Tíminn - 13.09.1988, Blaðsíða 8

Tíminn - 13.09.1988, Blaðsíða 8
8 Tíminn I Þriðjudagur 13. september 1988 Iíiiiinii MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin i Reykjavík Framkvaemdastjóri Ritstjórar: Aðstoöarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriði G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason OddurÓlafsson BirgirGuðmundsson Eggert Skúlason Steingrímur G íslason Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Auglýsingaverð kr. 465,- pr. dálksentimetri. Verð í lausasölu 60,- kr. og 70,- kr. um helgar. Áskrift 700.- Heildarlausn hafnað Lengi verður í minnum haft hver var aðdragandi, inntak og örlög svo kallaðrar niðurfærsluleiðar. Aðdragandinn var sá að forsætisráðherra landsins, sem er æðsti yfirmaður efnahagsmála, þóttist loks komast að því eftir margra mánaða leit, hver væri höfuðmeinsemd efnahagslífsins. Þorsteinn Pálsson fór víða um land í júlímánuði síðastliðnum, heimsótti ekki síst útgerðar- og fisk- vinnslustaði í flestum landshlutum. Eftir þessa athug- un virtist forsætisráðherra taka undir skilgreiningu framsóknarmanna á efnahagsvandanum, sem var sú að útflutningsfyrirtækin stæðu ekki undir rekstri sínum. Auðvelt var að skýra ástæðurnar fyrir því að útflutningsfyrirtækin, fyrst og fremst fiskvinnslu- stöðvarnar úti um landsbyggðina, áttu í rekstrarerfið- leikum. Ástæðurnar voru tvær: í fyrsta lagi voru kostnaðarhækkanir gífurlegar við að reka fyrirtækin, í öðru lagi lækkaði verð á erlendum mörkuðum og gengisskráning var þessum mikilvægu fyrirtækjum óhagstæð. Með tilliti til þessa var það skynsamlegt, þegar forsætisráðherra hafði frumkvæði að því að skipuð var nefnd gagnkunnugra forystumanna í útflutnings- greinum til þess að gefa ríkisstjórninni ráð um, hvernig úr vanda þeirra mætti leysa. Formaður nefndarinnar var kunnur sjálfstæðismað- ur af Vestfjörðum, Einar Oddur Kristjánsson, sem allir bera traust til. Nefndin stóð vel að sínu verki og skilaði forsætis ráðherra áliti og tillögum. Margir höfðu flimtað með það sín á milli að nefnd af þessu tagi yrði ekki frumleg í tillögum sínum. Pað reyndust óþarfar getsakir, því að nefndin lagði fram athyglisverðar hugmyndir um heildstæðar efnahagsaðgerðir, sem snertu flestar þjóðhagsstærðir. Frá nefndinni kom mjög eftirtektarverð yfirlýsing um skaðsemi verðbólgu, svo varla hefur áður verið kveðið fastar að orði um það efni, enda íslendingar fremur vandir á að finna leið til að lifa með verðbólgu en sigrast á henni. Þessi tillaga ráðgjafarnefndarinnar var nefnd niður- færsluleið vegna þess að í henni fólst að beita skyldi lögum og ráðherraákvörðunum til þess að lækka verðlag, vexti, laun, opinberar gjaldskrár o.s.frv. Ekki fer milli mála að þessari hugmynd ráðgjafar- nefndarinnar var vel tekið af almenningi. Fólk þóttist sjá í henni eitthvað nýtt, eitthvað annað en gengis- lækkun og áframhaldandi verðbólgu. Hægt var að sýna fram á, að rekstrarkostnaður fyrirtækja lækkaði og verðbólgan myndi hjaðna og komast á viðráðanlegt stig. Pví miður hafnaði forsætisráðherra að fara þessa leið. Hann var neyddur til þess að hafna henni. Eins og ljóst má vera eru margir sjálfstæðismenn hlynntir niðurfærsluleiðinni. En slíkir menn eru gersamlega áhrifalausir í flokknum. Ráðandi afl innan flokksins er hópurnýkapitalista, sem lítur áþað, sem helgispjöll að ríkisstjórnin hafi áhrif á stjórn efnahagsmála. Forsætisráðherrann rís ekki gegn þessu liði. Meðan svo stendur hlýtur að vera ágreiningur í stjórnarsam- starfinu og óvíst hvernig hann verður jafnaður. GARRI RETT HJA SVERRI Sverrir ilerinannsson banka- stjóri Landsbankans vakti á sér athygli um helgina fyrir snöfur- mannlega yfírlýsingu. Og ekki í fyrsta skipti, því að maðurinn er óspar á slíkt, eins og alþjóð veit. Að þessu sinni lýsti hann því yfir að Landsbankinn væri hættur að lána frystihúsum landsmanna pcn- inga, umfram föst afurðalán. Ástæðan, sem bankastjórinn til- greindi, var sú að þessi fyrirtæki væru þannig á vegi stödd rekstrar- lega að það þýddi ekkcrt að lána þeim lengur. Rekstur þeirra væri með þeim hætti að hann gæti engan veginn staðið undir þeim vöxtum sem nú væru gildandi. Óneitanlega er þetta þungur dómur yfir þeirri atvinnugrein sem svo lengi sem elstu menn muna hefur staðið undir nánast öllu mannlífi hér í landinu. Og ofan í kaupið þeirri grein sem öll velmcg- un okkar hér á iandi byggist á. Þeirri grein sem er undirstaða einhverra bestu lífskjara á vestur- löndum og íslenska þjóðin býr við ogfrystihús Tcður Sverrir var eins og menn muna á sinum tíma ráðherra menntamála hér í landinu. I því starfi varð honum það á að reka fræðslustjórann á Norðurlandi vestra svo sem frægt varð. Garri var honum ósammála um þá ráð- stöfun og tclur enn að hann hafi hlaupið þar á sig. En Garri er hins vegar nokkurn veginn jafn sammála Sverri núna og hann var ósammála honum þá. Það er hárrétt hjá bankastjóranum að staða frystihúsanna er orðin þannig að það er ekki nokkur rekstrargrundvöllur fyrir þau lengur. Ollum, sem til þekkja, ber saman um að þau geti engan veginn staðið undir þeim vöxtum scm þeim er gert að greiða af rekstrarfé sínu. Og einnig að tapið af rekstri þeirra sé orðið það mikið að í rauninni sé ekki vitglóra í því að halda honum áfram. Og ekki nóg með það, því að þetta á ekki aðeins við um frysti- húsin, heldur nánast allan atvinnu- rekstur utan suðvesturhornsins. Það hefur verið gífurleg þensla í þjónustugreinunum á Reykjavfk- ursvæðinu, og þangað hefur fjár- skákað í þvi skjólinu að þær hafa getað verðlagt þjónustu sína nokk- urn veginn í samræmi við tilkostn- að. Framleiðslugreinarnar úti á landi hafa hins vegar verið með bundnar tekjur vegna þess að þær skapast eriendis og hreyfast ekki i föstu gengi. Þess vegna hafa fryst- ihúsin og önnur fyrirtæki á lands- byggðinni setið eftir, og af þessu stafa vandræði þeirra núna. Frjálshyggjan Það sem bankastjórinn gat hins vegar ekki um í þessu samhengi var að þessi staða mála er ekkert annað en afleiðing frjálshyggjunn- ar sem hans eigin flokkur, Sjálf- stæðisflokkurinn, hefur barist hvað harðast fyrir síðustu árin. Sam- kvæmt kenningum hennar á allt að vera frjálst, vextir jafnt sem verð- lagning. Samkvæmt sömu kenning- um eiga þau fyrirtæki hreinlega að fara á hausinn sem ekki standa sig i marglofaðri frjálsri samkeppni. Það hefur hins vegar sýnt sig æ betur eftir þvi sem tímar hafa liðið að frjálshyggja í þessari mynd gengur ekki upp í íslensku þjóðfé- lagi. Ástæðan er m.a. sá munur sem er á aðstöðu framleiðslu- og þjónustufyrirtækja í landinu til að ákvarða tekjur sínar. Þjónustufyr- irtækin lifa á hinum sem starfa i framleiðslunni. Og fyrirtækin f framleiðslunni geta ekki hækkað verð á vörum sínum til erlendra kaupenda eins og þeim sjálfum sýnist. Og ekki dugar að setja frystihúsin bara upp til hópa á hausinn, því að þá hrynja hin líka. Þarna skapast því skekkja af vöid- um frjálshyggjunnar sem hin frjálsu markaðslögmál hennar ráða ekki við. Þess vegna gerir hún ekki annað en að keyra hér allt atvinnu- líf í strand ef hún fær áfram að ráða ferðinni óbeisluð. Þess vegna er það hárrétt hjá Sverri Hermannssyni bankastjóra að það þýðir ekkert að halda áfram að lána frystihúsunum peninga. Þvert á móti verður að stöðva þá stcfnu að bankar og þjónustufyrir- tæki fái að leggjast á þau og sjúga úr þeim blóðið. Það verður að sjá til þess að útgjöld húsanna séu í samræmi við tekjur. Allt annað er einn saman gálgafrestur. Garri. VITT OG BREITT 11 illlllll Hjálp í viðlögum Ekki þarf víst að fræða neinn á því að svo lengi sem elstu menn muna hefur það verið ríkjandi stefna hér á landi að halda móður- málinu hreinu. Þess vegna leggja menn höfuðin stöðugt í bleyti til að finna ný íslensk orð þegar ný hugtök bætast við málumhverfið. Yfirleitt tekst þetta nokkuð vel, ég nefni af handahófi orð eins og þota, þyrla, ferna, tölva, rit- vinnsluforrit og tölvuskjár. Stund- um fá nýju íslensku orðin hins vegar ekki hljómgrunn; til dæmis ætlar hinu ágæta orði snælda að ganga heldur hægt að útrýma orð- inu kassetta. Þessi stefna hefur það líka í för með sér að orðabækur hér úreldast fyrr en ella. Margir þekkja efalaust það sem oft er vitnað til um orðið þvottavél; það er ekki í orðabók Sigfúsar Blöndals og ástæðan er ekki vanræksla höfundanna heldur hitt að slík tæki voru ekki komin hér til sögunnar á þeim tíma og þá ekki orðið heldur. Á dögunum var hér víst líka vitnað í það að í þýsk-íslenskri orðabók Jóns Ófeigssonar, útgáfunni frá 1953, er orðið „Fernsehapparat" þýtt sem „fjarsýnisáhald (e.k. útvarps- tæki)". Á þeim árum hefur hið geysihaglega orð „sjónvarp" ekki verið komið til sögunnar og því ckki verið hægt að grípa til þess við þýðinguna þarna. „Skyndihjálp" Þetta rifjaðist upp fyrir mér um helgina er ég fletti Morgunblaðinu. Þar var í laugardagsblaði grein um gagnlegt starf sem Reykjavíkur- deild Rauða krossins vinnur með því að halda uppi námskeiðum í því sem þar var nefnt „skyndi- hjálp“. Ekki var það þó efni grein- arinnar sem þarna varð mér tilefni umhugsunar, heldur nafnið á þess- ari tegund bráðaþjónustu sem veita þarf þegar slys eiga sér stað. Svo vill nefnilega til að á ung- lingsárum var ég í skátunum, sem kallað var, og sótti þangað margs konar gagnlega reynslu líkt og fjölmargir reykvískir unglingar á þeim árum. Þar voru þessi fræði eitt af því sem hvað mestur tími fór í að kenna og þjálfa. Þar var enginn maður með mönnum nema hann kynni til fullnustu öll handtök sem lutu að því að gera lífgunartil- raunir og binda um sár eða auman ökkla. Þegar menn svo uxu úr grasi og fóru í Hjálparsveitina þá gilti ekki annað en að geta skartað rauðu krossmerki á bringunni, en það var tákn þess að menn hefðu lokið sérprófi í þessari grein. Hér var um gagnlega kunnáttu að ræða sem ég er eftir á ekkert annað en þakklátur fyrir að hafa fengið tækifæri til að tileinka mér. Hins vegar hafa mál æxlast þannig að ég hef lítið fengist við umönnun sjúkra um dagana, og af þeim sökum er nú óneitanlega töluvert farið að fyrnast yfir þessi fræði í hugamínum. En hitt man ég þóvel að á þessum árum hét þetta ekki „skyndihjálp“ heldur „hjálp í við- lögum“. Ég hef grun um að það hafi verið sá ágæti og málhagi maður, Jón Oddgeir Jónsson, lengi fulltrúi hjá Slysavarnafélagi íslands, sem ráðið hafi mestu um nafnið „hjálp í viðlögum". Meðal annars samdi hann bók með þessu heiti sem lengi vel var helsta undirstaða allrar kennslu í greininni. Öfug málvöndun Hvernig sem á því stendur er þó svo að sjá að þetta nafn hafi að mestu horfið í skuggann og að orðið „skyndihjálp" hafi komið í staðinn. Ástæður þess þekki ég ekki, en vera má að einhverjum hafi þótt hér vera þörf á styttra heiti og ef til vill þjálla í munni. En hér er þó greinilega það á ferðinni sem nefna mætti öfuga málvöndun. Það er þegar góðu heiti er kastað fyrir róða og annað síðra tekið upp. Hjálp í viðlögum er góð og gegn íslenska og lýsir nákvæmlega því sem um er að ræða: hjálp þegar mikið liggur við. Þetta er gegnsætt heiti og skýrir sig sjálft út frá lögmálum tungunnar, sem reyndar er talinn meginkostur góðra nýyrða. Þess vegna er nýyrð- ið „skyndihjálp" gjörsamlega óþarft og ætti að leggjast af. í staðinn ættu menn að halda áfram að tala um hjálp í viðlögum. -esig

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.