Tíminn - 11.03.1993, Qupperneq 1

Tíminn - 11.03.1993, Qupperneq 1
Dómsmálaráðuneytið hækkaði þjónustugjöld presta fyrir aukaverk um rúmlega 41% í febrúar. Öll verðlækkun mjólkur hvarf í hempuvasa presta Segja má að öll sú verðlækkun sem nýlega varð á mjólk (2,6%) og mjólkurvörum, hafí horfíð niður í hempuvasa prestastéttarinnar. Þjóðin fagnaði þessari verðlækkun á mjólkurvörum sem olli 0,04% lækkun á framfærsluvísitöiunni nú í mars. En öll sú lækkun hverf- ur hins vegar með 0,04% hækkun vísitölunnar sem stafar af nýlegri hækkun á þjónustugjöldum til presta fyrir aukaverk (skírnir, ferm- ingar, giftingar og jarðarfarir). Reiknast Hagstofunni til að út- gjöld vísitölufjölskyldunnar vegna greiðslna fyrir aukaverk presta, hafi hækkað um 41% á einu bretti. Svo litið sé á nærtækt dæmi á þessum árstíma, þá hækkaði gjald fyrir fermingu úr 4.530 krónum í 6.400 krónur, sem er rúmlega 41% hækk- un. Þóknun prestanna fyrir að ferma um 4.200 börn í ár hækkar þannig úr 19 milljónum í tæplega 27 millj- ónir króna. Það var dómsmálaráðuneytið, sem ákvað að gerast svona örlátt á ann- arra fé, og ákvað umrædda hækkun með reglugerð þann 23. febrúar sl. Þar segir m.a.: „Prestum ber greiðsla fyrir aukaverk frá þeim sem verk er unnið fyrir samkvæmt gjald- skrá þessari: Greiðslu fyrir aukaverk skal miða við ákveðinn fjölda ein- inga. Bíll sprengieyðingardeildar: Stöðvaðist skammt frá flugstöðinni Athygli vakti að bíll sprengieyð- ingardeildar Landhelgisgæslunn- ar og lögreglunnar, varð vélarvana skömmu áður en hans var von í Leifsstöð í fyrrakvöld. „Það var öryggi í rafkerfi sem gaf sig,“ seg- ir Gunnar Bergsteinsson, for- stjóri Landhelgisgæslunnar. Heimildir herma að hér sé um gamla bifreið að ræða sem Iögregl- an sé hætt að nota í almenna starf- semi. Þetta vill Gunnar ekki taka undir og segir að hún sé lítið not- uð og reglulega yfirfarin á verk- stæði lögreglunnar. Þá hefur heyrst að bfllinn hafi verið ofhlaðinn raftækjum, því hafi rafkerfið ekki þolað álagið og brunnið yfir eins og það er kallað. Gunnar segir aftur á móti að ör- yggi í rafmagnskerfinu hafi gefið sig þannig að hleðslan hafi dottið út eins og hann kemst að orði. Hann segir að strax hafi verið haft samband við lögregluna í Keflavík þegar ljóst var að hverju stefndi sem brunaði með tvo af mönnum sveitarinnar í Leifsstöð. Gunnar segir því að starfsmenn hafi því náð að komast í tæka tíð en tíu mínútna seinkun varð á komu bif- reiðarinnar. Gunnar segir að í sprengieyðing- ardeild séu bæði lögreglumenn og starfsmenn gæslunnar. Þá segir hann að eyðingarbúnaðurinn sjálfur sé í eigu gæslunnar en lög- reglan hafi útvegað bifreið sem sé sérstaklega útbúin. Bíllinn sem varð rafmagnslaus. Timamynd Ami Bjama Hver eining jafngildir 1/10 hluta gjalds fyrir borgaralega hjónavígslu á hverjum tíma samkvæmt gildandi lögum um aukatekjur ríkissjóðs." Grunneiningin; borgaraleg hjóna- vígsla, kostar nú 4.000 kr., sem þýð- ir 400 kr. greiðslu fyrir hverja ein- ingu í prestverkum. Til dæmis um greiðslur fyrir aukaverk, þá reiknast skím nú upp á 4 punkta (1.600 kr.), ferming 16 punkta (6.400 kr.) og greftrun með ræðu 22 punktar (8.800 krónur). Notkun landsmanna á þessari aukaþjónustu prestanna reiknar Hagstofan út eftir niðurstöðum í neyslukönnunum, eins og önnur út- gjöld vísitölugrundvallarins. Og samkvæmt þeim hækkar vísitalan jafn mikið vegna prestþjónustu- gjaldanna eins og hún lækkaði með verðlækkun á mjólk og mjólkurvör- um. Svo annað dæmi sé tekið þá myndi 0,6% verðhækkun á nýjum bflum, eða tæplega 1% verðhækkun á bensíni, eða 5% hækkun afnota- gjalda RÚV, hvert um sig valda álíka hækkun á framfærsluvísitölunni og hækkun prestþjónustugjaldanna gerði að þessu sinni. - HEI TÆTARINN BYRJAÐUR Brotajárnstætarinn við stál- bræðsluna er kominn í gang og byrjaður að vinna úr brotajámshaugnum mikla sem þar hefur safnast upp. Nýr eigandi tætarans, Harald- ur Olafsson í Furu hf. stendur hér við tætarann. Að sögn Haraldar falla til hér á landi á milli 15 og 18 þús- und tonn af brotajárni á ári en gera megi ráð fyrir að um 30 þúsund tonn séu nú til í land- inu. Töluverð eftirspurn sé eftir brotajárni, einkum í Asíu og fáist um 6.500 kr. fyrir tonnið á hafnarbakkanum í Straumsvík. Rafmagnsveitur ríkisins lækka almennan taxta um 10%: Meðalheimili sparar 4000 kr. í rafmagni Rafmagnsveitur ríkisins hafa ákveðið að lækka almennan taxta um 10% úr 8,28 krónur á kflówatt- stund í 7,45 krónur á kwsL Lækk- un taxtans verður í tveimur áföng- um, 5% 1. aprfl næstkomandi og 5% 1. október á þessu ári. Þessi gjaldskrárlækkun hefur í för með sér 4.150 króna spamað fyrir þau heimili, sem nota 5000 kwst á árí, og eru á orkuveitusvæði Rafmagns- veitna rfldsins. Að sögn Kristjáns Jónssonar, raf- magnsveitustjóra, hefur afkoma Raf- magnsveitna ríkisins batnað veru- lega á undanförnum misserum. Þetta sé árangur af hagræðingu og lækkun rekstrarkostnaðar. Stefnt sé að enn frekari árangri á þessu ári og því næsta. Kristján sagði fyrirhugað að mæta minni tekjum vegna lækk- unar almenna taxtans með enn auk- inni hagræðingu og lækkun rekstr- argjalda. -EÓ

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.