Tíminn - 16.09.1988, Page 10

Tíminn - 16.09.1988, Page 10
,10 Tíminn; Föstudagur 16. september 1988 Föstudagur 16. september 1988 Tíminn 11 ÍÞRÓTTIR ÍÞRÓTTIR 1 London. Lolp; kom að því að Englendingar ynnu knattspyrnu- landsleik. í fyrrakvöld báru þeir sigurorð af Dönum í vináttulands- leik 1-0. Það var Niel Webb sem gerði sigurmark Englendinga á 28. mín. en litlu munaði að Danir gerði mark strax á fyrstu mín. leiksins, þegar Michael Laudrup átti skot rétt framhjá enska markinu. Nýliðinn David Rocastle átti mjög góðan leik í enska liðinu, sem þurfti sannarlega á því að halda að sigra, en leikurinn var upphitun fyrir fyrsta leik Eng- lendinga í undankeppni heimsmeist- arakeppninnar, gegn Svíum í næsta mánuði. Genf. Sigurður Grétarsson gerði sigurmark Lucerne í fyrrakvöld, er liðið sigraði meistarana frá því í fyrra, Neuchatel Xamax, 1-0. Með þessum sigri náði Lucerne forystu í svissnesku I. deildinni með 16 stig, þremur stigum á undan Grasshopp- ers og Sion. Meistararnir Neuchatel Xamax eru með neðstu liðum í deildinni. Guðríður Guðjónsdóttir skoraði 5/4 mörk fyrir íslenska landsliðið í Vestmannaeyjum í gærkvöldi, þegar ísland vann Spán 19-13. ísland var yfir allan leikinn, en í hálfleik var staðan 10-7 fyrir fsland. Tímamynd Pjetur Handknattleikur: Tórínó. Alexander Zavarov lék sinn fyrsta leik með Juventus á Ítalíu í fyrrakvöld. Zavarov, sem er fyrsti Sovétmaðurinn sem leikur með ítölsku liði, haltraði af lcikvelli eftir aðeins 19 mínútur og í hans stað kom gamli maðurinn Antonio Ca- brini. Juventus borgaði Dinamo Kiev fimm milljónir dollara fyrir Zavarov í sumar. I London. Terry Venables fram- kvæmdastjóri Tottenham hefur í hyggju að kaupa írska landsliðs- manninn Paul McGrath frá Man- chester United. Kaupverðið mun vera 850 þúsund pund. Ekki mun verða af sölunni fyrir helgi þannig að McGrath getur ekki leikið með Tot- tenham gegn Liverpool eins og Ven- ables hafði gert sér vonir um. Snurða hjóp á þráðinn á síðustu stundu þannig að samningar tefj ast. Chiba, Japan. Ben Johnson heimsmethafi í 100 m hlaupi tók í vikunni þátt í frjálsíþróttamóti í Japan, en þar keppti sveit Kanada í 4x100 m boðhlaupi karla og sigraði. Þegar Johnson var spurður að því á hvaða tíma hann myndi hlaupa 100 m í Seoul sgist hann ekkert vita um það, en hann væri öruggur um að sigra. Það er greinilega mikið tauga- stríð í gangi milli Johnsons og Carls Lewis, því Lewis Iýsti því yfir í vikunni að hann mundi aldrei aftur tapa 100 m hlaupi fyrir Johnson. í þau 15 skipti sem þeir hafa mæst á hlaupabrautinni síðan þeir kepptu sem unglingar 1980, hefur Lewis sigrað 9 sinnum, en Johnson 6 sinnum. Heimsmeistara- keppnin 1995 haldin á íslandi Á þingi alþjóða handknattleiks- sambandsins sem haldið var ■ Seoul í S-Kóreu í fyrrinótt að íslenskum tíma var ákveðið að heimsmeistara- keppnin 1995 fari fram á fslandi. Samkomulag tókst við Svía á síð- ustu stundu og var hlutkesti varpað um það hvor þjóðin fengi keppnina 1993. Það kom í hlut Svía og verður heimsmeistarkeppnin í handknatt- leik 1995 því haldin á íslandi. Upphaflega átti keppnin að fara fram 1994, en fyrirkomulagi keppn- innar hefur verið breytt þannig að framvegis verður keppnin haldin á tveggja ára fresti í stað fjögurra áður. Miklu hefur verið til kostað til að kynna umsókn íslands að fá heims- meistarakeppnina hingað og hafa þar margir lagt hönd á plóginn, svo sem forseti íslands, ríkisstjórnin, HM nefnd Handknattleikssam- bandsins undir forystu Matthíasar Á. Mathiesen samgönguráðherra, borgarstjórinn í Reykjavík og stjórn HSÍ svo einhverjir séu nefndir. Eins og áður hefur komið fram er fyrirhugað að byggja nýja íþrótta- höll í Laugardal og mun hún rúma um 8000 áhorfendur. Nýja höllin mun standa við hlið hinnar gömlu, sem löngu er orðin of lítil fyrir allar þær sýningar sem þar fara fram árlega. Nýja höllin mun eiga að taka við þessu sýningahlutverki og reynd- ar vera allsherjar funda- og ráð- stefnumiðstöð. Þar að auki er löngu Ijóst að fleiri íþróttahús vantar í borgina eins og sést á því að landslið- in í handknattleik og körfuknattleik eiga oft í erfiðleikum með að fá inni fyrir æfingar. Með tilkomu nýju hallarinnar ætti mjög að rýmkast um fyrir landsliðin hvað æfingahúsnæði varðar. Það má segja að það séu nokkur vonbrigði fyrir íslendinga að fá ekki keppnina 1993, en um leið sárabætur fyrir forystu HSÍ að fá keppnina 1995. Sú keppni er aðeins ári á undan Ólympíuleikum og efstu sæti keppninnar gefa þátttökurétt til keppni á leikunum 1996. Svíar misstu af vetrarólympíu- leikunum 1994 til Norðmanna, en heimsmeistarakeppnin í handknatt- leik ætti að vera þeim nokkur sára- bót þrátt fyrir að handknattleikur sé ekki hátt skrifaður í Svíþjóð, miðað við aðrar íþróttagreinar. BL Ólympíuleikar: Vetrarólympíu- leikarnir 1994 í Lillehammer Það kemur í hlut Norðmanna að halda vetrarólympíuleikana 1994. í atkvæðagreiðslu sem fram fór á fundi alþjóða ólympíunefndar- innar í fyrrinótt var ákveðið að leikarnir færu fram í Lillehammer, en fjórar borgir sóttust eftir leikunum. Flestir reiknuðu með að Sofia, höfuðborg Búlgaríu, yrði fyrir valinu, en Búlgarar sóttust einnig eftir leikunum 1992, en biðu þá lægri hlut fyrir frönsku borginni Albertville. Leikarnir verða haldnir tveimur árum á undan sumarleikunum frá og með leikunum í Lille- hammer og verða því vetrarleikar bæði 1992 og 1994. Aðrar borgir sem sóttust eftir leikun- um '94 voru Östersund í Svíþjóð og Anchorage í Alaska. Öllum á óvart heltust Búlgarar úr röðinni strax í fyrstu umferð atkvæðagreiðslunnar í fyrrinótt, en í lokin stóð baráttan milli Lille- hammer og Östersund. Svíar voru mjög von- sviknir eftir atkvæðagreiðsluna, eins og fram kemur annars staðar á síðunni. Gleðin var aftur á móti mikil í Noregi og Gro Harlem Brundtland forsætisráðherra sagði að þetta væri stórkostlegt fyrir Noreg. BL Svíþjóö sótti um vetrarólympíuleikana 1994: Fengu synjun í fimmta sinn Frá Þét lónwyní frétunani Tímans í stokkhótmi: Fréttamaður í sænska sjónvarpinu sagði Vonbrigðin voru óskapleg í Östersund og strax að lokinni beinni útsendingu frá útnefn- raunar allri Svíþjóð í gærmorgun, þegar Ijóst ingunni t Seoul, að Svíar hefðu fallið á var að Svíar höfðu tapað í 5. sinn í atkvæða- óþokkabragði, slík voru vonbrigðin. greiðslu alþjóða ólympíunefndarinnar um að Aðeins fáeinir mundu eftir, fyrir kurteisis- halda vetrarólympíuleika. sakir að óska Norðmönnum til hamingju, en um þetta leyti dönsuðu íbúar Lillehammer á Gremjan spettur ekki síst af því að heiður- götum úti í gleði sinni. inn af að halda vetraólympíuleikana 1994 féll «Eg á ekki orð til að lýsa vonbrigðum Lillehammer í Noregi í skaut. mínum,“ segir Leif Forsberg formaður um- „Niðurstaðan sýnir að allt getur gerst í sóknarnefndar Svta, sem var í S-Kóreu um þessum heimi,"segir Gunnar Jonsson, bæjar- Þe»a leyti. „Östersund og Liliehammer hafa fulltrúi í Östersund, en undanfarið hálft nokkurn veginn uppá það sama að bjóða; annað ár hefur öllu verið kostað til að kynna östersund stendur að mínu viti nokkuð betur Östersund og þá frábæru aðstöðu sem þar er ae) v'gL en Þa& ætt' að skipta' alþjóða fyrir hendi til iðkunar vetraríþrótta. ólympíunefndina einhverju að Svfar hafa „Þetta er ekki rökrétt, nú má gera ráð fyrir sótt urn leikana 5 sinnum, en ailtaf fengið að annað land í Skandinavíu fái ekki að halda synjun, en Norðmenn hafa haldið vetraról- vetrarólympíuleika næstu 30-40 ár‘\ ympfuleika áður. Sanngirni hefur ekki ráðið Svíum gremst það innilega að hafa aldrei atkvæðagreiðsla meirihluta fulltrúa í nefnd- hlotið náð fyrir augum alþjóða ólympíu- inni“. nefndarinnar hvað varðar vetrarólympíu- Þv> er kastað fram sem líklegri skýringu leika, en Noregur hefur einu sinni áður synjunarnefndarinnaríþettasinn.aðheims- haldið þá. meistarakeppnin í skíðaíþróttum fer fram í Fyrir atkvæðatalninguna í gærmorgun Svíþjóð 1993. Það hefur þess vegna þótt töldu Svíar næsta víst að þeirra eini keppi- réttlátt að fela nágrannanum í Noregi að sjá nautur væri Sofia, höfuðborg Búlgaríu, en unl Ólympíuleikana. - hún féll mjög óvænt úr röðinni þegar í fyrstu Beinni útsendingu í sænska sjónvarpinu atkvæðagreiðslunni. Lillehammar hafði sigur 'auk með ÞV1 að leikið var sænska dægurlagið á Östersund í þriðju atkvæðagreiðslu. >The winner takes it all“. ÞJ/BL Reykjavík. Á miðnætti í kvöld hefst bein útsending frá setningarat- höfn Ólympíuleikanna í Seoul. At- höfnin stendur í rúma 3 tíma og á næstu dögum verða með litium hlé- um beinar útsendingar frá leikunum. Nánar verður sagt frá dagská sjón- varp annars staðar í blaðinu og á íþróttasíðum næstu daga verður kynnt dagskrá sjálfra leikanna. Seoul. Þrettán manna keppnislið Líbýu er enn ókomið til Seoul. Samkvæmt síðustu fréttum var lið- inu sagt að koma sér heim til sín, en þá var liðið statt á hóteli í Trípólí höfuðborg landsins þegar tilkynning kom frá valdhöfum að íþrótta- mennirnir ættu að fara til síns heima. Juan Antonio Samaranch formaður alþjóða ólympíunefndarinnar hefur sent Muammar Gaddafi leiðtoga Líbýu skeyti þar sem hann er beðinn að vera svo vænn að leyfa nú líbýsku íþróttamönnunum að fara til Seoul. Líbýumenn fylgja mjög N-Kóreu- mönnum að málum, en þeir mæta sem kunnugt er ekki í Seoul. Knattspyrna: Landsleikur gegn Ungverjum í næstu viku íslenska landsliðið í knattspyrnu mætir því ungverska n.k. miðviku- dagskvöld á Laugardalsvelli kl. 17.30. Leikurinn verður liður í undirbúningi beggja þjóðanna fyrir leiki haustsins í undankeppni HM. Leikurinn á miðvikudag verður 2. landsleikur þjóðanna frá upphafi. Fyrsti leikur þjóðanna var í Búda- pest í vor og þá sigruðu Ungverjar 3-0. íslenska liðið leikur 2 leiki í undankeppni HM í október, gegn Tyrkjum í Istanbul 12. okt. og gegn A-Þjóðverjum í Berlín þann 19. Ungverjar stefna að því, eins og við íslendingar, að komast í úrslita- keppni HM á Ítalíu 1990, en þeir eru ein af frægustu knattspyrnuþjóðum Evrópu og leika einfalda og áferðar- fallega knattspyrnu. Liðið kemur til landsins á mánudag. Siegfried Held landsliðsþjálfari hefur valið 22 leikmenn til undirbún- ings fyrir leikinn. Markverðir: Bjami Sigurðsson ..........Brann Guðmundur Hreiðarsson . Víkingi Birkir Kristinsson ........Fram Aðrir leikmenn: Ágúst Már Jónsson ............KR Arnljótur Davíðsson ......Fram Átli Eðvaldsson .............Val Guðni Bergsson ..............Val Gunnar Gíslason.............Moss Halldór Áskelsson............Þór Kristinn R. Jónsson.........Fram Ólafur Þórðarson ............ ÍÁ Ómar Torfason...............Fram Pétur Amþórsson.............Fram Pétur Ormslev ...............Fram Ragnar Margeirsson............ÍBK Rúnar Kristinsson..............KR Sigurður Grétarsson .... Lucerne Sigurður Jónsson . Sheffield Wed. Sævar Jónsson ................Val Viðar Þorkelsson............Fram Þorsteinn Þorsteinsson .... Fram Þorvaldur Örlygsson ........KA Endanlegur 16 manna hópur verð- ur valinn eftir leiki helgarinnar. BL Kristinn R. Jónsson, Fram, er í 22 manna landsliðshópn- um sem rrrætlr Ungverjum á miðvikudag. Tlmamynd:Pje»ur Osló. Skotar sigruðu Norðmenn 2-1 í 5. riðli heimsmeistarakeppninn- ar í knattspyrnu í fyrrakvöld. Paul McStay skoraði fyrir Skota á 15. mín. en Jan Aage Fjörtoft jafnaði metin fyrir Norðmenn rétt fyrir leikhlé. Mo Johnston skoraði sigur- mark Skota á 63. mín. Norðmenn urðu fyrir áfalli í upphafi leiksins þegar framherji þeirra, Tonr Sundby, varð að fara af leikvelii á 2. mín. eftir samstuð við Steve Nicol. OvÍedO. Júgóslavar sigruðu Spán- verja í vináttulandsleik í knatt- spyrnu, 2-1, í fyrrakvöld. Michel skoraði fyrir Spánverja í fyrri hálf- leik, en Bazdarevic og Cvetkovic gerðu mörk Júgóslava í síðari hálf- íeik. Amsterdam. Hollendingar sigr- uðu N-íra, 1-0, í 6. riðli undan- keppni HM í knattspyrnu í fyrra- kvöld. Það var enginn annar en fyrirliðinn sjálfur Ruud Gullit sem gerði sigurmarkið aðeins 7 mínútum fyrir leikslok. Ronald Koemann tók aukaspyrnu og Gullit stökk manna hæst í vítateig N-íra og skallaði að marki. Neville Southall varði en Gullit fylgdi vel á eftir og skallaði knöttinn í netið. París. Heimaliðið Paris Saint Germain gerði í fyrrakvöld jafntefli við Bordeaux, 1-1. Þar með skaust Paris SG á toppinn í frönsku 1. deildinni. VESTURLAND Föstudagur 16. september Laugardagur 17. september Ólafsvik kl. 14.00-16.00 ViðBenslnstöðOHs Grundarfjörður kl. 17.00-18.00 ViðBensínstöðOlís AkranesBllás kl. 10.00-19.00 BílásÞjóðbrautl Akranesi Mánudagur 19. september Húsavík kl. 10.00-13.00 BílaleigaHúsavíkur Akureyri kl. 15.00-20.00 Bifreiðav. Jóh. Krist- jánssonar Við Bensínstöð Esso ViðHótel Bláfell Við Bensínstöð Esso Við Shellskálann Djúpivogur kl. 12.00-13.00 Breiðdalsvík kl. 14.30-15.00 Stöðvarfjörður kl. 15.30-16.00 Fáskrúðsfjörður kl. 17.00-18.00 Þriðjudagur 20. september Sauðárkrókur kl. 12.00-13.30 Við Esso skálann Blönduós kl. 15.00-16.00 Við Esso skálann Hvammstangi kl. 17.00-18.00 ViðShellskálann Laugardagur 17. september Neskaupstaður kl. 10.00-13.00 ViðShellskálann Eskifjörður kl. 14.00-15.00 ViðShellskálann Reyðarfjörður kl. 16.00-17.00 ViðBifreiðaverkst.Lykil Sunnudagur 18. september Stykkishólmur kl. 10.00-13.00 BenslnstöðOlís Sunnudagur 18. september Seyðisfjörður kl. 12.00-13.00 Við Herðubreið Egilsstaðir kl. 15.00-17.00 ViðsöluskálaKaup- félagsins BILLINN, SEM BEÐIÐ HEFUR VERIÐ EFTIR! BIFREIÐAR & LANDBÚNAÐARVÉLAR HF Ármúla 13 - 108 Reykjavík - 2? 681200 lp|ff|pr ‘ \ 1 Wjr ' i m * ,'ýi v'“ ' ' 1 k uáj^jLXW'f' í lÍKiHI r WQ árgetgj'^ LADA samaRa uym HnUMGFi

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.