Tíminn - 13.09.1988, Blaðsíða 12

Tíminn - 13.09.1988, Blaðsíða 12
Þriðjudagur 13. september 1988 Ólga vex í Chile er nær dregur kosningum: Pinochet grýttur en mótmælendur skotnir Þó þessi ungmenni styðji Pinochet heilshugar og hefðu tekið vel á móti hinum, þá var ekki það sama hægt að segja um ungmenni í fátækrahverfum Santiagoborgar sem grýttu bflalest hans á sunnudaginn. Nýstofnuð Alþýðuhreyfing Letta birtir róttækar kröfur í málgagni ungkommúnista: Sjálfstætt Lettland innan Sovétrikjanna Opnunarstefna Gorbatsjofs hefur haft gífurleg áhrif í Eystrasaltsríkj- unum þrem er innlimuð voru í Sovétríkin árið 1940. Raddir um stóraukið sjálfstæði hafa orðið sífellt hærri, en líklega ganga síðustu kröf- ur Alþýðufylkingar Lettlands lengst. Hér má hins vegar sjá ungan Eist- lending á mótmælafundi. Lettar eru heldur betur að færa sig upp á skaftið og krefjast þess nú að Lettland verði lýst sjálfstætt ríki með fullkomið efnahagslegt sjálf- stæði og neitunarvald gegn ákvörð- um sovéskra yfirvalda er snerta mál- efni Lettlands. Það er nýstofnuö hreyfing er kall- ar sig Alþýðufylkingu Lettlands sem setur þessar kröfur fram, en þær birtust í Sovetskaya Molodezh, málgagni lettneskra ungkommún- ista. Krefst Alþýðufylkingin einnig að Lettar fái lettneskan ríkisborg- ararétt og hafi frjálsar hendur um samskipti sín við aðrar þjóðir, en lúti þar ekki stjórn Sovétríkjanna. Þá fer hreyfingin fram á að þeir Lettar sem fluttir voru nauðungar- flutningum vítt og breitt um Sovét- ríkin á dögum Stalíns fái að flytja til ættjarðar sinnar að nýju. Alþýðuhreyfingin hefurgreinilega fengið blessun landsmanna til að starfa í Lettlandi þar sem hreyfingin fær að birta kröfur sínar í málgagni ungkommúnista. Ekki er enn ljóst hver viðbrögð stjórnvalda í Kreml verða við þessari hreyfingu, en lík- lega eru þetta róttækustu kröfur í átt til sjálfstæðis sem birst hafa í opin- beru málgagni í Sovétríkjunum. Sprengjuherferö IRA heldur áfram: Yfirmaður lögreglu slapp naumlega úr sprengjutilræði 12 Tíminn FRÉTTAYFIRLIT RANGOON - Stjórnar- andstaðan í Burma hafnaði; tillögum ríkisstjórnar sósía- listaflokksins um kosningar, en i samkvæmt þeim var gert ráð; fyrir að núverandi stjórn héldi völdum þar til almennar frjálsar kosningar færu fram eftir þrjá mánuði. Stjórnarandstaðan krefst þess að fá hlutdeild í j bráðabirgðastjórn sem sett yrði á fót strax og ríki fram yfir kosningar. Stjórnarandstæð- ingar segja að núverandi ríkis- stjórn verði að segja af sér áður en kosningar fara fram. MAPUTO - Forseti Suður- I Afríku, P.W. Botha hélt í óopin- bera heimsókn til Mósambík og ræddi þar við Joaquim Chissano forseta landsins. Mósambíkmenn hafaáundan- förnum árum sakað Suður- Afrikustjórn um að styðja hægri sinnaða skæruliða er berjast gegn stjórnvöldum, en árásir þeirra hafa skaðað mjög efnahag landsins. Forsetarnir ræddu meðal annars um hugs- anlegt friðarsamkomulag og efnahagslega samvinnu land- anna tveggja. MOSKVA - Fyrirtækjum sem rekin eru með tapi í Sov-' étríkjunum kann að verða lok- að á næstunni eða þá samein- uð öðrum betur stæðum fyrir- tækjum. Er þetta í samræmi við stefnu stjórnvalda sem kynnt var í fyrra, en mun að j líkindumkomatilframkvæmda; á næstunni. PEKING - Mikil flóð hafa < orðið i kjölfar rigninga í suður- hluta Kína og hafa 170 manns drukknað. 110 þúsund manns hafa misst heimili sín. Ein og i hálf milljón hermanna og al- j mennra borgara hafa unnið að hjálparstarfi í Hunan héraði þar sem flóð hafa verið mest. 30 þúsund manns hafa verið flutt frá heimilum sínum í Wuh- an nærri Hubei vegna flóð- anna. HAITI - Fimm voru myrtir og sjötíu slasaðir er menn úr fyrr- um leynilögreglu Haiti réðust inn í kaþólska kirkju og gengu þar berserksgang. Hermenn lokuðu leiðum til og frá kirkj- j unni, en þeir lokuðu einnig j augum fyrir ofbeldisverkum leynilögreglumanna, því þeir gripu ekki inn í fyrr en kirkjan stóð í Ijósum logum eftir fimm tíma hryðjuverk. Kaþólska kirkjan hefur hvatt fólk til að sýna friðsama andstöðu gegn i stjórninni á Haiti, en ofbeld- j isverk þar hafa aukist að nýju j að undanförnu. i Pérez de Cuéllar NIKOSÍA - íranar saka [r-, aka um að koma í veg fyrir j áframhaldandi friðarviðræour j með því að neita að viðræð- i urnar fari fram í New York eins | og de Cuellar aðalritari SÞ fór ■ fram á. írakar eru móðgaðir út I í Bandaríkjamenn eftir að þeir! fordæmdu efnahernað íraka ! gegn Kúrdum, en írakar segj-1 ast engum efnavopnum hafa 1 beitt. Það voru ekki blíðar móttökur sem hershöfðinginn Augusto Pino- chet forseti Chile fékk í fátækra- hverfum Santiagoborgar á sunnu- daginn þegar minnst var 15 ára valdatöku hersins. Fátækir unglingar gerðu aðsúg að bílalest Pinochets forseta, komu upp farartálmum úr logandi hjólbörðum og köstuðu grjóti og drullu að föruneyti forset- ans. Mótmælendurnir fengu enn óblíðari móttökur því öryggissveitir réðust til atlögu að mótmælendunum og notuðu lífverðir forsetans skot- vopn til að ryðja bílalestinni leið. Fimm unglingar voru særðir skotsár- um og hundrað og fimmtíu manns voru handteknir. Þennan sama dag gerðu öryggis- sveitir bílasprengju óvirka rétt hjá höfuðstöðvum herforingjastjórnar- innar í Santíagó, rétt áður en bifreið Pinochets ók þar fram hjá. Isabella Allende dóttlr Salvadors Allende forseta Chile sem myrtur var af mönnum Pinochets núverandi forseta í hinni blóðugu byltingu V-þýskur gísl frelsaður Vestur-Þjóðverjinn Rudolf Cor- des fékk frelsi í gær, en undanfarna 20 mánuði hafa samtök er kalla sig „Frelsisbaráttan" haft hann í gísl- ingu í Beirút. Cordes var rænt 17. janúar í fyrra aðeins nokkrum dög- um eftir að yfirvöld í Vestur- Þýskalandi handtóku Mohammed Ali Hammadi sem grunaður er um aðild að flugráni bandarískrar far- þegaþotu árið 1985 og morði á einum farþega þotunnar. Er talið að Cordes hafi verið rænt til að vega upp á móti handtöku Hammadis, sem nú er fyrir rétti í Frankfurt og að bróðir Hammadis hafi skipulagt ránið. Vestur þýsk stjórnvöld hafa að undanförnu verið í stöðugum við- ræðum við ýmis öfl í Líbanon í von um að Cordes yrði sleppt. Öðrum Vestur-Þjóðverja sem rænt var um svipað leyti og af sömu samtökum var einmitt sleppt í septembermán- uði á síðasta ári eftir átta mánaða prísund hjá mannræningjum. hersins árið 1973, hefur hvatt al- menning í Chile að taka höndum saman og fella Pinochet í forseta- kosningunum sem fram fara í land- inu 5.október næstkomandi. „Það verður að vera það mikill þrýstingur gegn Pinochet að herinn sjái sig nauðbeygðan til að taka til endurskoðunar hvort það samrýmist hagsmunum hersins að styðja áfram- haldandi einræði hans,“ sagði Isa- bella í viðtali við Newsweek um helgina. Skoðanakannanir sýna að allt er í járnum hvað fylgi Pinochet og stjórnarandstöðunnar áhrærir. Þær sýna einnig að stór hluti kjósenda hefir ekki gert upp hug sinn svo líkur eru á tvísýnum kosningum. Ef meiri- hluti kjósenda hafnar Pinochet sem er einn í kjöri, hefur herforingja- stjórnin skuídbundið sig til að halda nýjar kosningar að ári liðnu þar sem fleiri frambjóðendur fá að bjóða sig fram. En ef Pinochet fær meirihluta atkvæða mun hann fá umboð til að ríkja næstu níu árin. Yfirmaður lögreglunnar á Norð- ur-írlandi og fjölskylda hans sluppu naumlega í sprengjutilræði um helgina. Sir Kenneth Bloom- field, kona hans og sonur sluppu án mikilla meiðsla þegar tvær kraft- miklar sprengjur sprungu á heimili hans í fyrrinótt. Má það teljast mikil mildi því að hús Bloomfield fjölskyldunnar er nær rústir einar eftir sprengingarnar. Það var írski lýðveldisherinn sem stóð að baki þessu sprengjutil- ræði og segist lögreglan á Norður- írlandi hafa sannanir fyrir því að IRA ætli sé að undirbúa kröftuga sprengiherferð í landinu. Yfirlýs- ing IRA eftir tilræðið styður þetta, því í henni er enbættismönnum ráðlagt að segja af sér eða „taka afleiðingunum ella“. Bloomfield hefur verið yfirmað- ur almennu lögreglunnar á Norður- írlandi frá því árið 1984. Á síðasta ári var hann útnefndur til að vera í fyrirsvari fyrir nefnd háttsettra embættismanna sem er ætlað það erfiða og viðkvæma verkefni að draga úr illdeilum mótmælenda og kaþólikka á Norður-frlandi. Sprengjutilræði þetta ber upp á sama dag og fundarhöld stjórn- valda á írlandi og Bretlandi um hið síversnandi ástand á Norður-ír- landi átti að hefjast. Það var Char- les Haughey forsætisráðherra fr- lands sem boðaði til þess fundar í kjölfar þess að breskir hermenn skutu þrjá liðsmenn IRA til bana skammt frá þeim stað sem átta breskir hermenn létust í sprengju- tilræði IRA nokkrum dögum áður. „Aumir“ hljómleikar hjá Michael Jackson: 3400 aðdáend- ur slösuðust Rúmlega 3400 einlægir aðdáendur rokkstjörnunnar Michael Jackson slösuðust á sunnudag þegar hetjan hélt kveðjutónleika í Liverpool á Englandi, en Mikki hefur verið á hljómleikaferðalagi um Evrópu að undanförnu. Allir hinir 125 þúsund aðgöngu- miðar að hljómleikunum seldust upp og komust færri að en vildu. Hinir 1500 áhorfendur sem þóttust heppn- ir að ná stöðu næst sviðinu urðu ekki þeirrar ánægju aðnjótandi sem þeir bjuggust við, því æstir aðdáendur fyrir aftan krömdu þá upp við sviðið. Sem betur fer urðu ekki mjög alvarleg meiðsl, en þó þurfti að leggja fjórtán manns inn á sjúkra- hús, hinir fengu að fara heim af sjúkrahúsi eftir að gert hafði verið að meiðslum þeirra. Lögreglan handtók tuttugu og tvo ólátabelgi fyrir ofbeldi og ólögiegt athæfi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.