Tíminn - 29.06.1994, Blaðsíða 1

Tíminn - 29.06.1994, Blaðsíða 1
SIMI 631600 Stakkholti 4 Inngangur frá Brautarholti 78. árgangur STOFNAÐUR 1917___________________________________________________ Miðvikudagur 29. júní 1994 119. tölublað 1994 „Það er algjörlega óþolandi ef þab á að fara að auka enn frekar á launamisréttib og í annan stab er það gersamlega fráleitt að launahækkun dómara og forstjóra verbi borin uppi af almennum húsnæbislántakanda," segir Ögmundur Jónasson, for- mabur BSRB. Þrátt fyrir ab hann gagnrýni ályktanir og alhæfingar ASÍ vegna hækkun launavísitöl- unnar þá telur hann ab ASÍ og BSRB eigi ab standa saman í því ab verja hlut lágtekjufólksins. Hann segir jafnframt ab þjóð- arsáttin hafi brostib haustib 1991 þegar ríkisstjórn Davíbs Oddssonar byrjabi að beita niburskurbarhnífnum gegn velferbarkerfinu haustib 1991 og því sé þab grófleg misnotk- un þegar sífellt sé verib ab klifa á hugtakinu þjóbarsátt. Ögmundur segir ab það rangt og mjög misvísandi af ASÍ ab halda því fram ab hækkun launavísitölunnar stafi af því ab opinberir starfsmenn al- mennt og bankamenn hafi fengið umtalsverðar launa- hækkanir umfram ASÍ-félaga. Hann segir ab útreikningar ASÍ hafi innbyggban mjög alvar- legan galla vegna þess ab þeir taki ekki til tekjuhæsta fólksins á almennum vinnumarkabi. Ögmundur segir ab þab sé vit- ab ab tilteknir og afmarkabir hópar á almennum og opin- berum vinnumarkabi hafi ver- ib ab fá kjarabætur umfram þab sem almennt hefur verið samib um; sumir litlar en abrir umtalsverðar. Þar má m.a. nefna flugumferbarstjóra, hjúkrunarfræbinga, hæstarétt- ardómara, lögreglumenn, meinatækna, presta, flugvirkja og flugstjóra svo dæmi sé tekib. Formabur BSRB vill hinsvegar taka undir þab sjónarmið ASI ab það sé með öllu óþolandi ab hinir tekjuhæstu á almennum og opinberum markabi séu ab fá umtalsverðar kjarabætur á sama tíma og láglaunafólk fær ekkert. Sömuleibis er Ögmund- ur sammála þeirri kröfu ASÍ að láglaunafólki verði tryggbar bætur vegna þessarar þróunar. Hann segir þab fullkomlega siblaust ab láglaunafólkib þurfi ab bera fórnarkostnabinn í formi hærri skulda og afborg- ana vegna launaskribs þeirra tekjuhæstu. Elka Gubmundsdóttir er 16 ára hesta-œttfrœbingur úr Vestmannaeyjum. Hún er í athyglisverbu vibtali í aukablabi um Landsmót hestamanna. Tíminn á hestamannamóti: Aukaumfjöllun um landsmótið Landsmót hestamanna: Hús leigð yflr helgi á 80 þús. Mikil eftirspurn er nú eftir gisti- plássi á Suöurlandi vegna Lands- móts hestamanna, sem sett var á Hellu í gærmorgun. Nefndar eru himinháar tölur, sem greiddar eru fyrir leigu á húsnæði um mótsdagana. Gistipláss á hótelum og gisti- heimilum á Selfossi var fullpant- að um mótsdagana þegar á síö- asta ári. Margir hafa brugðib á það ráð að leigja íbúðir og hús sín meðan á mótinu stendur. Þannig leigði fjölskylda í nágrenni Hellu hús sitt um mótsdagana fyrir 80 þúsund krónur. Mun þetta ekki vera neitt einsdæmi. sbs, Seifossí Fjölmenni var í nýju sundlauginni í góöa veörinu í gœr. Tímamynd CS Nú stendur yfir landsmót hesta- manna á Hellu og er þab ein- hver stærsti vibburbur í hesta- mennsku lengi. Raunar hefur landsmótið gríðar- leg áhrif á mannlíf á öliu Suður- landi og verður Tíminn með sér- staka umfjöllun daglega um landsmótib í sérstöku aukablaöi. í aukablaði þessu er leitast við að sinna mótsgestum jafnt sem öbr- um hestamönnum og því mun auk íslenskunnar bregða fyrir bæði ensku og þýsku enda nokk- ur þúsund útlendingar komnir hingað gagngert vegna mótsins. Sjá aukablab í opnu Formaöur BSRB gagnrýnir alhœfingar og ályktanir ASÍ: Óþolandi ef auka á launamisréttið Menntamálarádherra felur þjóöminjaráöi og Þjóöminjasafni aö láta rannsaka Miöhúsasilfriö frekar: Áfall fyrir Þjóðminjasafn Ólafur G. Einarsson mennta- málarábherra hefur svarab bréfi Ólafs Ásgeirssonar, for- manns þjóbminjarábs, þar sem hann óskabi eftir frekari rann- sóknum á Mibhúsasilfrinu svo- nefnda. „í svarinu lýsum við þeirri af- stöbu okkar að við teljum eðli- legt að frekari rannsókn fari fram á silfrinu. Viö teljum hins vegar eölilegt að þjóðminjaráö og Þjóðminjasafnib sjái um þá rannsókn og leiti i því skyni til erlendra sérfræbinga. Viö bend- um á ab það kunni að vera heppilegt að leita til sérfræöinga á Norðurlöndunum þar sem silfriö á aö vera frá víldngatím- anum," segir Ólafur G. Einars- son um efni svarsins. Ólafur við- urkennir að málið sé visst áfall fyrir trúverðugleika Þjóbminja- safnsins en segir að þetta sé ekki í fyrsta skipti sem „merkur forn- leifafundur" reynist yngri en fyrst var taliö. Ólafur varar vib því að menn setjist í dómarasæti áður en niburstaöa fæst úr frek- ari rannsóknum. „Málið er óþægilegt fyrir Þór Magnússon þjóbminjavörð sem skrifaöi um fundinn á sínum tíma. Þór er hins vegar allra manna fróðastur um silfur og virtur vísindamaður á því sviði. Mér þykir þaö líka mjög leitt ef finnendur silfursins liggja undir grun hjá almenningi meban vib vitum ekki meira." ■ Sumariö komiö, nema á Vestfjöröum: Góöa veðrið helst fram að helginni Sumarblíða hefur verið um svo til allt land undanfarna daga og var spáb um og yfir tíu grábu hita um land allt í dag, nema á Vestf jörðum. Þab er þó betra að nýta hvern dag vel því Veðurstofan spáir því ab góba vebriö muni aðeins hald- ast fram ab helgi. Á morgun og föstudag verbur sunnan og subvestan átt ríkjandi og þá fer ab þykkna upp á Suöur- og Suðvesturlandi en veörið verb- ur áfram gott fyrir noröan land og austan. Á laugardag eiga íbúar Suður- og Suðvest- urlands von á strekkingi og rigningu. Vestfirðingar verða enn ab bíöa eftir sumrinu og vilja veðurfræðingar engu lofa um hvenær þeir geti fariö að sóla sig. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.