Tíminn - 08.02.1989, Blaðsíða 6

Tíminn - 08.02.1989, Blaðsíða 6
6 Tíminn Miðvikudagur 8. febrúar 1989 Umferðarskiltið á Bæjarhálsi í Reykjavík. Umferöarskilti meö innbyggöum radar líkt og á Bæjarhálsi Ein skiltabrú forðað 100 manns frá dauða Skiltið á þýsku hraðbrautinni, sem hefur komið í veg fyrir fjölda slysa. Það hafa margir orðið varir við nýstárlegt umferðarskilti jregar ekið er inn á Bæjarháls í Arbæ, sem blikkar miskunnarlaust á öku- menn er aka yfir löglegum hraða. Þar er innbyggður radar lykillinn að því að draga með þessum hætti úr umferðarhraða. í V-Þýskalandi er komin lengri reynsla á svipuð radarskilti. Á hraðbraut A 3 milli Kölnar og Frankfurt hafa verið skiltabrýr með radarljósi í limmtán ár og hafa samgönguyfirvöld í Hessen lýst því yfir að skiltabrúin sem er á þessari hraðbraut við þorpið Elzer Berg hafi bjargað hundrað mannslífum á þessunr tíma. Auk þess hafi umferðarslys- um fækkað úr 200 í 50 miðað við ár hvert. Tölurnar yfir umferöarslysin á Bæjarhálsi eru sem bctur fer ekki eins hrikalegar, en ntiðað við árangurinn í Hessen er líklegt að einhverjum slysum verði forðað á stað þar sem umferðarþungi fer stöðugt vaxandi. Á þessum stað í hraðbrautakerfi V-Þýskalands hefur lengi verið glímt við alvarlega slysatíðni og dauðaslys. Þegar gripið var til þess að breikka hraðbrautina við Elzer Berg í þrjár akreinar tókst að fækka umferðarslysum úr 300 nið- ur í 200 á ári. Þegar svo skiltabrúin var sett upp með radarskiltinu, varð það til þess að fækka slysum enn frekar niður í tæplega fimmtíu á ári. Fyrir uppsetningu skiltabrúar- innar og radarsins skiptust slys á mönnum þannig að í þessum 200 umferðaróhöppum slösuðust 83 og átta létust á ári hverju. Á fimmtán ára tímabili eftir uppsetningu skilt- anna hafa tólf manns slasast að jafnaði í fimmtíu umferðarslysum og hending er ef einhver lætur lífið í þessari fyrrverandi slysagildru. Akureyrin skilaði mestum verömætum á land á árinu 1988: Afli fyrir 421 milljón Akureyrin EA 10 skilaði mestum verðmætum í þjóðarbúið af öllum íslenskum skipum á síðasta ári. Brúttóverð afla tæp 421 milljón, en skiptaverð á hvert kíló var rúmlega 46,6 krónur á kíló. Mesta aflaverð- mæti skuttogara var tæpar 229 millj- ónir, en það var þekkt aflaskip Guðbjörg 1S 46 sem setti það met. Otto N. Þorláksson RE 203 aflaði mest skuttogara að magni til á árinu 1988, eða 6.695 tonn. En Guðbjörg- in fylgdi þar næst á eftir 5.144 lonn upp úr sjó. Akureyrin EA 10 var aflahæst frystitogara í landinu, með 6.134 tonn, en þá er um að ræða þann afla sem landað er og sá hluti sem hent er ekki talinn með. Hafþór RE 40 var með hæsta skiptaverð frystitogara um 120 krónur á kílóið, en hann var gerður út á rækjuveiðar á síðasta ári. Hæsta skiptaverð hjá skuttogara átti austfirski togarinn Otto Wathne NS 90 með rúmar 38,6 krónur á kílóið. Meðalskiptaverðmæti allra minni togara var 24,19 kr. á kílóið á síðast liðnu ári, 25,27 kr. hjá stærri togur- umog45,35 kr. hjá frystitogurum. -ag Akurcyrin í höfn á ísafirði Ný íslensk bíómynd frumsýnd á næstunni: 40 milljóna Kristnihaíd undir Jökli Þann 25. þessa mánaðar verður frumsýnd kvikmyndin Kristnihald undir Jökli eftir sögu Halldórs Laxness. Framleiðendur eru kvikmyndafyr- irtækið Umbi sf. og þýska fyrirtækið Magmafihn sem lagði fram um 30% kostnaðar við gerð myndarinnar. En hún mun einnig verða sýnd í þýskum sjónvarpsstöðvum. „Þýskir samstarfsaðilar okkar við gerð þessarar myndar hafa unnið hér á landi við tökur bæði heimilda- og fréttamynda. Þeir komu að máli við okkur og sýndu áhuga á samstarfi að vísu vegna töku annarrar myndar. En við gátum komið þeirri hugmynd í gegn að hafa það Kristnihaldið og þeir voru ánægðir með það,“ sagði Guðný Halldórsdóttir leikstjóri myndarinnar og einn aðstandenda Umba, í samtali við Tímann. Myndin er alíslensk, með íslensk- um leikurum, tekin á íslensku. Sög- unni er fylgt nokkuð nákvæmlega með smá útúrdúrum. Tökur fóru aðallega fram vestur á Snæfellsnesi, undir Jökli milli Arnarstapa og Búða og innitökur í Mosfellsdal og Reykjavík. Vinnsla myndarinnar hefur tekið hátt á annað ár. Heildarkostnaður við hana er um 40 milljónir. Auk framlags Þjóð- verja hlaut hún 10 milljón króna styrk úr kvikmyndasjóði. Annan hluta kostnaðar greiðir Umbi sf.. hefur gengið samkvæmt áætlun. Að vísu var rok allan tímann sem útitökurnar stóðu yfir, þannig að það er rok í myndinni frá byrjun til enda. En það tilheyrir nú bara“ sagði Guðný. Með helstu hlutverk fara Sigurður Sigurjónsson, Baldvin Halldórsson, Margrét Helga Jóhannsdóttir, Helgi Skúlason, Þórhallur Sigurðsson og Kristbjörg Kjeld. jkb Vinsældir sóknar- marks að aukast Frestur til að skila inn óskum um aflakvóta rann út í fyrradag en fresturinn hafði þá verið framlengd- ur um nokkra daga þar sem upphaf- lcgur frestur átti að renna út um mánaðarmótin. Að sögn Þórðar Ey- þórssonar deildarstjóra í sjávarút- vegsráðuneytinu hefur enn ekki unn- ist tími til að fara yfir þessi gögn, en ljóst er að þetta mun liggja fyrir á næstu dögum. Þórður sagði að menn ættu von á að útgerðarmenn veldu sér í ríkari mæli aflamark en þeim sem fara á sóknarmark fækki. Það væri frjálsara spil í aflamarkinu, auk þess sem þrenging á aflahámarki í sóknarmarki hefði efalaust einhver áhrif. - BG Nýjar vörur Kodak fyrirtækið hefur nýverið sett á markað nýjar negatívar lit- filmur, EKTAR 25 og EKTAR 1000. Þessar filmur eru viðbót við Gullfilmurnar frá Kodak. EKTAR 25 er skarpasta og fín- kornaðasta negatífa litfilma sem nokkru sinni hefur verið framleidd og er einkum ætluð fyrir hinn vandláta áhugaljósmyndara sem hefur yfir að ráða reflex myndavél er mælir lýsinguna nákvæmlega. Vegna þess hve EKTAR 25 er fínkorna og skörp er hún mjög vel fallin til stækkunar stórra mynda. EKTAR 1000 er hönnuð fyrir allt aðra noktun. Hún er fínkorn- Nýjar ffilmur frá Kodak aðari og hefur betri lítaupplausn en áður hefur þekkst í svo hraðri filmu og er t.d. mun skarpari og litríkari en gamla Kodacolor VR 1000 filman. EKTAR 1000 hentar best við erfið og mismunandi birtu- skilyrði. Til þess að ná sem bestum árangri út úr EKTAR filmunum er inikilvægt að vel sé vandað til framköllunar og kópieringar á þeim. Allir Kodak Express gæða- framköllunarstaðir munu því vanda sérstaklega til vinnslu á þessum filmum. (Fréttatilkýnning)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.