Tíminn - 13.09.1988, Blaðsíða 20

Tíminn - 13.09.1988, Blaðsíða 20
Auglýsingadeild hannar auglýsinguna fýrir þig Ókeypis þjónusta RIKISSKIP NÚTÍMA FLUTNINGAR Hafnarhúsinu v/Tryggvagötu, S 28822 686300 Tíminn Tíminn Baráttan við plastið loks að bera árangur? Þeir sem eiga leið um Gálmaströnd við sunnanverðan Steingrímsfjörð, komast varla hjá því að taka eftir fjörunni. Á fáum stöðum á landinu gefur að líta eins hreina og vel hirta fjöru; hvergi er rusl að sjá og rekaviðnum er raðað í snyrtilega stafla á fjörukambinum. En þetta hefur ekki gerst sjálfkrafa. Að baki liggur margra ára þrotlaus vinna og þrotlaus barátta. Baráttan við plastið. Á undanförnum mánuðum hefur hefur verið. Stærð haugsins er með margt verið rætt og ritað um meng- un í sjó og við strendur landsins. Einkum hefur athygli manna beinst að plastmengun í fjörum, en hún er víða gífurleg, ekki síst við Húnaflóa. Þetta vandamál hefur verið þekkt árum saman, en mynd- ir frá ferð Ómars Ragnarssonar um Bitrufjörð á síðasta ári vöktu marga til alvarlegri umhugsunar en fyrr um ástand þessara mála. Sl. vetur hóf Siglingamálastofnun ríkisins herferð til að koma í veg fyrir losun óforgengilegra úrgangs- efna í sjó og víst er að margir hafa tekið sig á í þessum efnum. En hversu slæmt hefur ástandið verið? Og hefur áróðurinn skilað sjáan- legum árangri? Fréttaritari Tímans á Hólmavík leitaði svara við þess- um spurningum á ferð sinni um Gálmaströnd á dögunum. Á bænum Grund í Kirkjubóls- hreppi búa hjónin Páll Traustason og Elínborg Oddsdóttir ásamt son- um sínum. Þau þekkja „baráttuna við plastið“ betur en flestir aðrir, því að á undanförnum árum hafa þau varið ótöldum vinnustundum í hreinsun fjörunnar á Gálmaströnd. Frá því á síðasta hausti hafa þau safnað öllu plasti af rekanum í einn haug. Þessi haugur gefur glögga mynd af því hversu slæmt ástandið ólíkindum, líklega röskir 30 m3. Allt þetta plast hefur borið að landi á 3-4 km strandlengju á einu ári. Þetta samsvarar ca 8,5 dm3 (8,5 1) á hvern lengdarmetra strandlengjunnar. Til samanburð- ar má geta þess að krumpaður innkaupapoki (haldapoki) kemst auðveldlega fyrir í 300 ml glasi (0,3 dm3). Samkvæmt því má ætla, að árlega reki á land jafngildi 28 tómra innkaupapoka á hvern lengdarmetra fjörunnar á Gálma- strönd. (Svona útreikninga ber að sjálfsögðu ekki að taka of hátíð- lega.) I plasthaugnum á Gálmaströnd kennir margra grasa. Auk plast- poka af óteljandi gerðum mátti sjá þarna tóma plastbrúsa undan olíu og hreinsiefnum, veiðarfæri o.m.fl. Að sögn Páls Traustásonar, bónda á Grund, virðist stærstum hluta af' plastinu hafa verið fleygt af skipum, en þó er nokkuð af því upprunnið úr landi. En hefur áróður síðustu mánaða skilað einhverjum árangri? Berst minna af plasti á fjörur nú en áður? Páll Traustason kvaðst ekki fjarri því að plastrekinn hefði minnkað. Hins vegar væri enn of snemmt að fullyrða um þetta. Annars vegar bærist plastið mest að landi í • í-.t' ^ - Páll Traustason og fjölskylda hans á Grund í Kirkjubólshreppi hafa safnað saman öllu plasti sem rekið hefur á fjörur þeirra á einu ári. Afraksturinn er með ólíkindum. Tímamynd: stefán Gíslason norðanátt, sem hefur ekki verið algeng í sumar (þar til á allra síðustu dögum). Einnig virtist plastið mynda fláka á sjónum, e.t.v. eftir straumum, en þetta fyrirbæri er vel þekkt í sambandi við rekavið. Vindáttin ein hefur því ekki allt að segja. Stundum rekur mikið í norðanátt, stundum nær ekkert, allt eftir því hvernig flákunum miðar á ferðalagi sínu. Ferðin um Gálmaströnd var fróðleg. Þarna sést glöggt dæmi um það ófremdarástand sem ríkt hefur í mengunarmálum sjávar. Þarna sást einnig glöggt dæmi um þá óhemjumiklu vinnu, sem íbúar við ströndina þurfa að leggja á sig til að halda fjörunni hreinni. Hins vegar er framtíðin enn óljós. Þó er margt sem bendir til þess að um- fjöllun um þessi mál á síðustu mánuðum hafi þegar skilað ár- angri. Skip og bátar koma nú með mun meira rusl að landi en áður og því hlýtur minna rusli að vera fleygt í sjóinn. Áfram þarf þó stöðuga árvekni ef takast á að viðhalda hreinleika íslenskrarnátt- úru til lands og sjávar. í þeirri baráttu verða allir að standa saman. Stefán Gíslason VERDBOLGAN 9% í ÁGÚST Vísitala framfærslukostnaðar reyndist 110 stig í byrjun septem- ber, sem er 0,7% hækkun frá byrjun ágúst. Samsvarandi hækkun í hverjum mánuði jafngildir um 9% verðbólgu á heilu ári. Verðbólga frá gengislækkuninni tölum. Samtals hefur framfærsl- uvísitalan hækkað um 10% frá því í maí. Verðhækkun einstakra flokka síðustu fjóra mánuði hefur verið þessi: Búvörurh. verðlagsgrundv. 8,5% í maí hefur verið sem hér segir: Aðr. innl. matogdrykkj.v. 9,2% Aðrar innlendar vörur 9,8% Vísit.h: Verðbólga: Innfl. matogdrykkjarvörur 9,9% Maí-júní 3,4% 50,1% Bíll, bensín og varahlutir 12,8% Júní-júlí 3,5% 50,8% Aðrarinnfl. vörur 8,7% Júlí-ágúst 2,1% 29,1% Áfengi og tóbak 6,8% Ágúst-sept. 0,7% 9,1% Húsnæðiskostnaður 13,2% Opinberþjónusta 10,8% Verulega hefur hægt á verðbólg- Önnurþjónusta 9,1% unni á ný, samkvæmt þessum Að meðaltali hefur vísitalan hækkað um 10% á tímabilinu eða jafn mikið og gengisfellipgin sem gerð var í maí. Athygli vekur að innlendir liðir vísitölunnar hafa hækkað mjög álíka og þeir inn- fluttu á tímabilinu. Áfengi og tó- bak hefur hækkað minnst en mest hækkun hefur orðið á húsnæðis- liðnum, sem m.a. mælir fjármagns- kostnað af húsnæðislánum. Húsnæðiskostnaðurinn lækkaði raunar um 0,2% nú milli ágúst og september. Einnig varð nokkur verðlækkun á veitingahúsa- og hót- elþjónustu, ferðavarningi og ávöxtum og grænmeti. - HEI Endurnýjun vélakosts í Norður-Atlantshafsfluginu: Boeing 757 í stað DC-8-63 Stjórn Flugleiða hefur ákveðið samhljóða að Boeing 757 þotur muni taka við af DC-8-63 vélunum („átt- unum") í Norður-Atlantshafsflugi félagsins. Um er að ræða tvær þotur sem Flugleiðir hafa tryggt sér af- greiðslurétt á frá verksmiðjunum og verða afhentar vorið 1990. Flugleiðir hafa þá til viðbótar möguleika á að nýta sér afgreiðslurétt á þriðju þot- unni af þessari gerð sem afgreidd yrði ári síðar eða vorið 1991. Þessar vélar eru mjög eftirsóttar um þessar mundir og er framleiðsla Boeing- verksmiðjanna nú uppseld fram til ársins 1993. Þessar véíar munu taka mest 206 farþega þegar þær verða komnar í rekstur hjá Flugleiðum og þar af verða um 20% þeirra á Saga Class. Enn hefur ekki verið ákveðið með hvaða hætti fjármögnun á þessum kaupum verður háttað, en á stjórn- arfundi sem boðaður hefur verið í október verður tekin afstaða til þess hvort hagkvæmara er að fá vélarnar á kaupleigu eða hreinlega að kaupa þær. Þessi flugvélakaup eru liður í allsherjar endurnýjun á flugflota fé- lagsins, en þegar hefur verið gengið frá endurnýjun á vélakosti í Evrópu- fluginu og koma nýjar Boeing 737- 400 vélar til landsins í vor. Ákvörðun um endurnýjun véla- kosts í innanlandsfluginu verður síð- an tekin í vetur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.