Tíminn - 11.03.1993, Page 3

Tíminn - 11.03.1993, Page 3
Fimmtudagur 11. mars 1993 Tíminn 3 Steingrímur Hermannsson, formaður Framsóknarfiokksins, segist vona að ríkisstjómin komi til móts við ASÍ og VSÍ svo að friður haldist á vinnumarkaði: Tillögurnar snúast um breytta stjórnarstefnu Fulltrúar ASÍ og VSÍ leggja tillögur í atvinnu- og efnahagsmálum fyrir ríkisstjórnina. Við- bragða hennar er að vænta eftir helgina: Arangur byggist á lækkun raunvaxta „Ég tel þetta mjög athyglisverða viðleitni samtaka atvinnurekenda og Iaunþega tii að breyta stjómarstefnunni. Stefna ríkisstjóraarinn- ar hefur veríð að skipta sér ekki af atvinnulífínu, en þaraa er lagt til að ríkisvaldið taki þátt í því að reisa við íslenskt atvinnu- og efna- hagslíf,** sagði Steingrímur Hermannsson, formaður Framsóknar- flokksins, um tillögur ASÍ og VSÍ í atvinnu- og efnahagsmálum. „Ég tel tillöguna um raunvaxta- lækkun vera mikilvægustu tillög- una sem aðilar vinnumarkaðar- ins leggja fram. Raunvextir hér mega ekki vera hærri en 5-6%. Atvinnulífið og einstaklingar eru svo skuldsettir að þeir þola ekki svona háa raunvexti. Ég vona að menn beiti því sem þeir hafa, hvort sem menn vilja kalla það handafl eða annað, til að lækka vexti. En þar verður ríkissjóður að ríða á vaðið, annars mun þetta ekki takast. Ríkið heldur innláns- vöxtum háum með háum vöxtum á ríkisskuldabréfum og þeir verða að lækka,“ sagði Steingrímur. Steingrímur sagði tillögu um að draga til baka álögur á ferðaþjón- ustu, vera skynsamlega. Hann sagðist telja að það eigi einnig að fella niður álögur af sjávarútveg- inum sem lagðar voru á fyrir tveimur árum. Það muni styrkja gengið. Steingrímur sagðist hins vegar hafa vissar efasemdir um að rétt væri að flýta vegaframkvæmdum með þeim hætti að greiða þær af áætluðu vegafé næstu ára. Sam- dráttur hljóti að fylgja í kjölfarið þegar dregið verður svo úr fram- kvæmdum eftir 2-3 ár. Steingrímur sagðist fyrir sitt leyti geta fallist á einhverjar er- lendar lántökur ef sýnt þyki að lántökurnar verði til framleiðslu- aukningar hér á landi. Við eigum hins vegar ekki að taka erlend lán til að nota þau í eyðslu. „Stað- reyndin er sú að við skuldum orð- ið mjög mikið erlendis. Við för- um á þessu ári líklega upp í 56,9% af vergri landsframleiðslu. Greiðslubyrðin verður yfir 28% Atvinnulausum á höfuðborgarsvæð- inu fjölgaði enn í febrúar, en fækk- aði hins vegar á nær öllum öðrum stöðum á landinu, ef Bolungarvík er undanskilin. En þar fjölgaði at- vinnulausum úr 2 að meðaltali í janúar upp í 59 manns í febrúar. Skráð atvinnuleysi í febrúar jafngUti um 6.200 manns án vinnu að með- altali allan mánuðinn, eða tæplega 5% af mannafla eins og í janúar. Breytingin felst fyrst og fremst í því að atvinnulausum fjölgaði um 260 manns (9%) á höfuðborgarsvæðinu en fækkaði um 380 manns (12%) á landsbyggðinni (nærri 440 ef Bol- ungarvík væri undanskUin). ,Atvinnuástandið heldur áfram að versna á nær öllu höfuðborgarsvæð- inu,“ segir í yfirliti vinnumálaskrif- stofu félagsmálaráðuneytisins. Með- alfjöldi atvinnulausra var 3.220 manns, eða um 4,4% af áætluðu vinnuafli. Þetta er eina svæðið (ef Bolungarvík er undanskilin) sem at- vinulausum hefur fjölgað um meira en 100% frá febrúar í fyrra, og þar sem þeim fjölgaði frá janúar. At- vinnulausum körlum fjölgaði um 150 og konum um 100 milli mánaða. Suðurnesin búa þó enn við lang- versta atvinnuástandið hlutfallslega, gjaldeyristeknanna. Þarna erum við komin á hættusvæði og því þurfum við að vera varkár í er- lendri lántöku. Við þurfum því, um leið og gripið er til skamm- tímaaðgerða til að koma hjólum atvinnulífsins af stað, að grípa til langtímaaðgerða sem auka gjald- eyristekjurnar og gera okkur þannig kleift að lækka skuldirn- ar,“ sagði Steingrímur. Steingrímur sagðist ekki treysta sér til að spá um viðbrögð ríkis- stjórnarinnar, en sagðist vona að hún sjái að sér og komi til móts við aðila vinnumarkaðarins þar sem um 12. hver (8,4%) var án vinnu í febrúar, eða um 640 manns að meðaltali. Suðumesin eru líka eini staðurinn þar sem atvinnuleysis- hlutfall kvenna (12,2%) er um tvöfalt hærra en meðal karla. Atvinnulaus- um hafði þó fækkað um rúmlega 50 frá janúar, mest í Sandgerði og Grindavík, en ekkert í Keflavík og fjölgað í Vogum. Um 62% allra at- vinnulausra karla (2.100) á landinu og 63% kvenna (1.770) eru í þessum tveim R— kjördæmum á suðvestur- homi landsins. Á Vesturlandi fækkaði atvinnulaus- um um 8% milli mánaða (í um 290 manns). Atvinnuleysið takmarkast þar að mestu við Akranes og Borgar- nes, en síðamefndi staðurinn er sá eini á svæðinu þar sem fólki án vinnu fjölgaði frá janúar. Þeim fækkaði hins vegar um meira en helming á Snæfellsnesi. Á Vestfjörðum var hlutfall atvinnu- lausra 2,5% í febrúar. En nærri helmingur allra (120) atvinnulausra á svæðinu er í Bolungarvík. Hlutfallslega fækkaði atvinnulaus- um mest á Norðurlandi- vestra (í 280 manns), eða um rúmlega fjórðung frá því í janúar. Þessi fækkun hefúr orðið í nær öllum sveitarfélögum, þó Steingrímur Hermannsson þannig að áfram ríki friður á vinnumarkaðinum. -EÓ mest á Sauðárkróki og Skagaströnd. Á Norðurlandi-eystra voru 730 að meðaltali (6,2%) án vinnu í febrúar. Þetta þýðir fækkun um nærri því fimmtung, eða um 160 manns, frá janúar, og fækkaði atvinnulausum hvergi meira milli mánaða. Atvinnu- lausum hefur fækkað í öllum sveitar- félögum á svæðinu. og þar af um og yfir helming á Olafsfírði, Dalvík, Hrísey, Raufarhöfn, Þórshöfn og í Grýtubakkahreppi. Atvinnuleysi er mest áberandi á Akureyri, þar sem um 480 voru jafnaðarlega án vinnu í mánuðinum, um 30 færri en í janú- ar. Á Austurlandi voru um 370 manns (6,2%) án vinnu í febrúar og hafði þeim fækkað um 30 milli mánaða. Um fjórðungur allra atvinnulausra á svæðinu er á Egilsstöðum og í Hér- aði og hafði fjölgað heldur frá janúar. Athygli vekur að fjöldi atvinnulausra fjórfaldaðist milli mánaða á Eskifirði (33 manns í febrúar). Nokkur fækkun varð á flestum öðr- um stöðum, mest á Fáskrúðsfirði og Breiðdalsvík. Á Suðurlandi fækkaði atvinnulaus- um um 8% milli mánaða, aðallega í sjávarplássunum í Ámessýslu. Rúm- lega 520 manns (5,6%) vantaði þó í tillögum ASÍ og VSÍ í atvinnu- og efnahagsmálum, er lögð megin- áhersla á fjölgun atvinnutækifæra með skammtíma- og langtímaað- gerðum. Lagt er til að auknum fjár- munum verði varið til rannsókna, vegagerðar og viðhalds opinberra mannvirkja. I tillögunum segir að grundvöllur að atvinnuuppbyggingu sé raunvaxtalækkun, stöðugleiki í verðlagsmálum og stöðugleiki á vinnumarkaði. Vonast er eftir við- brögðum ríkisstjómarinnar eftir helgina. Það er í sjálfu sér fátt nýtt í tillög- unum. Tillögurnar eru að veruleg- um hluta samhljóða tillögum at- vinnumálanefndar ríkisstjórnarinn- ar og aðila vinnumarkaðarins sem starfaði síðastliðið haust. Tillögurn- ar fjalla um atvinnu- og efnahags- mál, en eru ekki hefðbundin kröfu- gerð. Þar er t.d. ekkert minnst á kaupkröfur að öðru leyti en því að sagt er að stefna beri að traustari kaupmætti. Ekkert er heldur minnst á heilbrigðismál. Tillögurnar. miða að því að draga verulega úr atvinnuleysi með skammtíma- og langtímaaðgerðum. Tekið er fram að þó að þau markmið sem stefnt sé að náist, verði atvinnu- leysi á næsta ári óásættanlegt og því hljóti fjölgun atvinnutækifæra að vera mikilvægasta viðfangsefnið í hagstjóm. ASI og VSÍ leggja áherslu á þrjú meginmarkmið, raunvaxtalækkun, stöðugleika í verðlagsmálum og stöðugleika á vinnumarkaði. Lækk- un vaxta sé forsenda fyrir að úrbæt- ur í atvinnumálum skili árangri. Hún ein og sér sé stórvirkasta að- gerðin sem stuðlað geti að fjárfest- ingum einstaklinga og fyrirtækja, nýjungum og aukinni verðmæta- sköpun, sem fjölgun atvinnutæki- færa og traustari kjör hljóta að byggjast á. I sjávarútvegsmálum er lögð áhersla á rannsóknir á möguleikum sjávarútvegs, þ.e. rannsóknum á líf- ríki sjávar, átaki í framleiðslumálum og sókn í markaðsmálum. Lagt er til vinnu í febrúar, hvar af hátt í fjórð- ungur var á Selfossi. Hlutfall atvinnulausra er nánast það sama meðal karla og kvenna á höfuð- borgarsvæðinu. Á nokkrum svæðum; Suðumesjum, Suðurlandi, Vestur- landi og Vestfjörðum, eru konur hins vegar í töluverðum meirihluta. Um 6,8% kvenna á landsbyggðinni vant- ar vinnu en 5% karlanna. - HEI að verulegur afsláttur verði veittur á raforkuverði til þeirra sem hyggjast auka orkunotkun sína. Tillaga er gerð um að reynt verði að nýta van- nýttar fjárfestingar fiskeldisstöðva. Tekið er undir tillögu um að Rann- sóknarráð ríkisins fái 200 milljónir á næstu fimm árum til rannsóknar á fiskeldi. Bent er á ýmsar leiðir sem vænleg- ar em til að styrkja íslenskan iðnað og þjónustustarfsemi. Varað er við áformum stjórnvalda um að leggja virðisaukaskatt á ferðamannaþjón- ustu. Gerð er tillaga um að tilteknum vegaframkvæmdum verði flýtt og að til þess verði varið 2,2 milljörðum króna. Framkvæmdirnar verði fjármagn- aðar með erlendu láni sem endur- greitt verði af mörkuðum tekjum vegagerðar á árabilinu 1995-2000. Sömuleiðis er lagb til að auknum fjármunum verði varið til viðhalds opinberra bygginga. Þá eru lagðar fram tillögur um breytingar á hús- næðislánakerfinu sem miða að því að auka nýbyggingar, ívilna fyrstu íbúðarkaupum, bæta nýtingu fjár- muna og minnka lánsfjáreftirspurn- ina. Lagt er til að hámarkslán í hús- bréfakerfmu til þeirra sem eru ekki að kaupa í fyrsta skipti, verði lækkað um milljón. Forsætisráðherra hefur ekkert vilj- að láta hafa eftir sér um tillögurnar, en segir að farið verði vandlega yfir þær. Forseti ASÍ segir að hann vænti viðbragða stjórnvalda eftir fáa daga. Ekki ríkir alger einhugur um til- lögur þær sem lagðar hafa verið fram. Verkalýðsforingjar á lands- byggðinni eru t.d. óánægðir með þær vegaframkvæmdir sem bent er á í tillögunum, en þær eru flestar á suðvesturhorni landsins. Formenn verkalýðsfélaganna í Hafnarfirði og Vestmannaeyjum hafa lýst yfir and- stöðu við ýmislegt í tillögum vinnu- hóps um sjávarútvegsmál. Þeir eru óánægðir með tillögur um útflutn- ing á óunnum fiski, veiðiheimildir frystitogara, krókaleyfi og línutvö- földun. Þá hafa þær raddir heyrst úr verka- lýðshreyfmgunni að allur þessi til- löguflutningur hafi takmarkaða þýð- ingu og hafi í reynd fyrst og fremst þjónað þeim tilgangi að tefja samn- ingaviðræður þangað til Ijóst væri hver niðurstaða yrði í atkvæða- greiðslu BSRB og KÍ um verkfalls- boðun. Reiknað er með að næstu skref í samningaferlinum verði að forystu- menn ríkisstjórnarinnar ræði óformlega við fulltrúa ASÍ og VSÍ um tillögurnar f atvinnu- og efna- hagsmálum sem liggja nú á borði ríkisstjórnarinnar. Eftir helgina má síðan vænta form- legra viðbragða ríkisstjórnarinnar. -EÓ Veiðitilboð Tilboð óskast í stangaveiði í Köldukvísl á veiði- svæði Veiðifélags Holtamannaafréttar sumarið 1993. í ánni er bæði bleikja og urriði. Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Tilboðum skal skila fyrir 30. apríl 1993 til formanns félagsins, Sveins Tyrf- ingssonar, Lækjartúni, 851 Hellu, sem jafnframt veitir nánari upplýsingar í síma 98-75078 milli kl. 20 og 22 á kvöldin. Stjórnin. Maður sá sem var handtekinn vegna sprengihótunar í Leifsstöð: Ekki talinn hafa hringt í upphafi Nú er tallð að tnaður sá sem eftlr klukkutíma. Um 20 manns handtekinn hefur verið, grunaður úr erlendri vél voru þá Inni í um sprengihótun í Flugstöð Leifs Leifsstðð og var fólkið beðið um Eiríksonar í fyrrakvöld, sé ekki sá að fara yfir í aðra byggingu. Kari- sem í upphafi tilkynnti um sprengjuna. Þetta fékkst staðfest hjá Rann- sóknarlögreglu ríkisins sfðdegis í gær. Ekkert er því komið fram maður um fimmtugt var handtek- inn í fyrrinótt eftir að tekist hafði að rekja tii hans símtal á frétta- stofu ríkisútvarpsins þar sem hann tiikynnti um sprengju í vél sem varpað getur Ijósi á það hver Flugleiða með morgninum. Fyrr það var sem upphaflega hringdi um nóttina hafði maður hringt og Olkynnti um sprengju í Leifs- tvívegis með svipuð boð á Hótel stöð. Loftleiðir en ekki tókst að rekja Það var um klukkan 7 í gær- símtölin þar sem starfsstúlka kvöldi sem fyrsta hótunin barst. sem svaraði lagði á. Var þá sagt að sprengja spryngi ATVINNULAUSUM FÆKKAÐ NEMA í REYKJAVÍK OG BOLUNGARVÍK

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.