Tíminn - 16.07.1988, Blaðsíða 5

Tíminn - 16.07.1988, Blaðsíða 5
> l I « t \ I - I •’ i ^ . : i • i * - • * I • ' ' c 1 • • Laugardagur 16. júlí 1988 bak við sig á skurðbakkann, raða svo saman eftir stærð og sveifla upp á kollinn á sér og bera heim, glaðleg- ar og skrafandi. I Memphis er lítið eftir af fornri frægð, því hér var einu sinni höfuð- borg landsins, áður en hún var flutt til í>ebu, þar sem nú standa musteris- rústirnar í Luxor og Karnak. Borgin forna er sokkin í árframburðinn, steinar úr höllum og hofunt komnir í vegghleðslur bændaþorpa og stór- hýsa Kairó. Eftir stendur lítið safn, sem geymir m.a. eitt af risalíkneskj- unum af Ramses II., og vantar þó bæði fót og handlegg á það. Utan dyra standa nokkrar fallegar styttur og alabasturssfinx með einkar fal- legt kvenandlit. Áfram er ekið til Sakkara og staðnæmst við þrepapýramídann. Pegar Memphis var höfuðborg var Sakkara greftrunarstaður höfðingj- anna. Reistur var grúi af musterum, pýramídum og grafhvelfingum úti í eyðimörkinni, en þrcpapýramídinn var elstur slíkra mannvirkja. Hér er um slíkt flæmi fornminja að ræða, að viðdvöl í nokkrar klukkustundir hrekkur skammt til að kanna nema brot af þeim og við fylgjum Sahaila hlýðin að þeim stöðum, sem hún velur að sýna okkur. Af hverju eru hér engin hænsni? Minnisstæðastur verður pýramíd- inn, sem faraó að nafni Unas lét reisa. Sjálf yfirbyggingin er hrunin í rúst. en þegar komið er niður í grafhvelfinguna gegnum langan og lágan gang, blasa við hinar stórkost- legustu veggskreytingar. Talið er að þarna hafi grafhýsi í fyrsta skipti verið skreytt mcð þessurn hætti. Veggir eru klæddir alabasturshellum og á þær eru höggnar og málaðar myndir, sem eru heil þjóðlífslýsing. Hér er alll það myndað, sem faraó- látinn í að morgni og við hann ljúfmannlegur, en miður hreinn karl. Hann dregur svo hverja flösk- una eftir aðra upp úr krapanum, sem enn er í kassanum, þerrar þær með rauðri tusku, sem áreiðanlega var ekki þvegin í morgun. En flöskurnar eru lokaðar, við gerum okkur gott af innihaldinu. Nú erum við farin að silja það, sent okkur þótti dálítið einkenniiegt þegar lagt var af stað, að flestir gengu með pottflösku af lindarvatni undir hendinni og dreypa á öðru hvoru. Tileinkum við okkur þann góða sið það sem eftir er ferðarinnar. Nú er stefna tekin á glæsilegri hluta borgarinnar þar sem háhýsi rísa við fljótið og heimilt er að nota vatn til að rækta skrautblóm og pálmatré. Það er ekið fram hjá háskólanum, ráðuneytisbyggingum o.fl., en ekki líður á löngu þar til skammt er í moldbrún fell og grjót- námur og á aðra hlið rísa fornir borgarmúrar, en á hina „Borg hinna dauðu“. Það er grafreitur múslíma og skreyttur ýmsum smábyggingum, því ættingjar hinna látnu koma oft að gröfunum til að dvelja þar nokkra daga í smáhýsum þessum og votta með því virðingu sína og ást. Moskurnar tignarlegu Brátt ber hinar fegurstu turnspírur við himin yfir múrana. Moskurnar taka hver við af annarri á allbrattri hæð og er útsýn tilkomumikil yfir borgina. Við göngum upp mikið torg í virki Saladdins, sem um 7 aldir var bústaður þeirra, sem ríkjum réðu. Ég hélt eiginlega að Saladdin hefði aðeins verið til í þúsund og einni nótt, en hér kemur nú annað á daginn. Þetta virki byggði hann fyrst og fremst til að verja borgina fyrir krossförunum og síðan héldu eftir- menn hans áfram að auka við og breyta þessu tilkomumikla virki. Inni í því er moska mikil og fögur, sem Mohammed Ali, einn af sein- ustu valdamönnunum, sem bjuggu í virkinu, reisti ásíðustuöld. Sá var nú ekki að sýta smámuni. Aðal and- stæðingar hans voru Mamelúkarnir, hinir undarlegu hermenn. Hann bauð öllum foringjum þeirra til veislu einn góðan veðurdag 1811, lét síðan leiða þá út um þröngan gang og hermenn sína ráða þá af dögum. Aðeins einn af 470 gestum komst lífs af. Hér gefur að líta Memnon, tæplega 20 m háar styttur. Til forna stóðu þær við og standa stytturnar á grænum grasvelli og hættar að syngja við sólarupprás. En moskan, kölluð alabasturs- moskan, heldur nafni hans á lofti og þar inni er fagurlega gerður ræðu- stóll, sem Farúk, síðasti konungur landsins, lét gera í minningu föður síns, Fuads konungs. Stefnan tekin á basarinn Þá er eftir síðasti viðkomustaður dagsins, stærsti basarinn í Kairó. Þar er margt um mannirin og margur hlutur falur. Sahalia varar okkur þó við að fara inn í þrengstu og myrk- ustu skotin, svo við göngum þar sem við sjáum til mjóturnanna og auðvelt er að rata til baka. Þrír skósmiðir stunda iðju sína í svo þröngu skoti, að mér virðist þeir allir verða að snúa sér við í einu. Það er ekki hægt að segja, að sölumenn þarna séu ágengir, þeir snúa fljótt frá ef ekki er tekið undir við þá. Þarna eru bakaðar pönnukökur og fylltar mcð einhverju grænmeti og afgreiddar í dagblaðssnifsum. Ekki líst okkur ráðlegt að borða þær, svo rækilega er búið að vara okkur við þeim afleiðingum sem það geti haft að matast annarsstaðar en þar sem hreinlæti er tryggt. Þetta er litskrúð- ugt mannlíf og varningur sem gaman er að sjá. Svo hverfum við svitastorkin og óhrein inn í svalt anddyrið á hótelinu okkar, þar sem höfðinglegir, hör- undsdökkir menn skrefa um í hvít- um kvrtlum með hinn elæsta höfuð- búnað arabahöfðingja og veifa gyllt- um montprikum. Senn er mál að hvílast, því að tímanlega á að leggja af stað næsta morgun. Til Memphis, Sakkara og Giza Sami hópurinn hittist að morgni, Kínverjar frá Singapoor, Englend- ingar, ísraelar og ein svissnesk stúlka, sem verður sessunautur minn. Jú, henni finnst alltof heitt í borginni, það var miklu betra úti í eyðimörkinni hjá Bedúínunum, sem hún hafði gist hjá nokkrar nætur. Ekið er út úr borginni í suðurátt og brátt komum við í grænt og gróið land, sem vökvast af áveituskurðum frá Níl. Við ökum gegn um þorp og akra, ávaxtagarða og pálmalundi. Mannlíf er hvað fjölbreyttast á skurðbörmunum í þorpunum, þar safnast þorpskonur saman til að þvo matarílát og þvott og baða sig og börnin. Eflaust eru þær stórlega ánægðar með glampandi álpottana og kerin, sem þær leggja til þerris á musterisdyr, en nú eru þær horfnar inn taldi sig þurfa að hafa þegar hann risi upp á ný. Hér er búsmali, hjarðir af ösnum, kúm, geitum og gæsum, sem hjarðmenn reka og eiga jafnvel í stríði við bágrækar kýr. Menn eru við allskonar handverk, prestar færa fórnir, þekkilegar ung- meyjar nudda þreytta fætur faraós- ins og drottning hans ferðast með honum í bátum eða burðarstólum. „ Af hverj u eru hér engin hænsni?" spyr hversdagslega þenkjandi ferða- langur. „Þau komu ekki til Egyptalands fyrr en löngu eftir daga Unas,“ svarar Sahalia. Já, hér er margt ótrúlega skemmti- legt að skoða. Inn á milli myndflat- anna eru ristar útlínur útgöngudyra, sem áttu að ljúkast upp þegar þörf krafði. Lítið merki í horni hvers myndflatar merkti það, að við upp- risuna skyldi það, sem á myndinni var, þúsundfaldast. Góð verðtrygg- ing það. Þar sem málað hefur verið ofan í myndristurnar og letrið eru litir enn sterkir og skærir, þótt þeir hafi verið bornir á veggina um það bil 2290 árum fyrir Kristsburð. Fjöldi hliðstæðra grafhvelfinga er á þessu svæði, en ferðamönnum mun oftast sýnd þessi vegna þess hve auðvelt er að komast inn í hana. Letrið með myndunum rekur Memphis var eitt sinn höfuðborg landsins áður en hún var flutt til Þebu. Memphis er að mestu sokkin í árframburðinn, steinar úr höllum og hofum komnir í vegghleðslur bændaþorpa og stórhýsa Kairó. Staldrað við ■ Giza, þar sem hinir þrír frægu pýramídar, Keops, Chepren og Mycerinus, rísa úr auðninni. Þarna er líka hinn frægi Sflnx, sem raunar hefur nú glatað miklu af fegurð sinni og reisn. I W ' HELGIN 1 5 helgisiði, bænir og söngva, sem nauðsynlegir voru taldir til að hjálpa anda faraósins úr líkamanum, auk upptalningar á hverju því, sem hann þarfnast í seinna lífi. Næst er ekið til Giza, þar sem hinir þrír frægu pýramídar, Keops, Chepren og Mycerinus, rísa úrauðn- inni. Stutta stund er numið staðar framan við Sfinxinn, sem hefur glatað miklu af fegurð sinni og reisn, ekki síst við það, að tyrknesku hermennirnir, Mamelúkarnir, höfðu hann að skotmarki árið 1380 og skutu bæði skegg og nef af honum. En pýramídarnir gnæfa enn við bláan himin úr gulri sandauðn, mikilfenglegir og ótrúlegir. „Taiar ni svenska?“ Umhverfis er fullt af úlföldum með skrautleg reiðtygi og eigendurn- ir hamast við aö bjóða gestum að fara á bak. Sölumenn með marghátt- aðan varning eru eins og suðandi flugur, en við verjumst eftir bestu getu. Við einn áttum við þó dálítið óvenjuleg viðskipti. Sá var hávax- inn, hreinn og myndarlegur maður og bauð ýmsa skartgripi. Við af- þökkuðum og spurði hann þá hvað- an við værunt. „Nei, eruð þið frá íslandi, ég elska íslendinga. Talar ni svenska? Ég var ár á Norðurlöndunt og vann fyrir íslendinga. Dásamlegt fólk! Má ég ekki gefa þér þessa hálsfesti?" Og rétti mér festi úr túrkissteinum. „Nei takk, ég ætla ekkert að kaupa“, muldraði ég. „Nei, nei, mig langar til að gefa þér hana - og hérna eru smáhlutir handa börnunum". Áður en ég vissi af stóð ég með fullar lúkur. ,. Og hérna er höfuð- búnaður handa herranum! Gerið það fyrir mig að þiggja þetta“. Auðvitað endaði það mcð því að Birgir rétti honum aura, en hvað um það, okkur þótti þetta skemmtileg uppákoma, hvort sem það hefur tui allt verið leikaraskapur og skrök. Grafhvelfingar þessara rniklu pýramída eru allar skrautlausar og gangan inn æði löng og crfið, svo við lciddum hjá okkur að fara þangað samkvæmt ráði Sahaliu. Pýramídarnir eru svo ótrúleg mannvirki, að ég geri ekki tilraun til að lýsa þeim. Ekið var niður í Sakkara á ný, skoðuð ilmefnagerð, þar sem hin sætasta angan cr unnin úr blómum í olíu, sem svo cr flutt til útlanda til ilmvatnsgerðar. Einnig sáum við pappírsgerð, þar sem sýnt var hvern- ig þessi elsti pappír var unninn úr papírusreyrnum. Þar voru til sölu handmálaðar myndir á pappírsblöð, eftirlíkingar af fornum myndskreyt- ingum og ietri. Fögur teppi ofin úr silki og ull Á enn einn stað fórum við, svo- kallaðan vefnaðarskóla. Þar var stórt verkstæði, sem einkum þjálfaði börn, allt frá fimm ára aldri, í að vefa hin fegurstu teppi úr silki og ull. Nú var ég æði tortryggin á ágæti þessa verklags, en Sahalia sagði, að þarna lærðu börnin iðnað, sem gæti skapað þeim lífsafkomu og fullyrti að þeim væri alls ekki ofboðið. Húsakynnin voru björt og hrein og krakkamir glaðlegir og vel klæddir og buðu mér óspart að setjast hjá sér við vefina. Var ekki að sjá neina þvingun í þeim, þau skutust fram og aftur milli þess sem þau brugðu þessum fínu þráðum með ótrúlegri fimi í uppistöðuna. Þau sáu 3-6 við sama vefinn og eftir því sem gekk á munstrið var bekkurinn, sem þau sátu á, færður ofar, þar til vinda varð vefinn neðan frá. Þá var á ný ekið til Kairó, þar sem við áttum stefnumót við ferðaskrif- stofumann, sem sendi okkur á járn- brautarstöð, þaðan sem lest skyldi fara til Luxor kl. 6.30. Bílstjórinn fól okkur í hendur gömlum og grútskítugum burðarmanni, og full- yrti, að hann myndi sjá um að koma okkur í rétta lest. Áf venjulegum hroka okkar útskagafólks leist mér hroðalega illa á karlinn og bjóst við hinu versta. Hann kom okkur á stóla í skugga, vitjaði um okkur öðru hvoru, spurði um barnafjölda, hann ætti 10 börn, sem væri alveg ágætt. Og þegar loksins lestin kom kl. 8, fylgdi hann okkur í klefa og kvaddi með kærleikum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.