Tíminn - 16.09.1988, Side 12

Tíminn - 16.09.1988, Side 12
12 Tíminn > Föstudagur 16. september 1988 FRÉTTAYFIRLIT HOUSTON - Fellibylurinn Gilbert sem er einn sá allra öflugasti sem sögur fara af' stefndi í gærkvöldi á strönd Texas og þvingaði þúsundir manna þar að yfirgefa heimili sín. Þó Gilbert eigi án efa eftir að valda miklum spjöllum í Texas, þá verður för hans inn yfir meginland Norður-Amer- íku hans banabiti, því storm- sveipur sem þessi getur aðeins endurnýjað krafta sína á leið yfir sjó. Vindhraði i Gilbert er um 190 km á klukkustund sem er dálaglegur blástur. 9ENF - Sendiherra Banda- I ríkjanna Max Friedersdorf sagði að fréttir af notkun íraka - á efnavopnum gegn Kúrdum gerði algjört bann á efnavopn- um enn brýnna en áður, en viðræður á vegum Sameinuðu þjóðanna þar að lútandi hafa verið lullandi hægar að undan- förnu. NIKOSÍA - Varnarmálaráð- I herra íraka sagði það ekki hernaðarlega skynsamlegt fyr- ir íraka að beita efnavopnum gegn skæruliðum Kúrda. Hers-, höfðinginn Adnan Kherullah sagði það órökrétt að írakskar hersveitir eitri landsvæði þaul sem þeir ætluðu að hertaka. j Irakar hafa neitað öllum ásök-! unum um að hafa beitt efna-j vopnum. VARSJÁ - Lech Walesa leiðtogi Samstöðu og Czeslaw Kiszsczak innanríkisráðherra Póllands samþykktu að alhliða viðræður milli stjórnvalda og sjórnarandstöðunnar í Pól- landi um framtíð landsins skyldu hefjast eins fljótt og auðið væri. Þeir ákváðu að hittast á ný á föstudag og ræða málin nánar. BÚDAPEST - Heimsókn j Yitzaks Shamir forsætisráð- herra israels til Ungverjalands' lauk í gær. Heimsókn hans: þykir marka tímamót, en Ung- i verjar slitu stjórnmálasam-1 bandi við ísraela í sjö daga stríðinu 1967. HÖFÐABORG - Yfirmað- j ur Shell olíufélagsins í Suður- Afríku sagði að olíufélagið hafi ákveðið að láta undan alþjóð- i legum þrýstingi og draga úr i fjárfestingum í landinu. LILLEHAMMER - Mikil undrun og gleði var einkenn- andi fyrir íbúa Lillehammer er þeir streymdu út á götur bæjar- i ins eftir að fréttir þess efnis að vetrarólympíuleikarnir 1994 yrðu haldnir þar, spurðurst út. ÚTLÖND írönsk skærliðasamtök með harðar ásakanir á stjórnvöld í fran: Klerkastjórnin grisjar raðir stjórnarandstæðinga írönsk skæruliðasamtök er berjast gegn klerkastjórninni í íran segja að Iranar hafi handtekið um tíuþúsund manns undanfarnar vikur og tekið fjölda þeirra af lífi. Kazem Rajavi sem er liðsmaður Mujahideen-c Khalg samtakanna er berjast gegn klerkastjórninni tjáði mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna að aðgerðir klerkastjórn- arinnar hefðu hafist 20. júlí, daginn sem íranar tilkynntu að þeir gengju að vopnahlésskilmálum Sameinuðu þjóðanna ■ stríðinu við íraka. Mujahideen samtökin hafa höfuð- stöðvar sínar í Bagdad og hafa barist við hlið íraka í stríðinu. Skæruliðar þeirra hófu harða sókn inn í íran síðari hluta júlímánaðar, á þeim tíma sem samtökin saka klerka- stjórnina um að hafa hafið aðgerðir gegn stjórnarandstæðingum í land- inu. Rajavi, sem er prófessor í stjórn- málafræði við háskólann í Genf, segir að lík 860 pólitískra fanga hafi verið flutt frá Evin fangelsinu íl Bchesht-e Zahra grafreitinn undan- farnar vikur. Hann sagði cinnig að mörgum pólitískum föngum hafi verið sleppt eftir að hafa setið af sér dóm nokkrum vikum áður en að- gerðirnar hófust, en þeir síðan hand- teknir á ný og teknir af lífi. Rajavi sagði að ofsóknirnar hafi eru sannar. byrjað fyrir alvöru eftir yfirlýsingu sem Ayatollah Moussavi Ardebili, forseti Hæstaréttar írans hafi gefið þann 5. ágúst. Þá hafði IRNA, hin opinbera fréttastofa írans, eftir Ardebili: „Dómstóllinn er undir mjög þungri pressu almenningsálitsins sem spyr af hverju við drögum þá (meðlimi Mujahideen) fyrir rétt, af hverju sumir þeirra sé fangelsaðir, afhverju við tökum þá ekki af lífi“. Hart barist í Angólu Þó að skref hafi verið tekin í átt til kúbönskum hersveitum. Skæruliðar friðarsamkomulags í málcfnum Angóla og Namibíu þá er langt í frá að friðvænlegt hafi verið á þessum slóðum að undanförnu. Undanfar- inn mánuð hafa staðið látlausir bar- dagar milli UNITA skæruliðahreyf- ingarinnar í Angólu og stjórnarhers- ins um bæinn Munhango sem liggur mitt í Angólu. Átök þessi eru nú gengin yfir aðeins viku áður en friðarviðræður hefjast á ný milli Angólumanna, Kúbana, Suður-Afríkuntanna og Bandaríkjamanna í Brazzaville. UNITA hreyfingin er ekki með í þeini viðræðum og segist munu berj- ast áfram þó friðarsamkomulag náist. Skæruliðar Itöfðu haft bæinn á sínu valdi, en urðu að hörfa undan stjórnarhernum, sem studdur var af segjast hafa fellt 123 stjórnarher- menn, en sjálfir hafi þeir misst 18 manns. Stjórnarherinn hefur greinilega lagt mikið í sölurnar til að ná þessum bæ, því skæruliðar náðu að granda tíu skriðdrekum og skutu niður eina MIG-23 orrustuþotu í þessum bar- dögum. Herinn gerði árásir frá þremur hliðum og hafði á að skipa 1200 hermönnum. Skæruliðar sáu sinn kost vænstan að hörfa frá bænum, en segjast enn hafa allt héraðið í kringum bæinn á valdi sínu. Skæruliðaforinginn Savimbi er ekk- ert á því að gefast upp þó UNITA skæruliðar hafi neyðst til að hörfa frá hernaðarlega niikilvægum bæ í Angólu eftir bardaga sem staðið hafa í mánuð. Enn heldur sorgarleikurinn á hernumdu svæöunum áfram: Tíu ára drengur skotinn til bana ísraelskir hermenn skutu tíu ára gamlan dreng til bana eftir að sprengja sprakk nærri varðstöð þeirra á hinu hcrnumda Gazasvæði. Mun þetta vera yngsta fórnarlamb ísraelskra hermanna frá því upp- reisnin á hernumdu svæðunum hófst fyrir níu mánuðum síðan. Talsmenn ísraelska hersins sögðu að lík drengsins hefði fundist í anddyri húss þaðan sem sprengju hafði verið kastað á herbíl ísraelsku hermannanna, en þeir svöruðu sprengjukastinu með skothríð. Hef- ur atburður þessi komið af stað umræðu um hvort ísraelskir her- menn eigi yfir höfuð að hafa leyfi til þess að nota venjulegar byssukúlur í átökum sínum við uppreisnarmenn Palestínumanna. Palestínskir sjónarvottar hafa nokkuð aðra sögu að segja en her- mennirnir. Þeir segja að her- mennirnir hafi elt drenginn inn í mosku og skotið hann af stuttu færi. Þessu vísað talsmaður hersins alger- lega á bug. Rami Khalil Abu Samra, en það hét drengurinn, er 274. Palestínum- aðurinn sem með vissu hefur fallið fyrir kúlum ísraelskra hermanna í uppreisninni. Sex ísraelsmenn hafa fallið á sama tíma. Enn falla Palestínumenn fyrir byssu- kúlum ísraela. í gær skutu ógæfu- samir hermenn tíu ára dreng til bana ■ Gaza. Páli páfa blöskraði blóðbaðið Jóhannes Páll II páfi mun vera mjög miður sín vegna atburðanna í Lesotho þegar sérsveitir úr lög- reglu Suður-Afríku réðust til at- lögu við vopnaða skæruliða sem héldu 69 pílagrímum í gíslingu í langferðabifreið fyrir utan breska sendiráðið. Atlagan var gerð rétt í þann mund sem páfinn ók gegnum Maseru, höfuðborg landsins. Þrír af fjórum skærulið- um féllu fyrir kúlum lögreglunnar og einn farþeganna lét einnig lífið. Jóhannes Páll fordæmdi árás- ina og sagði að undir engum kringumstæðum væri hægt að réttlæta ofbeldi og morð, hversu alvarlegt ástandsem ríkti. „Hafn- ið ofbeldi sem lausn á vandamál- um, hversu óréttlátt sem það virðist," sagði páfinn í ræðu er hann hélt f franskri kirkju sem byggð var í Lesotho á nítjándu öld. Páfinn bað fyrir hinum látnu °g hyggst reyna að heimsækja þá pílagríma sem særðust í skotárás- inni og liggja nú á sjúkrahúsi. Atburðir þessir eru mjög vand- ræðalegir fyrir Lesothomenn, en Lesotho er ríki blökkumanna, umlukt Suður-Afríku sem hvítir menn ráða þó í miklum minni- hluta sé. Lögreglan í Suður-Afr- íku segist hafa sent sérsveit til Lesotho samkvæmt beiðni stjórn- valda þar og herma heimildir að engir Lesothomenn hafi tekið þátt í árásinni. Þetta vilja Le- sothomenn ekki viðurkenna og segja þeir nú að engir Suður-Afr- íkumenn hafi tekið þátt í árás- inni. Lögreglan í Lesotho var greini- lega ekki hrifin af þeim ljósmynd- urum sem tóku myndir af árás- inni, því þeir svifu vopnaðir á ljósmyndara og blaðamenn og brutu myndavélar þeirra.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.