Tíminn - 16.09.1988, Síða 14

Tíminn - 16.09.1988, Síða 14
14 Tíminn, Föstudagur 16. september 1988 AÐ UTAN lllllllllllll Téngdasonur Brésn jefs fyrir rétti - en raunar er sakborningurinn Brésnjef sjálfur Nýju umbótastefnunni, sem Gorbatsjov er að reyna að koma á í Sovétríkjunum og kennd er við perestrojku, fylgir að uppræta á ýmsa spillingu sem viðgekkst á fyrri árum í Sovétríkjunum. Liður í því að refsa þeim sem nutu sérstakra forréttinda á þeim árum sem Brésnjef var æðsti leiðtogi Sovétríkjanna er að draga þa brotlegustu fyrir rétt. Nú fara einmitt fram réttarhöld í Moskvu þar sem einn sakborninganna er tengdasonur Brésnjefs, Júrí Tsjúrba- nov, og er honum gefíð að sök að hafa þegið mútur sem nemur allt að 40 milljónum ísl. króna og alls kyns spillingu aðra. Sannist á hann mútuþægni getur dauðarefsing legið við en hann hefur sagst saklaus af þeirri ákæru. Hins vegar viðurkennir hann að hafa misnotað aðstöðu sína sem embættismaður. Eins og nærri má geta hefur vakið mikla athygli að maður svo nákominn Brésnjef skuli nú þurfa að verja hendur sínar í slíkum siðspillingarmálum. Og ekki hefur fegrað minningu hins látna Sovétleiðtoga frétt sovéska sagnfræðingsins Roys Medvedevs um að Leoníd Brésnjefs hafí fengið slag 1976 og hafí í raun verið Iifandi lík síðustu sex árin í valdastóli. Réttarhöldin nú beinast því óbeint að Brésnjef sjálfum. Hneykslismál í Úsbek- istan átyllan - en í raun beinist ákæran gegn íhaldinu í Kommúnistaflokknum Tsjúrbanov, sem áður var að- stoðarlögregluráðherra er orðinn 51 árs. Hann, og átta aðrir sak- borningar eiga yfir höfði sér dauða- refsingu ef þeir verða dæmdir sekir í tengslum við hneykslismál í Us- bekistan vegna baðmullarupp- skeru. Þar fölsuðu spilltir emb- ættismenn tölur um uppskeruna og urðu sér þannig úti um stórfé í eigin vasa. Það er ein aðalaðferð umbóta- sinna Míkhaíls Gorbatsjovs í at- lögu þeirra gegn íhaldssömum Brésnjefsinnum, sem ekki vilja láta sér segjast og hafa hreiðrað um sig í skrifræðisveldi flokksins, að fletta ofan af spillingu á æðstu stöðum. Sovésk dagblöð og tímarit eru snelsafull af frásögnum af spilltum embættismönnum, sem hafa dregið sér fé frá fyrirtækjum ríkisins, tekið við peningum undir borðið til að liðka fyrir vildarvinum og átt ólögleg viðskipti með gull og kirkjudýrgripi frá keisaratímun- um. Stuðningsmenn Gorbatsjovs eru svo ákafir í að afhjúpa hina íhalds- sömu andstæðinga sína, sem flestir komust í feit embætti á tímum Brésnjefs, að sovéskar fréttastofur hafa boðið vestrænum fréttastofum til birtingar myndir af lögreglu- mönnum við uppgröft á fjársjóðum og dýrmætum skartgripum, sem spilltir embættismenn hafa grafið í jörðu. Umbótasinnarnir hafa fundið áberandi tákn um „tímabil stöðnunar“ á valdadögum Brés- njefs þar sem Tsjúrbanof er, og þeir eru staðákveðnir í að nota sér til hins ýtrasta áróðursgildi réttar- haldanna. Skjótur frami Tsjúrbanofs þegar hann var orðinn tengda- sonur Brésnjefs Tsjúrbanof kynntist Galinu, dóttur Brésnjefs, þegar hann, glæsilegur yfirmaður í lögreglunni, var gerður öryggisvörður hennar. Hann skildi við konu sína og varð þriðji eiginmaður Galinu. Fyrsti maðúrinn hennar hafði verið loft- fimleikamaður í sirkus en hún skildi við hann til að hlaupast á brott með öðrum sirkuslistamanni. Brésnjef leist svo á að yfirmaður í lögreglunni sem hygði á frama á þeim vettvangi væri vænlegt gjaf- orð fyrir dóttur sína og var þess vegna ekki seinn á sér að hækka nýja tengdasoninn í tign, fyrst í næstæðsta embætti lögreglunnar og síðan í stöðu aðstoðarinnanríkis- ráðherra. Þessar stöðuveitingar voru í aug- um Brésnjefs fullkomlega eðlileg- ar. í hans hugarheimi voru bestu gjafirnar sem hann gat fært vinum og vandamönnum góð staða og völd. Hann gerði mág sinn að aðstoðaryfirmanni KGB, sonur hans varð aðstoðarráðherra utan- ríkisviðskipta og aðrir félagar hans urðu meðlimir forsætisnefndarinn- ar. Það var Nikolai Sjolokov hers- 1H¥::íSí:íí:«S mmm Galina og Júrí Tsjúrbanof meðan ástinstóðíblómaogalltlékílyndi. höfðingi sem greiddi götu Tsjúrba- nofs á framabrautinni en hershöfð- inginn var einn félaga Brésnjefs og fyrrverandi innanríkisráðherra. Hann skaut sig árið 1984 fremur en að standa fyrir rétti, ákærður um spillingu, m.a. fyrir að útvega fjöl- skyldu sinni 16 vestrænar límósínur á kostnað ríkisins. Ekki tekið út með sitjandi sældinni að vera giftur Galinu Þó að hjónabandið færði Tsjúr- banof forréttindi og auð, varð hann líka að þola talsverðan ama vegna þess og var hafður að at- hlægi. Galina varð fljótlega leið á honum og fyrir opnum tjöldum fór hún að halda við Boris Buryatia, sem kallaður var Boris sígauni, einn sirkuslistamanninn enn og 20 árum yngri en hún. Síðustu æviár föður hennar var samband þeirra skötuhjúa vinsælasta umræðuefnið í Moskvu . Upp úr sambandinu slitnaði skyndilega 1982 þegar Boris og tveir háttsettir skrifræðismenn voru teknir höndum eftir að lög- regian hafði fundið demanta, gim- steina frá keisaratímabilinu og væna fjárfúlgu í erlendum gjaldeyri í fórum þeirra. Boris sígauni end- aði daga sína í fangelsi og var ekki skýrt frá hvað hefði orðið honum að aldurtila. Skömmu síðar framdi Semyon Tsvigun mágur Brésnjefs sjálfsmorð, en hann var þá að- stoðaryfirmaður KGB. Það er Sovéskar fréttastofur hafa ólmar viljað koma á framfæri í vestrænum fréttamiðlum myndum af lög- reglumönnum sem eru að grafa fjársjóöi úr jörð, þar sem spilltir embættismenn hafa falið þá. reiknað með að hann hafi gripið til þessa örþrifaráðs vegna þess að tilraunir hans til að þagga niður hneykslið og bjarga þar með heiðri fjölskyldunnar hafi ekki borið árangur. Eftir að Brésnjef gaf upp öndina í nóvember 1982 tókst Tsjúrbanof að halda starfsheitum sínum og forréttindum, en hann hafði ekki lengur nein völd. Hann fékk endur- reisn þann stutta tíma sem Kon- stantin Tsérnenko, skjólstæðingur Brésnjefs gegndi leiðtogahlutverk- inu, en við komu Gorbatsjovs til valda, versnaði staða hans aftur og loks var hann tekinn fastur. Pravda hefur þegar fellt sinn dóm . Það þykja ekki miklar líkur á að Tsjúrbanof megi eiga von á að réttarhöldin verði óhlutdræg og sanngjörn þar sem Pravda, rödd flokksins, hefur þegar fellt yfir honum dóm. f blaðinu er hann kallaður miðlungsmaður, með miðlungsgáfur, sem aðeins hafi komist áfram vegna gífurlegra tækifæra og svigrúms sem honum hefði boðist. Hann hafi verið öflugt og áhrifamikið verkfæri í höndum slungnari manna. Pravda dæmdi jafnvel Tsjúrba- nof fyrir „skort á menningu“, fyrir að hafa svikist um að borga meðlag með syni sínum úr fyrra hjóna- bandi og fyrir að dást að líkamlegu atgervi sínu! Allar þessar athuga- semdir gefa vísbendingu um að hann verði sekur fundinn fyrir dómstólnum. Nokkrir spilltir embættismenn frá Brésnjef tímabilinu hafa þegar verið teknir af lífi, dauðarefsing liggur við glæpum á fjármálasviði í Sovétríkjunum. Þó að nýir vindar blási í fjölmiðl- um í Sovétrfkjunum, í anda glasnost, hafa yfirvöld samt sem áður gert ráðstafanir til að stór- hreingerning í skúmaskotum valdamanna í Moskvu fari ekki fram fyrir of opnum tjöldum. Er- lendum fréttariturum verður ekki leyft að vera viðstaddir réttarhöld- in, utan fyrsta daginn.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.