Tíminn - 13.10.1988, Síða 7

Tíminn - 13.10.1988, Síða 7
Fimmtudagur 13. október 1988 Tíminn 7 Bílgreinasambandió sest aó reikniboróinu eftir mestu auknmgu sem oróið hefur í íslenskum bílainnflutningi: 1/5afheildartekjum ríkis kemur af bílum Tekjur rikisins af bflum voru um 20% af heildartekjum ríkissjóðs í fyrra og reiknað hefur verið út að um 5,1% alls vinnuafls í landinu hafði atvinnu af svokölluðum bflgreinum árið 1986. Þetta kemur fram í skýrslu Bílgreina- sambandsins, sem lögð var fram á aðalfundi þess nú ■ mánuðinum og eru allar tölur í skýrslunni byggðar á bifreiðaskýrslum, Hagtíðindum, atvinnu- vegaskýrslum og fleiri gögnum. Að loknum mesta bílainnflutningi hingað til lands í sögunni, er niður- staðan sú að næstum jafn margir fólksbílar eru nú til af árgerð 1987 einni og af öllum skráðum fólksbíl- um af árgerð 1974 og eldri í landinu. en alls voru fluttir inn bílar fyrir rúmlega 6.000.000.000,- krónur í fyrra. Árið 1985 var verðmæti inn- flutningsins innan við þriðjungi minna og hefur svo verið að meðal- tali allt frá 1972. 5,1% alls vinnuafls „í bílum“ Þegar reiknað er saman það vinnuafl sem bundið er við hjólbarð- aviðgerðir, bílaviðgerðir, og sölu á bílum og bílavörum kemur í ljós að það er um 2,2% alls vinnuafls í landinu árið 1986. í töflu þar sem borin eru saman árin 1970-1986 kem- ur fram að mestur hefur hlutur þessara atvinnugreina orðið 2,5% árið 1971. Ef við bætum við því fólki sem vinnur við rekstur bifreiða, þ.e. rekstur vörubifreiða, langferðabíla, leigubíla, sendibíla, bílaleigur og bensínafgreiðslufólk, kemur í ljós að það er 5,1% af öllu vinnuafli í landinu árið 1986. Fimmtungur ríkistekna En hverjar urðu tekjur ríkisins af bílainnflutningi og bílanotkun sem hlutfall af heildartekjum ríkissjóðs? Jú, það er einnig tekið saman í skýrslu Bílgreinasambandsins. Þeg- ar lagðar eru saman tekjur af bíla- innflutningi, hjólbörðum (þ.m.t. viðgerðir og varahlutir), og af bens- íni, olíum og tryggingum, kemur á daginn að tekjurnar voru um 20% (einn fimmti) af heildartekjum ríkis- ins árið 1987. Þetta hlutfal! hefur mest orðið um 22%, en það var árið 1981 (á tímabilinu 1977-1987). Var árið í fyrra yfir meðallagi þessi ár. Bílafjöldi á hvem viðgerðamann aukist Þrátt fyrir þetta háa hlutfall af heildartekjum ríkisins og heildar- vinnuafli, er samt borðliggjandi að bílafjöldi á hvem viðgerðamann hef- ur aukist verulega síðustu ár. Árið 1971 voru liðlega 30 bílar á hvern viðgerðamann í landinu. Árið 1986, en lengra ná þessar tölur ekki, voru bílar á hvern viðgerðarmann orðnir tæplega áttatíu. Bílafjöldinn á við- gerðamann hefur því gert gott betur en að tvöfaldast. Þessi þróun er nokkuð jöfn og stígandi allt frá árinu 1971. f tölum um viðgerðamenn er meðtalinn fjöldi ársmanna í bifvéla- virkjun, bílasmíði og bílamálun, en það er flokkur sem ber heitið 383 í atvinnuvegaflokkun Hagstofunnar. Fjöldi fyrirtækja sem annast sölu á bílum og bílavörum hefur aukist á árunum 1971-1986. Árið 1972 voru þau fæst, eða um sjötíu að tölu, en árið 1986 voru þau flest, en þá náðu þau því að vera um hundrað og sjötíu. Þróun bílainnflutnings Árlegur bílainnflutningur hefur Tekjur af kí Ium í '/. af| heildartekjun rikisinsl Tekjur af bflainnflutningi, hjól- barða- og viðgerðargreinum og bensíni, olíum og tryggingum bfla sem hlutfall af heildartekjum ríkis- sjóðs íslands. A. Bflainnflutningur C. Bensín, olíur og tryggingar B. Hjólbarðar, viðgerðir og vara- hlutir. AMegu^^n^nnnutimigurJ 71 72 73 74 75 76 77 78 79 80 81 82 83 84 85 86 87 ár .' ■ verið talsvert misskiptur árin 1971- 1987. Árið 1974 var 10.000 bíla múrinn sprengdur og þótti mikill innflutningur. Féll hann gífurlega næsta ár á eftir eða niður í rétt rúmlega 3.000 bíla. Á nokkrum árum jafnaði markaðurinn sig og árin 1981 og ’82 komst innflutningur í 10.000 bíla markið að nýju. Virðist markaðurinn hafa átt erfitt með að taka við slíkum inngjöfum og féll hann aftur niður árið eftir og þá fast niður að fimm þúsund bíla markinu. ‘ Það gerist svo árið 1986, eins og enn er í fersku minni að bílar fóru að streyma inn í landið fyrir alvöru. f>á voru fluttir inn yfir 15.000 bílar og þótti geysileg aukning. Ári síðar er þó ekkert farið að draga úr þessum straumi, því í fyrra voru fluttir inn um 24.000 bílar eins og frægt er orðið. Verðmæti á föstu verðlagi Ef við tökum síðan mið af föstu verðlagi út frá miðju síðasta ári getum við reiknað út hversu verðA Árlegur bflainnflutningur til íslands hefur aukist verulega og hér sést hvernig hver „múrinn“ af öðrum hefur verið roflnn. mætur innflutningurinn hefur verið. Er skemmst frá þvt að segja að niðurstöður Bílgreinasambandsins fylgja mjög fjölda innfluttra bíla. f*ví er það að árið 1975, þegar minnst var flutt inn af bílum, er heildarverðmætið á þessu fasta verð- lagi um eitt þúsund milljónir. Þegar innflutningstölur fóru yfir 15.000 bíla múrinn árið 1986, var verðgildi þeirra um það bil fjórum sinnum meira eða um fjórir milljarðar króna. Enn jukust verðmæti þessa innflutnings eins og gefur að skilja þegar fjöldinn fór upp undir 25.000 bíla múrinn. Það var í fyrra og þá fluttum við líka inn bíla fyrir sex sinnum meira fé en þegar minnst var, eða fyrir um sex þúsund milljón- ir króna. 14% fólksbíla árg. ’87 Eftir þessa upptalningu þarf það ekki að kema óvart að aldursdreifing fólksbíla er mjög misjöfn. Ein ár- gerð sker sig að sjálfsögðu úr en það er árgerð 1987. Hún nær því að teljast um 14% af öllum skráðum fólksbílum í landinu, en þeir voru 121.694 um síðustu áramót. Næst stærstu árgerðir þar á eftir eru ár- gerðir 1982 og 1986, en bílar af þessum árgerðum eru samanlagt ekki nema liðlega 16% af öllum skráðum fólksbílum. Til samanburð- ar má geta þess að hlutfall allra fólksbíla af árgerð 1974 og eldri er ekki nema rétt liðlega 16%. Þó var árið 1974 frægt bílainnflutningsár eins og að framan greinir og telst um 4,5% allra skráðra fólksbíla til þess árs. KB

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.