Tíminn - 29.06.1994, Blaðsíða 16

Tíminn - 29.06.1994, Blaðsíða 16
Vebrlb í dag (Byggt á spá Veburstofu kl. 16.30 í gær) Miövikudagur 29. júní 1994 • Suburland og Subvesturmib: Vestan gola eba kaldi en stinnings- kaldi á mibum síbaegis. Bjart vebur ab mestu. • Faxaflói til Vestfjarbamiba, Faxaflóamib til Vestfjarbamiba: Subvestan kaldi og skýjao meb köflum en úrkomulaust. Stinningskaldi síbdegis. • Strandir og Norburland vestra til Austfjarba, Norbvesturmib til Austfjarbamiba: Léttskýjab víbast hvar. Vestan og subvestan gola eba kaldi þegar kemurfram a daginn. • Subausturland og Subausturmib: Subaustan kaldi í fyrstu en síb- an vestan og norbvestan gola eba kaldi. Léttskýjab. Slysá hjólum Vitab er um tvö mótorhjólaslys sem uröu á landinu í gær. Á Strandgötu í Hnífsdal missti ungur ökumaöur stjórn á hjól- inu og datt. Hann var fluttur á Sjúkrahúsið á ísafiröi en var ekki talinn alvarlega slasaöur. í Reykjavík slasaöist annar ungur ökumaöur vélhjóls. Sá var aö „prjóna" á hjólinu þegar hann féll og hlaut viö þaö minnihátt- ar áverka. Þá var keyrt á sextán ára dreng á reiðhjóli á mótum Fossvogsvegar og Kiifvegar í gærdag. Hann hlaut einnig minniháttar meiðsl. ■ Jörmundur Ingi allsherjargoöi: Fullar sættir Jörmundur Ingi allsherjargoöi vísar á bug frétt í Alþýöublaö- inu í gær þar sem því er hald- iö fram aö Ásatrúarfélagiö ætli aö hunsa synjun Þing- vallanefndar um fund í Al- mannagjá. „Þetta er bara eitthvað sem haft er eftir mér úr DV á föstu- daginn áöur en ég átti fund með Birni Bjarnasyni, formanni Þingvallanefndar. Á þeim fundi komumst viö aö samkomulagi sem bæöi ég og aðrir stjórnar- menn erum sáttir viö. Nú eigum viö eftir aö velja okkur fundar- staö, því viö teljum Spöngina aö mörgu leyti ekki heppilega," sagði Jörmundur Ingi. ■ Ók á löggubíl Lögregluþjónn af Seltjarnarnesi slasaöist þegar vörubíll ók aftan á bíl hans á Norðurströnd á Sel- tjarnarnesi um hádegiö í gær. Lögregluþjónninn var fluttur til rannsókna á slysadeild en fékk að fara heim síðdegis. Bíllinn er mikiö skemmdur eftir árekstur- inn. ■ Einar Gautur Kristjánsson og Hanna Ragnarsdóttir á blabamannafundi ígær. Tímamynd CS Grundvöllur til sátta Hanna Ragnarsdóttir, fyrrum eiginkona Dians Vals Dentc- hevs, sem hefur veriö í mót- mælasvelti nærfellt sjö vikur, segir aö grundvöllur sé til sátta varöandi umgengni föö- urins viö 4ra ára son þeirra. Lögmaöur hennar, Einar Gautur Steingrímsson, segist hafa haft frumkvæöi aö viö- ræöum viö Pétur Gunnlaugs- son, lögmann Dians Vals, um leiöir til aö koma á umgengni fööur og sonar. Veröi allt reynt til aö koma henni á, enda hafi viöbrögö lögmanns Dians Vals viö þessari málaleitan veriö já- kvæö. Hanna Ragnarsdóttir og lög- maöur hennar boöuöu til fund- ar með fréttamönnum í gær til aö koma á framfæri sjónarmið- um hennar í máli þessu og leið- rétta þann misskilning, sem þau töldu hafa komið fram, aö kon- an heföi ekki viljaö að sonur hennar umgengist föður sinn meö eðlilegum hætti. Meb viss- um skilyrðum hafi fööurnum veriö heimilt aö umgangast drenginn en hins vegar hafi hann ekki nýtt sér umgengnis- réttinn síöan í október sl. Kom fram í máli lögmannsins ab málið væri einkum alvarlegt meö tilliti til þess aö Dian Valur væri ekki í mótmælasvelti til aö þrýsta á um þá kröfu sína aö fá aö hitta son sinn, heldur í þeim tilgangi að knýja stjórnvöld til aö breyta ákvörðunum sínum. Hanna Ragnarsdóttir og lög- mabur hennar lýstu þeirri skoö- Eyjafjallajökull: un sinni að af hálfu stjórnvalda hefði málið hlotiö réttláta, eðli- lega og vandaða meðferb. ■ Dregiö mjög úr virkninni Mjög hefur dregib úr skjálfta- virkninni í Eyjafjallajökli síö- astliönar tvær vikur. Gunnar Gubmundsson, jarbeblisfræö- ingur hjá Veburstofunni, býst vib aö áfram muni draga úr henni. í þessari og síbustu viku hafa mælst í mesta lagi einn til tveir skjálftar annan hvern dag og allir hafa þeir verib litl- ir. Á fyrsta ársfjóröungi minnkaöi aflaverömœti ísfisktogara en jókst hjá frystitogurum. Togaraskýrsla LÍÚ: Hallar undan fæti hjá ísfisktogurum Samkvæmt togaraskýrslu LÍÚ fyrir fyrstu fjóra mánubi ársins, minnkabi aflaverbmæti ísfisk- togara um 2% mibab viö sama tíma í fyrra en aflaverbmæti frystitogara jókst um 3%. Þar kemur einnig fram ab ísfisktog- urum hefur fækkab úr 68 í 65 á sama tíma og frystitogurum hefur fjölgab um þrjá og eru alls 35. í öllum landshlutum nema á Austfjöröum minnkaöi mebalafli ísfisktogara á hvern úthaldsdag. Sýnu mest var samdrátturinn hjá vestfirskum togurum, 19,46%, eöa úr 11,2 tonnum í 9,02 tonn. Á svæbinu frá Vestmannaeyjum til Snæfellsness minnkaði meöa- lafli ísfisktogara um 8,94%, eba úr 11,3 tonnum í 10,29, á Noröur- landi um 8,25%, eöa úr 8 tonnum í 7,34 tonn. Austfirskir ísfisktog- arar juku hinsvegar meöalafla sinn á hvem úthaldsdag um 4,47%, eöa úr 8,5 tonnum í 8,88 tonn. Vegna verkfalls sjómanna á fiski- skipaflotanum fækkaöi úthalds- dögum togaraflotans um 5,5% á tímabilinu miöað viö sama tíma í fyrra. Heildaraflaverömæti 65 ís- fisktogara voru tæpir 3,7 miljarð- ar króna en hjá 35 frystitogurum nam aflaverðmætið tæpum 3,8 miljörðum króna. Sem fyrr var Guöbjörg ÍS meö hæsta aflaverömæti ísfisktogara eöa 111 miljónir króna. Meöal- skiptaverömæti á úthaldsdag var 663 þúsund krónur og meðalafli 10,95 tonn. Ásbjörn RE var aftur á móti meö hæsta aflamagn ísfisk- togara á úthaldsdag, eða 18 tonn. Af frystitogurum var samherja- togarinn Baldvin Þorsteinsson EA meö hæsta aflaverömætiö, eöa 191 miljón króna. Þá var hann einnig meö mestan afla á hvern úthaldsdag, 27 tonn. Á sama tíma og mebalafli á út- haldsdag hjá ísfisktogurum lækk- ar um 6,8%, eöa úr 9,7 tonnum í 9,04 tonn þá hækkar meðalafli frystitogara úr 10,49 tonnum í 13,49 tonn. Þessi hækkun hjá frystitogurum er vegna stórauk- innar sóknar í úthafskarfa á Reykjaneshrygg. Skjálftavirknin í jöklinum nábi hámarki í fyrri hluta þessa mán- abar og þegar mest var mældust fleiri en fimmtán skjálftar á dag. Gunnar segir aö ekki sé vitað fyr- ir víst hvers vegna skjálftavirkn- in hafi aukist um tíma. „Menn vita ekki nákvæmlega hvernig eldstööin Eyjafjallajökull er upp- byggb. Þessi fjöldi skjálfta á stuttum tíma vekur vissan ugg en vib getum ekki sagt til um meö vissu hvaö sé að gerast. Mér finnst líklegt aö virknin muni smám saman detta niður en auð- vitaö veit maður ekki hvað gerist næst," segir Gunnar. Mælarnir sem starfsfólk Raunvísindastofn- unar kom upp við jökulinn eru þar ennþá en Gunnar á von á aö þeir verði fjarlægöir fljótlega. ■ BEINN SIMI AFGREIÐSLU TÍMANS ER 631•631 TVOFALDUR 1. \TNNINGUR

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.