, eða einhverjir, eru að reyna að koma honum fyrir kattarnef. í verðlaun verða tveir pakkar og nú er kominn tími til að birta nýja getraun. Ef þú svarar fjórum af 1. 2. neðangreindum fimm spurningum réttum, átt ÞÚ möguleika á að eignast þessa hörkugóðu mynd. -SÓL SPURNINGAR: Richard Chamberlain er þekktur sem leikari í sjón- varpsmyndaflokkum. Nefndu einn slíkan. Robert Ludlum er einn allra vinsælasti spennusagnahöf- undur sem um getur. Nefndu tvær bækur eftir hann. 3. Steinar hf. hafa nú gefið út fjöldann allan af myndbönd- um síðustu vikurnar. Hve mörg myndbönd áttu Steinar á síðasta myndbandavin- sældalista SÍM? Hvers lenskur var bankinn sem Jason Bourne átti pen- ingana í? Hver leikstýrir The Bourne Identity? Sendu lausnirnar inn fyrir 3. ágúst næst komandi, merkt: Tíminn c/o í betri sætum Lynghálsi 9 110 Reykjavík 4. 5. „TOPP TUTTUGU" 1. ( 2) No Way Out (Skífan) 2. ( 3) Full Metal Jacket (Steinar) 3. ( 4) The Bourne Identity (Steinar) 4. ( 1) Innerspace (Skifan) 5. ( 7) The Last Innocent (J.B. Heildsala) 6. ( 5) Dirty Dancing (J.B. Heildsala) 7. ( 8) Something Wild (Skífan) 8. ( 6) The Jerk (Laugarásbió) 9. (13) No Mercy (Steinar) 10. ( 9) Raising Arizona (Steinar) 11. (15) Hands of a Stranger (J.B. Heildsala) 12. (10) He’sMyGirl (Myndbox) 13. (11) WiseGuy (J.B. Heildsala) 14. (12) White Water Summer (Skífan) 15. (-) BlueVelvet (J.B. Heildsala) 16. (14) Amazing Stories #4 (Laugarásbíó) 17. (18) Dudes (Steinar) 18. (-) The Boy in Blue (Skífan) 19. (-) Disorderlies (Steinar) 20. ( - ) Streets of Gold (JB. Heildsala) KRÓKÓDÍLA-DUNDEE II OG LEIÐSÖGUMAÐURINN

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.