Tíminn - 08.02.1989, Blaðsíða 11

Tíminn - 08.02.1989, Blaðsíða 11
10 Tíminn Miðvikudagur 8. febrúar 1989 Miðvikudagur 8. febrúar 1989 ÍÞRÓTTIR Tíminn 11 Körfuknattleikur: Öruggur sigur KR gegn Tindastól KR-ingar unnu Tindastól nokkuð örugglega er liðin áttust við í íþrótta- húsi Hagaskólans í gærkvöldi. Það var fyrst og fremst hin öfluga pressu- vörn KR-inga sem gerði útslagið gegn annars frískum Tindstólsmönn- um. Tindastóll hóf leikinn af miklum krafti og náði forystu strax í upphafi I Körfuknattleikur í gærkvöldi áttust við UBK og ÍR í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum í bikarkeppni KKÍ. Það er skemmst frá því að segja að yfirburðir ÍR voru algerir. í hálfleik höfðu ÍR-ing- ar yfir 24-62 og léku á als oddi. ÍR-ingar tóku seinni hálfleik- inn einnig föstum tökum og er ieiknum lauk var staðan 65-119 ÍR-ingum í vil. BL/FH. Hvalrengi 515 kr.kg Bringukollar 295 - Hrútspungar 590 - Lundabaggar 570 - Sviðasulta súr 695 - Sviðasulta ný 821 - Pressuð svið 720 - Svínasulta 379 - Eistnavefjur 490 - Hákarl 1.590 - Hangilæri soðið 1.555 - Hangifip.soð. 1.155 - Úrb. hangilæri 965 - Úrb. hangifrp. 721 Harðfiskur 2.194 - Flatkökur 43 kr. Rófustappa 130 kr.kg Sviðakjammar 420 - Marineruð síld 45 flakið Reyktsíld 45 kr.stk. Hverabrauð 78 kr. Seytt rúgbrauð 41 Lifrarpylsa 507 kr.kg Blóðmör 427 - Blandaður súrmatur í fötu Smjör 15 gr. 6.70 kr.stk. »• •• Iæsi ö 68 5168. I og leiddu framan af í fyrri hálfleik. Þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður var staðan 17-22, Tindastólsmönn- um í vil, og virtust leikmenn Tinda- stóls til alls líklegir. Leikmenn Tindastóls voru sprækir jafnt í sókn og vörn en KR-ingar virtust daufir og voru greinilega ekki komnir í gang. En KR-ingar fóru að vakna til lífsins og þegar um fjórar mín voru eftir hafði þeim tekist að jafna 26-26. KR komst svo yfir í fyrsta skipti í leiknum 32-31 og leiddu í hálfleik 32-34. KR-ingar komu ákveðnir til leiks í seinni háífleik og var allt annað að sjá til þeirra en í fyrri hálfleik. KR-ingar pressuðu Tindastólsmenn og náðu af þeim boltanum hvað eftir annað. KR-ingar náðu 11 stiga for- skoti 50-39 og virtust ætla að gera út um leikinn. En þá kom gamia kemp- an Kári Marísson inn á í lið Tinda- stóls og hleypti í liðið nýju blóði. Leikmenn Tindastóls skoruðu næstu 9 stig og minnkuðu muninn í 2 stig. En þá tóku KR-ingar aftur við sér og náðu öruggu forskoti 69-56, voru þá sex mín eftir. KR-ingar héldu forskotinu til leiksloka og leiknum lauk með sigri Badminton þeirra 81-68. Bestir KR-inga voru þeir Guðni og Ólafur G, einnig átti Birgir góða spretti. Valur var sem fyrr kvað bestur hjá Tindastól, þeir Eyjólfur og Kári voru sprækir undir lokinn. William Johns og Kristján Möller dæmdu vel. Stig KR. Ólafur 17, Guðni 14, Jóhannes 12, Birgir 12, Matthías 11, fvar 8, Lárus Á. 3, Lárus V 2 og Gauti 2. Stig Tindastóls: Valur 21, Eyjólfur 18, Björn 11, Kári 10 og Haraldur 8. FH. Guðrún tvöfaldur ! íslandsmeistari Eins og sagt var frá í blaðinu í gær þá varð Broddi Kristjánsson TBR Islandsmeistari í einliðaleik karla í badminton. Þórdís Edwald TBR, sem sigraði í einliðaleik kvenna, varði titil sinn frá því í fyrra. Þórdís hefur nú sigrað í einliðaleik þrjú ár í röð, en Broddi Kristjánsson vann íslandstitilinn í áttunda sinn nú. í úrslitaleiknum í einliðaleik kvenna lék Þórdís Edwald gegn Kristínu MagnúsdótturTBR. Þórdís hafði yfirburði í báðum lotunum og sigraði örugglega 11-2 og 11-3. í tvíliðaleik kvenna sigruðu þær Kristín Magnúsdóttir og Guðrún Júlíusdóttir báðar úr TBR stöllur sínar úr sama félagi, Þórdísi Edwald og Elísabetu Þórðardóttur. Fyrsta lotan var mjög jöfn og þær Þórdís og Elísabet höfðu betur 18-16. í tveim- ur næstu lotum höfðu Kristín og Guðrún yfirburði og sigruðu 15-3 og 15-5. Guðrún Júlíusdóttir vann sinn annan íslandsmeistaratitil er hún og Klippið hér Guðmundur Adolfsson sigruðu Brodda Kristjánsson og Þórdísi Edwald í úrslitaleiknum í tvenndar- leik, 15-8 og 15-12. Á íslandsmótinu í badminton var keppt í fjórum flokkum. Áðurnefnd úrslit voru í meistaraflokki, en einn- ig var keppt í A-flokki karla og kvenna og tveimur flokkum eldri karla, öðlingaflokki og æðstaflokki. í A-flokki urðu úrslit þau að í einliðaleik karla sigraði Reynir Guðmundsson HSK, Valgeir Magn- ússon Víkingi 15-10 og 17-15. í tvíliðaleik karla sigruðu þeir Hrólfur Jónsson Val og Friðrik Arngrímsson TBR þá Steinar Petersen TBR og Gunnar Petersen TBR, 15-12 og 15-13. Sigrún Erlendsdóttir TBR sigraði Önnu Steinsen TBR 11-1 og 11-9 í úrslitaleiknum í einliðaleik kvenna. í tvíliðaleiknum sigruðu þær Lovísa Sigurðardóttir og Hanna Lára Köh- ler TBR þær Önnu Steinsen og Áslaugu Jónsdóttur TBR, 14-17, 15- 5 og 15-9. í tvenndarleik sigruðu Gunnar Petersen og Hanna Lára Köhler TBR, Steinar Petersen TBR og Lovísu Sigurðardóttur TBR 9-15, 15-7 og 18-15. í öðlingaflokki sigraði hinn síungi Eysteinn Björnsson TBR í einiiða- leik karla. Eysteinn sigraði Kjartan Guðjónsson BH í úrslitaleiknum 15- 6 og 15-1. Eysteinn sigraði einnig í tvíliðaleiknum ásamt Þorsteini Þórðarsyni TBR. Þeir léku til úrslita gegn Jóni Sigurjónssyni og Óskari Óskarssyni TBR og unnu þá 15-8 og 15-2. í æðsta flokki varð Reynir Þor- steinsson KR fslandsmeistari er hann sigraði félaga sinn úr KR Friðleif Stefánsson 1-15, 15-9 og 17-16 í spennandi leik. Friðleifur sigraði síðan í tvíliðaleiknum ásamt Reyni Þorsteinssyni KR. Þeir höfðu betur gegn Braga Jakobssyni KR og Walter Lentz TBR, 15-6 og 15-4. BL Birgir Mikaelsen átti góðan leik gegn Tindastól í gærkvöldi. Tímamynd: Pjetur. Frjálsar íþróttir: Þrjú Skarphéðinsmet voru sett á mótinu, Jón Arnar bætti metið í 50 m hlaupi, hljóp á 5,8 sek. og í 50 m grindahlaupi hljóp hann á 7,0 sek. Auðun setti Skarphéð- insmet í stangarstökki er hann sveif yfir 4,30 m. Skarphéðinsmenn unnu þrefaldan sigur á Meistaramóti fslands í fimm- tarþraut innanhúss sem fram fór í Baldurshaga og á Laugarvatni um síðustu helgi. Auðun Guðjónsson varð Islands- meistari, hlaut 3.425 stig. Annar varð Jón Arnar Magnússon með 3.375 stig og þriðji varð Ólafur Guðmundsson með 3.179 stig. Berg- lind Bjarnadóttir UMSS sigraði í kvennaflokki með 3.395 stig, Guð- björg Svansdóttir ÍR varð önnur Tírniim □ ER ASKRIFANDI □ NÝR ÁSKRIFANDI Dags.: Samkort □ Kortnr.: □□□□□□□□□□□□□□□□ Gildir út: Nafnnr.: BEIÐNI UM MILLIFÆRSLU ÁSKRIFTARGJALDS Ég undirrituð/aöur óska þess að áskriftar- gjald Tímans verði mánaðarlega skuld- fært á greiðslukort mitt. UNDIRSKRIFT. ÁSKRIFANDI:............................................. HEIMILI................................................ priQTMR qtafíI IR- SfMl' sendist afgreiðslu blaðsins POSTNR. - STAÐUR.................. SIMI................ LYNGHÁLSI 9, 130 REYKJAVÍK Skíði: w Lítt þekktur v-þýskur skíðamaður, Hansjörgen Tauscher, sigraði óvænt í bruni karla á heimsmeistara- mótinu « skiðaíþróttum í Vail í Colorado í Bandaríkj- unum í fyrrakvöld. Peter Muller frá SvLss og landi hans Karl Alpiger urðu að láta sér nægja annað og þriðja sætið. um. Keppni t alpatvíkeppni karla lauk á föstudag, Marc Girardelli frá Luxemborg varð hlutskarpastur, en í kvennaflokki sigraði Tamara McKinney frá Bandaríkjunum. BL Körfuknattleikur-NBA: Lið Cleveland Cavaliers er enn á sigurbraut i NBA-deildinni í körfuknattleik. Um helgina vann liðið 110-91 sigur á nýliðum Charlotte Homets. Meðal annarra úrslita má geta að Seattle vann Boston og Lakers vann New Jcrsey létt. I fyrrakvöld voru síðan tveir leikir. Dallas Maverícks vann L.A.C'lippers 129-lllog UtahJazz vann Phoenix Suns 104-87. BL Körfuknattleikur: IR vann ÍR-stúlkur sigruðu Grindavikur-dömumar í síðari leik iiðanna i 8-liða úrslitum bikarkeppni kvenna í körfuknattleik, en liðin léku í Seljaskóla í fyrrakvöld. Lokatölur urðu 62-48 eftir að ÍR hafði haft yfir allau tímann. Linda Stefánsdóttir skoraði 21 stig fyrir ÍR og Hrönn Harðardóttir 12, SvanhiidurKáradóttirskoradi 22 stig fyrir UMFG og Guðrún Sigurðardóttir 8. BL Tennisstjarnan Björn Borg tók Of stóran pilluskammt Sænski tennisleikarinn Björn Borg var í gær fluttur í skyndi á sjúkrahús í Mflanó á ftalíu, eftir að hafa tekið of stóran skammt af svefnpillum. Dælt var upp úr Borg og hann fékk síðan að fara heim, að því er virtist alheill heilsu. Það var snemma í gærmorgunn að unnusta Björns Borg, ítalska söng- konan Loredana Berte, lét flytja hann á sjúkrahús. Samkvæmt um- mælum lækna og lögreglu þá mun Borg hafa tekið inn of stóran skammt af svefnlyfinu Roipnol, sem einnig er róandi og skylt Valium. Bæði lögregla og læknar neituðu að láta hafa nokkuð eftir sér um hvort Borg hefði verið að reyna að fremja sjálfsmorð, en það verður að teljast mjög líklegt undir þessum kringum- stæðum. Nýlega neitaði kaþólska kirkjan í Mílanó Birni Borg, sem er 32 ára og Berte sem er 38 ára, um kirkjubrúð- kaup, þar sem þau eru bæði fráskilin. Þetta mun hafa fengið mjög á þau skötuhjú, en fyrr má nú vera! BL 5 :.; V :;'=- ' 4'.' Þrefaldur sigur HSK með 3.188 stig og Þuríður Ingvars- dóttir HSK varð þriðja með 3.000 stig slétt. BL SKILIÐ SKATTFRAMTALI ÍTÆKATÍÐ mmmmam Skattframtali 1989 vegna tekna 1988 og eigna í árslok á að skila í síðasta lagi 10. febrúar. Fylgiblöð með skattframtali liggja frammi hjá skattstjórum sem jafnframt veita frekari upplýsingar ef óskað er. Mikilvægt er að framteljendur varðveiti launaseðla áfram eftir að skattframtali hefur verið skilað. Launaseðlar eiga að sanna, ef á ^ þarf að halda að staðgreiðsla hafi verið dregin af launurm SIÐASTISKILADAGUR SKATTFRAMTALS ER 10.FEBRÚAR. RSK RÍKISSKATTSTJÓRI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.