Tíminn - 13.10.1988, Blaðsíða 5

Tíminn - 13.10.1988, Blaðsíða 5
Tíminn 5 Fimmtiidagur 13. október 1988 OTRULEGA LANLAUS STJÓRNARANDSTAÐA Við kosningu fastanefnda neðri deildar Alþingis í gær gerðist sá fáheyrði atburður að stuðningsmenn ríkisstjórnar Steingríms Hermannssonar unnu við hlutkesti um val manna í nefndir níu sinnum í röð. Tíminn hafði samband við Magnús Jónsson veðurfræðing, sem er maður tölfróður og innti hann eftir því hverjar væru tölfræðilegar líkur á að þetta gerðist og sagði hann þær 512 á móti 1. Það virðist því Ijóst að stjórnarandstaðan er mjög þinghalds. Nefndirnar eru níu og eru sjö menn í hverri. Því hagar svo til að í neðri deild hafa stjórn og stjórnar- andstaða jafnt vægi atkvæða, 21 mann. Við kjör í nefndir bárust svo tveir listar í hverja nefnd, annar frá stjórnarliðum og hinn frá stjórnar- andstöðu, sem bauð fram sameigin- lega. Á hverjum lista voru nöfn fjögurra manna, þannig að varpa varð hlutkesti um neðstu menn á hvorum lista. Sú athöfn fer þannig fram að í þingsalnum eru tveir kassar með 62 kúlum, merktum frá einum upp í sextíu og tvo. Þeir þingmenn sem þarf að varpa hlut- kesti um fara upp að öðrum kassan- um og taka úr honum kúlu og sá sem fær kúlu með hærra númeri hreppir hnossið. Fyrsta nefnd er kjörið var í var fjárhags- og viðskiptanefnd. Þar háðu þeir einvígi Páll Pétursson og Friðrik Sophusson. Páll dró fyrstu kúluna og reyndist hún númer 46 á móti 26 hjá Friðrik. Þessi dráttur reyndist táknrænn fyrir það sem á eftir skyldi koma, því að í hvert einasta skipti sem nefndarkandídat- lánlaus nú á fyrstu dögum ar drógu úr kassanum höfðu stjórn- arliðar betur. Þannig fór Páll Péturs- son einnig inn í iðnaðarnefnd á hlutkesti, Guðni Ágústssson í sam- göngu- og sjávarútvegsnefnd, Alex- ander Stefánsson í landbúnaðar- nefnd, Geir Gunnarsson í allsherjar- nefnd, Ólafur Þ. Þórðarson í menntamálanefnd, Jón Sæ- mundur Sigurjónsson í heilbrigðis- og trygginganefnd og Jón Kristjáns- son í félagsmálanefnd. Eftir að kosið hafði verið í fimm nefndir kvaddi Albert Guðmunds- son sér hljóðs og sagði að þar sem búið væri að afgreiða meirihluta nefndanna og huldumaður Stefáns Valgeirssonar ekki kominn í ljós ennþá væri ljóst að þessi ríkisstjórn væri mynduð á fölskum forsendum. En eins og Stefán sagði huldumenn eru huldumenn og ef þeir kæmu í ljós þá væru þeir ekki huldumenn og þegar hér var komið sögu var þing- heimur orðinn æði brosleitur og gengu manna á milli hvíslingar um að nú væri loks búið að staðsetja huldumann Stefáns, hann væri nefni- lega inni í kassanum og rétti mönn- Ótrúleg úrslit í hlutkestinu. um kúlur með réttum tölum. Spennan óx eftir því sem á leið og náði hámarki í níundu og síðustu atkvæðagreiðslunni, þegar varpað var hlutkesti um sæti sjöunda manns í allsherjarnefnd neðri deildar Al- þingis. Þar leiddu þeir saman hesta sína Geir Gunnarsson stjórnarliði og Óli Þ. Guðbjartsson stjórnar- andstöðu. Geir dró sér kúlu á undan og reyndist hún númer 12. Það hefði mátt heyra saumnál detta þegar Óli Þ. rétti Kjartani Jóhanssyni forseta deildarinnar sína kúlu og Kjartan bjó sig undir að lesa upp töluna. En hið ótrúlega gerðist, Óli fékk töluna 9 og þar með hafði stjórnin fengið meirihluta í öllum deildum neðri deildar. - áe Raunvextir ríkisskuldabréfa lækka niður í 7-7,3% eftir innlausnartíma: Raunvextir lækka 8. umferð Heimsmeistaramóts Stöðvar tvö: Kortsnoj lagður og Kasparov að hálfu Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu í gærkvöldi þeg- ar Viktor Kortsnoj stóð upp frá töpuðu tafli við Jóhann Hjartarson og var þetta án efa mest spennandi skák kvöldsins. Var hún mjög flókin alveg undir það að Kortsnoj „fingurbraut“ sig í einni fettunni og nýtti Jóhann sér tækifærið af snilld. Jafntefli Margeirs Péturssonar gegn heimsmeistaranum Garry Kasparov vakti einnig mikla at- hygli og þykja íslensku keppend- urnir hafa staðið sig mjög vel í þessari umferð. Eftir tap sitt í sjöundu umferð og jafnteflið núna í þeirri áttundu hafa möguleikar Kasparovs dvínað mjög til að ná því markmiði sínu að verða hærri að Elo-stigum eftir þetta mót en Bobby Fischer, fyrr- um heimsmeistari. Tvær skákir aðrar vöktu einnig talsverða athygli á mótinu en það var fallegur sigur Nunn á Portisch og ekki síður falleg sigurskák Ehlvest gegn Nicolic. Úrslit í áttundu umferð Heims- meistaramótsins urðu annars þessi: Nunn-Portisch 1-0 Sax-Júsúpov 1/2-1/2 Margeir-Kasparov 1/2-1/2 Timman-Anderson 1-0 Tal-Sokolov 1/2-1/2 Spassky-Ribli 1/2-1/2 Kortsnoj-Jóhann 0-1 Ehlvest-Nicolic 1-0 Beljavskí-Speelmann 1/2-1/2 Jóhann lagði Kortsnoj í gærkvöldi. Ekki er staðan alveg ljós þar sem ein biðskák er ótefld, en ljóst er þó að Tal er efstur með fimm og hálfan vinning af átta mögulegum. Beljavskí, Sokolov og Ehlvest eru næstir í öðru til fjórða sæti, en heimsmeistarinn Kasparov er nú fallinn í 7.-9. sæti. KB Fyrirhuguð 3% lækkun raunvaxta á ríkisskuldabréfum fer rólega af stað. Nú hefur náðst samkomulag milli ríkissjóðs og söluaðila spari- skírteina um að lækka raunvexti þeirra um allt að 0,7%. Munu bréfin því bera raunvexti á bilinu 7-7,3%. Kemur þessi ráðstöfun nú í fram- haldi af lækkun vaxta hjá viðskipta- bönkum. Vextir þriggja ára skuldabréfa lækka mest, eða úr 8% í 7,3%. Þá lækka vextir á nýjum fimm ára Steingrímur J. Sigfússon, sam- gönguráðherra, hefur leyst upp nefnd þá sem Matthías Á. Mathie- sen, fyrrverandi samgönguráðherra, skipaði árið 1986, til að taka þátt í viðræðum við Bandaríkjaher um gerð varaflugvallar hér á landi. Steingrímur J. sagði í viðtali við Tímann að innan fárra ára yrðu komnir öruggir flugvellir sem sinnt gætu hlutverki varaflugvallar fyrir íslenskt flug, án þátttöku erlends herafla. Sagði hann að miðað við þróun í flugvélaflota íslensku flugfélaganna yrði ekki þörf fyrir lengri brautir en 2.000 metra langar og það væru ekki mörg ár í að þeir væru komnir upp á fleiri en einum stað utan Keflavík- ur og Reykjavíkur. Þetta væri í raun ekki spurning um annað en að gera skírteinum úr 7,5%-7,3%, en það er lækkun um 0,2%. Vextir á átta ára skírteinum lækka ekki og verða óbreyttir, en þeir eru nú 7%. Við síðustu lækkun raunvaxta var tekið fram að vaxtaákvarðanir til mislangs tíma tækju mið af því hver trú viðkomandi forstöðumanna sé á vaxtaþróun. Er þá jafnan reiknað út hversu mikill munur er á vöxtum eftir innlausnartíma. Þessi munur hefur nú minnkað. Samhliða þessu samkomulagi var ráð fyrir lítið eitt lengri völlum á tveimur til þremur stöðum utan þessara valla. Nú þegar er gert ráð fyrir því í flugmálaáætlun að á nokkrum stöðum verði 1.200 til 1.600 metra langar brautif. Ákvörðun þessi var ekki rædd í ríkisstjórn, en Steingrímur segist hafa skýrt settum utanríkisráðherra, Jóni Sigurðssyni, frá ákvörðun sinni áður en hann gaf út bréfið. Það gerði hann vegna þess að í viðræðunefnd þeirri sem Matthías skipaði áttu sæti tveir fulltrúar frá samgönguráðu- neytinu og tveir skipaðir af utanrík- isráðuneytinu. í tilkynningu frá ráðuneytinu segir ennfremur að eng- ar framkvæmdir séu fyrirhugaðar við gerð varaflugvallar í samvinnu við Bandaríkjaher og flotastjórn Atlantshafsbandalagsins. Sagði ákveðið að vextir á bankabréfum og öðrum hliðstæðum bréfum lækki einnig. Samkvæmt heimildum í fjármála- ráðuneytinu hefur verið góð sala í þriggja ára skuldabréfunum að undanförnu og er fyrirhugað að bjóða 300 milljónir króna til viðbót- ar af þessum bréfum til áramóta. Vegna jöfnunar greiðlubyrðar ríkis- sjóðs verða þriggja ára bréfin ekki til sölu á næsta ári. KB Steingrímur J. einnig að viðræður í þessa átt færu ekki fram á meðan þessi stySrn sæti, jafnvel þótt hinir erlendu aðilar vildu fyrir sitt leyti taka upp samninga. Samgönguráðherra sagði að það væri brýnt verkefni að haga fram- kvæmdum við flugvelli þessa í sam- ræmi við þá nýju þörf sem komin er upp um vöruflutninga beint frá ýms- um landshlutum til annarra landa. Benti hann á nauðsyn þess að flutn- ingavélar í millilandaflugi gætu lent og tekið á loft sem víðast um landið, m.a. með tilliti til þess að nú er farið í auknum mæli að flytja ferskan fisk utan með flugi. Þá icæmi það sér sérstaklega vel fyrir framleiðendur í fiskeldi að geta sent vöru sína ferska á erlendan markað, án millilendinga í Keflavík eða Reykjavík. KB Steingrímur J. Sigfússon, samgönguráöherra hefur leyst upp viöræðunefnd MatthíasarÁ.: Ekki rætt vid Nató

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.