Tíminn - 08.02.1989, Blaðsíða 15

Tíminn - 08.02.1989, Blaðsíða 15
Miðvikudagur 8. febrúar 1989 Tíminn 15 iiiiiniiii opinberi leiðsögumaðurinn afsak- andi, „og bæjarstjórnin í Pribor er mjög vinstrisinnuð“. „Fyrst svo er," segi ég, „viltu þá ekki fara með mig til bæjarins sent hefur verið leyft að setja upp skjöld eða brjóstmynd af Tomas Masaryk?" Minning Masaryks hvarvetna útmáð Þvers og kruss um ríkið sem Masaryk kom á fót er minning stofnandans útmáð. Masaryk, menntamaður sem kunni mörg tungumál og kenndi lög við King’s College í London, sameinaði Tékka og Slóvaka í eina þjóð og sat í forsæti hennar í 17 ár. Hann var þurrkaður af spjöldum sögunn- ar strax þegar kommúnistar höfðu hrifsað völdin og sonur hans fannst í húsagarði utanríkisráðuneytis síns eftir að hafa fallið út um glugga. í skólabókum er hans minnst geðvonskulega sem „smá- borgaralega stjórnmálamannsins Masaryks“ en í hverju smáþorpi er minnismerki um Klement Gott- wald, pípureykjandi flokksforingj- ann sem innleiddi morðhreinsanir Stalíns af þrælslund. Það er rétt eins og ef Vatíkanið hefði sent St. Pál til djöfulsins og gert einhvern af Borgia-ættinni að dýrlingi í hans stað. í hinum útjaðri Morava komast þeir sem leita ummerkja um mesta sinfóníuhöfund aldarinnar að því að honum hefur verið því sem næst afneitað. Drungalegir skildir á hús- unum þar sem Gustav Mahler fæddist og ólst upp í Kaliste og Jihlava eru þar einu sýnilegu um- merkin til minningar um hann. Kjallarar ráðhúsanna á báðum stöðum, sem eingöngu fræðimenn með fullt umboð hafa ieyfi til að heimsækja, hafa að geyma næga fjársjóði til að fylla sýningarsal, þ.á m. öll skólapróf Mahlers. Einkaframtak til minningar Mahlers Olomouc, þar sem Mahler fékk sitt fyrsta starf sem tónlistarstjóri, státaði eitt sinn af Mahler-götu. Þar býr nú ekki nokkur maður og húsin eru hálfhrunin. í óperuhúsi staðarins er nafn Gottwalds það eina sem er í hávegum haft. En í andstöðu við þessa opin- beru niðurníðslu hefur einbeittur skólastjóri sýnt einkaframtak til að endurreisa að einhverju leyti heið- ur þessa lands spámannsins. í yfir- lætislausa bænum hans Humpolec, sem ekki tengist tónskáldinu beint, hefur Jiri Rychetsky stillt fram, almenningi tii sýnis, stórkostleg- asta úrvali muna sem tengjast Mah- ler sem fyrirfinnst nokkurs staðar í veröldinni. Á þessari sýningu er alls kyns dót og minjagripir sem skólastjórinn hefur skrapað saman ---- ■ .........—---------------- í tómstundum sínum á undanförn- um áratugum. í smábæjum, eins og Humpolec, er því líkast sem tíminn standi kyrr. Einu hljóðin í síðdegiskyrrð- inni er marr í steinlími frá ntiðöld- um og spjall þriggja gamalla kerl- inga við kirkjudymar. Skyndilega er friðurinn rofinn af háværri popp- tónlist, flokkshreinsaðri, glymj- andi úr hátölurum sem komið hef- ur verið fyrir umhverfis torgið. Síðan fylgir óaflátanlegt raus til- kynninga frá þjóðarnefndinni. Verslun verður lokað, stúdentar geta fengið ódýra danstíma, laust starf er í súrsunarverksmiðjunni, frú Sukova er látin. Þó að eyrum gestsins láti þessi hávaði illa í eyrura vekur þessi síbylja hvers- dagslegra tilkynninga stóra bróður litla athygli bæjarbúa sem ráfa um torgið. Innan skamms kemst kyrrð aftur á. Tónleikahallir og leik- hús í Prag endurbyggð - öll samtímis! Þegar haldið er inn í Bæheim Latunsskjöldur með nafni Tomas G. Masaryk í úthverfi Prag lætur lítið yfir sér. syngur bylgjandi landslagið tóna Mahlers. Hann var í eina tíð slíkt goð í Prag að þegar hann var að æfa sjöundu sinfóníuna sína 1908 beindu borgaryfírvöld umferð frá salnum þar sem æfingin fór fram. Núna, þegar Tékkar eru í óða önn að snyrta til hjá sér til að laða að dollara ferðamanna, ætla þeir að endurnýja bæði húsakynni fílharm- óníunnar og Smetana-leikhúsið á sama tíma, þannig að engin húsa- kynni verða hæf til tónleikahalds í Prag næstu árin. Tyl-leikhúsið, þar sem Mozart frumflutti Don Giovanni, er lokað vegna viðgerða og verður það næstu árin. Fé til þeirra viðgerða er fengið af ágóða af kvikmynd Milos Forman, Amadeus, þar sem aðdáendum Mozarts þykir lítið gert úr átrúnaðargoði sínu. En neðst á forgangslistanum um endumýjun menningarstofnana er Þjóðarhljóðfærasafnið, þar sem Forman tók tónleikaatriðin í Ama- deus. Það er saggafyllt og að molna niður, verðmæt hljóðfærin rykfall- in og ónothæf. Dapurlegasti sýn- ingargripurinn er kvarttóna píanó sem AIois Haba fann upp til að leika á tónlist framtíðarinnar. Haba hafnaði 12 tóna aðferð Ar- nolds Schönbergs og hélt því fram að framtíðin fæli ekki í sér 12 nótur heldur 24, 48, 72 eða hvað annað margfeldi sem er fengið af því að deila hverjum tóni í jafna hluta. Tónlist hans og hugmyndir hafa síðan verið látin dúsa á forboðnum jaðri tékkneskrar tónlistar. Foreldrar Schönbergs komu frá Prag og Bratisiava. Hann naut sinna sætustu sigra á millistríðsár- unum í Þýska leikhúsinu, þar sem mágúr hans, Alexander Zemlin- sky, var innblásinn leikhússtjóri. í andrúmslofti menningarlegrar meirihlutastjórnar unnu Shostako- vich, Hindemith, Janacek og Kurt Weill tímamótasigra. Og Alban Berg fann óleyfilegu ástina sína sem blés honum Lulu í brjóst. Hún var gift og systir Franz Werfel, skálds og eiginmanns ekkju Mahlers. Tjaldið féll í síðasta sinn í Þýska leikhúsinu, sem nú heitir Smetana- leikhúsið, eftir eina sýningu á 12 tóna óperu Ernst Kreneks, Karl V., sem áður hafði verið bönnuð í Vín. Þegar nasistar héldu inn í Prag setti Gestapó upp aðalstöðvar sínar andspænis innganginum að leikhúsinu og pyntararnir þvoðu blóðið af höndum sér að loknum starfsdegi áður en þeir héldu yfir götuna til að baða sig í menning- unni. Frægir listamenn í gereyðingarbúðum Andlátsorð leikritahöfundarins Karels Capek, þess sem bjó til orðið „róbot“, voru þau að hann hefði verið „stunginn í hjartað af regnhlíf Chamberlains". Af 92.000 gyðingum sem urðu innlyksa í Bæheimi og Morava myrtu nasistar 85%. Meðan þeir biðu þess að vera fluttir í gereyðingarbúðirnar voru margir þeirra í haldi í Terezin, setuliðsborg norður af Prag. Þar endursköpuðu tónlistarmenn, listamenn og rithöfundar djarfleg- an og fáránlegan skugga af Ijóm- andi menningarlífi Prag í þröngu og daunillu umhverfi. í þeirra hópi var Victor Ullmann, fertugt tónskáld sem hafði sveiflast milli skoðana Schön- bergs og Haba og ekki fundið sinn eigin tón fyrr en hann horfðist í augu við vísatortímingu. f Terezin samdi hann söngva, kóra, sónötur og óperuádeilu á dauðann, Keisar- inn af Atlantis, sem SS-mönnum þótti móðgandi. Ullmann var flutt- ur ásamt fjölskyldu sinni til Ausch- witz en óperan komst af og hefur fengið mikið hrós um víða veröld, annars staðar en í Tékkóslóvakíu. Terezin er enn skelfilega raun- veruleg, stöðugt sveipuð mistri, þar sem marrið undan skósólum ferðamanna á nýrri mölinni berg- málar um draugalega skálana. Falskar grafir hafa verið gerðar utandyra fyrir þúsundir nafnlausra fórnarlamba og ólýsanleg skelfing er lifuð upp á nýtt í miklum sýningarskápum og endalausum heimildakvikmyndum. Skólabörn eru flutt í langferðabílum að þessu þjóðlega minnismerki til að læra stjómmálafræði. Þar má sjá Chamberlain grípa í hönd Hitlers. Því er aiveg sleppt að geta samn- ings Stalíns og Hitlers og alisráð- andi á sýningarsvæðinu er risastór ljósmynd af faðmlögum núverandi sovéskra og austur-þýskra leiðtoga þar sem haldið er fram að ekkert annað en marx-lenínismi geti bjargað mannkyninu frá allsherj- arfangabúðum. Rétt undir yfirborðinu finnst bjarmi geislandi fortíðar Á leiðinni til flugvallarins í Prag stansar blaðamaðurinn til að leita að síðasta heimili Ullmanns. Það stendur óbreytt í gróskumiklu út- hverfi, Vinohrady, þar sem strætin bera framandleg nöfn s.s. Brussel, París, London. Handan við hornið grípur látúnsskjöldur augað, mjög trúlega kynning á lækningastofu. En þegar nánar er að gáð kemur í ljós máð nafn. Tomas G. Masaryk bjó hér, segir ævafom áletrun, nógu máð til að vera umborin. Einhver í nágrenninu leggur sýni- lega á sig það erfiði, og jafnvel áhættuna líka, að fægja skjöldinn. Það má leita hvar sem er í Tékkó- sióvakíu og rétt undir yfirborðinu finnst bjarmigeislandi fortíðarsem bíður næstu dagrenningar menn- ingarlegrar uppiisu. nr Námskeið Landssamband framsóknarkvenna hyggst standa fyrir eftirfarandi námskeiðahaldi á næstunni. Námskeiðin munu hefjast í byrjun febrúar og standa fram að páskum. Eru þau öllum opin og verði stillt í hóf að venju. Staðsetning námskeiðanna fer eftir þátttöku á hverjum 1. Félagsmálanámskeið. Grunnnámskeið fyrir byrjendur í fundarsköpum, ræðumennsku og eflingu sjálfstrausts. Kennarar verða: Unnur Stefánsdóttir, Ragnheiður Sveinbjömsdóttir, Inga Þyrí Kjartansdóttir, Ásdís Óskarsdóttir. 2. Framhaldsnámskeið. Raddbeiting og framsögn. Kennari: Baldvin Halldórsson, leikari. Undirstaða í ræðutækni fyrir sjónvarp, hljóðvarp og ræðustól. Kennari: Kristján Hall 3. Námskeið fyrir framkomu í fjölmiðlum. Framkoma í hljóðvarpi og sjónvarpi. Undirstöðuatriði í greinarskrifum og blaðaútgáfu. Kennari: Amþrúður Karlsdóttir, fjölmiðlafræðingur. Þátttaka tilkynnist til Ingu Þyrí Kjartansdóttur í síma: 91-24480 sem fyrst L.F.K. Guðjón B. Ólafsson Árnesingar Framsóknarfélag Árnessýslu boðar til félagsfundar um málefni samvinnuhreyfingarinnar miðvikudaginn 15. febrúar kl. 21 að Eyrar- vegi 15, Selfossi. Frummælandi verður Guðjón B. Ólafsson, forstjóri SÍS. Félagsmenn og aðriráhugamenn um málefni samvinnuhreyfingarinn- ar eru hvattir til að mæta. Stjórnin. Félag framsóknarkvenna í Reykjavík Almennur félagsfundur verður haldinn laugardaginn 11. febrúar kl. 14 að Nóatúni 21. Athugið breyttan fundartíma. Stjórnin. Kópavogur Skrifstofan í Hamraborg 5 er opin þriðjudaga og miðvikudaga kl. 9-13. Sími 41590. Heitt á könnunni. Opið hús alla miðvikudaga kl.17-19. Félagsmenn eru hvattir til að líta inn og taka með sér gesti. Eflum flokksstarfið. Framsóknarfélögin í Kópavogi. Reykjanes Skrifstofa Kjördæmissambandsins að Hamraborg 5, Kópavogi er opin á mánudögum og miðvikudögum kl. 17 til 19. Sími 43222. K.F.R. Suðurland Skrifstofa Kjördæmissambandsins, Eyrarvegi 15, Selfossi er opin á mánudögum kl. 15 til 17 og á fimmtudögum kl. 17 til 19, sími 98-22547. K.S.F.S. ----------------------—---------4---------------- . ■•'.• ■ 'iV .' . . i •

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.