Tíminn - 08.09.1988, Blaðsíða 8

Tíminn - 08.09.1988, Blaðsíða 8
8 Tíminn Tímirm MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin I Reykjavík Framkvæmdastjóri Ritstjórar: Aðstoðarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriði G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason OddurÓlafsson Birgir Guðmundsson EggertSkúlason SteingrímurGíslason Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, (þróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Auglýsingaverð kr. 465,- pr. dálksentimetri. Verð í lausasölu 60,- kr. og 70,- kr. um helgar. Áskrift 700.- Forystuleysi Á þessari stundu verður ekki fullyrt, svo að óyggjandi sé, hvort svokölluð niðurfærsluleið hafi sungið sitt síðasta eða ekki. En ef síðustu atburðir í þróunarsögu niðurfærslunnar er útgönguversið sjálft, þá er ljóst að Þorsteinn Pálsson forsætisráð- herra er hetja dapurleikans í þeim söng. Viðskipti forsætisráðherra við miðstjórn A.S.Í. er kafli út af fyrir sig. Þegar ríkisstjórnin varð ásátt um það fyrir tæpum hálfum mánuði að kanna alla möguleika á því að fara niðurfærsluleið til bjargar útflutningsframleiðslunni og draga úr verðbólgu, þá kom eigi að síður í ljós að innan Sjálfstæðis- flokksins var andstaða gegn því að grípa til ráða af þessu tagi. Þorsteinn Pálsson hefur átt við þann vanda að etja innan síns flokks, að öflugt lið Reykjavíkur- valdsins og markaðshyggjupostular nýkapitalism- ans hafa risið upp gegn niðurfærslunni og telja hana algert brot á hugmyndum sínum um efnahags- og stjórnmál. Hins vegar eru í Sjálfstæðisflokknum menn með aðrar skoðanir, eins og best sést á því að formaður ráðgjafarnefndar þeirrar sem forsætisráðherra skipaði í sumar til að fjalla um efnahagsmálin, er einn af kunnustu forystumönnum flokksins á Vestfjörðum, Einar Oddur Kristjánsson. Þorsteinn Pálsson ræður ekkert við þessi and- stæðu öfl í sínum eigin flokki. Pótt hann feginn vildi vera foringi sameinaðs flokks, þá er hann það ekki. Þetta er ekki sagt Þorsteini til persónulegs ámælis, því að sannleikurinn er sá að hin andstæðu öfl í Sjálfstæðisflokknum snúast ekki um persónur einstakra manna. Það sem skilur sjálfstæðismenn er djúpur málefnaágreiningur. Hvorki Þorsteinn Pálsson né neinn annar af forystuliðinu, er fær um að jafna þennan ágreining. Þessi innanflokksvandi í Sjálfstæðisflokknum er síðan aðalvandamál ríkisstjórnarinnar. Forsætis- ráðherra hefur engan frið fyrir sínum eigin mönn- um til þess að vera forsætisráðherra í þriggja flokka stjórn. Þessi ríkisstjórn átti frá upphafi mikið undir því að skapa góð tengsl við hagsmunasamtök starfs- stétta og atvinnuvega. Það var fyrst og fremst hlutverk forsætisráðherra að halda uppi slíku starfi. Hvernig sem á því stendur hefur samráðs- stefnan verið aukaatriði í stjórnarstefnunni. Það þarf því engan að undra, þótt forsætisráð- herra takist ekki af skyndingu að koma á trúverð- ugum samskiptum við miðstjórn A.S.Í. í sambandi við fyrirhugaðar efnahagsráðstafanir. Við þessa vanrækslu á formlegum samskiptum frá upphafi, bætist síðan hin efnislega hlið málanna, þegar á reynir í alvöru. Það er því miður rétt að Þorsteinn Pálsson kynnir niðurfærsluleiðina sem launalækkunarleið, en ekki sem heildstæðar efnahagsaðgerðir. Slík kynning getur ekki borið árangur í samtölum við fulltrúa launafólks, enda mistúlkun, sem ekki er hægt að una í slíku alvörumáli. Fimmtudagur 8. september 1988 GARRI Kyrrð og ró Garri hitti kunningja sinn á dögunum ug þeir tóku tal suman likt og gengur. I'essi kunníngi sagði honum þá sögu af heimili sínu að allir nýju Ijósvakafjölmiðlamir væru orðnir þar að hreinni plágu. Þar vœri hver heimilismaður með sitt útvarp, og hávaðinn af þessu væri hreint út sagt óbærileg- ur. Verstir væru unglingamir, en þeir yrðu hvað scm það kustaði að vera helst hver með sína poppstöð- ina á tæki sínu, og stilla hávaðann upp í topp. Aðrir heimilismenn vildu svo fá að hcyra fréttir eða annað á gömlu gufunni svona af og til. Afleiðingin væri svo sú að venju- lega væru þetta fjögur eða fimm útvarpstæki í gangi á heimilinu og hávaðinn eftir því. Til viðbótar væri svo sjónvarpið opið öll kvöld og helgar, með tilheyrandi deilum um það á hvora stöðina ætti að stilla. Unaður kyrrðarinnar „Svo vildi þannig til hér eitt kvöldið,“ sagði þessi kunningi Garra, „að þannig hittist á að ég var cinn heima og allt liðið úti. Og veistu hvað ég gerði? Ég gekk á öll tækin og slökkti. Þú gctur ekki ímyndað þér hvað það var unaðs- legt að sitja þarna heima í allri kyrrðinni. Skrúfað fyrir allan glymjandann og kyrrð og ró í öllu húsinu. Þetta var eins og að koma inn á nýtt heimili.“ Þessi frásögn mannsins varð Garra nokkurt umhugsunarefni. Til skamins tíma var hér aðeins ein útvarpsstöð og cin sjónvarpsstöð. Nú stendur valíð í fjölmennom hlutiim landsins á milli alll að sex útsendinga í útvarpi og tveggja i sjónvarpi. Hér hefur orðið giör- bylting. Það fer iíka ekki á miili mála að þetta hefur á allra siðustu árunum verið að gjörbreyta öllu viðhorfi fólks til Ijósvakamiðla. Það er af sú tíð að fólk hlusti á þvi nær alla útvarpsdagskrána og reyni að fylgj- ast með sem mestu af þvi sem þar er á boðstólum. í staðinn eru máiin að þróast í þá átt að fólk kveiki á útvarpi þegar það er upplagt til að hlusta á eitthvað þægilegt fyrir eyrað og á sjónvarpi þegar það finnur hjá sér löngun til að setjast niður i hægindastól og sjá hvað er á boðstólum á skjánum. Útilokað er fyrir vcnjulegt fólk að fylgjast með öllu sem nú orðið er á boðstól- um á öldum Ijósvakans. Offramboð í frásögn inannsins, sem hér var vitnað til, kemur lika fram annað og það er sá leiði sem myndast hjá fólki þegar yfir það cr hellt allt of stórum skömmtum af útvarps- og sjónvarpsefni. Þegar oflramboð myndast á þessu sviði þá missa vcnjulcgir hlustendur áhuganii. Svo gripið sé til hagfræðingamáls þá nicttast markaðurinn við það að þörfunum er meira en fullnægt. Og án þcss að hér sé ætlunin að fara að gera Ijósvakauinræðuna pólitíska, þá verður ekki hjá því komist að benda á annað. Það er að allt hið nýveitta frclsi hér í útvarps- og sjónvarpsniálunum er vitaskuld ekkert annað en einn anginn af þeirri frjálshyggju sem síðustu árin hefur tröllriðið hér öllu þjóðfélaginu. i nafni frelsisins eiga allir að hafa leyfi til að setja upp útvarps- eða sjónvarpsstöð. Það er að segja allir scm eiga næga peninga til að ráðast í þá fjárfest- ingu sem slíku fylgir. Og afleiðingarnar sjáuin við fýrir okkur. Þjóðfélagið er að breytast þannig að útvarpslilustun og sjón- varpsgláp eru ekki lengur sama ánægjulega tómstundaiðjan og áður var fyrir meginþorra fólks. I staðinn eru ijósvakaneytendur settir í þá óskemmtilegu aðstöðu að vera inarkhópar sem fjölmiðla- fríkin keppast um að þóknast. Kannski er þetta þó bara nútím- inn og þeir gamaldags og á cftir tímanum sem leyfa sér að malda í móinn. Kannski eru það hávaðinn, glymjandinn og auglýsinga- mennskan sem koma skulu. Má vera að menn á borð við kunningja Garra séu aðcins steinrunnar cftir- legukindur frá horfinni tið og út úr takt við allan samfélagsveruleika nútímans. En hinu er þó ekki að leyna að óskaplega getur samt verið þægi- legt að fá einstaka sinnum að vera í næði og alcinn nieð sjálfum sér. í hraða og kapphlaupi nútímans get- ur nefnilega verið býsna gagnlegt að loka sig af öðru hverju og gefa sér tíina til að hugsa sjálfstætt um þá hluti og þau verkefni sem við inanni blasa. Það getur verið tals- vert þrcytandi til lengdar að láta mata sig á öllum hlutum og gera ekkcrt frumlcgt á eigin spýtur. Þess vegna má meir en vera að frjálshyggjan á öldum Ijósvakans leiði smám saman til þess að æ fleiri fari bara að skrúfa fyrir. Og er þá spurning hvort betur var af stað farið en hcima setið. Garri. VÍTTOG BREITT Risabækur um mannsparta frægðarfólks í Ameríku Mannsöldrum saman hefur það verið gróðavegur í Bandaríkjunum að setja saman ævisögur, endur- minningar og lífsreynslufrásagnir. sem tengjast frægðarpersónum í bandarískri sögu og þjóðlífi, stjórnmálamönnum, milljónerum, kvikmyndastjörnum og öðru slíku fólki. Bandarísk bókmenntagrein Bækur af þessu tagi eru alla jafna engin smásmíði, eins og al- kunna er um bandarískar bækur. Þar í landi er siður að semja langa doðranta, þykka og fyrirferðar- mikla og svo úttroðna af smáatrið- um, að kjarni hvers máls kemur sjaldnast I leitirnar, jafnvel þótt bókmenntarit eða sópdyngjur á boð við Reader’s Digest reyni stundum að stytta þctta ógnar lesmál og gera það alþýðu manna aðgengilegt. Sem sagt: Mannsaldur eftir mannsaldur hafa menn verið að afla sér fjár með því að skrifa ævisögur sínar eða segja tröllasög- ur af frægðarmönnum I risavöxn- um útgáfum. Ulysses S. Grant, sem var frægur hershöfðingi í borg- arastyrjöldinni 1861-65 og síðar forseti Bandaríkjanna við lítinn orðstír, endaði ævi sína með því að verða gjaldþrota sem ábyrgðar- maður I fjármálaævintýrum frænda sinna og vina. Hann bjargaði sér frá því að lenda á vonarvöl með því að semja ævisögu sína, enda hafði honum verið bent á að slíkt myndi ábatasöm iðja. Æ síðan, og vafalaust löngu fyrr, hefur það verið rauður þráður í bókmenntaafrekum Bandaríkja- manna að velta sér upp úr ævum frægðarpersóna með því að velta þeim upp úr öllum þeim óþverra, sem með einhverjum hætti, sönnu og lognu, mátti tengja við nöfn þeirra. Það er a.m.k. víst að ef niðrandi frásagnir vantar í slíkar bækur eða krassandi útleggingar á mannspörtum sögupersónanna, þá dregur það niður markaðsgildi bókanna. „Forsetabækur“ Eins og við er að búast eru Bandaríkjaforsetar kjörið „stoff“ í ritverk af þessu tagi, einkum þeir sem dauðireru. Fyrirferð „forseta- bóka“ einna saman í bandarískri prentsögu er slík að tæpast myndi hús á stærð við væntanlega Þjóðar- bókhlöðu íslendinga duga til þess að hýsa slíkt safn á einum stað. Það er því talið meiriháttar vandamál samviskusamra kennara, hvernig á að vinsa úr þessu Nóaflóði ævi- sagna og endurminninga til þess að mæla með einhverjum þeirra sem sannferðugum skrifum. í gær er sagt frá því í Tímanum að væntanleg sé á markaðinn vestra endurminningabók eftir einhvern Richard Goodwin, sem um eitt skeið hafði framfæri sitt af því að þjóna undir Lyndon Baines Johnson, sem var forseti Banda- ríkjanna 1961-69. Eins og gefur að skilja er væntanlegum lesendum bókarinnar lofað því að miklu rúmi skuli varið til þess að segja mergjaðar sögur af hegðun og andlegu ásigkomulagi Lyndons. Að vísu er frumleiki Goodwins þessa ekki meiri en svo, að eigin- kona hans hefur tíundað þessa brandara í sérstakri bók um Lyndon, sem hún setti saman fyrir mörgum árum. Niðurstaða Good- wins og þeirra hjóna beggja er sú að Lyndon Johnson hafi verið geðbilaður, þjáðst af ofsóknaræði, hann hafi alls staðar séð óvini á fleti fyrir. Að sjálfsögðu vantar ekki dæmin til að sanna hvernig ástatt var um geðheilsu forsetans. Kaflinn um Lyndon er fyrst og fremst sjúkraskýrsla. Hálfkæringur og orðsýki En sjúkraskýrslur sálgæslu- manna eiga oft ýmislegt sameigin- legt með framburði ímyndunar- fullra vitna. Full ástæða er því til að taka svona frásögnum og álykt- unum með fyrirvara. Þótt e.t.v. megi segja að Lyndon B. Johnson hafi ekki verið lánsamur forseti, þá er það ansi langt gengið að kenna því um að hann hafi ekki verið með öllum mjalla. Það, sem Lyndon hefur líklega gert sig sekan um, var að hegða sér strákslega og óvirðu- lega við ýmis tækifæri og tala þá alls konar meiningarleysur, sem orðsjúkir menn hafa farið að skilja bókstaflega. Á íslensku er svona stórkarlalegt hálfkæringsskraf kall- að sjóbúðartal og er fremur vinsælt tjáningarform á íslandi. Margir telja það heldur gáfnamerki og tákn um andlega heilbrigði, en um fram allt alþýðlegheit, að slá um sig með meiningarleysum. Það mætti því allt eins halda því fram, eftir þeim dæmum sem rakin eru í frásögn Tímans, að Lyndon B. Johnson hafi verið ágætiskarl, skrýtinn og skemmtilegur og lík- lega allra manna heilastur á geði, álíka ósnobbaður og útróðrarmenn I sunnlenskri sjóbúð á 19. öld. Aftur á móti kynni það að sannast á Richard Goodwin og frú að þau séu kímnisnauð og smáborgaraleg og dómgreindin eftir því. I.G.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.