Tíminn - 25.03.1995, Blaðsíða 19

Tíminn - 25.03.1995, Blaðsíða 19
Laugardagur 25. mars 1995 yiwtwo 19 Æskunnar örvandi hönd „Ef æskan vill rétta þér örvandi hönd, þá ertu á framtíbarvegi," sagöi skáldið. Og sama veröur meö sanni sagt um starf Ingvars Jónassonar, stofnanda og stjórnanda Sinfóníuhljómsveit- ar áhugamanna, sem nú hefur starfað meö brattstígum hætti í fimm ár. Hljómsveitina stofn- aöi Ingvar áriö 1990, og lengst af síðan hefur hún haldiö a.m.k. tvenna tónleika á vetri hverjum. Sunnudaginn 12. mars hélt hún aðra tónleika þessa vetrar í Fella- og Hóla- kirkju undir stjórn Ingvars sjálfs, og tókst á viö umfangs- mesta og erfiðasta verkefni fer- ils síns — 8. sinfóníu Dvoráks. Auk þess frumflutti hún ís- lenskt verk, eftir Jónas Tómas- son, og hærra getur engin ís- lensk hljómsveit risiö — erfitt verk og íslenskt verk — nema meö því aö spila ennþá betur, sem sjálfsagt er alltaf hægt. Sinfóníuhljómsveit áhuga- manna skipa, eins og nafnið bendir til, spilarar sem ekki hafa hljóðfæraleik aö atvinnu — fólk sem læröi á hljóöfæri í árdaga, en starfar að ööru, uppgjafa- hljóöfæraleikarar, nemendur í tónlistarskólum, svo dæmi séu nefnd — fólk sem hefur gaman af því aö spila. „Amateur" heitir þaö á útlensku og merkir alls ekki aö um vonda spilara sé aö ræöa — aðeins aö þeir hafi gam- an af því aö spila. Sinfóníuhljómsveit áhuga- manna hefur iðulega meö sér einleikara eða einsöngvara á tónleikum, og jafnan af besta og virtasta taginu. Hinn 12. mars lék sjálfur Gunnar Kvaran ein- leik meö hljómsveitinni í tveim- ur verkum, konsert eftir Vivaldi og nýju stykki eftir Jónas Tóm- asson: „Melodia & Consegu- enza" fyrir selló og strengjasveit. Um Vivaldi- konsertinn er þaö aö segja, aö Svíi nokkur, Holger Hallenberg aö nafni, bjó hann til úr fimmtu knéfiðlusónötu Vi- valdis og samdi þar með allan „sekantinn", nefnilega fiðlu- raddirnar, inn í konsertinn, en Vivaldi hafði ekki skrifað annað en bassahljóma fyrir sembal- röddina í sónötunni. Meö því aö þetta er hiö fallegasta verk, eins og flest eða allt eftir Vivaldi, og Gunnar Kvaran manna líkleg- astur til að hefja knéfiðlupart- inn til flugs, tókst þetta nokkuð vel, en þó virtist framlag Hallen- bergs nokkuö fyrirferöarmikið með köflum og drekkjandi fyrir knéfiöluna. TÓNLIST SIGURÐUR STEINÞÓRSSON Tónleikaskrá rekur sögu „Melodia & Conseguenza" Jón- asar Tómassonar þannig: „Áriö 1979 samdi Jónas einleiksverkið „Melódíu" fyrir frænda sinn Ingvar Jónasson víóluleikara. Gunnar Kvaran heyröi verkið fyrir tilviljun í útvarpinu fyrir 2 árum, og hreifst svo af því aö hann baö tónskáldið að umrita það fyrir knéfiðlu. Jónas varö viö þeirri beiðni síðastliöiö sum- ar, en svo var flug hans mikiö viö þaö starf að hann gat ekki stöðvað sig og samdi í beinu framhaldi „Conseguenza" fyrir selló og strengjasveit." Og þann- ig frumfluttu Gunnar Kvaran og Sinfóníuhljómsveit áhuga- manna þetta verk. Eins og flest ný íslensk tón- verk er „Melodia & Consegu- enza" hægferöugt og innhverft — naflaskoðun listamanns sem nálgast nirvana. Gunnar flutti þetta af mikilli kunnáttu og inn- lifun eins og hans var von og vísa, og strengjasveit Sinfóníu- hljómsveitar áhugamanna sýndi með ótvíræðum hætti hvers hún er megnug. Síðust á efnisskrá var 8. sin- fónía Dvoráks, hálftíma verk fullt af tíöindum og tilfinning- um. Meginþunginn hvílir ab sjálfsögðu á strengjunum — líkt og þaö er striginn í málverkinu sem ber uppi kúnstina — og þeir eru furöulega góðir í þessari hljómsveit. Meira áberandi væri þó vond spilamennska eöa mis- tök einstakra blásara, og einnig þar stóöst hljómsveitin prófiö meö glæsibrag — ég nefni fína flautu, djarfan einleik trompeta og ótrúlegt öryggi hinna hljóm- miklu horna. (Og svo mætti lengi telja, því Sinfóníuhljóm- sveit áhugamanna státar af ýms- um sterkum sólistum, t.d. [á þessum tónleikum] óbói, klarin- ettu og fagott). Á fimm ára ferli sínum hefur Sinfóníuhljómsveit áhuga- manna tekist á viö merkisverk eins og þrjár fyrstu sinfóníur Be- ethovens og Ofullgerðu sinfón- íu Schuberts, forleiki eftir Moz- art og sinfóníur eftir Haydn. Hvort hljómsveitin skiptir mikiu máli í lífi „þiggjandi tón- listarunnenda" á höfuðborgar- svæöinu skal ósagt látið, en hitt er pottþétt aö fyrir „gefandi tón- listarunnendur" (amatöra) er hún himnasending hin mesta. Og taki menn mark á Paul Hind- emith, þá skiptir þetta starf Ing- vars Jónassonar og Sinfóníu- hljómsveitar áhugamanna miklu meira máli (þjóðfélags- lega séð) en allt þaö fínerí, sem okkur er boðiö uppá á geisla- diskum og tónleikum frægöar- manna — „do it yourself" eða „sjálfs er höndin hollust" er það sem máli skiptir, sagöi það kunnáttufulla tónskáld og upp- eldisfrömuður. DAGBÓK Lauqardaqur mars 84. daqur ársins - 281 dagur eftir. 12. vlka Sólris kl. 7.12 sólarlag kl. 19.57 Dagurinn lengist um 7 mínútur Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni Allra síöasta syning a leikritinu Reimleikar í Risinu kl. 16 í dag, í Ris- inu, Hverfisgötu 105. Sunnudagur: Sveitarkeppni í brids kl. 13 og félagsvist kl. 14 í Ris- inu. Dansab í Goðheimum kl. 20. Félag eldri borgara Kópavogi Árshátíð Félags eldri borgara í Kópavogi er í dag. Eldri borgarar frá Akranesi verða gestir. Hátíbin hefst meb borbhaldi kl. 18.30. Fjölbreytt dagskrá og dans. Hana-nú, Kópavogl Kleinukvöld verbur í Gjábakka á mánudagskvöldib kl. 20. Arngrímur og Ingibjörg spila fyrir dansi. Félag um 18. aldar fræbi: Málþing í Þjóbarbók- hlöbunni Félag um átjándu aldar fræði boö- ar til málþings um frásagnarbók- menntir átjándu aldar í dag, laugar- dag, í Þjóðarbókhlöðu, fyrirlestrasal á 2. hæð. Hefst málþingib kl. 14. Erindi flytja: Eiríkur Guðmundsson: „Því nú skaltu deyja. Um mót rómönsu og skáldsögu í verkum Jóns Oddssonar Hjaltalín". Steinunn Inga Óttars- dóttir: „Af íslenskum Gúllíver og Ódysseifi. Um Reisubók Eiríks Björnssonar og Ferbasögu Árna Magnússonar frá Geitastekk". Stein- unn Haraldsdóttir: „Skáldsagan — Tímaspursmál? Um tímavitund í frásagnarbókmenntum upplýsing- artímans". Þröstur Helgason: „Til- urð höfundarins. Efling sjálfsver- unnar á 18. og 19. öld í ljósi ís- lenskrar skáldskaparfræði". Öllum er heimill aðgangur. Sinfónían á ferb um Subvesturland Sinfóníuhljómsveit íslands held- ur um helgina og í næstu viku tón- leika í Kópavogi, Grindavík, á Akra- nesi, Selfossi og í Keflavík, þar sem leikið er fyrir bæjarfélögin á Suður- nesjum. Hljómsveitarstjóri: Petri Sakari. Einleikari og kynnir: Jónas Ingi- mundarson. Kórar á vibkomandi stöðum taka þátt í tónleikunum, einsöngvari meb kór Fjölbrauta- skóla Suðurlands er Kristjana Stef- ánsdóttir. Á efnisskrá eru verk eftir Dvorak, Smetana, Britten, Liszt, Franck, Rodgers og Hammerstein, Jón Ás- geirsson, Atla H. Sveinsson og Skúla Halldórsson. Tónleikarnir verða sem hér segir: Kópavogur laugardag 25. mars kl. 14 — íþróttahúsinu Smára. Selfoss mánudag 27. mars kl. 20 — íþrótta- hús Sólvallaskóla. Akranes þriðju- dag 28. mars kl. 20 — íþróttahúsið Vesturgötu. Grindavík miðvikudag 29. mars kl. 20 — íþróttahús Grindavíkur. Keflavík fimmtudag 30. mars kl. 20 — íþróttahúsið Sunnubraut. Kvikmynd um Zhúkov marskálk í bíósal MÍR „Zhúkov marskálkur — blöð úr ævisögu" nefnist heimildarkvik- mynd, sem sýnd verður í bíósal MIR, Vatnsstíg 10, á morgun sunnudag, kl. 16. í myndinni segir frá frægasta hershöfðingja Sovét- ríkjanna í síðari heimsstyrjöldinni, Georgíj Zhúkov, en hann átti m.a. hlut að sigri sovéska hersins í orust- unni um Moskvu og rak síban flótta Þjóðverja vestur á bóginn, allt til Berlínar. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill meðan húsrúm leyfir. Hib ísl. náttúrufræbifélag: Fræbslufundur í mars Mánudaginn 27. mars kl. 20.30 verður næsti fræöslufundur HÍN á þessu ári. Funduririn verbur að venju haldinn í stofu 101 í Odda, Hugvísindahúsi Háskólans. Á fund- inum flytur dr. Sigurbur H. Magnús- son, vistfræðingur á Rannsókna- stofnun landbúnabarins, erindi sem hann nefnir: „Landnám plantna á rofsvæðum". I erindinu er fjaliað um rannsóknir á landnámi plantna á svæöum sem orbib hafa örfoka. Listaklúbbur Leikhúskjallarans: Gunnar, Baldvln og Ró- bert — 50 ára leikafmæli Á mánudagskvöldið leiklesa leik- ararnir Gunnar Eyjólfsson og Bald- vin Halldórsson leikritið „Tilbrigði vib önd" eftir David Mamet. Gunnar og Baldvin eiga ásamt Róbert Arnfinnssyni um þessar mundir 50 ára leikafmæli og er vel við hæfi aö heyra þessa ástsælu leik- ara spjalla um lífið og tilveruna af stóískri ró öldunganna. Verkið þýddi Árni Ibsen og leikstjóri er Sig- ríður Margrét Guðmundsdóttir. Dagskráin í Listaklúbbnum hefst um kl. 20.30, en húsið er opnað kl. 20. Fréttir í vikulok Aukin harka í kennaraverkfallinu Kennarar hyggjast afturkalla allar veittar undanþágur frá og meö nk. mánudegi, ef samningar hafa ekki tekist vib ríkið fyr- ir þann tíma. Talið er að þessi ráðstöfun muni fyrst og fremst bitna á fötluðum börnum. Deilan er í hörðum hnút og hafa forsvarsmenn kennara lýst því yfir ab þeir sjái varla tilgang í viðræðum við samninganefnd ríkisins eins og málin standa. Ungum mæbrum fækkar Fæðingum stúlkna yngri en 20 ára hefur fækkað um tæplega 3/4 á rúmum aldarfjóröungi. Leita verður allt aftur til 1940 til að finna jafn litlar barneignir hjá þessum hópi. Flugfreyjur í verkfall? Flugfreyjur hafa boðað þriggja daga verkfall 28. mars nk. Ef af því veröur, hyggjast yfirmenn ganga í störf flugfreyjanna, en þær telja þær ráðstafanir mögulegt verkfallsbrot. Mikib um snjóflóö Mörg snjóflóð féllu í vikunni um allt land og ollu sum þeirra miklum skemmdum á mannvirkjum, en enginn slasaðist. Helsta tjónið varb á mjölverksmiðju á Seyðisfirði og heilsu- gæslustöb í Ólafsvík. Asahláka veldur vatnsskemmdum Asahláka um mestallt land olli nokkru tjóni í vikunni, aðallega í Vestmannaeyjum. Þar flæddi inn í híbýli og fyrirtæki með þeim afleiöingum ab milljónatjón hlaust af. Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýbuflokksins, fullyrb- ir í kosningabæklingi aö matarkarfan lækki um 40% ef ísland gengur í ESB. Þessu eru margir ekki sammála og hefur nýlegur samanburður Danmerkur og íslands á nokkrum algengum matvörum sýnt aö matarkarfan er ódýrari hérlendis. Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Alþýðubandalags, gengur svo langt að kalla áróöur Jóns „einhverjar grófustu falsanir sem sést hafa lengi". jafnmargir treysta Jóhönnu og Davíb Skv. könnun Félagsvísindastofnunar treysta jafnmargir lands- menn Davíð Oddssyni forsætisráðherra og Jóhönnu Sigurbar- dóttur, Þjóðvaka, til aö jafna lífskjörin í þjóðfélaginu. I þribja sæti kemur Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokks- ins, en aðrir stjórnmálaleibtogar fá mun minni stuðning.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.