Tíminn - 25.03.1995, Side 6

Tíminn - 25.03.1995, Side 6
6 Laugardagur 25. mars 1995 dntitftt Helga Skúladóttir var fulltrúi íslands á fribar- og mannréttindaráöstefnu í Cenf, þar sem hún flutti m.a. rœöu: Islendingar margt ab segja fólki Helga Skúladóttir, 15 ára nemi úr Foldaskóla í Grafar- vogi, er nýkomin heim frá Genf í Sviss, þar sem hún var fulltrúi íslands á ráð- stefnu sem haldin var á veg- um Sameinuöu þjóöanna o.fl. aöila um mannrétt- inda- og friöarmál. Helga flutti ræöu á ráöstefnunni og tók þátt í gerö bókar, sem gefin veröur út í tilefni af 50 ára afmæli Sameinuöu þjóöanna. Helga er dóttir hjónanna Skúla Bjarnason Hall og Sig- ríðar Lillý Baldursdóttur eölis- fræöings. „Þetta var alveg ofsalega gaman. Fyrst fannst mér ég ekki hafa neitt að segja um þessi mál, þar sem ég kem frá Islandi. En þegar ég hef farið að hugsa þetta mál eftir á, þá getur veriö að það hafi haft mikið að segja, því þarna voru krakkar frá löndum þar sem eru virkileg vandamál, m.a. stríðshrjáðum löndum. Á þennan hátt fá þau að heyra ab það er til land þar sem ekki eru til slík vandamál," segir Helga. Hún segir viðbrögð þessara krakka vib því hafa verið mjög sterk. „Þau voru ofsalega hissa. Þau vissu ekkert um Is- land og þegar ég sagði þeim að íslendingar hefbu engan her, þá göptu þau. Þau vissu ekki ab það væri til land sem hefði engan her." Ráðstefnan var haldin á vegum Peacechild Interna- tional, alþjóðaskólans í Genf og Sameinuðu þjóðanna, um framtíð alheimsins, með áherslu á mannréttinda- og friðarmál. Þátttakendur voru um 40 talsins, alls stabar að úr heiminum, á aldrinum 14- 22 ára. Starf ungmennanna var tví- þætt. Fyrsta daginn var ráb- stefna þar sem hver þátttak- andi flutti ræðu, þar sem hann lýsti skoðunum sínum í mannréttinda- og friðarmál- um. Á öðrum degi var ung- mennunum skipt niður í hópa, þar sem hver hópur hafði afmarkað efni til um- fjöllunar og þriðji dagurinn var notaður til að skrá efnið. Þetta efni verður notað í bók, sem gefin verður út í tilefni af 50 ára afmæli Sameinuöu þjóðanna og kemur hún út í sumar. Ástæöan fyrir því aö Helga fór til Genfar er ab í flestum löndum, sem sendu fulltrúa á ráðstefnuna, voru haldnar rábstefnur þar sem fjöldi ung- menna hélt ræðu um þetta málefni. Þar voru valdir full- trúar á ráðstefnuna í Genf og Helga var einmitt valin full- trúi íslands. í raun er Helga fulltrúi átta manna hóps í Foldaskóla, sem vann það verkefni að setja saman hugmyndir um mál- efnið og er ræban, sem hér fylgir, afraksturinn. Hvað framhaldið varðar, segist Helga ekki vita hvort þessi hópur, sem kom saman í Genf, hittist aftur, en það sé þó ljóst að elstu ungmennin Rábstefnan og fundirnir voru haldnir í Pregny í Cenf, en þab er fyrsti alþjóbaskólinn í heiminum. Hópurinn sem stób ab vinnunni ab baki rœbunni, sem Helga flutti í Cenf á dögunum. Sitjandi frá vinstri: Ásdís Kristinsdóttir, Þor- björg Edda Björnsdóttir, Helga Skúladóttir og Gubný Gubmunds- dóttir. Standandi frá vinstri: Stein- ar Björnsson, Hjörtur Hannesson, Valur Björnsson. Á myndina vant- ar Bjarka Þór Ivertsen. Tímamynd GS munu verba viðstödd útkomu bókarinnar í New York í sum- ar. „Við ætlum að minnsta kosti að halda sambandi og skrifast á, en að ööru leyti veit ég lítiö enn." En Foldaskólahópurinn hef- ur svo sannarlega ekki sungið sitt síðasta, því þau eru stað- ráðin í að halda áfram starfi á svibi mannréttinda og friðar- mála. „Já, okkur langar að gera þab, því þetta var svo góður hópur. Ég veit hins veg- ar ekki meb hvaða hætti þab verður. Við verbum ab finna okkur einhvern vettvang til að starfa á, einhver góð sam- tök," segir Helga að lokum. ■ Frá kvöldverbi sem „fósturforeldrar" Helgu íGenf, sem hún bjó hjá á meban dvöl hennar stób, bubu til.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.