Tíminn - 13.10.1988, Blaðsíða 15

Tíminn - 13.10.1988, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 13. október 1988 Tíminn 15 VETTVANGUR Þórarinn Þórarinsson: Endurheimta baltnesku ríkin sjálfstædi sitt? Mikil tíðindi hafa veríð að gerast í baltnesku ríkjunum við Eystrasalt síðustu mánuði og bendir margt til þess, að Rússar muni veita þeim sjálfstæði, en vafasamara geti orðið, hvort Bandaríkin vilja viðurkenna slíkt sjálfstæði þeirra, ef til kæmi, t.d. með því að fallast á, að þau fengju aðild að Sameinuðu þjóðunum, líkt og Úkraína og Hvíta-Rússland, en það gætí styrkt stöðu Sovétríkjanna á alþjóðlegum vettvangi. Ekki er ólíklegt, að hugmyndin um að Rússar veittu baltnesku ríkjunum sjálfstæði, hafi kviknað eftir að Gorbatsjov heimsótti Eist- land á síðastliðnum vetri. Náið samstarf tókst þá með honum og Vaino Váljas, formanni Kommún- istaflokks Eistlands. Rétt á eftir var farið að skipuleggja svokallaða alþýðufylkingu Eistlands með stofnun deilda víða um landið. Markmið hennar var tvíþætt eða í fyrsta lagi að vinna að sjálfstæði Eistlands og í öðru lagi að koma í framkvæmd umbótastefnu Gorba- tsjovs, perestrojku. Stefnt hefur verið að vissum tengslum milli þessarar nýju hreyfingar og Kommúnistaflokksins,m.a. áþann hátt, að um helmingur þeirra, sem eru félagsbundnir í henni séu einn- ig flokksbundnir í Kommúnista- flokknum. Formaður Kommún- istaflokks Eistlands, Vaino Váljas hefur frá upphafi tekið þátt í störfum alþýðufylkingarinnar. Stofnþing alþýðufylkingarinnar var svo haldið í Tallin, höfuðborg Eistlands, fyrstu helgina í þessum mánuði. Þingið sóttu um 3000 fulltrúar, kjörnir í deildum víðs vegar um landið. í ályktun, sem þingið samþykkti, segir að stefnt sé að þvt', að Eistland verði sjálfstætt ríki innan Sovétríkjanna, sem búi við lýðræðislegt skipulag. Stefnt sé að því, að Eistland verði sjálfstætt í áföngum. Fáni Eistlands verði viðurkenndur sem þjóðfáni. Eist- neskan verði viðurkennd sem þjóð- tunga og komið verði á eistneskum ríkisborgararétti, sem menn fá ekki, nema þeir hafi verið búsettir í landinu í fimm ár. Á stofnþinginu skýrði Vaino Váljas, formaður Kommúnista- flokks Eistlands frá því að hann hefði rætt um þessi mál við Gorba- tsjov, sem hefði tekið þeim vel, eins og sást líka á því, að í lok þingsins var tilkynnt, að þjóðfáni Eistlendinga hefði verið viður- kenndur og eistneskan viðurkennd sem þjóðtunga og aðalmál Eist- lands. Þá var tilkynnt, að fánar og þjóðtungur Lettlendinga og Litháa myndu hljóta svipuð réttindi. Þessi tilkynning vakti mikinn fögnuð í ríkjunum þremur. Eftir síðari heimsstyrjöldina hef- ur innflutningur fólks til Eistlands frá öðrum héruðum Sovétríkjanna farið mjög vaxandi og er talið að Eistlendingar séu nú ekki nema um 65% íbúa landsins. Meðal innflytjenda veldur það nokkrum ugg, ef tekinn verður upp eistnesk- ur ríkisborgararéttur, því Eistlend- ingar munu notfæra sér hann til að þrengja að innflytjendum. Það hef- ur átt verulegan þátt í fólksflutn- ingum til Eistlands að iðnaður hefur aukist þar hraðar en annars staðar í Sovétríkjunum og því Vaino Váljas og Gorbatsjov. verið þar skortur á vinnuafli. Efnahagur er almennt betri í baltnesku ríkjunum en í öðrum hlutum Sovétríkjanna. Eistneska alþýðufylkingin leggur á það mikla áherslu, að Eistland verði eflt sem efnahagslega sjálfstæð heild innan Sovétríkjanna. Þá verði dregið úr miðstýringu og efnahagslífið endurskipulegt í anda perestrojk- unnar. Þá vill alþýðufylkingin að Eistland fái neitunarvald varðandi fyrirmæli frá Moskvu. Flest bendir til þess að Vaino Váljas hafi stjórnað þeim breyting- um, sem hafa orðið í Eistlandi í samráði við Gorbatsjov. Vaino Váljas starfaði áður í utanríkis- þjónustunni og hefur bæði verið sendiherra í Venezúela og Nikar- agúa. Ef vel tekst til í Eistlandi, er ekki ósennilegt, að það vaki fyrir þeim Gorbatsjov og Váljas að þar skap- ist fordæmi, sem þyki til fyrirmynd- ar. Það gæti líka orðið Sovétríkjun- um til styrktar, að fulltrúar frá ríkisstjórnum baltnesku ríkjanna gættu hagsmuna þeirra innan ým- issa ríkjasamtaka og oft haft sam- skipti við önnur ríki fyrir hönd Sovétríkjanna. Svo getur því farið, að innan ekki langs tíma verði baltnesku ríkin þrjú aftur komin í hóp sjálfstæðra ríkja í Evrópu. Það þykir benda til, að Gorba- tsjov og Váljas hafi hugsað sér Eistland sem fyrirmynd, að um seinustu helgi var haldið í Riga stofnþing alþýðufylkingar Lett- lands og að unnið er nú í Litháen að stofnun alþýðufylkingar Lithá- ens. Haft er eftir Vaino Váljas, að það hefði orðið til að greiða fyrir stofnun alþýðufylkingarinnar í Eistlandi, að andstæðingum Gor- batsjovs var vikið úr framkvæmda- stjórn Kommúnistaflokks Sovét- ríkjanna. í kjölfar þess megi vænta meiri breytinga. Vesturland Sunnlendingar - viðtalstími Guðni Ágústsson alþingismaður verður til viðtals áeftirtöldumstöðumföstudaginn 14. októbern.k.: Selfossi að Eyrarvegi 15 frá kl. 10 til 12, sími 98-22547. Hvolsvelli að Hlíðarenda frá kl. 15 til 17, sími 98-78187. Aðalfundur Aðalfundur Framsóknarfélags Árnessýslu verður haldinn að Eyrar- vegi 15, Selfossi þriðjudaginn 25. okt., n.k. kl. 21.00. Venjuleg aðalfundarstörf, lagabreytingar. Önnur mál. Stjórnin. Sveitastjórnarkonur! Við minnum sveitastjórnarkonur okkar á matarspjallsfundinn fimmtu- dagskvöldið 13. okt. n.k. í Lækjarbrekku kl. 19.00. Landsstjórnarkonur einnig velkomnar. Framkvæmdastjórn LFK Kjördæmisþing framsóknarmanna á Vesturlandi verður haldið á Akranesi 5. nóvember n.k. KSFV Árnesingar Hin árlega 3ja kvölda framsóknarvist Framsóknarfélags Árnessýslu hefst föstudaginn 21. okt. n.k. kl. 21.00 að Flúðum, föstudaginn 28. okt. í Þjórsárveri og lýkur 11. nóv. í Aratungu. Aðalvinningur er ferð fyrir 2 með Samvinnuferðum/Landsýn. Einnig vegleg kvöldverðarlaun. Stjórnin. Framsóknarvist Framsóknarvist verður haldin að Hótel Lind sunnudaginn 16. október kl. 14. Stutt ávarp flytur Guðmundur G. Þórarinsson, alþingismaður. Framsóknarfélag Reykjavíkur Aust rland Kjördærr :ng framsóknarmanna á Austurlandi verður haldið í Hótel Valaskjé gilsstöðum dagana 14. og 15. október n.k. og hefst kl. 20.00. N auglýst síðar. KSFA Norðurlandskjördæmi vestra Kjördæmisþing verður haldið dagana 29. til 30. okt. n.k. í félagsheimil- inu á Blönduósi. Þingið hefst kl. 14. Dagskrá auglýst síðar. KFNV Gæöamerki sem veiöi- menn eru öruggir meö. Fyrirliggjandi í ýmsum stærðum. Kaupfélögin um land allt og sportvöruverslanir í Reykjavík

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.