Tíminn - 08.09.1988, Blaðsíða 15

Tíminn - 08.09.1988, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 8. september 1988 Tíminn 15 ílllllilllllllll að UTAN ' '':h!Íllir' ÍhÍiIIII!1"',,;!lllllll!!l!^Jii[|||||ll!ll-ll!líj[||l!lllli'ílilllllllllinj|||||||!l[illll!lli!!illllíiilí[|l|||l!ll!lll!l!!!ll!!ilill|||!l!!ll||iii^ Fangar úr gleymdu stríði halda loks heim á leið Fyrir ellefu árum hófust átök milli Sómaia og Eþíópíu- manna í héraði sem tilheyrði Eþíópíu en var að miklu leyti byggt sómalískumælandi fólki. Áður en langt um leiö hófu risaveldin óbein afskipti af átökunum og skiptu jafnframt um bandamenn frá því sem fyrr hafði verið. Bandaríkja- menn, sem áður höfðu stutt Eþíópa, tóku nú til við að styðja Sómali. Sovétmenn aftur á móti, sem áður höfðu verið stuðningsmenn Sómala, lögðu nú alla áherslu á að styðja við marxísk stjórnvöld í Eþíópíu og m.a. voru kúbanskir hermenn sendir á vettvang. Hörkubardagar stóðu ekki lengi eftir þetta en óvild hélt áfram milli ríkjanna, svo niikil að þau hirtu ekki um að komast að niöurstöðu um hvað þau ættu að gera við þá fanga sem báðir aðilar höfðu tekið í stríðinu. Það er ekki fyrr en nú, 11 árum eftir að stríðið hófst, að farið er að skiptast á föngum. Eineygt kúbanskt fórnarlamb snýr heim á leið Fyrir tíu árum var Orlando Car- doza tckinn til fanga í einu af gleymdu stríðunum á þessari jörð. Loks nú fékk þessi 31 árs gamli kúbanski hcrmaður að fara heirn á leið, til Havana, og farkosturinn var Rauða kross tlugvél. Hann hafði misst annað augað í fanga- vistinni. Lausn Cardoza úr fangavist, ásamt þúsundum eþíópiskra fanga var lokakaflinn í stríði í Norðaust- ur-Afríku, stríði sem jók á spenn- una milli risaveldanna á árunum fyrir 1980 þar sem þau þau egndu fulltrúa sína, Eþíópíumenn og Sómaii hvora gegn öðrum. Bardögum lauk að mestu áður en ár var liðið frá upphafinu með sigri Eþíópíumanna, en Cardoza hcfur veriö í fangelsi síðan 1978 vegna tregöu beggja dciluaðila til að setja endanlega niður ágreining- inn. Samkomulag náðist loks í vor Það var ekki fyrr cn í apríl í vor sem samkomulag tókst um friðar- samningaogfangaskipti. Um miðj- an ágúst fór svo að sjást árangur af samkomulaginu, þegar Rauði krossinn skipulagði heimflutríing þúsunda eþíópískra og sómalískra fanga. Cardoza var í hópi 18.000 kúb- anskra hcrmanna, sem sendir voru til stuðnings marxisku yfirvöldun- um í Eþíópíu. Sómalískar hersveit- ir tóku hann til fanga að baki víglínu Eþíópíumanna í grennd við borgina Harar og hann var hafður til sýnis í heimspressunni áður en hann var sendur í stranga öryggisgæslu í fangelsi sunnan við Mogadishu, höfuðborg Sómalíu. Fyrstu fangaflutningarnir um miðjan ágúst Fyrstu fangarnir voru fluttir frá Mogadishu til Dirc Dawa, austur af Addis Ababa. mcö Boeing 707 flugvél um miðjan ágúst. Á hverj- um degi síðan flutningarnir hófust eru farnar tvær flugferðir á dag sem flytja a.m.k. 180fanga. Blaða- maður The Sunday Times var eini vestræni blaðamaðurinn sem lékk leyfi til að fylgjast með fyrstu flutningunum og ræddi við Car- doza mestan hluta leiðarinnar. „Glataði áratugurinn minn“ Cardoza rifjaði upp þann tíma sem liann kallar „glataöa áratuginn sinn" og segir að nú líti hann á stríðið sem „kjánalega vitleysu scm aldrei hel'ði átt að eiga sér stað". Upptök stríðsins voru 1977 þeg- ar sómalískumælandi íbúar Oga- den héraðs í Eþíópíu gerðu upp- reisn, meö stuðningi hersveita frá Sómalíu. í ágúst 1977 höföu Sóm- alir náð meirihluta héraðsins á sitt vald og Eþíópíumenn höfðu oröið að yfirgefa alla mciriháttar bæi nema Harar. Risaveldin „hlaupa í skarðið" Skömmu síðar sncrist stríðsgæf- an við þegar risaveldin blönduðu sér í málið. Sovétríkin, sem áður höfðu stutt Sómalíu, sneru nú við blaöinu og hófu að sjá kommún- istayfirvöldum í Eþíópíu fyrir vopnum. Eþíópíumcnn fengu þá rússnesk vopn, rneira cn tveggja milljarða dollara virði, ásamt hundruöum „ráögjafa" og kúb- anskri hersveit. Bandaríkjamenn, sem fram að þcim tíma höfðu stutt Eþíópíu. Iilupu þá í skarðið mcð því að sjá Sómalíumönnum fyrir vopnurn. Þcssi mótlcikur Bandaríkja- manna varð samt lítilvægur miðað við íhlutun Sovétmanna og Kúbu- manna. Pcgar komið var fram í janúar 1978, þegar Cardoza var tckinn höndum, lá í augum uppi að Sómalir myndu vcrða undir í stríð- inu. Mánuði síðar var framið fjöldamorð á 8.000 sómölskum hermönnum í Jigjiga og í mars á sama ári dró Mohamcd Barrc, forscti Sómalíu, lcifar sómalska hersins til baka frá Ogadcn. Bardögum hætt en ekkert lát á átökum Þó að orrustum væri hætt héldu löndin tvö áfram að vera svarnir fjendur. Því scm næst á hverjum degi var skipst á stórskotahríð mcðfram landamærunum, öðru hvoru farnar sprcngjuherfcröir og á árinu 1982 voru tveir bæir í Sómalíu í höndum Eþíópíumanna. Vegna þessara átaka urðu örlög fanganna þau að sögn talsmanns Rauða krossins að „þeir féllu í gleymsku. Hvorki Sómalíumcnn né Eþíópíumenn voru í skapi til að gera hið minnsta til að flýta fyrir aö þeir yrðu látnir lausir og þjóðir heimsins létu sig engu skipta hvað um þá yrði". Tveggja ára samn- ingaviðræður leiddu loks til árangurs Fyrstu merki um breytingu á þessari afstöðu voru 1986 þegar Barre og Mengistu Haile Mariam, leiðtogi Eþíópíu, hittust í Djíbútí. Sómaliskum föngum var vel fagnað við heimkomuna til Mogadishu eftir langa fangavist. Orlando Cardoza er 31 árs gamall Kúbumaður sem hcfur undanfarið 10 ár setið í fangabúðum í Sómalíu. Nú fær liann loks að fara heim, en árin 10 fær hann aldrei aftur. Tvcggjit ára samningaviðræður leiddu svo til þess að samningurinn var loks undirritaður. „Ef forsctarnir heföu ekki liist á þennan hátt hcld ég aö ég hcfði aldrei veriö látinn laus," segirCar- doza. Þegar flugvclin mcö fangana innanborðs kom til Dire Dawa, í fylgd rússneskra MiG orrustuflug- vcla, beiö þcirra mikil móttökuat- höfn. Þar voru mættar lúðrasvcitir hcrsins, dansarar, yfirmcnn í hern- um og háttsettir foringjar í Vcrka- mannaflokki Eþíópíu. Kúbanskir og eþíópiskir licrs- höfðingjar mættu á vcttvang og smcygðu blómsvcigum um háls Cardoza og Lcgcsse Teferra majórs, cþíópísks flugmanns sem skotinn var niður yfir Ogaden. Aðrir fangar lögðust niður til að kyssa eþíópiska jörð. Þcgar Rauða kross flugvélin fór frá Dirc Dawa og sncri aftur til Mogadishu voru farþegarnir fyrstu sómalisku fangarnir á heimleið. Þeir, eins og eþíópisku fangarnir, báru lítinn kala til þeirra sem höfðu haldið þeim í fangavist. FlestirSómalanna höfðuhins vegar náðst miklu síðar og höfðu ekki lent í höndum eþíópiskra her- manna heldur sómaliskra and- stöðumanna. „Nú getum við notað peningana til gagnlegri hluta en að berjast“ Sendiherrar bæði Sómalíu og Eþíópíu voru um borð í fyrstu flugvélinni og töluðu um framtíð- arvonir landa sinna, þ.á m. sameig- inlegar áætlanir um að vinna úr jörð hin margvíslegu verðmæti setn finnast í Ogaden-héraði. „Nú, þeg- ar við erum hættir að verja millj- örðum dollara í að berjast hvorir við aðra, geturn við veitt fé til gagnlegri hluta," sögðu þeir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.