Tíminn - 08.09.1988, Blaðsíða 12

Tíminn - 08.09.1988, Blaðsíða 12
12 Tíminn Fimmtudagur 8. september 1988 FRÉTTAYFIRLIT MOSKVA - Fyrrum leiötogi Sovétríkjanna Leoníd Brésn- jev var tæknilega látinn úr slagi í janúar áriö 1976, en var lífgaður viö og stjórnaöi meira og minna vankaöur í sex ári eftir þaö. Þetta staðhæfir sov- éskur sagnfræöingur, Roy Me-| dvedev. Hann segir aö Brésn- jev hafi verið haldiö í valdastól af spilltum embættismönnum sem honum fylgdu og vissu aö staöa þeirra væri trygg á meö- an Brésnjev gegndi embætti forseta Sovétríkjanna og aöal-. ritara flokksins. Eftir slag Brésnjevs árið 1976 „varö sí- fellt erfiðara og erfiöara fyrir hann aö koma frá sér jafnvel hinum einföldustu stjórnarat- höfnum og aö lokum haföi hann ekki hugmynd um hvaö gekk á í kringum hann“ sagði í grein Medvedevs sem birtist í vikublaðinu Moskvutíöindum i gær. JERÚSALEM - ísraelskir hermenn handtóku aö minnsta kosti 190 Araba í sólarhrings leit þeirra í bænum Kalkilya á hernumda svæöinu á vestur- bakka Jórdan. Gabi Offir stór- fylkisforingi og yfirmaöur her- afla ísraela á hinum hernumda vesturbakka sagði að út- göngubann muni áfram gilda í hinum 50 þúsund manna bæ á meðan hermenn héldu áfram aðgerðum gegn Aröbum sem grunaðir eru um aðild aö upp- reisn Palestínumanna gegn hernámi ísraela á vesturbakk- anaum og á Gazasvæðinu. PEKING - Carlucci varn- armálaráðherra Bandaríkj- anna sem verið hefur í opin- berri heimsókn i Kína sagðist vera fullkomlega ánægður með skýringar Kínverja á vopnasölum þeirra til Miö Aust- urlanda og sagöist þess full- viss að vopnasölur Kínverja L framtíöinni muni ekki raska valdajafnvægi í heiminum. Carlucci sagöist þess fullviss að Bandaríkjamenn muni auka sölu á tæknibúnaði til Kína. Deng hinn aldni leiötogi Kín- verja sagði í viðræðum sínum viö Carlucci að hann óskaði þess að „vinur minn Bush“ nái kjöri sem forseti Bandaríkj- anna. Bush starfaöi um árabi sem sendifulltrúi Bandaríkj- anna í Kína. i TYRKLAND - Atta tyrk- neskir hermenn og fjórir óbreyttir borgarar féllu í fyrirsát sem skærulioar vinstrisinnaöra Kúrda gerðu þeim í austurhluta Tyrklands. Taliö er að skæru- liðarnir hafi komið meö hinum 60 þúsund flóttamönnum sem flúio hafa undan írökskum hermönnum yfir til Tyrklands. ÚTLÖND Allt á leið úr böndum í Burma: Rán, morð og grip- deildir í Rangoon Það virðist ailt vera að fara úr böndunum i Burma þar sem stjórnarandstæðingar hafa í raun knésett stjórnvöld og tekið yfir allar opinberar stofnanir að ríkisútvarpinu í Rangoon undanskildu. Síðustu daga hafa rán og gripdeildir aukist til mikilla muna og í gær tilkynntu stjórnvöld að þau hefðu fyrirskipað hermönnum að skjóta hvern þann sem gripinn væri við slíka iðju. Þá mun hafa slegið í brýnu milli mismunandi hópa og segjast vestrænir sendiráðsmenn hafa séð hauslaus brennandi lík á götum borgarinnar. Erlendir sendiráðsmenn sem til þessa hafa verið tiltölulega öruggir um sinn hag þrátt fyrir mikinn óróa, eru nú mjög uggandi og hefur banda- ríski sendiherrann skipað fjölskyld- um bandarískra sendiráðsmanna að hverfa á brott vegna ástandsins. í yfirlýsingu stjórnvalda sem lesin var í ríkisútvarpinu í Rangoon var skýrt tekið fram að hermenn myndu ekki láta til skarar skríða gegn friðsamlegum mótmælagöngum, heldur eingöngu gegn ræningjum. Hins vegar er Ijóst að neyðarástand ríkir. „Hér ríkir algert stjórnleysi" sagði vestrænn sendiráðsmaður í símaviðtali við Reuter fréttastofuna í gær. „Rán og gripdeildir um alla borgina". Ekki er víst að fyrirmæli stjórn- valda til hermanna um að þeir skuli skjóta ræningja á staðnum muni bera nokkurn árangur, því sendi- ráðsmenn og starfsfólk vestrænna hjálparstofnana hafa skýrt frá því að hermcnn hafi gengið fram fyrir skjöldu, rænt vöruhús og skilið dyr eftir opnar og hvatt hungraðan al- menning til að taka nægju sína. „Þctta gætu verið skref frá mótmæla- aðgerðum yfir í stjórnlausar gríp- deildir" sagði einn sendiráðsmaður- inn í samtali við Reuter. Þessi ummæli styrkja ásökun Aung San Suu Kyi eins leiðtoga stjórnarandstöðunnar sem sagði að háttsettir menn innan leyniþjónustu hersins réru að því öllum árum að koma á algjöru upplausnarástandi í borginni í von um að knésetja mót- mælaaðgerðirnar. Sagði Aung leyni- þjónustumennina vera nátengda Sein Lwin sem ríkti sem forseti í átján daga í lok júlí og byrjun ágúst, en þá telja erlendir sendiráðsmenn að þrjú þúsund mótmælendur hafi verið skotnir til bana af hernum að undirlagi forsetans. Aung sagði að lögregla og her- menn gerðu lítið til að halda uppi lögum og reglu, en að skipulagðir hópar munka og stúdentar hafi reynt að halda uppi löggæslu. Yfirlýsing stjórnvalda um að ræn- ingjar yrðu skotnir á staðnum var gefin nokkrum klukkustundum áður en frestur sá sem stjórnarandstaðan gaf forseta landsins Maun Maung til að segja af sér rann út og allsherjar verkfall átti að hefjast. Allt virðist vera á leið úr böndunum í Burma og berast nú fréttir af ránum, morðum og gripdeildum frá höfuðborginni Rangoon. Sveitir munka og stúdenta hafa reynt að halda uppi lögum og reglu með takmörkuðum árangri. Hænuskref tekin í átt til friöar í Angóla: Sáttartónn í liðaforingja Skæruliðaforinginn Jónas Savimbi segist tilbúinn til þess að vinna undir stjórn Jose Eduardos dos Santos hins marxíska forseta Angóla, ef það myndi verða til þess að friður næðist í landinu, en UNITA skæru- liðahreyfingin sem Savimbi tilheyrir hefur átt í skæruhernaði gegn ríkis- stjórn marxista sem ríkir { landinu með dyggum herstuðningi Kúbu- manna. Skilyrði þau sem Jónas setur eru að samvinna náist milli UNITA og MPLA og þessar fyrrum frelsishreyf- ingar Angóla myndi samsteypu- stjórn þar til frjálsar kosningar geti farið fram. Hin marxíska MPLA Geimfararnir tveir sem áttu í erf- iðleikum að komast til jarðar á ný í gær komust sem betur fer heilir á húfi til jarðar laust eftir miðnætti í nótt. Pá höfðu þeir gert tvær ntis- heppnaðar tilraunir til lendingar og var síðasta lendingartilraunin úr- slitatilraun því súrefnisbirgðir geim- farsins hefðu ekki dugað mikið lengur. Sovétmaðurinn Vladomir Lyakhov og Afganinn Abdul Ahad Mohmand sem eyddu óvænt saman frelsishreyfing hafði betur þegar Portúgalar yfirgáfu Angóla árið 1975 og náðu völdum, en UNITA hreyf- ingin sat eftir með sárt ennið og hefur barist gegn marxistastjórn MPLA allar götur síðan. „Ég er tilbúinn til að vinna undir stjórn Jose Eduardo dos Santos“ sagði Jónas í viðtali sem birtist í gær í portúgölsku dagblaði. „Ég mun vinna fyrir málstað Angólu, jafnvel þó forsetinn sé dos Santos". Að undanförnu hafa farið frant viðræður milli marxistastjórnarinnar í Angóla, Kúbumanna, Suður-Afr- íkustjórnar og Bandaríkjamanna um frið í Angóla og sjálfstæði Nami- bíu. UNITA hreyfingin hefur ekki aukanótt í geimnum voru vel á sig komnir er geimfar þeirra Soyuz TM-5 lenti loks suðaustur af Dze- hezkazgan í Kazakhstan tíu mínútur fyrir eitt í fyrrinótt. Þeir höfðu aldrei látið bilbug á sér finna þó líf þeirra hafi hangið á bláðþræði. „Petta hefur aldrei skeð áður“ sagði Lyakhov í samtali við stjórn- stöð á jörðu þegar hann skýrði frá því að klóakkerfi geimfarsins væri í ólagi. í kjölfar þessara orða skellihló hann og virtist ekkert banginn þó skæru- UNITA tekið þátt í þeim viðræðum, en leiðtogar hreyfingarinnar hafa gert að skilyrði að beinar viðræður fari fram milli UNITA og MPLA, annars verði ekkert af friði í landinu þó árangur náist í friðarviðræðum ríkj- anna fjögurra. „Opinberlega segjast þeir (marx- istastjórnin í-Angóla) ekki semja við UNITA. En það hafa farið fram viðræður gegnum önnur Afríkuríki. Þeir hafa komið með tilboð og við með gagntilboð. Einn góðan veður- dag munum við eiga beinar viðræð- ur“ sagði Jónas í viðtalinu, sem tekið var í höfuðstöðvum skæruliða- sveita hans djúpt í skógum Angóla. tvær tilraunir til lendingar hafi mis- tekist og dagar hans væru taldir ef sú þriðja mistækist. Þessi sögulega geimferð er fyrsta geimferð sem Afgani tekur þátt í, en Abdul fékk að fljóta með til að sýna sterk vinatengsl stjórnarinnar í Moskvu og stjórnarinnar í Kabúl, en eins og alþjóð veit hafa Sovétmenn stutt stjórnina í Kabúl dyggilega í baráttunni við skæruliða múslíma í Afganistan. Afgönsk þota skotin niður yfir Pakistan Pakistanar segjast hafa skotið niður afganska herþotu sem flog- ið hafi inn fyrir pakistönsku land- amærin í gær, en að undanförnu hafa pakistönsk stjórnvöld sakað afganska flugherinn um að hafa brotið lofthelgi og gert loftárásir á þorp innan pakistönsku landa- mæranna. Afganar og Sovét- menn hafa vísað þessum ásökun- um á bug og sagt að afganskar herþotur hafi haldið sig innan afgönsku landamæranna allt frá því Pakistanar skutu niður sov- éska herþotu í Pakistan 4.ágúst. Þá bjargaðist sovéskur flugmaður er hann stökk út úr þotunni í fallhlíf og er var hann afhentur sovéskum stjórnvöldum. Pakistanska sjónvarpið skýrði frá því að pakistanskar herþotur hafi flogið fram á hóp afganskra herþota innan pakistanskrar flug- helgi norðan af Peshawar. Ein herþota var skotin niður en hinar komust undan yfir til Afganistan eftir að hafa sleppt sprengjufarmi sínum. Sagði í frétt sjónvarpsins að fjórir menn hafi slasast og tvær kýr látið lífið í sprengingunum. Það er nokkuð kaldhæðnislegt að atvik þetta varð sama dag og Pakistanar héldu upp á „flughers- daginn“, en þá minnast þeir stríðsins gegn Indlandi árið 1965. Geimfarið náðist niður

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.