Tíminn - 09.10.1993, Blaðsíða 5

Tíminn - 09.10.1993, Blaðsíða 5
Laugardagur 9. október 1993 Tíminn 5 »p*§8p|jpgj| jjjgg m, •" I Gassagangur heilbrigðisráðherra Kristín Einarsdóttir skrifar Það var sérkennileg sýning sem lands- feðumir settu á svið fyrir alþjóð á liðnu sumri. Farsi er tæplega rétta orðið til að lýsa þessu sjónarspili, svo yfirgengilegt var það. Hér hefur enn einu sinni sýnt sig að veruleikinn tekur öllum skáld- skap fram. Jafnvel fjarstæðusögur blikna. Stríðið um landbúnaðarmál, sem næstum hafði gengið af ríkisstjórninni dauðri á vordögum, blossaði upp að nýju. Eins og menn vita, þá er orðið djúpt á hugsjónamálum hjá Alþýðu- flokknum, en þegar kemur að innflutn- ingi á landbúnaðarvömm breytist göm- ul glóð í loga hjá þeim fáu, sem enn hafa ekki komið sér fyrir hjá því opinbera. Fyrr en varði var hálf ríkisstjómin kom- in í hár saman og hver veifaði sínu tré. Utanríkisráðherra túlkaði lögin að eigin geðþótta, taldi álit Alþingis þar engu skipta og gerði ekkert með úrskurð for- sætisráðherra um forræði varðandi inn- flutning á búvömm. Forsætisráðherra sá ástæðu til að hirta ráðherra Alþýðu- flokksins og sagði að þeir hefðu komið óheiðarlega fram í málinu. Nú, þegar til þings er komið, hafa þeir engan veginn jafnað sig eftir hildarleiki sumarsins. Grundvallarbreytingar á samfélaginu í tvö ár hafa stjómarflokkarnir verið að draga kjark úr þjóðinni og notfært sér tímabundna erfiðleika til að koma fram grundvallarbreytingum á samfélaginu: Niðurskurði á félagslegri þjónustu, menntakerfið hefur verið svelt, kennslustundum er fækkað, skólagjöld lögð á nemendur og námsmönnum vís- að á bankakerfið eða foreldra sína, séu þeir aflögufærir. í heilbrigðismálum hefur verið farið að með dæmalausu of- forsi og nýi heilbrigðisráðherrann geng- ur þar fram með enn meiri gassagangi en sá fyrri og er þá langt til jafnað. Ólýðræðisleg vinnubrögð Síðustu daga hefur mikið verið rætt um þá ákvörðun heilbrigðisráð- herra að loka 1 e i k s k ó 1 u m sjúkrahúsanna og meðferðar- heimilinu í Gunnarsholti. Þessi ákvörðun er dæmigerð fyrir framgöngu ráðherra ríkisstjómarinnar í ýmsum málum. Ákvörðun er tekin og síðan er ætlast til að Alþingi leggi blessun sína yfir gjöm- inginn. Oft stendur þingið frammi fyrir orðnum hlut, eyðileggingin er orðin staðreynd og oft ógjörningur að snúa við. Vinnubrögð af þessu tagi eiga auð- vitað ekki að líðast í lýðræðisþjóðfélagi. Nauðsynlegt er að endurskoða og end- urbæta eftir því sem þörf er á, en það verður að gera af yfirvegun og gæta þess að gera það þannig að ekki sé rifið niður allt sem byggt hefur verið upp. Leikskólar sjúkrahúsanna Sjúkrahús landsins eru stofnanir sem þurfa á sérhæfðu starfsfólki að halda. Eitt af því, sem gert hefur verið til að fá starfsfólk til vinnu, er að bjóða upp á leikskóla fyrir bömin. Sjúkrahúsin hafa séð sig neydd til að gera þetta, vegna þess að sveitarfélög og þá sérstaklega Reykjavíkurborg hafa ekki komið til móts við þarfir bama fyrir leikskóla á meðan foreldrar em við vinnu. Þessa staðreynd verður að horfast í augu við. Heilbrigðisráðherra getur ekki látið sem hann viti þetta ekki. Með ákvörðun sinni að loka leikskólum sjúkrahúsanna án fyrirvara setur hann starfsemi þeirra í mikla óvissu. Margar konur, sem þar vinna, geta ekki haldið áfram störfum ef þær fá ekki vist- un fyrir börn sín. Það er ein- kennilegt að þegar á að spara, er byrjað á skúringakon- um og bömum, en þeir sem meira hafa em látnir í friði. Gunnarsholt Önnur ákvörðun, sem heilbrigðisráð- herra er búinn að taka, er lokun með- ferðarheimilisins í Gunnarsholti og á með því, eftir því sem heyrst hefur, að spara 40-60 milljónir króna á ári. í um- ræðum á Alþingi var bent á að kostnað- ur ríkisins við meðferðarheimilið hefði verið um 29 millj. króna árið 1992. Það er því vandséð hvemig draga á úr kostn- aði um allt að tvöfaldri þeirri upphæð með því að leggja heimilið niður. Auðvitað er ekkert því til fyrirstöðu að endurskoða og hagræða hjá þeim stofn- unum sem sjá um meðferð áfengis- og eiturlyfjasjúklinga, eins og hjá öðmm. En það verður að gera af skynsemi og að vel athuguðu máli, ef árangur á að nást. Hér eins og annars staðar verður að líta á málið í heild. Þeir vistmenn, sem nú dvelja í Gunnarsholti, verða flestir að fá inni á öðrum stofnunum og því fylgir óhjákvæmilega kostnaður. Hvers vegna var valið að loka heimilinu í Gunnarsholti? Um langt árabil hefur verið rætt um að flytja ríkisstofnanir frá höfuðborgarsvæðinu út á land. Ef það er niðurstaða heilbrigðisráðuneytisins að minnka eigi stuðning ríkisins við með- ferð áfengis- og eiturlyfjasjúkra, hvers vegna var þá ekki lagt til að flytja aukna starfsemi út á land, í stað hins gagn- stæða? Hægri höndin virðist ekki vita hvað sú vinstri gerir. Stefnan bitnar á konum Stefna ríkisstjórnarinnar er slæm fyrir þjóðina í heild, en sérstaklega bitnar hún á konum. Niðurskurður í velferðar- kerfinu kemur fyrst og fremst niður á þeim. Sparnaður á sjúkrahúsum leiðir til þess að fólk er sent heim og þá em það konumar sem ætlast er til að sjái um þá sjúku. Hver haldið þið að hugsi um bömin sem send em heim af leik- skólunum? Fyrst og fremst konumar. Miklu fleiri konur en karlar em at- vinnulausar og enn á að þrengja þeirra hag. Með þessu er ég ekki að segja, að ekki sé nauðsynlegt að gæta aðhalds og sparnaðar og kunna sér hóf. Það er bara ekki sama hvernig að málum er staðið. Það er löngu tímabært að breyta þeim leikreglum, sem hingað til hefur verið farið eftir. Það þarf hugarfarsbyltingu. Nú er kominn tími til að taka ærlega til hendinni í stjórnkerfinu. Konur verða að koma að þeirri tiltekt, annars mun illa fara. Ég er viss um að konur þessa lands em tilbúnar að bjóða fram krafta sína til að þrífa upp eftir þá valdsmenn, sem sett hafa mark sitt á samfélagið allt of lengi. Höfundur er þingkona Kvennalistans.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.