Tíminn - 09.10.1993, Blaðsíða 7

Tíminn - 09.10.1993, Blaðsíða 7
Laugardagur 9. október 1993 Tíminn 7 biðlaun til baka? „Ég afsala mér frekari biðlaun- um.“ Viltu ekki svara spumingunni? „Ég afsala mér frekari biðlaun- um. Er það ekki alveg skýrt sam- kvæmt orðanna hljóðan? Þannig var það í tilkynningu minni og sé ekki að það þurfi frekari skýringa við.“ —Einu sinni sagöi Vilmundur löglegt en siölausL Ert þú oröinn sami spillti kerfispólitíkusinn og Vilmundur gagnrýndi á sínum túna? „Ég segi ekki að mér hafi komið á óvart viðbrögð fjölmiðla og raun- ar fólks við ýmsum verkum mín- um hér í ráðuneytinu. Þetta hefur hins vegar sagt mér að það er ákaflega auðvelt að gera úlfalda úr mýflugu og gera aukaatriði að að- alatriði. Ég hef til að mynda tekið eftir því í umræðum um þessi leikskólamál að það hefur enginn sýnt áhuga á að spyrja Sóknarkon- una í eldhúsum ríkisspítala hvers vegna hún hefúr ekki haft forgang fyrir sín böm í leikskólum ríkis- spítalanna. Það hefur enginn haft fýrir því að spytja sveitarstjórnar- menn út um land sem ekki hafa notið þessarar þjónustu.“ —Nú er sagt að þetta sé stýri- tæki spítalanna... „Hver segir það? Ég er ekki sam- mála því að þetta eigi að vera stýritæki spítalanna. Leikskólar eru fyrir bömin sem á þeim eru." —Engu að síður hefur það verið sagt að þetta sé það tæki sem spítalamir nota til að laða til sín starfsfólk sem hann annars fengi ekki. „Sé þetta hluti af kjömm hjúkr- unarfræðinga með böm hljóta 75% hjúkrunarfræðinga, sem ekki njóta þessara kjara og em bamlausir eða eiga uppkomin böm, að spyrja hvar þeirra kjara- bætur séu.“ —Aðrar starfsstéttir Landspítala eru 30 talsins samkvæmt upplýs- ingum hjúkrunarforstjóra. Þess- ar stéttir eiga einnig böra á leik- skólunum. Hjúkrunarfræðingar eru fjölmennasta stéttin. Er ekki eðlilegt að þeir nýti um 50% af þeim rýmum sem í boði eru? J’að er ekki þannig. Allir hjúkr- unarfræðingar sem hafa þörf fyrir leikskólapláss hafa forgang." —Nú fer þetta eftir deildum og það er ekki sama hvar hjúkrunar- fræðingar ráða sig. Þeim er sagt að þeir fái ekki dagvistanými nema þeir séu á ákveðnum deild- um. Flestir þeirra starfa því á bráða- deildum Landspftalans. „Ég tel það ekki eðlilegt að spítöl- um sé stjómað á þennan veg. Ef það þarf að umbuna fólki sérstak- lega á að gera það fyrir opnum tjöldum. Það á að taka á þessum atriðum í kjarasamningum." —Finnst þér gagnrýni Vilmund- ar ekkert eiga við, sé Ld. höfð f huga stöðuveiting forstjóra Tryggingastofnunar og biðlauna- þátturinn? „Ég átti alltaf gott samstarf við Vilmund. Við unnum mikið sam- an á Alþýðublaðinu í blaða- mennsku. Ég ætla ekki að ræða mál á þessum nótum. Ég hef stundum sagt: Hvað hefðu fjöl- miðlar gert hefði Karl Steinar ekki sótt um TVyggingastofhun? Það virtist sem fjölmiðlar væm nánast búnir að afskrifa mögu- Ieika eins hugsanlegs umsækj- enda fyrirfram. Ég leit bara ískalt á málið og fullyrði að Karl Steinar mun valda þessu verkefni mjög vel og sé einfaldlega hæfur í þetta starf. Það er mergurinn málsins.“ lægsta verðið eða besta búnaðinn *V/Wl VICT. R WF ASC 486SX/25 MHz 486DSX/33 MHz innifalið í verði: innifalið í verði: r • 4MB innra minni 1 J • 4MB innra minni * • 130MB harður diskur • 107MB harður diskur < 15ms • Cirrus skjákort, 1MB • Local Bus Cirrus skjákort,1MB (einnig Local Bus) • 14" 1024x768 Nl, 72Hz, • 14" 1024X768 Nl, 72Hz, lággeislaskjár, flöktlaus lággeislaskjár, flöktlaus • 3.5" disklingadrif • 3.5" disklingadrif • Hljóðlát vifta • Hljóðlát vifta • 1 árs ábyrgð • 1 árs ábyrgð Kynningarverð Bravo LC-2 486SX/25MHZ innifalið í verði: • 4MB innra minni • 120MB harður diskur < 15ms • Local Bus Cirrus skjákort, 1MB • AST14" 1024x768 Nl, 72Hz, lággeislaskjár, flöktlaus • 3.5" disklingadrif • Hljóðlát vifta, 238 pinna PGA sökkull • 3ja ára ábyrgð ll Microsoft Word 2.0 og Excel 4.0 á tilboðsverði með hverri tölvu kr.39.900.- og meiri ábyrgð ef þú vilt Komdu í verslun okkar eða hringdu í sölumenn og fáðu nánari upplýsingar EINAR J. SKULASON HF Grensásvegi 10, 108 Reykjavík Sími 63 3000 Greiðsluskilmálar Glitnis, Helgi Þórhallsson Tímamynd Árai Bjaraa

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.