Tíminn - 11.03.1993, Side 12

Tíminn - 11.03.1993, Side 12
AUGLYSINGASIMAR: 680001 TVÖFALDUR1. vínningur NÝTT OG FERSKT DAGLEGA G reiðholtsbakarí VÖLVUFELU13 - SÍMI73655 1 J. C~Sibnel HÖGG- DEYFAR Verslid hjá fagmönnum i varahlutir | ^ Hamarsbofda 1 - s. 67-é744 FIMMTUDAGUR 11. MARS 1993 Fyrstu tvo mánuði ársins jókst velta í matvælaiðnaði um 5% í kjölfar herferðarinnar Veljum ís- lenskt. Útlitið þó dökkt enn: 6% samdráttur í iönframleiðslu Yfirgnæfandi meirihluti félagsmanna í Félagi íslenskra iðnrekenda, eða 93%, eru fylgjandi sameiningu við Landsamband iðnaðar- manna, Félag íslenska prentiðnaðarins og Verktakasamband ís- lands. Aðeins 5,5% félagsmanna voru á móti. Atkvæðagreiðslan fór fram í gær á ársfundi FII sem líklega verður sá síðasti í 60 ára sögu félagsins. Verði af sameiningu samtaka og fé- laga í iðnaði, er gert ráð fyrir að hægt verði að spara um 30% í rekstri þeirra án þess að skerða þjónustuna við félagsmenn. Á árs- þinginu var skorað á féiagsmenn að líta í eigin barm og láta ekki staðar numið í hagræðingu og lækkun út- gjalda. Þá virðist sem herferð samtaka iðn- aðar og launafólks um mikilvægi þess að kaupa íslenskt, hafi skilað árangri, því könnun á iðnaðarhorf- um síðustu tvo mánuði, bendir til þess að velta í matvælaiðnaði hafi vaxið um 5% frá sama tíma í fyrra. í ræðu Gunnars Svavarssonar, for- manns félagsins, vakti það athygli að hann vék ekki orði að nýfram- lögðum tillögum aðila vinnumark- aðarins í atvinnumálum sem af- hentar voru ríkisstjórn í vikunni. Aftur á móti var formanninum að vonum tíðrætt um versnandi af- komu iðnaðarins almennt, að kom- andi kjarasamningar munu fela í sér kjararýrnun og ástæðu núver- andi erfiðleika megi rekja til góðæ- risins á seinni hluta síðasta áratug- ar. Á síðasta ári dróst iðnaðarfram- leiðsla saman um 6% á nýliðnu ári og verðmæti útflutts iðnvarnings dróst saman um 5% og arðsemi eig- in fjár fyrirtækjanna er neikvæð. Þá benda útreikningar félagsins til þess að afkoma iðnaðarins á síðasta ári sé allmiklu verri en árið 1991 og rekstrartap fyrirtækjanna hafi auk- ist um 2,5%. Fyrir utan hinn almenna samdrátt, óhagstæða þróun ýmissa gjald- miðla, gengisfellingu og umtalsvert gengistap, þá hafa innlendir raun- vextir hækkað um 0,6% frá fyrra ári og á síðustu þremur árum hafa raunvextir tvöfaldast. Á móti hefur komið niðurfelling aðstöðugjalds- ins sem lækkaði kostnað venjulegs iðnfyrirtækis um 1% og einnig hef- ur hlutfall tekjuskatts í atvinnu- rekstri verið lækkað. Engu að síður telja iðnrekendur að raunskattlagn- ing hafi lítið sem ekkert lækkað. „Fá teikn eru á lofti um efnahags- bata á íslandi næstu tvö árin a.m.k. Fyrir okkur liggur því að þreyja þorrann og góuna og vinna okkur hægt en markvisst út úr vandan- um.“ Formaður Félags íslenskra iðnrek- enda lagði áherslu á nauðsyn þess að erlendir aðilar fjárfestu hérlend- is, enda var ársþingið helgað fjár- festingum erlendra aðila og inn- lendu áhættufé. -grh Iðnaðarráðherra boðar frumvarp um íslenska fjárfesting- arbankann hf: Tveir i einn banka Á næstum vikum verður vænt- anlega iagt fram frumvarp tíl Íaga á AÍþingi um ísienska fjár- festíngarbankann hf sem ætlun- in er að stofna á grunni Iðniána- sjóðs um næstu áramót. Jafn- framt er stefnt að því að Iðnþró- unarsjóður sameinist bankanum 1995. Þetta kom fram í máli Jóns Sig- urössonar iðnaðarráðherra á ársþingi Félags íslenskra iðnrek- enda. Ráðgert er að við bankann starfl vöruþróunar- og marks- deild en bankinn verður í eigu samtaka iðnaðarins og ríksins. Að matí ráðherra er jafnframt ekkert því tíi fyrirstöðu að aðrir fiárfestíngarsjóðir getí runnið inn í bankann og þannig getí bankinn sinnt öllu atvinnulíflnu þótt hann eigi rætur í iðnaði. -grfi ályktun 59. og líklega síðasta ársþings Félags íslenskra iðnrek- enda, kemur fram aö leita þurfi allra leiða til að skapa skilyrði fyrir vaxtalækkun, treysta þurfi atvinnulífiö, erlend skuldasöfnun sé orðin hættulega mikil og því sé nauðsyn á að auka erlenda fjárfest- ingu í stað erlendra lána. I ræðustól er Jón Sigurðsson iðnaðarráð- herra, honum á hægri hönd eru fyrst Víglundur Þorsteinsson og þá Gunnar Svavarsson, formaður FÍI. og forstjóri Hampiðjunnar. Tímamynd Ámi Bjama PLÖTUJÁRN FERKANTUR RÚNNJÁRN SUÐUFITTiNGS Ferro Zink STÁLVÖRUR EFNISSALA I Trönuhrauni 3 Hafnarfirói sími 91-65 39 90 PRÓFÍLRÖR STÁLRÖR FLATJÁRN VINKLAR UNP BITAR IPE BITAR Til afgreiðslu af lager ...ERLENDAR FRETTIR... MOSKVA Rússneska þingiö löörungar Jeltsín Leiðtogar rússneska þingsins sýndu Bóris Jeltsín forseta alvör- una (andstöðu sinni í gær og hétu því að þeir myndu ekki gefa hið minnsta eftir (valdabaráttunni sem er á góðri leið með að gera landið óstarfhæft. SARAJEVO Bosníu-múslimar ráös- laga um friöaráætlun Forsætisráð Bosníu, undirforystu múslima, mætti í gær til úrslitafund- ar um hvort styðja skyldi friðaráætl- un þar sem lagt er til að landinu verði skipt eftir þjóðemum. Á sama tíma urðu tilraunir til að flytja hjálp- argögn til stríðshrjáöra óbreyttra borgara í Bosníu, fyrir meiri hindr- unum þegar flutningalest með lyf og læknisbúnað var stöðvuð á landamærum Serbíu. RÓM Amato fær enn trausts- yfirlýsingu Giuliano Amato, forsætisráðherra ftalíu, fékk traustsyfiriýsingu viö sig enn einu sinni í gær þegar hann heimtaði að þingið tæki af skarið og annað hvort veitti sér stuðning eða léti sig fjúka. JERÚSALEM Palestínumenn neita friöarviöræöum Samningamenn Palestinumanna höfnuðu í gær boði Bandaríkja- manna um að taka aftur upp friðar- viðræður við Israela (Washington í næsta mánuði. KAlRÓ 14 herskáir múslimar felldir Egypskar öryggissveitir skutu á og felldu 14 herskáa múslima í árás- um á þrjú vígi þeirra á Kaíró-svæð- inu og mosku i bænum Aswan í suðurhluta landsins, að sögn heim- ilda innan öryggisliðsins í gær. LONDON Breska lögreglan hindrar IRA Breska lögreglan kom í veg fýrir baö sem virðist vera raðabrugg Irska lýðveldishersins um að sprengja geysimikla sprengju við mikilvægt skotmark i London til aö marka tuttugu ára afmæli ofbeldis- herferðar IRA á meginlandinu. NEW YORK Handtaka vegna sprengingarinnar í WTC Lögreglan tók höndum fleiri grun- aða vegna rannsóknarinnar á sprengingunni í Worid Trade Cent- er- byggingunni í New York í gær. Frá því var sagt í sjónvarpsfrétt CNN. LOS ANGELES Vitnisburöur Rodneys King: Kynþáttaskammir, barsmiðar og líflátshótun I gær kom svarti ökumaðurinn Rodney King (fyrsta sinn fram í opnum rétti og bar fram vitnisburð sinn þar sem hann sagði lögreglu- mennina hafa æpt að sér kynþátta- svívirðingar og hótað að drepa hann meðan þeir börðu hann. Það var vegna myndbandsupp- töku af þessum atburði sem sýnd var um gervöll Bandaríkin og réttar- halda ( kjölfarið þar sem lögreglu- mennimir voru sýknaðir, sem óeirö- imar mikiu I Los Angeles i fyrra brutust út. DENNI DÆMALAUSI ■***'*'* -V V * ■{» „Það besta við þjóðhátiðardaginn er að þá er orðið helmingi styttra tiljóla.“

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.