Tíminn - 13.09.1988, Blaðsíða 4

Tíminn - 13.09.1988, Blaðsíða 4
4 Tíminn Þriðjudagur 13. september 1988 Miklir heyskaöar á Austurlandi: Mesta vætutíð síðan áriðl 950 Nær látlaus vætutíð og óþurrkar á Austurlandi, allt frá Langanesi, til Hafnar í Hornafirði frá því viku af ágúst, hefur leitt til þess að bændur á þessum slóðum hafa sumir hverjir náð litlu sem engu heyi í hús. í samtölum við nokkra bændur á Austurlandi kom fram að útlitið hjá mörgum væri svart. Hey hafa legið í allt að Ijórar vikur eða lengur, og ekki sér ennþá fyrir endann á vætutíðinni. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni má búast við batnandi veðri frá og með deginum í dag, vestlægri eða suðvcstlægri átt og þurrviðri að mestu leyti. Að sögn eldri manna á Austur- landi niuna þeir ekki eftir annarri eins vætutíð síðan 1950, og segja sumir að árið í ár sé verra ef eitthvað er. Á Veðurstofunni fengust þær upplýsingar að mjög votviðrasamt hefði vcrið á na;r öllu Austuriandi allt frá því um miðjan júlí. Ekki væri þö enn farið að skoða það nánar hvort eitthvað óvenjulegt væri hér á ferð, en búast mætti við frekari athugun, þegar bækur fyrir ágústmánuð frá veðurathugunar- stöðunum hefðu borist. Þeir sem Tíminn hafði tal af voru almennt sammála um, að ekki dygði að fá þurrk í tvo til þrjá daga, heldur yrði að koma langur og mikill þurrkur, þar sem túnin væru sjálf mjög biaut og marga daga tæki að þurrka þau. Þá væri eftir að ná heyinu, sem víða væri orðið brúnt og jafnvel svart, eða mikið til ónýtt. Menn voru að vonum óhressir með ástandið, þar sem fjölmargir höfðu þurft að skera fé sitt niður vegna riðu si. ár. Síðan bætist þessi ótíð við, sem gæti leitt til enn meiri niðurskurð- ar, þar scm hey væru lítil og lítið væri að fá af heyi, ef svo heldur áfram sem horfir. Kristín Pálsdóttir ein þriggja bænda á Aðalbóli í Jökuldals- hreppi sagði í samtali við Tímann að gífurleg úrkoma væri búin að vera í m’argar vikur. Hún sagði að bróðir hennar, Gísli Pálsson sem heyjar í Skógargerði í Fellum, sem er í töluverðri fjarlægð frá bænum, hefði aðeins tekist að komast með tvo bíla af heyi heim í hlöðu. „Pað sem hann átti flatt eða var bundið á túninu er ailt rennandi blautt og eflaust ónýtt,“ sagði Kristín. Hún sagði að crfitt væri að gera sér grein fyrir því tjóni sem þau hefðu orðið fyrir, enda lægi það ekki fyrir fyrr en að heyskap loknum. Kristín sagði að hún ætti cftir að ná inn um það bil helming af sínu heyi, og væri það búið að liggja flatt sl. þrjár vikur. Kristín sagði að svipaö væri ástatt með aðra bæi í nágrenn- inu. Einum hcfði aðeins tekist það sem af væri að ná um 600 böggum inn í hlöðu, þó væri ástandið mjög misjafnt og sumum hefði tekist að hcyja að mestu leyti áður cn vætu- tíöin hófst. „Ég man ekki eftir þcssu svona erfiðu, þcssar enda- lausu rigningar," sagði Kristín. Sigrún Jakobsdóttir Þorbrands- stöðum í Vopnafjarðarhreppi sagði að það væri mismikið hvað menn ættu eftir að heyja. Margir hefðu átt mikiö í görðum sem lægi nú undir skemmdum. „Við slupp- um sjálf nokkuð vel, eigum að vísu tvö stykki eftir og vorum búin að slá annað fyrir um þrem vikum. Heyið á því er nú sjálfsagt ónýtt.“ Hún sagði að víða væru túnin það blaut að crfitt væri að nota vélar á þeim, þannig að bíöa þyrfti eftir að vatniðsjatnaði í jarðveginum, áður en farið væri að hreyfa eitthvað við heyinu. Sigrún sagðist vel niuna eftir sumrinu 1950, og sagði hún að sumarið í ár væri a.m.k. ekki betra en þá. í Skeggjastaðahreppi fengust þær upplysingar að sláttur hefði gengið mjög hægt. Það sem tekið hefði verið í þurrhey væri meira og minna lélegt ef ekki ónýtt. Nefnt var sem dæmi að á túnum sem slegin voru um verslunarmanna- helgina lægi heyið ennþá flatt. Svipaðar sögur var að heyra víðar af Austurlandi. Hjá Búnaöarsam- bandi Austurlands á Egilsstöðum fengust þær uppiýsingar að ástand- ið á þeirra svæði væri cinna verst á fjörðunum. Svogæti fariðaðskort- ur yrði á heyi hjá sumum bændum og taldi Jón Snæbjörnsson hjá búnaðarsambandinu að erfitt gæti orðið fyrir bændur að fá keypt hey cf til þess þyrfti að koma, auk þess sem takmarkanir væru á flutningi heyja milli svæða og jafnvel innan svæða, vegna riðuveiki. Hann sagði að tjónið sem af vætutíðinni hcfði hlotist lægi ekki fyrir og taldi ekki líklegt að farið yrði í að meta það. - ABÓ Nýr Vesturbæjarskóli afhentur í dag Kennsla tefst til 16. september Vesturbæjarskólinn var formlega opnaður í síðustu viku og leggst nú af kennsla í gamla Stýrimanna- skólanum við Öldugötuna, fyrir enda Stýrimannastígs. Gamla húsið er löngu orðið of lítið enda hefur börnum á skólaaldri fjölgað mjög í gamla Vesturbænum undanfarin ár. Hefur þeim fjölgað það mikið að hinn nýi skóli er þegar orðinn of lítil nú áður en kennsla hefur hafist í honum og búið að tvísetja hann. Ekki tókst að ljúka byggingu skólahússins fyrir skólabyrjun og hefst því ekki kennsla í gamla Vest- urbænum fyrr en föstudaginn 16. september nk., hálfum mánuði seinna en kennsla hófst almennt í grunnskólum Reykjavíkur. Nýja skólahúsið er 2629 fermetrar á þrem hæðum. í húsinu er auk kennslustofa og aðstööu fyrir kennara, tónmenntastofa, aðstaða fyrir skólatannlækni og heilsugæslu, skólaeldhús, matsalur, og leikfimi- salur sem þó er enn ekki tilbúinn, en áætlaðeraðtaka ínotkun 1989. -sá Frá afhendingu Vesturbæjar- skóla.Kristín Andrésdóttir skóla- stjóri fremst á mvndinni. Vestur- bæjarskóli er „hálfopinn“ skóli og hefur hann verið hannaður í sam- ræmi við það. Með slíku kerfi gefst nemendum kostur á að hafa áhrif á stundatöflu sína upp að vissu marki, enda skilin milli greina og kennslu- stunda ekki í jafn föstum skorðum og í hefðbundnum skóla. Listamaðurinn Baltasar við verk sín.Hann mun mála sögu fngimundar gamla landnámsmanns. Baltasar ræöst í stórvirki á Húnavöllum í A-Húnavatnssýslu: Saga Ingimundar gamla í Saga Ingimundar gamla, land- námsmanns að Hofi í Vatnsdal, verður efni rúmlega fjörtíu fermetra fresku sem listamaðurinn Baltasar Samper mun fljótlega hefjast handa við í Húnavallaskóla. Verður þetta fyrsta freskumynd sem unnin er hér á landi með efnivið sem sóttur er út fyrir kirkju og guðspjöll. Torfi Jónsson, oddviti á Torfalæk í Torfa- lækjarhreppi, er upphafsmaður að þessu framtaki, en hann segist hafa orðið mjög hrifinn af listskreytingum Baltasars úr fjallræðu Krists í Víði- staðakirkju í Hafnarfirði. Listamað- urinn hefst handa riú í september við þessa fyrstu freskumynd sem unnin er úr íslandssögunum. Ráðgert erað verkinu verði lokið í mars á næsta ári og er áætlaður kostnaður um hálf önnur milljón króna, sem Listskreyt- ingarsjóður ríksins greiðir að veru- legu leyti. Það var fyrst í fyrra sem Torfi hóf máis á þessu í framkvæmdanefnd Húnavallaskóla, en þar eiga sæti oddvitar þeirra hreppa sem standa að skólanum. í vor varð síðan ljóst að Listskreytingarsjóður gæti tekið þátt í fjármögnun verksins eftir að sjóðsstjórnin hafði samþykkt lista- manninn, viðfangsefnið og staðinn. fresku í lok þessa mánaðar hefst Baltasar handa við undirbúning að verkinu og felst það í því að hann kemur fyrir frístandandi járngrindum á' þann vegg sem myndflöturinn nær yfir og múrar hann ásamt múrarameistara. Á þennan múrvegg verður myndin síðan máluð í kalk samkvæmt æva- fornum aðferðum sem Baltasar hef- ur áður sýnt að hann kunni vel að beita í Víðistaðakirkju. Þessar að- ferðir sem listamaðurinn notar hér á landi eru þó betrumbættar með tilliti til jarðhræringa og sótti hann m.a. Mexíkómenn heim fyrir fáeinum árum til að sjá hversu langt þeir voru komnir í jarðskjálftavörnum við freskugerð. Niðurstaða Baltasars varð þessi sjálfstæða ámúraða grind sem myndar eins konar auka þykkt á þann vegg sem verið er að vinna myndina á. Myndveggur þessi í Húnavallaskóla hefur verið valinn þannig að freskan á að blasa við öllum þeim sem koma inn í skólann á veturna og hótelið á sumrin. Er það álit sérfræðinga að freskuverk eins og Baltasar vinnur það, sé líklegt til að standa um aldur og ævi og alveg örugglega lengur en skóla- byggingin sjálf, en jarðskjálftar eru nánast það eina sem unnið hefur á freskumyndum til þessa. KB Árni Jónsson bóndi að Króki í Ásahreppi: Búháttabreytt í bleikjueldi? Fyrst þegar uppi voru hugmyndir um fiskeldi á lsiandi var horft til lítilla framleiðslueininga og voru þá bændur meðal annarra hafðir í huga. Þessi áform breyttust og í dag er fiskeldið stór atvinnugrein og fáir bændur sem stunda greinina samfara búrekstri. Þó finnast enn menn sem áhuga hafa á að reka fiskeldisstöðvar samfara almennum búrekstri. Einn slíkur er Árni Jónsson bóndi að Króki í Ásahreppi í Rangárvalla- sýslu. Einmitt þessa dagana er verið að fjalla um umsókn Árna hjá Fram- kvæmdasjóðr, um átta milljóna króna stofnlán til bleikjueldis. Árni hefur þegar látið framkvæma tilraunaboranir í landi sínu og lofa þær góðu um möguleika í eldi. Upphaflega ætlaði Árni í seiðaeldi á laxi en við könnun á ýmsu því er lýtur að eldismálum komst Árni að þeirri niðurstöðu í samráði við fiski- fræðinga að bleikjueldi væri vænleg- asti kosturinn. Hann hefur þegar samið um að framkvæmdir við stöð- ina hefjist, þegar grænt ljós verður gefið frá Framkvæmdasjóði á stofnlán. Mjög aðkallandi er orðið fyrir Árna að fá svör frá Fram- kvæmdasjóði þar sem síðustu forvöð fara að verða með að útvega seiði til eldis í ár. Hugmyndir Árna eru um níutíu tonna stöð, þó svo hann geri ekki ráð fyrir að slík afkastageta verði fyrsta kastið. Forsaga þess að Árni ákvað að sækja um lán til fiskeldis er sú að hann keypti jörðina, Krók árið 1985 og sótti þá þegar um aukningu í mjólkurkvóta en var á endanum synjað um aukningu eftir að hafa fengið jákvætt svar í fyrstu. „Mér var boðið að fara í refinn en það vildi ég alls ekki, því ég vissi um þær sveiflur sem eru í greininni. Fiskeldið sýndist mér vera besti kosturinn og því sótti ég um lánveit- ingu til þess. Framkvæmdasjóður hefur haft málið hjá sér um langt skeið og nú skilst mér að það verði afgreitt á næstu dögum.“ - ES

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.